Vísir - 10.10.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 10.10.1975, Blaðsíða 24
/ vism Föstudagur 10. október 1975. Hœkkanir Pósts- og síma Leysa engan vanda — segir ión Skúlason póst- og símamólastjóri í forsibufrétt VIsis I gær var sagt, að Prtslur og simi væri að kafna i rtreiðuskuldum. Þessi frétt var sótt beint I ályktun, sem Félag islenskra sima- manna gerði á iandsfundi sin- um, og orðalagi i engu breytt. Alyktun fundarins gckk svo langt, aö telja eðlilegt að loka stofnuninni, þar til viöunandi lausn fyndist á fjárhagserfiö- leikunum. I morgun barst Visi eftiriar- andi frá Jóni Skúlasyni, prtst- og simamálastjóra: ,,Vegna fréttar i blaði yðar i gær frá 10. landsfundi sima- manna á Húsavik, óska ég góð- fúslega að birtar verði eftirfar- abdi athugasemdir: Aö sjálfsögðu hefur póst- og simamálastjóri og starfsmenn hans ávallt gert samgönguráðu- neytinu grein fyrir hinni erfiðu fjárhagsstöðu Pósts- og sima á undanförnum árum. Sam- gönguráðherra skipaði siðla árs 1974 nefnd, sem athuga skyldi fjárhags- og greiðsluaðstöðu Pósts og sima fram til ársloka 1975. Niðurstöður nefndarinnar studdu óskir stofnujnarinnar um nauðsynlegar gjaldskrárhækk- anir og lánafyrirgreiðslu. Samgönguráöherra hefur mjög Deitt sér íyrir að leysa fjárhags- erfiöleika stofnunarinnar, en þvimiður hafa heimilaðar gjaldskrárhækkanir og lána- fyrirgreiðsla'ekki ennþá nægt til þess að leysa þennan vanda, og eru þessi mál þvi ennþá til með- ferðar hjá stjórnvöldum. Með þökk fyrir birtinguna. Jón Skúlason.” —AG— Krefjast bóta vegna handtöku ó Þing- völlum Borgardrtmaraembættið i Keykjavik liefur nú til mcð- ferðar mál nokkurra ung- menna, sem krefjast brtta vegna rtlögiegrar handtöku á Þingvöllum i fyrrasumar. A þjóöhátið á Pingvöllum i. fyrrasumar brugðu nokkur ungmenni á loft boröum og spjöldum, þar sem lýst var andstöðu við NATO. Lögregl- an fjarlægði hópinn. Mál þessa fólks eru æði mismunandi, og verða fjögur malanna tekin út úr sem prófmál. Vænta má, aö yfir- heyrslur hefjist i nóvember. —AG— Tekinn með skammbyssu í Keflavíkurflugstöðinni Vísir kannar hœfileika nýja mólmleitartœkisins i flugstöðinni Biaðamaður VIsis var tekinn með skammbyssu þegar hann reyndi að komast i gegnum mjög hert öryggiseftirlit og um borð i Loftleiðaþotu sem átti að fara tii Bandarikjanna i gær. Þetta herta öryggiseftirlit er að kröfu bandariskra stjrtrnvalda, scm frá og með deginum I gær fyrirskipa vopnaleit á öllum farþegum sem koma með flug- vélum til Bandarlkjanna. Vegna þessa voru tekin I notk- un málmleitartæki I flugstöðinni i Keflavik. Það er sérstakt hlið sem allir farþegar verða að ganga I gegnum strax að vega- bréfsskoðun lokinni. Ef menn eru með einhverja fremur þunga málmhluti á sér kviknar ljós. á litlum sjónvarps- skermi sem er tengdur við hliðið. Otlinur manns eru teikn- aðar inn á skerminn og sýnir ljósið hvar á viðkomandi málm- hluturinn er. Þá er þar einnig litið „handleitartæki” sem grip- ið er til, til nákvæmari leitar ef mikið birtir á sjónvarpsskerm- inum. Handleitartækið gefur frá sér háan tón ef það finnur málm. Auk þessa er leitað vandlega i öllum handfarangri. Ákaft blikk á skermi Til þess að kanna hvort ÞETTA kerfi væri einhvers virði vopnaðist blaðamaður Vis- is þungri málm-eftirlíkingu af Colt 45 skammbyssu og bland- aði sér i hóp farþega sem voru á leið til Bandarikjanná: Það eru þrir menn sem annast eftirlitið. Lögregluþjónarnir Gústaf Bergmann og Kjartan Finnbogason leita i handfar- angrinum og svo sérþjálfaður tollvörður, Gottskálk Ólafsson, sem er með málmleitartækin. Það var svo þröngt inni I leit- arklefanum að ekki var hægt að hafa þar ljósmyndara meðan á „alvörunni*’ stóð enda hefði öryggisverðina þá farið að gruna eitthvað. En hér beitir Gottskálk handleitartækinu eftir að „hliðið” hafði sýnt eitt- hvað grunsamlegt. Ekkert saknæmt fannst i skjalatösku sem einnig var meðferðis, en þegar að Gott- skálk kom versnaði I