Tíminn - 27.10.1966, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 27. október 1966
Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN
Framkvæinidastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Pórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur I Eddu-
húsmu, símar -18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7 Af.
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur,
sími 18300 Áskriftargjald kr 105.00 á mán. innanlands. — í
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Vantrú ríkisstjómar-
innar á iðnaðinum
í umræðum þeim, sem urðu um stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar á Alþingi, játaði forsætisráðherra, að óhjá-
kvæmilegt yrði að gera einhverjar ráðstafanir til að rétta
við hlut frystihúsanna, togaranna og minni vélbátanna.
Hinsvegar minnist ráðherra ekki á afkömu iðnaðarins,
sem á mörgum sviðum er ekkert betri en áðurnefndra
þriggja atvinnugreina. Erfiðleikar iðnaðarins virðist ráð-
herra ekki sjá og þá vitanlega því síður, að nokkuð þurfi
að gera fyrir hann.
Þetta er í samræmi við fyrri afstöðu ríkisstjórnarinnar.
Stjórniri hefur látið iðnaðinn vera olnbogabarnið síðan
hún kom til valda. Hún hefur opnað landið fyrir erlend-
um iðnvarningi á þeim tíma, sem gengisskráningin er
mjög óhagstæð innlendri framleiðslu, án þess að gera
no'kkuð teljandi til að gera iðnaðinn færan um að mæta
þessari samkeppni, t.d. með hagstæðari lánskjörum.
Þótt valdhafarnir geri öðru hvoru í orði gælur við iðn-
aðinn, geta þeir ekki leynt vantrú sinni á honum. For-
sætisráðherrann fullyrti það t- d. í ræðu á nýloknum
fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokksins, að tilvera íslenzks
iðnaðar hljdi að hækka verðlagið í'landinu. Forsætisráð-
herrann telur það m. ö. o. útilokað, að íslendingar geti
rekið samkeppnisfæran iðnað. Fjölmörg dæmi hafa þó
saimað hið gagnstæða. Það er áreiðanlegt, að slíkum
dæmum myndi fjölga, ef íslenzkur iðnaður fengi sæmi-
lega aðstöðu til að njóta sín. Stjórnarvöldin neita honum
um þessa aðstöðu í dag.
Nú á tímum getur engin þjóð lifað góðu lífi, án blóm-
legs iðnaðar- Engin þjóð, sem er nær eingöngu hráefna-
framleiðandi, býr við þolanleg og örugg lífskjör Með
þeirri staðhæfingu, að ekki sé hægt að reka saihkeppnis-
færan iðnað á íslandi er verið að halda því fram, að hér
geti ekki verið jafngóð lífskjör og annars staðar.
Það er skiljanlegt, að ríkisstjórn, sem hefur þetta mat
á iðnaðinum, vilji lítið gera fyrir hann og láti sig erfið-
leika hans litlu skipta. En þjóðin má ekki sætta sig við
þetta, því að í því felst vanmat á henni sjálfri og mögu-
leikum hennar til að geta búið sér sæmileg lífskjör.
Reynslan er líka margoft búin að afsanna þessa van-
trú ríkisstjórnarinnar. En meðan hún fer með völd, verð
ur þessu viðhorfi stjórnarvaldanna til iðnaðarins ekki
breytt- Hér þarf nýja stefnu og nýja forustu, ef þjóðin á
að tryggja sér þá undirstöðu, sem ein getur tryggt batn-
andi lífskjör — þ.e., að íslenzka þjóðin verði í sívaxandi
inæli samkeppnisfær iðnaðarþjóð.
Sumarheimili
Einar Ágústsson, Sigurvin Einarsson og Ingvar Gísla
son hafa lagt fram þingsályktunartillögu um athugun á
því, að komið verði upp í sveitum sumarheimilum fyr-
ir kaupstaðabörn. Nú er sá tími liðinn, að sveitaheimili
geti tekið á móti öllum þeim kaupstaðarbörnum, sem for
eldrar vilja koma í sveit. Þetta skapar þegar orðið mikið
vandamál. Fjöldi barna verður alveg af þeim uppeldis
áhrifum, sem sveitalífið veitir, og oft veldur það foreldr
um miklum erfiðleikum að finna börnunum annað verk-
efni, sem er við hæfi. Heppilegust láusri þessa máls
er vafalítið sú, að komið verði upp sumarheimilum i
sveit fyrir kaupstaðarbörn. Hér er vissulega um mikil
vægt uppeldismál að ræða.
