Tíminn - 27.10.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.10.1966, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 27. október 19G6 TÍMINN taka myndir af öllum hópn- um. Til leiðsagnar höfum við fengið góðlátlegan Araba, sem er einkar fróður um sögu lands ins helga. Það er undarlegt, en eigi að síður satt, að er við ökum um þetta hrjóstruga sérkennilega land, finnst okk- ur flestum, að við höfum ein- hvern tíma komið hér áður. Manni kemur þetta allt svo kunnuglega fyrir sjónir, hvít- sendin jörðin, hæðir og gróður Iftil daladrög, og kyrkingsleg tré á strjálingi, lágreistir hús- kofar og jafnvel fólkið sjálft, karlmenn í skósíðum kirtlum og konur sveipaðar viðamikl- um dúkum. Þetta er allt eins og á biblíumyndunum, sem við höfum flest safnað, er við vor- um börn, það er sem tíminn hafi numið hér staðar. Leiðin liggu rfyrst að Getsemane garð- inum fræga, þar sem Kristur var handtekinn. Garðurinn er lítill, en ljómandi fallegur, þótt eflaust hafi hann tekið mi'klum stakkaskiptum, síðan á dögum Krists. Á þessum stað var reist kirkja á 4. öld, og var með fyrstu kirkjum í Jerú- salemsborg. Hún stendur að vísu ekki lengur, önnur hefur ieyst hana af hólmi, og var sú byggð árið 1924, og er sögð í mikilli líkingu við þá gömlu. Frá Getsemane sjáum við stað inn þar sem musteri Salomons stóð, en það mun aftur á móti hafa verið reist á nákvæmlega sama stað og Abraiham bjóst til að fórna einkasyni sínum ísak. Það ríkir sérkennileg, kyrrð yfir þessum hluta Jerú- salemsborgar, og ósjálfrátt töl- um við í hálfum hljóðum. Með betliskál við hina helgu gröf. Hvort sem menn eru trúaðir eður ei, verða þeir snortnir á einhvern hátt, þegar þeir koma til fæðingarborgar Krists. Þessi staður, sem heimsóttur er af milljónum pílagríma ár- lega, býr yfir sérkennilegu kynngimagni, sem engin getur skýrt, og er við göngum inn í kirkjuna, sem fyrr á öldum var reisf yfir fæðingastað Krists, komumst við flest í svipaða stemmningu, og þegar kertaljós eru tendruð á að- fangadagskvöld. Þessi kirkja er mjög stór og undurfögur, leið- sögumaðurinn staðhæfir, að þetta sé elzta kirkja á byggðu bóli hafi verið reist á 6. öld og eigi sér mjög merkilega sögu. Árið. 614 hafi Persar vað- ið um landið helga með báli og brandi, brennt allar kirkj- ur, nema þessa. Orsökin fyrir því hafi verið sú, að fyrir fram- an bygginguna heföu verið myndastyttur af vitringunum þremur í persneskum klæðum, og er Persar hafðu séð þær, hefðu þeir fyllzt stolti og látið kirkjuna í friði. Hún heitir Fæðingarkirkja, og svo sem fyrr segir, er hún sögð reist á þeim stað sem frelsarinn fæddist- Leiðsögumaðurinn sýnir okkur þann blett, þar sem álitið er að fæðingin hafi átt sér stað, svo og staðinn, þar sem jatan lá. Þótt. það sé álitamál, hvort hægt sé að stað setja þetta svo nákvæmlega, er eigi að síður mjög gaman að sjá þetta, og þetta er tvímæia- laust mjög stór stund i lífi hinna heittrúuðu. Eftir stutta viðdvöl í Betle- hem ökum við til Jerúsalem á