Tíminn - 26.10.1966, Qupperneq 1
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
HErmgið í síma 12323.
Auglýsing 1 Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
244. tbl. 4— Miðvikudagur 26. október 1966 — 50. árg.
• •
BORNIN
GRAFIN
NTB—Aberfan, þriðjudag.
Kista með einum rauðum rósa
vendi var í dag flutt í grafreit
fyrir utan námabæinn Aberfan á
Wales og námaverkamenn stóðu
í dyrum kofa sinna og grétu, er
líkfylgdin fór lijá.
Jarðarförin var sú fyrsta eftir
slysið hörmulega á föstudag, og
var barn eins kennarans þá fcorið
til moldar. Seinna í dag fóru svo
fram 30 aðrar jarðarfarir, en á
fimmtudag verður sameiginleg út-
för um 50 barna, er fórust, er
skriðan féll á fcæinn.
Til þessa hafa fundizt 145 lik,
þar af 113 börn, en talið er, að enn
ljggi um 40 undir skriðunni og
er haldið áfram greftri í leit að
þeirtj, .
Búizt er þó við, að ekki verði
unnt að finna öll líkin. Djúp rorg
ríkir í bænum, en af og til missa
menn stjóm á tilfinningum sínum
og í dag urðu nokkur slík atvik.
Tveir menn brutust í gegnum
varnarmúr lögreglumanna um
formann hinnar stjórnskipuðu rann
sóknarnefndar, Edmund Davies, til
þess að tala við hann augliti til
auglitis.
Davies er fæddur og uppalinn
Framhald á bls. 15.
Blake-flóttinn:
Koma 20 bandprjónar
lögreglunni á sporið?
NTB—Lundúnum, þriðjudag. vörðum fangelsins og verðir
hafa verið settir á flugvöllum
og í höfnum. Einnig vinnur lög
reglan úr mi'klum fjölda til-
kynninga manna um að Blake
hafi sézt á ferli í borginni.
Brezka lögreglan vinnur nú
að finna verzlun þá, sem seldi
20 bandprjóna, er notaðir voru
við hinn fífldjarfa flót.ta stór-
njósnarans George Blake úr
Wormwood-Scrubs fangelsinu í
Lundúnum á laugardaginn.
Heildsölufyrirtækið hefur gef
ið lögreglunni lista yfir 260
verzlanir víðs vegar um iandið,
sem selja prjóna þessa.
Á sama tíma heldur rann-
sóknarlögreglan áfram yfir-
heyrslum yfir föngum og fanga
Stjórnarandstaðan hefur ráð
izt harkalega á innanríkisráð-
herrann, Roy Jenkins, fyrir að
hafa ekki skipað sérstaka rann
sóknarnefnd í málinu. Hefur
stjómarandstaðan lagt fram
vantrauststillögu gagnvart
Jenkins
Lítilj drengur og stúlka spenna greipar í bæn við guðsþjónustu, sem
fór fram í litla námabænum Aberfan á Wales í fyrradag, til minningar
um þá, sem fórust í slysinu á föstudag.
RIKISSTJORNIN LA6ÐI FRAM FRUMVARP I GÆR:
NÝR SKATTUR Á
VEIÐARFÆRIN
TK—Reykjavík, þriðjudag. eru framleidd í landinu, verði
Ríkisstjórnin lagði fram í gær hækkaður í 10%.Tekjur af þessari
frumvarp tjl laga um verðiöfnun- tollahækkun eða allar tolltekjura-
argjald af veiðarfærum. Skal verð ar, renni í Aflatryggingarsjóð sjáv
jöfnunargjaldið nema 1% af toil arútvegsins, eða þeim verði varið
verði innfluttra veiðarfæra. Gjald til þess að greiða vátryggingarið-
bili a.m.k. forgangs um hagræðing
arlán úr Iðnlánasjóði, þar sem skjl
yrði til hagræðingarláns verða tal
in fyrir hendi.
4. Heimiluð sé lenging greiðslu-
frests á innfluttum hráefnum til
þetta skal renna til eflingar veið- gjöld af fiskiskipum eða með öðr- veiðarfæragerðar,
arfæraiðnaðar í landinu. Málefni um hliðstæðum hætti.
veiðarfæraiðnaðarins hafa verið ; 2. Veiðarfæraiðnaði séu tryggð
5. Heimild til gjaldfrests á inn-
fluttum veiðarfærum, sömu teg-
skoðun í stjórnskipaðri nefnd siðj fjárfestingarlán til langs tíima hlið j undar og framleidd eru í landinu
an í sept. 1964 og Efnahagsstofn.
uninni. Eftir álitsgerðir þessara
aðila taldi Iðnaðarmálaráðuneytið
níu atriði koma til greina til að
létta undir með íslenzkum veiðar
færaiðnaði. Níunda og síðasta til-
lagan var að lögfesta verðjöfnun-
argjald af öllum innfluttum veiðar
færum og fjallar frumvarp ríkis-
stjórnarinnar um það eitt, en jafn
'framt segir iðnaðarmálaráðherra
í athugasemdum með frumvarp-
inu, að ríkisstjórnin muni heita
sér fyrir fleiri atriðum án að-
gerða Alþingis „eftir því, scm efni
standa til“.