TÍMINN
Henning Nystad, fréttamaður „Politiken". V
Ungverjaland er á leiðinni tii
frjálslegri stjórnarhátta
Bæði stjórnarvöld og almenningur hafa lært af reynslunni
Mörg erlend stórblöð hafa
sérstaka fréttaritara í Ung-
verjalandi um þessar mund-
ir í tilefni af því, að 10 ár
eru liðin síðan byltingin var
gerð þar. Flestum þeirra
kemur saman um, að kjör
almennings hafi batnað
verulega á þessum tíma, en
baráttuhugurinn sé Iíka
minni. Menn trcysti á hæfi-
fara þróun í stað skyndi-
byltingar. Meðal þeirra er-
lendra blaðamanna, sem
dvalið hafa í Ungverjalandi
undanfarið, er danski blaða-
maðurinn Hennning Nystad,
sem vinnur við „Politiken“.
Síðastliðinn sunnudag birti
„Politiken" eftirfarandi
grein eftir hann:
KOMIð er fram í o'ktober
hér í Ungverjalandi og lítil
bál eru kynnt til og frá á gang
stéttunum. Trén hafa senn
lokið sinni árlegu afklæðningu
Rauð og gul blöð brenna og
stiga til lofts í bláum reyk.
Augun fijóta i vatni og hin
næmustu eyru fá greint glam-
ur í brynvörnum grápóddunn-
ar. Endurómurinn frá bylting-
unni 1956 er ekki meiri cn
þetta. Á krókóttum götunum
meðal klettanna í Buda ríkir
haustkyrrð þar til ómur tekur
að nálgast og ein stuttpilsan
birtist með transistorinn í hend
inni og frá honum flæðir „The
Yollow Submarine.“ Stúlkurn-
ar elska Bítlana og taka á
sprett upp brekkurnar í Buda
þegar ungverska útvarpið
hleypir „poppinu“ á.
Pest er þarna langt niður
frá, hinum megin við Dóná, og
þaðan berst ekki annað en
ómurinn frá nið umferðannn-
ar. íbúar þessarar tvískiptu
borgar eru orðnir tvær mi’ljón
ir að tölu, en þjóðin öll tíu
milljónir. Vaxtaverkur er
slæmur kvilli. Húsnæðisvand,-
ræði, umferðaröngþveiti og
andarteppa sýnir svart á hvitu
að stórborg á ekki að tvöfalda
íbúatölu sína á tuttugu arum.
Yfirborgarstjórinn í Buda-
pest er svo önnum kafinn við
að greiða fram úr flækjunum,
að hann mátti ebki vera að
því að ræða við þann, sem
þetta ritar. Hér er byggt og
byggt, en aldrei hefst undan
þörfinni. Sumir innflytjend-
anna láta s^r nægja rúmstæði
í herbergi, þar sem þrjú rúm
eru fyrir. Húsrýmið eitt kost
ar 250 forintur á mánuði oa
verkamannslaunin eru 1700-
1800 forintur (um 3700 ísl
krónur).
VERKSMIÐJUR og þeir,
sem byggja fyrir ríkið. keppa
um vinnuaflið. sem of lítið er
af. Sjálfvirkni er skammt á
veg komin i iðnaðinum Sftir-
spurn eftir almennum verka-
mönnum er því mjög lítil, en
sérfræðingar tala um hulið a'
vinnuleysi og benda á litla
framleiðm Sósíalistíska þjóð
félagið ,er engu öflugra en auð
valdsþjóðfélagið. Ýmsir
árekstrar verða. Hitinn er
7 mældm hér sem annars stað
Kadar
foringi kommúnista í Ungverja
landi. Ilann hlaut þung ámæli
þegar hann tók við stjórn í
Ungverjalandi, eftir að Rússar
höfðu bælt byltiiiguna 1956 nið
ur ineð hervaldf- Kadar fær
mun betri dómSTHiuj því að
hann er talinn hafa haft for-
ustu um, að stjórnarha;ttirnir
færðust í frjálslynöara horf.
Bæði hann og Rússar ’r.afa dreg
ið þær ályktanir af byltingunai
að ekki yrði hægt að halda
áfram óbreyttum stjórnarhátt
um. Að því leyti hefur bylting
in borið árangur, þótt hún yrði
forustumönnum hennar dýr.
ar og ungverskir hagfræðingar
segja hiklaust, að bilanir séu
eðlilega óhjákvæmilegar i
margbreyttri vél, en með þvi
eiga þeir við, að engin fræði-
leg stóryrði breyti ómildum
lögmálum almennra þrifa.