ný og nú er ferðinni heitið upp eftir Via Dolorosa, Þján- ingarveginum, þar sem Krist- ur gekk með kross sinn upp á Framhald á bls. 15. HESTAR OG MENN estamanna Að morgni sunnudags voru auðsæ veðrabrigði. Kl. 9 ár- degis var helgistund í Hóla- kirkju. Kirkjan ._i fullskipuð og allir nutu þar göfgandi stundar með présti staðarins séra Birni Björnssyni, próf- asti. Stundu síðar voru menn kvaddir í dómhring með hesfa sína. Einnig þar var hátíðleg stund og svipmiKil fyrir hesta- menn þó að með öðrum hætti væri en i Guðshúsi. Dómum var fullnægt, verðlaun voru- afhent, bikarar þeir, sem fyrr var lýst, voru nú færðir hlut- aðeigendum. Bikara hlutu tveir beztu kynbótahestarnir svo sem skipulagsskrár mæla fyrir, annar af eldri hestum með af kvæmum, Roði frá Ytra- Skörðugili hlaut Sleipnisbikar- inn, hinn ungur hestur, Blesi frá Skáney, hlaut Faxa-bikar- inn. Ennfremur tvær hryssur eftir sömu reglum, Gletta frá Laugarnesi hlaut Glettu- bikarinn og Bára frá Akur- eyri Flugu-bikarinn. Loks hlaut Blær, frá Langholtskoti. Gæðinga-bikarinn. Tilgangi þessara bikarverðlauna var áður lýst. Landbúnaðarráð- herra afhenti Sleipnisbik- arinn, einnig það setti sinn svip á þessa morgunstund. Síðar þennan sama dag flutti ráðherrann ræðu, vel- viljaða hvatningarræðu til hestaíþróttarinnar og formað- ur L.H. lokaávarp. Til að stytta mál mitt sleppi ég nánari lýsingu enda var'allt það mark verðasta um verðlaun birt í blöðum, þau er auðvelt að geyma sem heimild ef áhugi og hugulsemi í þvi efni er fyrir hendi. Án efa hafa verið skiptar skoðanir um dómarana og suma svo mjög, að úr varð blaðamál allsvæsið af hendi upphafsmanns. Þó skeði sá merkilegi atburður, sem þo mun ekki vera einsdæmi, að allir voru, það ég bezt veit, einhuga um bezta gæðinginn, Blæ, er það mikil hamingja að eiga ágreiningslaust mesta gæð ing landsmóts. Um hádegi þennan dag var komið slag- viðri, þá var ákveðið það, sem aldrei má gera á svona mót- um, hópreið var aflýst eftir að menn höfðu hrakizt við að ná í hesta sína og höfðu þá til reiðu. Engu má breyta nema auglýst hafði verið með nægum fyrirvara. Allir íslend- ingar verða að vera við því búnir að rigni hér á iandi. Á i 800 m. Glanni og Þytur fyrsta sinni saman, Glóð og Ölvaldur höfðu náð sama tíma í undanrás. Völlurinn var vond ur en ég kem síðar að því at- riði. Úrslitum í kappreiðunum var lýst í flestum blöðum, þar á meðal í Tímanum. Eftir þessi úrslit var mótinu slitið. Um meginatriði þessa landsmóts voru mótsgestir mjög á einu máli um það, að mjög vel hefði tekizt. Einnig lóduðu menn staðinn, en ekki allir skipulagið svo sem fyrr var gefið í skyn. T.d. olli það leiðindum, svo að ekki sé meira sagt, að vegurinn heim á staðinn var lokaður fyrir ö^rum en hestamönnum. Þó var orðrómur um það, að heim hefði mátt komazt fyrir all háa greiðslu. Margir komu ríðandi til mótsins frá Austurlandi og til og frá af Norðurlandi, en merkust i því efni var hóp- ekki hafði bifreiðar sínar viS hendina og átti heimferð