Um þetta segir svo í greinargerð
frumvarpsjns:
„Þær athuganir, sem gerðar
hafa verið í Iðnaðarmálaráðuneyt
inu á málj þessu í heild, hafa leitt
til þess að komið gætu til álita
eftirfarandi mismunandi eða sam
verkandi aðgerðjr til stuðnings nú
verandi veiðarfærajðnaði og til efl
ingar alhliða veiðarfæragerða:
1. Tollur á veiðarfærum, sem nú
stætt því sem verið hefur um fiski j sé afnumin.
skipabyggingar innanlands. j 6. Notuð sé heimild tollskrárlaga
3. Veiðarfæraiðnaðurinn njóti í1 Framhald á 2. síðu.
Ný aðferð til að
fínna krabbamein
NTB—Tókíó, þriðjudag
Tveir bandarískir vísindamenn,
John Vogel og Kenneth Scott, scm
vinna við Berkeley-háskólana fyr
ir utan San Fransisco hafa fundið
upp nýja aðferð við blóðrannsókn
ir, sem leiða krabbamein i Ijós
áður en hin sýnilegu einkcnni
gera vart við sig.
Uppgötvun þessi kom fram á ráð
stefnu 4500 krabbamcinssérfræð
inga, sem staðið hefur yfir í Tókíó
síðan á sunnudag.
Sérfræðingarnir telja mikilvægi
uppfinningarinnar liggia í því, að
hingað til hefur ekki tekizt að slá
því föstu, að um krabbamein væri
Frá Olympíu-
skákmótinu
á Kúbu
f gærkv. barst Tímanum ó-
ljóst skeyti frá Olympíu-skákmót
inu á Kúpu, en eftir því að dæma
hefur ísland lent í riðli með eftir
farandi þjóðum: Austurríki, Tyrk
landi, Mongólíu, Mexico, Júgó-
slavíu og Indónesíu. ísl. skákmenn
irnir segja, að móttökur hafi ver
ið stórkostlegar.
að ræða fyrr en sjúkdómurinn var
kominn á hátt stig.
Þessi uppfinning geti þess vegna
verið til þess fallin að vinna bug
á þessum erfiðleikum og leiða til
lausnar á vandamálunum í sam-
bandi við krabbamein.
Vísindamennirnir hafa unnið að
þessum rannsóknum sínum í
fimm ár. Tilraunir voru fyrst gerð
ar á lungnasjúklingum eingöngu,
en síðan voru rannsóknir gerðar
á öðrum tegundum krabbameins.
Vísíndamennirnir tveir ieggja
til, að gerðar verði rannsóknir á
miklum hluta Bandaríkjamanna
með aðferðum þeim, sem þeir hafa
fundið upp.
Súbandríó dæmdur til dauða:
Líf hans í hendi Súkarnós
NTB—Singapore, þriðjudag.
Dr. Subandrio, fyrrverandi
utanríkisráðherra Indónesíu
var dæmdur til dauða í dag.
Fékk hann 30 daga frest til
að biðja Sukarno, forseta um
náðun.
Dauðadómurinn var kveðinn
upp eftir þriggja og háifs tíma
lestur á forsendum hans.
Komst dómstóllinn að þeirri nið
urstöðu, að dr. Subandrio hefði
gefið kommúnistaflokknum
möguleika á að gera hina mis
heppnuðu byltingartilraun 1.
október í fyrra. Hefði hann vit
að um byltingarfyrirætlanirnar
en látið hjá líða að tilkynna
forsetanum um þær.
Dr. Subandrio hefur lýst sig
saklausan af öllum ákæruatrið
um. Réttarhöld hófust i máii
hans hinn 1- október s. 1. og
stóðu vitnaleiðslur og önnur
réttarhöld yfir í samtals 11
daga áður en málið var tekið
til dóms.
Réttarhöldunum yfir dr.
Subandrió hefur öllum verið út
varpað. í forsendum dómsins
vísar rétturinn á bug öllum full
yrðingum verjenda um að dóm
stóllinn hafi látið skoðanir
Framhald á bls. 15.
Myndin er tckin fyrir frainan
háskólann í Djakarta og sýnir
hvernig stúdentar hafa fyrir-
fram „hengt Subandrio", sem
kallaður er „Ieppur Peking“ á
borða, sem festur er á gálgann.