þvi. Hon- um fannst ljósadýrðin á skerm- inurri heldur mikil og lét þvi blaðamann ganga þrjár ferðir i viðbót i gegnum hliðið. Nú já Ekki varð hann ánægður með það og tók fram handleitartækið sem hann færði upp og niður og fram og aftur þar til það kom að „Nú já,” sagöi hann þegar byssan blasti við. byssunni. Þá gaf það frá sér há- an, skerandi tón. Gottskálk var með „pókerandlit” en sagði kurteislega. ,,Ég verð vist að biðja þig að sýna mér undir jakkann.” Hann steig eitt skref afturá- bak og bandariskir farþegar sem biðu eftir að komast, hörf- uðu. Jakkinn var opnaður og svart byssuskeftið blasti við. ,,Nú já”, sagði Gottskálk og steig snöggt fram og þreif eftir byssunni. „Ekki taka hana” sagði þá Kristján Pétursson, yfirtoll- vörður, sem snaraðist inn I þvi. Hann hafði beðið eftir þessu fyrir utan, enda verið látinn vita af „glæpnum” fyrirfram. Þessi mynd er einnig tekin eftir „glæpinn”. Hún sýnir ljrts á skerminum þegar máimhlutur fer i gegnum hliðið. (Myndir Loftur Asgeirsson) Betri tæki væntanleg Handjárnin voru þvi ekki tek- in fram i þetta sinn, en það hefði annars verið næst á dagskrá. Kristján sagði að þótt aðstaðan þarna væri mjög léleg, væru litlar likur til að menn slyppu i gegn með byssur eða önnur vopn. Hinsvegar er ráðgert að bæta mjög aðstöðuna á næstu mánuðum. Þeir fengju meira pláss fyrir starfsemi sina og einnig yrðu tekin mun fullkomn- ari tæki i notkun. öryggiseftir- litið færi þvi mjög harðnandi héðan i frá. —ÓT Rifu — negldu—rifu aftur! A efri myndunum eru bæjarstarfsmenn að rlfa verkstæöið, en sú neðri er frá sáttafundinum. Þar ræðast við fulltrúi frtgeta og (iuðjrtn, en Agúst Berg og lögreglan fylgjast með. — Bœjarstarfsmenn á Akureyri rífa verkstœði, eigandi fer fram á lögbann ,,Þetta nær ekki nokkurri átt” sagði Guðjón Gunnlaugsson, eigandi trésmiðaverk- stæðisins Kaldbaks- götu 7 á Akureyri sem bæjarstarfsmenn byrj- uðu aö rifa i gærmorg- un gegn hans vilja. „Mitt verkstæði og nokkur önnur hér voru með bráða- birgðaleyfi fyrir lóðunum sem að visu eru útrunniri. En við teljum að bæjarráð hafi engan rétt á að úthluta öðrum lóðun- um, við hljótum að hafa for- gangsrétt á þeim. Við höfum sameiginlegan lögfræðing og hann hefur óskað eftir lög- banni.” Trésmiðaverksæðið er i 17 ára gömlu timburhúsi ca. 85 fermetra bakhýsi. Það stendur nánast fyrir dyrum Vélsmiðj- unnar Varma, sem nú hefur fengið úthlutað lóðinni sem verkstæðið stendur á. Visir hafði samband við Ágúst Berg húsameistara Akureyrar- bæjar, en það voru starfsmenn á hans vegum sem byrjuðu að rifa i gærmorgun. Agúst sagði að aðdragandinn að þessu væri langur. Bæjarráð var búið aö segja upp bráða- birgðaleyfi fyrir þessum skúr- um fyrir löngu, þar sem búið er að skipuleggja svæðið. Fresturinn var þó lengdur og er hann nú endanlega útrunn- inn. A föstudaginn stóð til að hefja aðgerðir, en þá sagði lög- fræðingurinn að hann mundi leggja fram beiðni um lögbann á mánudag. í gærmorgun var engin slik beiðni komin fram og var þvi byrjað að rifa húsið. Um hádegi var búið að rifa plötur af helmingi þaksins, en er bæjar- starfsmenn komu mettir úr mat varbúið að negla allt á aftur, að ráði lögfræðingsins. Urðu þeir þvi að byrja að nýju og réðust þá að hinni blið þaks- ins. Gekk svo fram eftir degi þar til fulltrúi sýslumanns kom með lögreglufylgd að stöðva verkið. Var þá sæst á að báðir aðilar legðu niður störf og biðu sýslumannsdóms um málið, þar sem lögfræðingurinn hafði lagt fram beiðni um lögbann eftir að framkvæmdir hófust. En þar sem ekki var sótt um lögbann nema fyrir þessum eina skúr, notuðu bæjarstarfsmenn timann á meðan þeir biðu dómsins, til að hefja niðurrifslu á næsta húsi . Visir hafði i morgun samband við Ásmund Jóhannsson lög- fræðing og sagðist hann ekki hafa fengið niðurstöðu dómsins enn. Ef dómur fellur þeim i óhag, sagði Asmundur að til greina kæmi að kæra málið eða áfrýja dómnum. —EB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.