Vísir - 13.10.1975, Blaðsíða 19

Vísir - 13.10.1975, Blaðsíða 19
Vlsir, Mánudagur 13. október 1975. 19 □AG í PAG | I KVÖLP | í DAG | í KVÖLD | I DAG ( Sjónvarp, kl. 21,20: NU EIGUM VIÐ AÐ FÁ AÐ HLÆJA — nýr gamanmyndaflokkur hefur „óreglulega" göngu sína ,,Nei, ég er hérna”, heitir einfaldlega myndaflokkur sem hef- ur göngu sina i sjón- varpinu i kvöld. Þessi myndaflokkur kemur ekki til með að verða reglulega á dagskrá, heldur skotið inn svona öðru hverju. . Hver þáttur er sjálfstæöur en alls eru þeir 13. Með aðalhlut- verkið fer Ronnie Corbett, en hann höfum við séð i sjónvarp- inu áður, t.d. i þáttum David Frost fyrir nokkrum árum. Ronnie er litill og skemmti- legur karl, og við eigum áreiðanlega oft eftir að hlæja að honum. Þessi myndaflokkur er að sjálfsögðu breskur, og það má líkja honum við myndaflokkinn um „Elsku pabba’og svo þætt- ina um læknana, að minnsta kosti hvað gamanið snertir. Þátturinn sem sýndur verður i kvöld, heitir „Mamma.” Hann gengur út á það að Ronnie og konan hans þurfa að eyða helgi i heimsókn hjá móður hans, og það finnst þeim ekkert allt of skemmtilegt. Við höfum fregnað að þessi þáttur sé bráðskemmtilegur. Hefst hann klukkan 21.20 i kvöld. Þýðandi er Dóra Haf- steinsdóttir. —EA Hann er sagður skemmtilegur, myndaflokkurinn sem hefst I siónvarninu I kvöld. Með aðalhlutverkið fer Ronnie Corbett. Hér er hann með frúnni. Útvarp, kl. 21,10: Fóstbrœður Gunnars Gunnarssonar í útvarpi — Fyrsti lestur í kvöld Hafinn verður lestur nýrrar útvarpssögu í kvöld. Lesinverður sagan ,,Fóstbræðury/ eftir Gunnar Gunnarsson. Þorsteinn ö. Stephensen leikari byrjar lesturinr klukkan 21.10. Aður flytur Sveinn Skorri Höskuldsson formálsorð. Gunnar Gunnarsson er öllum svo vel kunnur að það þarf tæp- lega að kynna hann. Við ætlum nú samt að segja frá honum svolitið. Hann fæddist 18. mai 1889 á Valþjófsstað i Fljótsdal. Eftir fermingu var hann við nám einn vetur frá séra Sigurði P. Sivert- sen á Hofi. Hann stundaði nám við Lýð- háskólann i Askov 1907-1909. Á unglingsárum sinum stundaði hann venjuleg bústörf. Siðan tók við ýmislegt, svo sem fyrirlestr- arhald og upplestur, auk rit- starfanna. Haustið 1938 keypti hann Skriðuklaustur i Fljótsdal og bjó þar frá 1939 til hausts 1948. Þangað til hafði hann verið bú- settur i Danmörku. Eftir 1948 býr hann hér i Reykjavik. Gunnar stofnaði Bandalag isl. listamanna ásamt Jóni Leifs tónskáldióg var fyrsti formaður þess. Hann hefur svo viða komið við að of langt mál væri upp að telja. En hann er prófessor að nafnbót, heiðursdoktor, heið- ursforseti og fleira. Gunnar hefur skrifað mjög mikið. Eitt af þekktari verkum hans er Fjallkirkjan, þar sem hann dregur upp myndir af ógleymanlegum persónum. Verk hans hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál og hafa komið út i mörgum útgáfum. Fóstbræður kom út 1918. —EA ÚTVARP: ... og sögur fleiri ódagskró Fleiri sögur verða lesnar i út- varpinu en Fóstbræður Gunnars Gunnarssonar. Klukkan hálf sex i dag verður til dæmis lesin sagan: „Dreng- ur, sem lét ekki bugast”. Saga þessi er eftir James Kinross. Baldur Pálmason þýddi, en Hjalti Rögnvaldsson leikari les. Fyrri hluti sögunnar verður lés- inn i dag. Klukkan hálf-niu verður svo enn ein saga á dagskrá. Þá les Guðmundur Dani'elsson úr nýrri bóksinni: „Oratori'a’74, saga úr sjúkrahúsi’’ Lesturinn stendur yfir i tutt- ugu minútur. —EA Boggi Eigið þið til frumhlaup, A-la-bastin. | IÍTVARP • MÁNUDAGUR 13. október 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Á fullri ferð” Þorsteinn Matthfas- son byrjar að lesa úr endur- minningum Oscars Clausen. 15.00 Miðdegistónleikar. Josef Chuchro og Zuzana Ruzicková leika Sónötu i G- dúr fyrir selló og sembal eftir- Bach. Wilhelm Kempff leikur á pianó „Waldszen- en” — „Skógarmyndir” — op. 82 eftir Schumann. Barokksveit Lundúna leikur „Litla sinfóniu” eftir Gounod, Karl Hass stjóm- ar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.10 Tónleikar. 17.30 Sagan: „Drengur, sem lét ekki bugast” eftir James Kinross Baldur Pálmason þýddi. Hjalti Rögnvaldsson les fyrri hluta sögunnar. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Jón Haraldsson arkitekt talar. 20.00 Mánudagslögin. 20.30 „Oratoria ’74, saga úr sjúkrahúsi” Guðmundur Danielsson les úr nýrri bók sinni. 20.50 „Danzas fantásticas” eftir Joaquin TurinaHljóm- sveit Tónlistarskólans i Paris leikur, Rafael Frilh- beck de Burgos stjórnar. 21.10 tHvarpssagan: „Fóst- bræður” eftir Gunnar Gunnarsson Þorsteinn ö. Stephensen leikari byrjar lesturinn. Sveinn Skorri Höskuldsson flytur formáls- orð. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur: úr sveitum Vestur- islendinga i Kanada Björri S. Stefánsson deildarstjóri segir frá. 22.35 Hljómplötusafnið i umsjá Gunnars Guðmunds- sonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÓNVARP • Mánudagur T3.október 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 ÍþróttirMyndir og fréttir frá iþróttaviðburðum helgarinnar. Umsjónar- maður Ömar Ragnarsson. 21.20 Nei, ég er hérna Nýr, breskur gamanmynda-' flokkur. Aðalhlutverk Ronnie Corbett. 1. þáttur. Mamma. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 21.45 Kúbudeilan — fyrri hluti Bandarisk, leikin heimilda- mynd um Kúbudeiluna 1962, er heimurinn stóð á barmi styrjaldar. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.00 Dagskrárlok. — Ef við gerum þetta svona hefur hann lofað aö bita ekki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.