fyrir höndum eftir mótið, bar að láta í té úrvals tjaldstæði út af fyrir sig í næsta nágrenni við aðalstöðvar mótsins, t.d. á heimatúninu. Að vísu gat þetta fólk sjálft haft fyrinhyggju á því að semja fyrirfram um hentug tjaldstæði. Ástæður'. til þess að þessu fólki væri veitt sérlega gott atlæti tel ég gild- ar bæði vegna þess, sem fyrr var nefnt og einnig sem við- urkenningu landsmóts eða laun fyrir mikla ræktarsemi við hesta sína að reyna á þá og temja þá, en til þess er langferð kjörinn. Líka sýnir þetta öðrum hvað hestamenn vilja reyna á sig til þess að skemmta sér á hestum og njóta þeirra- Tamningu og notkun hesta stafar mikil hætta af bifreiðunum, þær eru vel til þess fallnar að auka mönnum þægindi og leti. Ég rita um eftir Bjarna Bjarnason fjóröungsmótinu í Bólstaðar- hlíð var bæði stórrigning og byl ur, enn bætist við Hólaregnið í reynslu hestamanna. Fkki þýðir á stórmóti að dansa eftir veðri. Siðasti þáttur móts þessa var úrslit í kappreðium, skemmtileg og æsandi stund. Þar kepptu reið undir forustu Páls Sig- urðssonar. Fleiri hópar komu af sömu slóðum og víðar að af Suðurlandi, þar á meðal nokkrar húsfreyjur úr Árnes- sýslu, einar síns Hðs. svo sém frægt varð vegna kjarks þeirra og áræðis. Öllu þessu fólki, sem kom þreytt til mótsins, þetta vegna þess meðal ann- ars, — að þetta fólk, sem nér um ræðir sagði mér, að það nyti ekki þeirrar hvíldar og svefos í Víðinesi, sem því væri nauðsynleg. Þetta er skiljan- legt. Þeir sem koma í bifreið um og eru óbreyttir kæra sia Framhald á bls. 12 SlLDARSKÝRSLA HSKIFÍUCSINS Síldarskýrsla yfirlit. Síldveiðar norðanlands og austan vikuna 16- til 22. október 1966. Fyrrí hluta vikunnar var NA bræla á miðunum en á miðviku- M dag fór veður batnandi og skipin fóru að kasta í Reyðarfjarðardýpi 35-50 sjómílur undan landi. Á fimmtudag fór aftur að kalda af NA og skipin að tínast inn og á föstudag og laugardag var NNA stormur og engin skip úti. Aflinn, sem barst á land í vikunni nam 4.206 lestum þar af fóru 15 lestir i frystingu. Heildaraflinn í vikulok var orð- inn 523.953 lestir og skiptist þannig eftir verkunaraðferðum: í salt 55.777 lestir (382.032 upps. t.), í frystingu 2.454 lestir, í bræðslu 465.722 lestir. Auk þess hafa erlend skip land- að 1.030 tunnum í salt og 4.474 lestum í bræðslu. Á sama tíma í fyrra var heildar- aflinn 393.674 lestir og hafði ver- ið hagnýttur þannig: í salt 396.166 upps. tn. (57.840 lestir), í frystíngu 23.825 uppm. tn. (2.573 lestir), í bræðslu 2488. 600 mál (333.261 lestir). Helztu löndunarstaðir eru þessir: Lestir: Reykjavík . 