Vísir


Vísir - 22.10.1975, Qupperneq 3

Vísir - 22.10.1975, Qupperneq 3
VÍSIR. Miðvikudagur 22. október 3 Búa sig undir meiri erlenda samkeppni Siglingaklubburinn hyggur á bátasmiöanámskeið í vetur. Frístundagaman í Garðahreppi Ungt fólk i Garðahreppi hefur um inargt að velja i fé- lags- og tómstundastörfum. Unginennafélagið Stjarnan býður upp á margs konar iþróttastarfsemi, Skátafélagiö Vifiil, Siglingakiúbbur Garða- hrepps og K.F.U.M. og K. vinna að ýmsum viðfangsefn- um bæði úti og inni og auk þess er Nemendafélag Gagnfræða- skóia Garðahrepps með fjöl- breytta félagsstarfsemi. t kynningarbæklingi Æsku- lýösnefndar Garðahrepps er greint frá starfi allra þessara félaga og nýir félagsmenn boðnir velkomnir. Sérstaklega er þvi beint til þeirra sem ný- fluttir eru i hreppinn að þeir kynni sér hvað um er að velja i félags- og tómstundastarfinu. Bæklingnum hefur verið dreift til ibúanna en auk þess liggur hann frammi á skrif- stofu hreppsins. —EB MEXICO: talið frá vinstri: Guðmundur—Ragnar—Bjarki—Arn- ar—Þórðuy. . Vilja kenna stjórnendum iðnfyrirtœkja betri rekstur A næstu fimm árum mun Is- lenskur iðnaður mæta aukinni er- iendri samkeppni. Ástæðan er stigminnkandi aðflutningsgjöid frá EFTA og Efnahagsbanda- lagslöndunum. Félag islenskra iðnrekenda tel- ur, að með aukinni rekstrartækni megi bæta samkeppnishæfni is- lenskra fyrirtækja. Félagið hyggst þvibeita sér fyrir stórauk- inni rekstrarráðgjöf. Lendingar- staður fyrir þyrlu við Borgar- spítalann Tveri nýir starfsmenn ráönir Um siðustu áramót réð félagið tvo nýja starfsmenn, Bergþór Konráðsson, rekstrarhagfræðing, og Guðmund S. Guðmundsson, tæknifræðing. Þeir eiga báðir að starfa að rekstrarráðgjöf við fyrirtæki i framleiðsluiðnaði. Til þessara starfa fékk félagið styrk frá Iðnþróunarsjóði. Mogens Höst, verkfræðingur, sem hér starfar á vegum UNIDO hefur jafnframt unnið með þeim að þessum málum. Hafa unnið i 20 fyrir- tækjum Rekstrarráðgjafarnir hafa unnið i um 20 fyrirtækjum, og er einkum stefnt að þvi að gera heildarúttekt að stöðu hvers fyrirtækis. Siðan eru fyrirtækin aðstoðuð á þeim sviðum rekstrar- ins, sem helst virðist ábótavant. Jafnframt þessu hafa stjórnendur fyrirtækjanna komið til funda, þar sem ýmis rekstrar- vandamál eru rædd. Þannig er reynt að sameina fræðslu og framkvæmd. Námskeið um arðsemi í framhaldi af þessu hefur Félag islenskra iðnrekenda ákveðið að gangast fyrir námskeiði um stjórnun og arð- semi. Það verður haldið dagana 3., 4. og 5. nóvember i Hótel Loft- leiðum. Þar veröa tveir erlendir leiðbeinendur, sem eru kunnir fyrir störf sin á sviði fyrirtækja- rekstrar. Að þessu sinni er námskeiðið sérstaklega ætlað iðnfyrirtækj- um, en auk þess hefur nokkrum starfsmönnum verðlagsstjóra verið boðin þátttaka. Fjallað verður um atriði eins og „hvaða hagnað þurfa fyrirtæki”, „rannsóknir sýna orsakir taps” og „aukið hagnaðinn með kerfis- bundinni hugmyndaleit”. Þegar hefur fjöldi fyrirtækja tilkynnt þátttöku. Væutanlegur árangur Þessari starfsemi er ætlað að bæta að einhverju, leyti úr mikl- um skorti á ýmiss konar þjónustu á sviði rekstrartækni fyrir iðnað- inn. Reynt verður að fá fyrirtæki til að gera sér grein fyrir sam- keppnisaðstöðu sinni og finna leiðir til að gera iðnaöinn sam- keppnishæfari. — AG. Fyrirhugað er að lendingar- staður fyrir þyrlu verði tekinn i notkun við Borgarspitalann, um leið og nýja slysadeildin, sem nú er byrjað að sprengja fyrir. Jón Björnsson, arkitekt, sagði Visi að bygging deildarinnar yrði að öllum likindum boðin út i næsta mánuði. Hún ætti að vera tilbúin eftir eitt til eitt og hálft ár. Um þyrlulendingarstað, sagði Jón að þeir hefðu i fyrstu verið að hugsa um að hafa hann á þaki nýju byggingarinnar, en horfið frá þvi. Málið hefði nú verið sent flugmálastjórn til umsagnar um hvar heppilegasti staðurinn væri. Það kemur alloft fyrir að þyrlur flytja slasaða menn til Reykjavikur. Nú þarf að flytja þá i sjúkrabifreiðum frá flug- vellinum. Dýrmætur timi gæti sparast með þvi að þyrlan gæti lent „við dyrnar” á slysadeild- inni. —ÓT Ekkert samband virðist vera milli gulutilfellanna tveggja sem Visir skýrði frá fyrir nokkru. Annað tilfellið var i Sigöldu, en hitt i Reykjavik. Heimir Bjarnason, héraðs- læknir á Hellu, sagði i viðtali við Visi, að hann teldi vist, að Júgó- slavinn sem veiktist i Sigöldu, hefði fengið guluna áöur en hann kom hingað til lands. Júgóslavinn smitaðist við svo- nefnda stungusmitun. Þegar þannig stendur á, er ekki hætta á að hann hafi smitað aðra við snertingu eða gegnum melting- arveg. Júgóslavinn var sendur til heimalands sins, en ekki hefur frést af honum siðan. Gulutilfellið i Reykjavik virð- ist vera eitt af þeim tilfellum sem upp koma við og við. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði, að á undanförnum árum hefði orðið vart við gulutilfelli endrum og eins. 1 beim tilfellum hefur ekki komið til fjöldasmitunar. —ÓH Ekkert samband virðist milli gulutilfellanna íslendingar eignast sína eigin Mexico Um næstu helgi lætur hljóm- sveitin MEXICO til sín heyra i fyrsta sinn. Þarna eru þó ekki á fcrðinni neinir nýliðar i tón- listarbransanum, heldur þaulvanir tónlistarmenn, hver á sinu sviði. MEXICO skipa nefnilega þeir Arnar Sigurbjörnsson og Ragn- ar Sigurjónsson (áður Brimkló) Guðmundur Benediktsson (áður Mánum) Bjarki Tryggvason (áður Ingimar Eydal og Blind- hæð) og Þórður Árnason (áður m.a. Rifsberja). Þeir félagarnir hafa æft að kappi undanfarna daga og lagt þar mesta áherslu á danstónlist en vonast til með aö geta tekið til meðferðar það frumsamda efni sem hinir ýmsu meðlimir Mexico luma á. Er Visir spurði Arnar um ástæðuna fyrir upplausn Brimklóar, kvað hann hana vera „algert áhugaleysi þriggja meðlima hennar”. Þeir félagar i Mexico ættu að geta flutt at- hyglisverða tóniist, þvi hljóm- sveitina skipa hvorki meira né minna en þrir gitarleikarar. Röddun ætti sömuleiðis að verða nokkuð góð hjá þeim félögum, þvi ekki hefur neinn þeirra orð á sér fyrir að vera raddlaus. Nafnið Mexico kom til við fyrstu æfingu, en það var einmitt lag James Taylors, „Mexico” sem fyrst var æft. Bjarki Tryggvason er svo á för- um til London um miðjan næsta mánuð en þar mun hann hljóðrita hljómplötu með lögum eftir þá félaga Magnús og Jó- hann, við undirleik hljóm- sveitarinnar CHANGE. — örp. Innfluttu tunn urnar ódýrari i frétt frá Síldarútvegsnefnd kemur fram að i febrúarmánuði sl. hafi verið leitað álits Bæjar- stjórnar Siglufjarðar og Verka- lýðsfélagsins Vöku á Siglufirði uin livort æskilegt væri að hefja á ný tunnuframleiðslu á Siglu- firði. Frá Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur ekkert svar borist, en eftir itrekuð skrif barst svar frá Vöku, þar sem félagið lagði til að ekki yrði tekin upp tunnu- framleiðsla á Siglufiröi að svo stöddu, eða a.m.k. ekki fyrr en Húseiningar hf. sem fengið höfðu Tunnuverksmiðjuhúsið á leigu, hefðu möguleika á að flytja i eigið húsnæði. í svarinu segir einnig: „Vér teljum það ekki óraunhæft meðan ekki er séð, hve mikil þörf er fyrir sild- artunnur að doka við með fram- leiðslu þeirra eitt til tvö ár, jafn- vel þótt flytja þyrfti inn nokkurt magn....” Með tilliti til þessa hefur megnið af þeim tunnum sem ætlaðar eru til sildarsöltunar á yfirstandandi vertið, verið flutt inn. Meðan Tunnuverksmiðjur rikisins störfuðu var jafnan fluttur inn verulegur hluti þeirra tunna sem notaðar voru til sildarsöltunar, og var verð þeirra, komið á söltunarhafnir, mun lægra en verð á islenskum tunnum —EB Sunnlenskar konur sungu hringinn... Kvennakór nýkominn úr Suðurnesja er söngför til Vest- fjarða. Með þessari för hefur kór- inn lokiö hringferð um landið. Kórinn hélt tvo samsöngva á tsafirbi laugardaginn 18. október, við frábærar undirtektir áheyr- enda. Einn samsöngur var i Bolungarvik á sunnudaginn 19. okt. einnig við afar góðar undir- tektir. Kórkonur róma mjög gestrisni og fyrirgreiðslu vestfirðinga sem verður ógleymanleg og mikil uppörvun i starfi kórsins á kom- andi timum. Kvennakórinn vill þakka Sunnukórnum á tsafirði og kirkjukór og tónlistarfélaginu i Bolungarvik fyrir höfðinglegar móttökur. Kórstjóri Kvennakórs Suður- nesja er Herbert H. Agústsson, einsöngvari Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir. Undirleikarar eru, Ragnheiður Skúladóttir, pianó, Pétur Bjarnason, kontrabassa, Hálfdán Ingólfsson, ásláttar- hljóðfæri, Hrönn Sigmundsdóttir harmoniku og Sigriður Þorsteins- dóttir, gitar. Nú eru að hefjast niunda starfs- ár Kvennakórsins og eru æfingar hafnar af krafti. Margar ungar konur hafa bæst i kórinn og i vet- ur munu 38 konur syngja i kórn- um. Kvennakór Suðurnesja hefur nýlokiö við að syngja inn á plötu sem mun koma á markaðinn i næsta mánuöi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.