Tíminn - 26.10.1966, Page 9

Tíminn - 26.10.1966, Page 9
tíIÐVIKUDAGUR 26. október 1966 TÍMINN____________? SKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJAVfKUR 20 ÁRA á óvart og Stefán Jóhann vill vera láta? — Þeir voru búnir að fara fram á að fá að hernema land- ið áður en þeir komu hingað. Ég sagði það í ræðu, sem ég flutti, þegar Bretar komu, að við hefðum vitað þetta fyrir. Orðrétt sagði ég m. a.: „íslenzku ríkisstjórninni var ekki alls kostar ókunnugt um, að þessi hertaka gæti borið að höndum. Brezka ríkisstjórnin hafði áður látið þá skoðun í ljós í boðum til íslenzku rík- isstjórnarinnar að slík hertaka á þýðingarmiklum stöðum í Winston Churchill landinu væri nauðsynleg fyrir öryggi landsins." Þetta finnst mér ekki koma nógu greinilega fram í bók Stefáns. Bretar voru búnir að senda okkur boð um þetta oftar en einu sinni. Seinasta svar okkar til Breta, sem ekki finnst lengur í Stjórnarráðinu, var dálítið loðið. Þar var tilmælum um hernám neitað en sagt að þeir væru svo sterkir á haf- inu, að þeir hlytu að geta komið í veg fyrir það, að ísland yrði hernumið af öðrum. Mér er í minni að það var lengi legið yfir þessu skeyti, til að fá i það neitun, þótt jafnframt væri látið í það skína, að íslending um væri það ekki á móti skapi að vera varðir fyrir Þjóðverjum. — Hvernig stendur á því, að þetta Þjóðverjatal kemur upp í sambandi við þig? — Það er vegna þess, að ég var við nám í Þýzkalandi og var alltaf heldur vel til Þjóð verja, þótt ég gerði greinar- mun á þeim og nazistum. Þar sem þeir komu við sögu gætti ég alltaf fyllstu varúðar eins og sagan staðfestir með gögn- um, sem ekki er hægt að vé- fengja. — Þú hefur náttúrlega talið þér skylt sem forsætisráðherra landsins að vera ekki að ögra Þjóðverjum að nauðsynjalausu? — Það gat beinlínis verið stórhættulegt og alveg óþarfi að taka þá áhættu. Én þegar þeir leituðu á með eitthvað sem máli skipti, þá var því neitað kurteislega en ákveðið. Eins og komið hefur fram áður, þá lá fyrir dyrum að gera húsleit hjá dr. Gerlach. Ég bar málið und ir ríkisstjórnina, en hún vildi ekki hætta á það. Þar var litið svo á að leitinni gæti verið tek ið sem ögrun og hætt var við allt saman. Og á því geta menn séð hversu varlega var farið i orwtnaHMamMMIi sakirnai. o miig var það i öllum málum gagnvart Þjóð- verjum á þessum tíma, að aUs staðar, þar sem bókstaflega var ekki um lífsnauðsyn að ræða, var farið varlega. — k' hverju byggðu Þjóð- verjar óskir sínar um flug- velli og flug til íslands? — Þegar Þjóðverjar komu hingað var eitt af rökum þeirra að annað félag hefði réttindi til flugs hingað, og áttu þá við Pan American flugfélagið. En samningurinn við Pan American flugfélagið var útrunninn rétt um þetta leyti. Og það gerði auðveldara að neita. Þeir tóku fram að það lægju engin hernaðarleg sjónarmið á bak við þessa ósk um að fá leyfi til farþegaflugs hingað, með það fyrir augum að hefja farþegaflug áfram til Bandaríkjanna síðar. Og það var náttúrlega í stíl við það sem forsætisráðherra verður alltaf að gæta sín með, að ég sagði þeim að mér dytti ekki í hug, að þeir hefðu neitt hern aðarlegt í hyggju með þessum lendingum hér. Ég sagði þeim að við ætluðum bara að annast flugið sjálfir að og frá landinu. — En svo við víkjum að hernáminu og samningunum við Bandaríkjamenn? — Já, viðhorfið til þeirra breytinga, þegar Bretar fóru héðan og Bandaríkjamenn komu í staðinn, kemur m. a. fram í ræðu sem ég flutti á alþingi 1941, þar sem gerð er grein fyrir samningunum við Bandaríkjamenn. Þar segir á einum stað: „Brezki herinn var óvelkominn til þessa lands. AU ur her var og er oss mjög ógeðfelldur í landi voru. Vér vonuðum að fá að lifa hér óáreittir. Vér vissum það að Bretar eru ein af fremstu menningarþjóðum veraldar, en í sannleika sagt væntum vér þess þó engan veginn að dvöi hersins í landinu jg sambúð hans við þjóðina yrði jafn vandræðalítil almennt og raun hefur orðið