Tíminn - 27.10.1966, Blaðsíða 14
t
14
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 27. október 1966
LANDSBYGGÐIN
Framháld af bls. 2
44.324 kindum og er það um
5.900 fleira en í fyrra. Meðalþungi
dilka reyndist vera 13.7 kg, sém er
um 0.3 kg lægra en í fyrra. Heild
arkjötmagnið var 610 tonn rúml.
Þyngsti dilkurinn að þessu sinni
var 33 kíló og átti hann Skafti
Kristófersson bóndi í Hnúkaiilíð.
Slórgripaslátrun hófst hér í dag.
Fyrsta skóflustungan tekin á
félagsheimili í Vogunum
SP-Vogum, laugardag.
í dag var fyrsta skóflustungan
tekin að félagsheimili, sem ákveð
ið er að reisa hér. Gerði það Maria
Finnsdóttir, ekkja Árna Hall-
grímssonar, hreppstjóra, en hún,
og Egill Sæmundsson, Minni-Vog-
um, gefa landið undir félags-
heimilið og íþróttasvæðið, að flat
armáli 4'5 þúsund fermetra- Húsið
sjálft er 600 fermetrar, teiknað
í Teiknistofunni Ármúla 6. Að
byggingu þessa félagsheimilis
standa hreppurinn, ungmenna
félagið, kvenfélagið, verkalýðsfé-
lagið, skátafélagið og kirkjukór
inn. Hafa þau kosið sér eigenda
og framkvæmdanefnd, er sjá um
verkið.
Athöfn þessi hófst kl. 2 á grunni
hins nýja félagsheknilis með því
að oddviti, Pétur Jónsson, lýst
verkið hafið. Síðan stakk frú María
fyrstu skóflustunguna, og kirkju
kórinn söng. Síðan bauð oddvitinn
öllum viðstöddum til kaffidrykkju
í matarsal hraðfrystihússins. Voru
þar um 50 manns. Sá kvenfélag-
ið um veitingar.
Það má segja, að í Vogabúum
hafi verið vorhugur, þótt fyrsti
vetrardagur sé, og veðrið ekki sem
bezt, storrnur og kalt í veðri.
\
VIÐSKIPTADEILD
Framhald at bls. 2.
réttindi og starfsfremd nokkru
skipta. Félagsmenn eru nú um það
bil 200.
Til þess að minnast þessa af-
mælis gangast Félag viðskipta
fræðinema og Hagfræðafélagið fyr
ir afmælishátíð næstkomandi laug
ardag, og verður hún í tvennu lagi.
Hér með viljum við hjónin fiytja öllum kærar þakkir,
sem með fjárframlögum og vinarhug studdu að því, að
litla dóttir okkar, Anna Björk, gat gengizt undir kostn-
aðarsama en velheppnaða læknisaðgerð í Bandaríkjun-
um á liðnu sumri. Sérstakar þakkir færum við héraðs-
lækninum í Sauðárkrókslæknisþéraði, Friðrik J- Frið-
rikssyni, sem hvatti til þessarar farar, studdi okkur með
ráðum og dáð, og gekkst fyrir fjársöfnun, svo hún væri
möguleg. Einnig þökkum við sérstaklega Ingibjörgu
' Magnúsdóttur, yfirhjú'krunarkonu á Akureyri, sem
fylgdi dóttur okkar til Bandaríkjanna og reyndist henni
sem bezta móðir. Fyrir alla þessa ómetanlegu aðstoð og
velvilja þökkum við af heilum hug.
Sauðárkróki 20. okt. 1966,
Erla Ásgrímsdóttir,
Örn Sigurðsson.
Ég þakka innilega góðar gjafir, heillaskeyti og heim-
sóknir á 50 ára afmæli mínu 16. þ.m.
Þórður G. Jónsson,
Miðfelli.
Þökkum af alhug samúð og vinsemd vlð andlát og útför eigin-
manns míns, föður og tengdaföður.
Sveins Jónssonar
útgerðarmanns.
Ragnheiður Einarsdóttir, Ólafía Sveinsdóttir,
Sigurveig Sveinsdóttlr, Pálmar Ólason.
Eiginmaður minn,
Böðvar Tómasson,
útgerðarmaður, Garði, Stokkseyri,
andaðist að heimili sínu, þriðiudaginn 25. október.
Ingibjörg Jónsdóttir.
Innilegar þakkir sendum við þeim sem sýndu okkur samúð við
fráfall,
G'ðmundar R. Bjargmundssonar
rafvlrkja.
Sigríður Egilsdóttir,
Erling R. Guðmundsson,
Una O. Guðmundsdótfir.
Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar,
Erlingur Pálsson
fyrrverandi yfirlögregluþjónn, J
lézt laugardaginn 22. okt. Jarðarförin verður gerð frá 'rríklrkjunni
f Reykjavlk, föstudaginn 26. okt. kl. 10.30 fyrir hádegi. Athöfnlnni
verður útvarpatJ.
Sigríður Sigurðardóttlr og dætur.
/
Hátíðafundur verður í Hátíða-
sal Háskóla\ íslands klukkan 2 sd.
Dagskrárliðir verða sem hér segir:
Hátíðin sett, Júlíus Sæberg Ólafs-
son, formaður afmælisnefnd-
ar. Ávarp, dr. Gylfi Þ. Gíslason,
menntamálaráðherra. \ Erindi:
„Frjálshyggja og skipulags-
hyggja. — Andstæður í stjórn
ríslenzkra efnahagsmála," Jónas H.
I-Iaralz, hagfræðingur. Erindi: „Þró
un hugmynda um stjómun og
kennslu í viðskiptafræðum,“ pró
fessor Árni Vilhjálmsson, for
seti viðskiptadeildar.
Aðgangur er öllum heimill.
Seinni hlutu afmælishátíðar-
innar verður að Hótel Borg, og
hefst með borðhaldi kl. 7 e.h.
Veður þar margt til skemmtunar,
en dansað veröur til kl. 2 eftir
miðnætti. Eru kandidatar ein-
dregið hvattir til að mæta.
GARNAVEIKI
Framhald af bls. 16.
fé skorið niður, og yrðu sett á
bólusett lömb á þessum bæjum í
staðinn til þess að draga úr smit-
hættu á garnaveikinnj. Slátrun á
fullorðnu fé lýkur í Borgarnesi í
lok vikunnar.
JURTAFÆÐA
Framhald af bis 16
isverð fá menn hráan grænmefis-
rétt, heitan rétt með nægu græn-
meti og súpu eða graut, ásamt ný
mjólk eða súrmjólk. f kvöldverð
brauð úr nýmöluðu korni með
smjöri og ostum, skyr eða krúsku
hrátt grænmetj og heitan rótt og
nýmjólk.
Auk þess verða á boðstólum
grænmetis- og ávaxtadrykkir.
Verði máltíða verður mun mjög
í hóf stillt. Forstöðukona matstof
unnar verður frú Guðbjörg Kolka,
húsmæðrafcennnari.
Matstofan tekur til starfa ein-
hvern næstu daga og verður opin
öllum,, hvort sem þeir eru félags-
menn eða ekki.
ATVINNUSJÚKDÓMAR
Framhald af bls. 2.
brigðissamþykktum hvað langur
tími má líða frá kvörtun, þar til
endurbótum sé lokið. Nú eru und
anþágur of algengar. j
Að verkalýðsfélag eða fulltrúa
ráð verkalýðsfélaga í hverju bæjar
eða sveitarfélagi tilnefni einn
fulltrúa í heilbrigðisnefnd, og
við samningu eða endurskoðun,
heilbrigðissamþybkta, sé leitað
álits sömu aðila.
Að heilbrigðissamþykktir séu
endurskoðaðar á fimm ára fresti,
einkum kaflar um vinnustaði og
atvinnurekstur, vegna hinna öru
breytinga á atvinnuháttum.
46 FÓRUST
Framhald af bls. 3.
þyrlur gersamlega og margar
sprengjuþotur skemmdust.
Hin tvö beitiskipin, sem voru
á flóanum, F.D. Roosevelt og
ConsteUation, sigldu nær hinu
brennandi skipi og hjálpuðu,
við slökkvistörf og björgunar
aðgerðir.
Þeir sem mest brunasár
hlutu, voru fluttir með þyrlu
yfir í Constellation.
Bruni þessi varð um það
leyti, og Johnson kom í heim-
sókn lil Vietnam.
SAAB-BIFREIÐIR
Framhald af bls. 1.
ir í dag, og mátti sjá meiri og
minni skemmdir á SAAB bíiunum,
sérstaklega framan og aftaná bílun
um, en einn bíll var sérstaklega
illa farinn — klestur að framan
og á afturhliðum.
í viðtali við Tímann, sagði Jó-
hann Kristiánsson, sölumaður
SAAB' bifreiðanna, að ekki hefðu
allar bifreiðirnar í þessari send
ingu verið seldar, þannig að þeir,
sem nú væru á biðlista, myndu
fljótlega fá bifreiðir sínar. Ilann
tók það fram að kaupendur þyrftu
lekki að óttast að þeir fengju
skemmdar. bifreiðir í hendur.
