Vísir - 10.10.1975, Blaðsíða 3
VÍSIR. Föstudagur 10. október 1975.
3
Er öryggi
barnanna
aukaatriði?
Tillitsleysi sýnt
kvœmdir umhverfis
við fram-
Fellaskóla
Stórvirkar vinnuvélar
hamast í kringum Fella-
skóla. Við innkeyrshma-á
bilastæðin vestan við
skólann og rétt við gang-
brautarþrengslin nýju,
sem fleiri hundruð barna
ganga yfir daglega er
veriðað vinna með gröfu/
þarna á að koma
snúningsplan fyrir
strætisvagnana.
„Ég tel mjög ósækilegt aö
hafa snúningsplanið þarna
vegna þeirrar hættu er börnun-
um stafar af þvi, en ég var ekki
spurður álits,” ságði Finnbogi
Jóhannsson, skólastjóri Fella-
skóla, er Visir ræddi við hann
um þessar framkvæmdir.
„Hér i skólanum eru um 1530
börn og meira en helmingur
þeirra þarf að fara yfir götuna á
leið i og úr skóla, auk annarra
sem þarna eiga leið um.
Strætisvagnastöðin er handan
götunnar, þaðan kemur vagninn
þvert yfir hana, rétt við gang-
brautina sem börnunum er ætl-
uð, inn á snúningsplanið og fer
siðan niður i bæ.
Ef ising er eða hálka, þarf
ekki annað en að einhverjum
skriki fótur eða vagninn renni
til, þá er voðinn vis. Ég hef sótt
um að fá gagnbrautarvörð
þarna vegna skólabarnanna og
geri mér vonir um að hann fá-
ist,” sagði skólastjórinn.
Skólavöllurinn
opinn út á götu
Ef gengið er suður fyrir
skólann blasir við ógirtur
leikvöllur skólabarnanna, sem
liggur fast að Norðurfellinu,
annarri af tveimur aðalum-
ferðargötum Breiðholtsins.
„Bráðabirgðagirðinguna, sem
Hér á snúningsplaniðað koma, fast vift gangbrautina og innkeyrsluna á bflastæftið. Ljósm.Jim.
var umhverfis skólavöllinn ,er
búið að fjarlægja að mestu.
Byrjað var að vinna að uppsetn-
ingu nýrrar girðingar, en hlaup-
ið frá þvi verki hálfkláruðu,
þannig að völlurinn er opinn út á
götu. Þótt kennarar hafi gæslu á
vellinum i friminútum er erfitt
að koma i veg fyrir að börn i
leik hlaupi út á götuna.”
Milljónahúsnæði
stendur ónotað
Vestan og norðan við iþrótta-
húsið nýja er jarðýta að bylta til
moldinni, verið er að undirbúa
malbikun á lóðinni.
„Iþróttahúsið var tilbúið til
notkunar af hálfu byggingar-
verktaka 1. september,” sagði
Finnbogi. „En sá verktaki sem
tók að sér smiði og uppsetningu
áhalda i húsið, hefur að öllum
likindum ekki staðið við gerða
samninga, þvi enn vantar hluta
af kennslutækjum.
Engin iþróttakennsla er hafin
i skólanum og eru pó tæpar
fimm vikur siðan 'iann byrjaði i
haust. Það er þó raunarekki
einungis tækjaskorturinn sem
kemur i veg fyrir það. Meðan
malbikun á skólalóðinni er ekki
lokið er ekki hægt að taka húsið i
notkun. Það yrði stórskemmt
eftir fyrsta daginn, þar sem
vaðið er i sandi og moldarleðju
alveg upp að dyrum.”
Tiliitsleysi
Allar þessar framkvæmdir
umhverfis skólann hófust ekki
fyrr en um sama leyti eða eftir
að skólinn tók til starfa en þeim
hefði vissulega átt að vera lokið
fyrir fyrsta september.
Það skal tekið fram að vinna
við strætisvagnaplanið, girð-
inguna umhverfis völlinn og
malbikunina á lóðinni, er öll
unnin á vegum borgarinnar.
„Ég kveð ekki fastar að orði
en það, að mér finnst þeir sem
standa að þessum framkvæmd-
um sýna tillitsleysi,” sagði
Finnbogi Jóhannsson, skóla-
stjóri Fellaskóla, að lokum.
— EB —
Aftan vift þennan unga hjólreiftamann sjást naktir staurar nýju girðingarinnar en þar á bak vift stubbur Moldarleftjan, sundursporuft af jarftýtubeltum, liggur upp aft dyr-
af þeirri gömlu sem búift er aft fjarlægja aft xnestu. Ljósm. Jim. um nýja iþróttahússins. Ljósm. Jim.
Lífeyrissjóðirnir eru að
verða gagnslausir
Þing Landssambands fslenskra
verslunarmanna var haidift aft
Höfn í Hornafirfti dagana 3.-5.
október s.l. Helstu mái þingsins
voru launa- og kjaramál og voru
samþykktar fjölmargar ályktanir
i hinum ýmsu málum.
M.a. var gerð itarleg samþykkt
i þremur liðum um lifeyrismál.
Telur þingið að taka eigi ellilif-
eyristryggingarkerfið til at-
hugunar, þar sem núverandi
skipan þess sé bæði ófullnægjandi
og ranglát. Var það hugmynd
þingfulltrúa að i framtfðinni yrðu
almennu tryggingarnar grunn-
eining og við bættust siðan lif-
eyrissjóðirnir þaðan sem sjóðs-
félagar fengju greitt i réttu hlut-
falli við ellilifeyrisréttindin að af-
lokinni starfsævi.
Þing LIV taldi og að leggja yrði
áherslu á að sjóðirnir gætu staðið
við hlutverk sitt, en við núverandi
verðbólgu og að óbreyttu skipu-
lagi sjóöanna eru þeir að verða
lifeyrisþegum gagnslausir vegna
verðrýrnunar peninganna.
Þing LIV mótmælir harðlega
þeim fullyrðingum að kjara-
samningarnir i febrúar þar sem
samið var um 31-45 þúsund króna
mánaðarlaun hafi valdið þeirri
verðbólgu sem þjóðin hefur átt
viö að striða.
Þingið hvetur til þess að hafin
sé barátta fyrir þvi að launataxt-
ar sem um er samið i dagvinnu
séu þannig að meðalfjölskylda
geti lifað af dagvinnutekjunum
einum á sómasamlegan hátt.
I lok ályktunarinnar um kjara-
mál voru settar fram ýmsar sér-
kröfur LIV sem leggja beri
áherslu á i væntanlegum
samningum.
Má nefna kröfu um jafnrétti
karla og kvenna, öll yfirvinna
greiðist með einu álagi, orlof
verði 24 dagar og laugardagar
ekki taldir með orlofi og aö
verslunar-og skrifstofufólk fái
sjúkrasjóð likt og aðrar stéttir.
Loks voru samþykktar ályktan-
ir um landhelgismál og um
Félagsmálaskóla alþýðu. EKG