á. En nú get ég sagt það, þegar hinar brezku hersveitir eru að fara héðan, að ég tel að með framkomu hinna fjölmennu brezku her- sveita hafi brezka þjóðin enn einu sjnni sýnt hvaða dreng- lund og prúðmennska er henni almennt í blóð borin. Og ég er viss um að þetta verður lengi munað meðal hinnar íslenzku þjóðar." Adotf Hltler Síðan um komu Bandarikja: hers hingað: „Ég get sagt það fyrir sjálf an mig og ég hygg fyrir hönd allra ráðherranna, að í huga sjálfs mín voru engar efasemd ,ir né eru un. það eftir vandlega íhugun, að ákvörðunin sem tek in var, er sú eina, sem ég get varið fyrir sjálfum mér og Framhald á bls. 15. HH-Reykjavík, mánudag. í dag varð Skógræktarfélag Reykjavíkur 20 ára. Var blaða- mönnum boðið til þess að skoða stöð þess í Fossvogi og skýrðu stjórnarmenn félagsins einnig frá sögu félagsins og starfi. Skýrði Guðmundur Marteins- son formaður Skf. Reykjavíkur frá sögu félagsins, sem var stofanð 24. okt.. 1946. Það var Skf. íslands, sem átti upptökin að Skf. Reykja- víkur, því að skipulagsbreyting, varð á Skf. íslands, sem gert var að sambandi skógræktarfélag- anna á landinu. Bæjarstjórn Reykjavíkur hafði látið Skf. ís- lands 9 ha lands í té í Fossvog- inum árið 1932 og það land fékk Skf. Rvíkur til afnota. Var strax hafizt handa um að girða landið og lögð áherzla á plöntuuppeldi. Einnig var Heiðmörkin á döfinni og árið 1950 var hún vígð. Það ár voru teknar 67 þúsund plöntur úr skógræktarstöðinni í Fossvogi. Nú eru árlega teknar úr stöðinni um 400 þús plöntur. Alls hefur félagið „framleitt" 3.754.939 plönt ur', Árið 1948 réðst Einar Sæ- mundsen til félagsins og hefur ver ið framkvæmdastjóri þess síðan. Tilgangur félagsins er auk skóg- ræktarinnar að vinna að auknum áhuga meðal almennings, en óll- um Reykvíkingum er heimill að- gangur að félaginu. Nú eru félag- ar þess um 1600 talsins. F. 12 11 1879 d- 18. 10 1966 Á síðari hluta 19 aldar bjuggu á Grund í Skorradal hjónin Pét- ur Þorsteinsson og Kristín Vig- fúsdóttir. Var Pétur sonur Þor- steins Þorsteinssonar og Snjáfríð- ar Bjarnadóttur, er bjuggu á Háis um í Skorradal og víðar. Þor- 1 steinn á Hálsum var borgfirzkr- ar ættar, en kona hans af Álfta- í nesi. Foreldrar Kristínar Vigfús- dóttur bjuggu á Grund, en áður áttu þau heima austur í Fells- múla á Landi og fluttust vestur undan sandágangi 1836- Var faðir hennar Vigfús Gunnarsson kom inn af Víkingslækjarætt, en Vig- dís móðir hennar var dóttir séra Auðunar Jónssonar á Stóruvöllum á landi, en séra Auðunn var bróð- ir séra Arnórs í Vatnsfirði- Eru þetta allt miklar ættir og má þar finna margt atgervismanna. Voru þau Grundarhjón Pétur og Krist- ín engir ættlerar og heimili þeirra talið meðal fremstu myndarheim- ila í Borgarfirði á þeim árum. Reglusemi öll og stjórnsemi var í bezta lagi. Gestrisni var þar mik- il. Pétur var hreppstjóri um langt skeið og tók mikinn þátt í op- inberu lífi sveitar sinnar. Bæði voru þau hjón betur að sér til munns og handa en þá var títt og létu sér mjög annt um upp- eldi barna sinn, en þau voru 10, sem upp komust (af 13 alls). Yngst þeirra var Guðlaug Péturs- dóttir, fædd 12. nóvember 1879, og átti hún því skammt eftir til 87 ára afmælis, er hún lézt á Sól- vangi í Hafnarfirði 18. þ.m. Var hún ein eftir á lífi þeirra Grund- arsystkina síðan Pálína systir Skf. Rvíkur hefur keypt land i Fossvoginum og hefur nú yfir að ráða 14 hekturum. Þar eru aðal lega ræktaðar 40 tegundir plantna og trjáa. Mikill hluti þessara plantna fer í gróðursetningu í Heiðmörk en sala til borgarbúa hefur einnig stóraukizt. Virðast þeir hafa meiri áhuga en áður á því að rækta tré og runna í heima görðum og sumarbústaðalandi. Einar Sæmundsen fram- kvæmdastjóri skýrði frá því að Heiðmörk hefði verið friðuð árið 1948, en þá hafði undirbúnings- vinna staðið yfir í 10 ár. Þá var Heiðmörk um 1350 ha. Með frið- uninni var hafizt handa um að girða landið og leggja vegi. Ýms um félögum voru