Einlægnin er talin fyrirheit
um betri framtíð til handa
þeim tíu milljónum manna,
sem þrá velgengni og keppa
að henni, og hafa þegar öðlast
sum þeirra hnossa, sem fólk
á Vesturlöndum telur sjálf-
sagða hluti. Þetta sézt á göt-
unum og heyrist á heimilun-
um. Verzlanirnar eru fullar af
matar- og drykkjarvörum og
„hitaeiningasafnarar“ eru áber
andi margir meðai almennings
Efnið í klæðnaði fólks er
hvergi nærri vandað að gerð,
en snið fatnaðarin, er eins og
það á að vera o gverðið viðráð
anlegt. Sjónvarpstæki er á
þriðja hverju heimili og út-
deilir menningu. Margir
kvarta undan að stjórnmála-
áróður sé fyrirferðarmikill i
dagskránni, en þar ber einnig
mikið á knattspyrnu og
skemmtiefm eins og fram kem
ur á þrengdum fjárhag íþrótta-
og skemmtistarfseminnar.
VÆRl einhverjum varpað
í faHhlíf niður í þessum nluta
Evrópu kæmist hann að
raun um. að hetjudýrkunin er
að mestu hjá liðin. Útvarps-
stöðin Frjáls Evrópa þarf ekki
að gera sér vonir um að geta
æst fólkið til nýrra uppreisn-
arævintýra. Ungverjar hrinda
frá sér hinum sáru minningum
frá árinu 1956, en þeir muna
þó, að Vesturlandabúar léku
þar illt hlutverk, þar sem
þeir gáfu ginnandi loforð en
sviku svo, þegar til athafnanna
kom.
Alþýðumaðurinn setur traust
sitt á þróunina. Hann rækir
þefgreind og segist fylgjandi
samtilveru í friði í umheimin-
um, stórum sem litlum. Ef til
vill kaupir hann í sunnudags-
matinn síld frá Glyngeyri við
Limafjörð og leggur hana í
pólskt vodka. Ef til viU er
hann í senn kaþólskur og
kommúnisti. Hann getur einn
ig verið bæði kalvfnisti og erki
íhaldsmaður og samt tekið
þátt í hinum sósíalistísKa
dansi. Hann getur horft á
Soffíu Loren í kvikmyndahús-
inu handan við götuhomið.
Hann veit, að Rússarnir eru
enn í landinu og ef til vill
hefur hann heyrt sagt, að allt
keyrði um þverbak hjá hin-
um léttari iðnaði, ef hann ætti
fyrirvaralaust að hverfa frá
COMECON-markaðinum, þar
sem vandfýsnin er ekki mikil,
og hasla sér völl í kröfuhörk-
unni á markaðstorgum Vestur
landa.
HVERS þarfnast svo þessi
maður mest? Hann þarfnast
friðar, nærfærinna leiðtoga, vel
farnaðar og skilnings af okkar
hálfu. Ég skal gjaman bæta
við, að hann þarfnist aukins
frelsis, en krossfarar frá Vest-
ur-Evrópu og Bandarikjunum
skulu þó alvariega varaðir við
krossferðum til Ungverja-
lands. Þróun fulls lýðræðis
verður að hlíta ungverskum
skilyrðum og röksemdum og
skynsemin að fara með sigur-
orð af hólmi. í ársbyrjun 1968
tekur alþýðulýðveldið UPP
nýtt efnahagskerfi, þar sem
rekstrareiningarnar fá aukið
frjálsræði, duglegt fólk aukn-
ar tekjur, verðmyndun verð-
ur hreyfanlegri en áður ug
margbreytni og syeigjanleiki í
utanrikisverzlun eykst til mik-
illa muna. Þá opnast' nýjar
leiðir til aukins frjálsræðis i
stjórnmálum og menningu.
Marxistíski " heimspekingur
ínn Gyorgy Lucacs hefur sem
viðurkenndur mannvinur krai-
ist aukins mál- og ritfrelsis
fyrir mörgum árum. Janos ,Kad
ar flokksleiðtogi kemur efa-
iaust auga á, að rökræður fyr-
ir opnum tjöldum er bezta
tryggingin' fyrir efnahagsleg-
um framförum, hvort sem sam
félagið gengur undir merki
sósíalisma eða. auðvalds.
„Vel má vera, að flokkur-
inn nenni ekki af hlusta á
heimspekingana,“ sagði napur
tæknimaður- „En leiðtogarnir
virða veruleikann og 1 vita, að
það hefnir sín að mata raf-
magnsheila á röngum upplýs-
ingum Hvers vegna skyldi þeir
pretta mannlega skynsemi,
sem byggir einungis á sönn-
um forsendum? Frelsi er ekki
fræðileg nauðsyn, hpldur hag
nýt nauðsyn."
4
I