KEFLAVÍKURVEGUR
Framhald at ols. t
Þegar vegurinn var opnður
voru áætlaðar brúttótekjur í
kringum fjórtán milljónir, og
samkvæmt því sem blaðið
kemst næst, þá mun sú áætlun
standast nokkurn veginn. Þess
ber að geta að í vor var gjald
ið fyrir stóra vörubíla og áætl
unarbíla lækkað allveruiega, og
minnkar það tekjurnar töluvert.
80 kílómetra hámarkshraði
var leyfður á veginum í sumar,
en hæð og lega vegarins er
miðuð við 100 km. hámarks-
hraða ,en núna þegar vetrar
og dimmir verður hámarks-
hraðinn að öllum lífcindum
lækkaður niður í 70 km. á klst.
aftur, samkvæmt því sem til-
kynnt var í vor.
ERHARD
Framhaid af bls. 1.
hangið á hálmstrái síðustu
daga, en eftir fundinn í dag
getur Erhard, kanslari, and
að rólegar.
Við umræðurnár í þing-
inu í dag, var ekki að heyra
neina málamiðlun á milli
stjórnarflokkanna tveggja
Kristilegra demókrata (CD
U) og Frjálsra demókrata
(FDP). FDP stóð fast á
kröfum sínum um að skatt
ar yrðu ekki hækkaðir, en
Ludwig Erhard kanslari og
flokkur hans, CDU, sér
þá einu lausn til bjargar
hallanum á fjárlögum, sem
nemur um fjórum milljörð
um marka eða sem svarar
um 40 milljörðum íslenzkra
króna.
FDP hefur 49 þingmenn og end
urtóku foringja rþeirra við um-
ræðurnar, á þinginu í dag, að hall
inn á fjárlögunum verði lagfærð
ur með því að dregið verði stór
lega úr opinberum gjöldum og
væru slíkar aðgerðir látnar skipt
ast jafnt niður á hin ýmsu ráðu
neyti. Þingmenn CDU samþykktu
hins vegar í þinginu að verja
skattahækkanakröfu stjórnar-
innar.
Pormaður þingflokks CDU, Rai
ner Barzel, sagði fyrir þingfund-
inn í dag, að ef FDP héldi áfram
að mistúlka skoðanir flokks hans,
varðandi fjárlagafrumvarpið
þýddi það slit stjórnarsamstarfs-
ins.
Sagði hann, það ekM vilja
flokks síns að innleiða skatta-
hækkanir, nema að því marki, sem
nauðsynlegt væri til að greiða hall
ann á fjárlögum.
JOHNSON
Framhald af bls. 1.
í hermannamatsalnu.n fékk for
setinn sér matarbita og ræddi
meira að segja við óbreytta her-
menn, eins og það er orðað í
fréttum. Hljómsveit spilaði ákaft
á meðal „Yellow Rose og Teras.“
Lét forsetinn í ljós ánægju sína
með mat og hljómlist. Er út kom,
fór forsetinn úr jakkanum, enda
Ifífurlegur hiti en hundruð her-
manna virtu forsbtann fyrir sér,
og voru margir komnir langt að
beinlínis til að hitta forsetann- 1
í stuttri ræðu sagði Johnson,
að hann hefði helzt viljað heim-
sækja hverja einustu herstöð
Bandaríkjanna í landinu. Lýsti
hann stolti sínu og bandarísku
þjóðarinnar af hinum hraustu
ungu hermönnum.
Öll ferðin í dag tók um sex
klukkustundir. Á morgun fer' for
setinn til Bangkok, en síðasti
ákvörðurnarstaðurinn á Asiuferð
hans er Seoul í Suður-Kóreu.
Eins og skýrt hefur verið frá
í fréttum, lauk Manilaráðstefn-
unni í gær og eru niðurstöður
hennar ræddar í blöðum víðs veg
ar um heim.
Sovézk blöð fordæma ráðstefn-
una og segja hana samsæri gegn
Asíu og nýtt skref í áttina til út-
br&iðslu Vietnam-stríðsins.
Trúlofunarhringar
afgreiddir
samdægurs.
Sendum um allt land.
HALLDÓR,
SkólavörSustíg 2.
HÚSBYGGJENDUR
TRÉSMIÐJAN,
HOLTSGÖTU 37,
framleiðir eldhúss- og
svefnherergisinnréttingar.
PÚSSNINGAR-
SANDUR
VIKURPLÖTUR
Einangrunarplast
Seljum allar gerðir af
pússningasandi, hetm-
fluttan og blásinn inn- ;
Þurrkaðar vikurplötur
og einangrunarplast.
Sandsalan við Elliðavog st.
Elliðavogi 115, sími 30120.
BÆNDUR
gefið búfé yðar
| EWOMIN F.
vítamín og steinefna-
|
blöndu.
Vélahreingerning
Vanir
menn.
Þrifaleg,
fljótleg,
Vönduð
vinna.
Þ R I F —
símar
41957 og
33049