veittir skikar til gróðursetningar og alls hafa 55 félög gróðursett plöntur á 250 ha landsvæði. Því miður væri áhugi þessara félaga að dvína, en mik- ill akkur hefði verið í því, að börn í Vinnuskólum Rvikur hafa unnið við gróðursetningu árlega, frá 1953. Árið 1950 voru gróður- settar 51 þús. plöntur í Heið- mörk en flestar plöntur voru gróðursettar árið 1958, eða 218 þúsund. Alls hefur verið plantað 2.37 milljónum plantna í Heið- mörk. Á síðastliðnum áratug hefur ver ið keypt mikið landflæmi um- hverfis Heiðmörk, og er það nú orðið um 2500 ha. Sú nýbreytni var tekin upp árið 1951, að plægja hennar, móðir Ólafs Hanssonar menntaskólakennara, dó fyrir rúm um tveim árum. Guðlaug Pétursdóttir var greind kona að eðlisfari og ávaxtaði vel þann sjóð með miklum og góð- um lestri og náinni athugun fag- urra hluta. Hún hafði ung verið þrjá vetur við teikninám hjá hin- um skurðhaga snillingi. Stefáni Eiríkssyni, og einnig not- ið kennslu Þórarins B. Þorláksson ar málara. Hannyrðanám hafði hún einnig stundað í Reykjavík og lagði sig þá eftir dönsku og sigldi síðan til Kaupmannahafn- ar og nam þar hannyrðir. Var hún óvenjulega vel að sér í höndunum, þar sem allt fór saman: kunnátta, smekkvísi og vandvirkni. Hún kenndi teiknun við Barnaskólann í Hafnarfirði vetuma 1911—1913 og við Flensborgarskólann einn landið fyrir gróðursetninguna og planta í plógförin. Þessi nýja að- ferð gaf ákaflega góða raun. Einar kvað alla umgengni í Heið mörk til fyrirmyndar, nema hvað ungar rjúpnaskyttur væru engir aufúsugestir, því að þær nota fé- lagaspjöldin og öskutunnurnar fyr ir skotmörk. Einar kvað marga Reykvíkinga leggja leið sína í Heiðmörk á sumrin. Umferð i Heiðmórk var talin í júlí og ágústmánuði 1965 og að jafnaði komu 175 bílar inn í Heiðmörk á dag. Á morgun verður haldinii skemmti- og fræðslufundur 1 Tjarnarbúð í tilefni 20 ára afmæl isins. Þar mun formaður félagsins flytja ávarp og norskur búvísinda doktor, Kristjan Bjor, mun flytja erindi um búfjárbeit í skóglendi, og stiginn verður dans á eftir. Samkvæmt nýja Fossvogsskipu laginu verður ekki haggað við skógræktarstöðinni og þar sem enn er óræktaður einn ha af land inu mun stöðin geU full- nægt þörfum Reykvikinga og Heiðmarkar í næstu 10—20 ár. Stjórn Skógræktarfélags Reykja víkur er nú þannig skipuð: Guðmundur Marteinsson, form. Ingólfur Davíðsson, ritari, Jón Helgason gjaldkeri, Lárus Blöndal meðstj. Sveinbjörn Jónsson meðstj. Einar G. Sæmundsen framkvæmda stjóri. vetur síðar. Auk þess kenndi hún stúlkum handavinnu. Sjálf málaði hún í tómstundum sínum alla ævi og hafði af því mikla unun. Guðlaug giftist 6. desember 1913 Friðriki Bjarnasyni kennara og tónskáldi í Hafnarfirði. Upp frá því má segja að sterkasti þátt- urinn í lífsstarfi hennar hafi verið að hlúa að listgófu manns síns og búa henni skilyrði tll sköpun- ar, en hann var eins og kunnugt er snjall listamaður og stundum viðkvæmur fyrir ytri áhrifum. Veit enginn, hvern þátt um- hyggja frú Guðlaugar hefur átt í, að til er margt af því, sem glatt hefur eyru manna og lyft huga þeirra í tónsmíðum Friðriks — og á eftir að gleðja eyru og lyfta huga kynslóða. Þau hjónin voru ákaflega sam- rýmd- Oft mátti sjá þau á göngu um nágrenni Hafnarfjarðar. Munu fáir menn eða engir hafa verið ná kunnugri landslagi þar en þau, kunnað betri skil á hæðum og lautum, hraunrimum og grasboll- um, séð glöggar liti í grjóti og mosa, notið innilegar fjölbreytni gróðurs og forms á steinum. Gleði náttúruskoðarans þekktu þau bæði. Ást þeirra á blómagróðri mátti glögglega sjá í garði þeirra, og mun þó umhirða hans löngum hafa hvílt á Guðlaugu. Og þessi tilfinn- ing fyrir fegurð jarðarblóma kem ur einnig greinilega fram í ljóð- um Guðlaugar sumum, svo sera í eftirfarandi erindi úr kvæði un> Hellisgerði, um þessa „skógarhöl’ Framhald á bls. 1S. MINNING GUDLAUG PtTURSDÚTTIR frá Grund í Skorradal

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.