34.270 Bolungavik 6.634 Ólafsfjörður 6.443 Ðalvík 489 Krossanes 16-241 Raufarhöfn 53-235 _ Vopnafjörður 31.246 | Seyðisfjörður 123.928 Neskaupstaður 75.449 Reyðarfjörður 28.364 Stöðvarfjörður 7.594 Djúpivogur 9.037 Þorlákshöfn 7 Akranes 19 Siglufjörður 23.889 Hjalteyri 8.628 þar af frá erl. skipmn 3.919 Hrísey 205 Húsavík 4.260 Þórshöfn 2.177 Borgarfjörður eystri 6.360 Mjóifjörður 1.107 Eskifjörður 51.371 Fálskrúðsfj ör ður 29.457 Breiðdalsvík 6.896 Vestmannaeyjar 959 Fuglafj., Færeyjum 186 Síldveiðar norðanlands og aust- an til laugardagskvölds 22. okt. 1966- Samkvæmt þeim upplýsingum sem Fiskifélaginu hafa borizt er 181 skip búið að fá einhvern afla á síldveiðunum norðanlands og austan, þar af eru 176 skip með 100 lestír eða meira og fylgir hér með skrá yfir þau skip. Lestir Akraborg, Akureyri 2.766 Akurey Hornafirði 1.495 Akurey Reykjavík 4.362 Andvari Vestmannaeyjum 580 Anna Siglufirði 1.J58 Arnar Reykjavík 5.200 Arnarnes Hafnarfirði 1413 Arnfirðingur Reykjavik 3.367 Árni Geir Keflavík 1.471 Árni Magnússon Sandgerði 4.853 Arnkell Hellissandi 901 Ársæll Sigurðss- Hafnarfirði 2.261 Ásbjörn Reykjavík 5.865 Ásþór Reykjavík 4-307 Auðunn Hafnarfirði 3.636 Baldur Dalvík 1.682 | Barði Neskaupstað 5.593 jBára Fáskrúðsfirði 4.377 ‘ Bergur Vestmannaeyjum 2.338 Bjarmi Dalvik 1.140 ; Bjarmi II Dalvik 5-283 Bjartur Neskaupstað 5.531 Björg Neskaupstað 2.632 Björgúlfur Dalvík 2.940 Björgvin Dalvík 2.775 Brimir Keflavík 781 Búðaklettur Hafnarfirði 3.885 Dagfari Húsavik 6-277. Dan ísafirði 772 Einar Hálfdáns Bolungarvík 989 Einir Eskifirði 748 Eldborg Hafnarfirði 4481 Elliði Sandgerði 4.029 Engey Reykjavík 2.165 Fagriklettur Hafnarfirði 1.830 Faxi Hafnarfirði 4.418 Fákur Hafnarfirði 2.364 Fiskaskagi Akranesi 228 Framnes Þingeyri 2.972 Freyfaxi Keflavfk 1.220 Fróðaklettur Hafnarfirði 3.361 Garðar Garðahreppi 2.701 Geirfugl Grindavík 2.119 Gissur hvíti Hornafirði 1-221 Gisli Árni Reykjavík 9.152 Gísli lóðs Hafnarfirði 159 Gjafar Vestmannaeyjum 3.758 Glófaxi Neskaupstað 963 Grótta Reykjavík 4.184 Guðbjartur Kristján ísafirði 4.531 Guðbjörg Sandgerði 3.945 Guðbjörg ísafirði 3.611 Guðbjörg Ólafsfirði 1-357 516 5.208 1.183 4.023 Guðjón Sigurðsson Vestm. Guðm. Péturs Bolungavík Guðm, • Þórðars.. Reykjavík Guðrún Hafnarfirði Guðrún ‘Guðleifsd. Hnífsdal 4.170 Guðrún Jónsd- ísafirði 4.023 Guðrún Þorkelsd. Eskifirði 3.759 Gullberg Seyðisfirði 4.462 Gullfaxi Neskaupstað 3.51)9 Gullver Seyðisfirði 5.211 Gunnar Reyðarfirði 3.528 Hafrún Bolungavík 5.271 Hafþór Reykjavík 1.504 Halkion Vestmannaeyjum 4.217 Halldór Jónsson Ólafsvik 3-053 Hamravík Keflavík 3.037 Hannes Hafstein Dalvik 5.628 Haraldur Akranesi 4.230 Hávarður Súgandafirði 282 Heiðrún II Bolungavík 790 Heimir Stöðvarfirði 5.568 Helga Reykjavik 4.056 Helga Björg Höfðakaupstað 2.485 Helga Guðmundsd. Patreksf. 6.109 Helgi Flóventss., Húsavik 3.922 Héðinn Húsavík 3.510 Hilmir Keflavík 250 Hilmir II, Flateyri 398 Hoffell, Fáskrúðsfirði 2.685 Hólmanes Eskifirði 3.803 Hrafn Sveinbj. III. Grindavík 1.403 Hrauney Vestmannaeyjum 216 ÍHuginn II Vestmannaeyjum 3.145 Hugrún Bolungavík 3.010 | Húni II. Höfðakaupstað 2.188 |Höfrungur II- Akranesi 2.968 i Höfrungur III. Akranesi 4.343 j Ingiber Ólafss. Ytri-Njarðv. 5.911 (Ingvar Guðj.s. Sauðárkróki 3.621 jísleifur IV. Vestmannaeyj. 2.008 |Jón Eirikss. Hornafirði 1.082 Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.