Vísir


Vísir - 22.10.1975, Qupperneq 4

Vísir - 22.10.1975, Qupperneq 4
4 VtSIR. MiOvikudagur 22. október Nauðungaruppboð sem auglvst var I 35. 37. og 39. tölublaOi Lögbirtingablaös 1975 á vélbátnum Sólbjörgu EA-142, 8 rúmlestir aö stærö, þinglesin eign Einars M. Jóhannessonar, fer fram viö bát- inn sjálfan, þar sem hann stendur upp á lóö Slippstöövar- innar hf., föstudaginn 24. okt. n.k. kl. 15.00. Uppboöshaldarinn á Akureyri. Auka aðalfundur handknattleiksdeildar Stjörnunnar, verð- ur haldinn fimmtudaginn 23. okt. kl. 20 i Gagnfræðaskólanum. Allir eru hvattir til að mæta, bæði ungir og fullorðnir. Stjórnin. BÚRIÐ s/f Hveragerði Eiginmenn, komið með börnin i mat þann 24. okt. Eiginkonur þið þurfið ekki að svelta 24. okt. Karlmenn afgreiða grillrétti allan daginn. BÚRIÐ sf. HVERAGERÐI. Fró Sigrúnarbúðunum Tviskiptir barnagallar frá kr. 6.460/- Heilir barnagallar frá kr. 2.587/- Velúr bolir barna, verð frá kr. 1302/- Sigrún Heimaveri Sigrún Hólagarði, Lóuhólum 2-6 Fró Sigrúnarbúðunum Handklœði frú kr. 245 Núttfataflónel Sigrún Heimaveri Sigrún Hólmgarði Lóuhólum 2-0. Cand. philol. GRO HAGEMANN frá Oslo flytur fyrirlestur i Norræna húsinu fimmtudaginn 23. október 1975 kl. 20:30 um „KVINNENS LEVEFORHOLD OG BEVEGELSEI NORGE 1880-1914”. Aðgangur er öllum heimill Kaffistofan er opin. Verið velkomin. vSlkommen NORRÆNA hCjsio Fyrstur meó fréttimar VÍSIR í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Mikill hugur er I Marokko-mönnum vegna yfirlýsinga Hassans konungs, og hafa þeir sýnt þaö I kröfu göngum og á útifundum, að þeir styöja hann i tilkallinu til Sahara. GANGAN STíFN- IR Tll SAHARA Marokkostjórn virðist ekki verða af þvi skekin að stefna 350.000 manns fótgangandi inn i vestur- hluta Sahara, en kviðir þó þvi, að til bardaga komi við nágrannarikið, Alsir, sem véfengir til- kall Marokkó til þessar- ar fyrrverandi nýlendu Spánar. Sameinuðu þjóðirnarhafa verið beðnar um að láta málið til sin taka, og aðstoðarutanrikisráð- herra Bandarikjanna, Alfred Atherton, er kominn til Marra- kesh til viðræðna við Hassan kon- ung. — Atherton ræddi i gær við Boumedienne, forseta Alsir. Hassan konungur segist ekki munu aflýsa göngunni, nema Spánn tryggi það, að samninga- viðræður fari fram um að landið falli undir yfirráð Marokkó. Fréttir hafa borist af þvi, að Alsir hafi eflt herlið við landa- mæri Marokkó. Stjórn Marokkó segist hafa sent 20.000 manna liösauka að landamærunum til að mæta þessari ógnun og hafa 30.000 manna varalið, bryn- vagnasveitir og flugher, til taks. — Hefur Hassan konungur lýst þvi yfir, að hann muni senda her- sveitir sinar inn i Sahara, verði ráðist á göngufólkið. En leiðtogar sjálfstæðishreyf- ingar Sahara (kölluð Polisario), sem Marokkómenn segja að séu verkfæri i höndum Alsirstjórnar, segjast ætla að reyna að stöðva gönguna, —Fjölmiðlar i Marokkó klifa jafnt og þétt á þvi, að liðs- menn Polisario séu þjálfaöir I Alsir, sem sömuleiðis sjái þeim fyrir vopnum. Hefur magnast upp i Marokkó mikil andúð gegn Spáni og Alsir, og þúsundir ungmenna fóru um götur Marrakesh i gær, hrópandi slagorð gegn þessum þjóðum. A sama tima streymir göngu- fólkið i átt til landamæra Mar- okkó við Sahara. Langferðabiiar, járnbrautarlestir og flutninga- tæki önnur hafa verið látin þessu fólki I té til að taka af þvi fyrsta spölinn. Á vegi þeirra verður fyrst, eftir að komið er yfir landamærin, jarösprengjusvæöi, sem skæru- liðar Marokkó kunna einir að rata um. Baka Japönum miksð tjón á veiðarfœrum Japanir hafa aukið gæsju sina meö sovéskum fiskiskipum, sem veiðar stunda við eyjuna Iiokk- aido, nyrst i Japan, vegna vciðar- færatjóns, sem japanskir fiski- menn á þessum slóöum hafa orðiö l'yrir. Siglingamálastofnun Japans upplýsir, að strandgæsluskip hafi brýnt fyrir rússneskum skipstjór- um, sem hafa stundað þessi mið af miklu kappi frá þvi i júni i sumar, að halda sig fjarri jap- önskum fiskibátum. Tiðir veiðarfæraskaðar hafa verið kærðir til yfirvalda á Hokk- aido og er sovésku skipunum kennt um. Nemur það tjón mill- jónum króna. Að staðaldri hafa verið á þess- um miðum um 75 sovésk veiði- skip, þar á meðal 12 þúsund smá- lesta verksmiðjuskip. Halda þessi skip sig nokkuð nærri landi, og eru stundum aðeins sex milur undan. 7. júni i sumar undirrituðu Jap- an og Sovétrikin samninga, sem áttu að girða fyrir deilur vegna ásóknar sovéskra fiskiskipa á Japansmiðum. Þar voru settar reglur um bætur vegna tjóns á veiðarfærum. — Er nú búist við þvi, að Japansþing staðfesti þessa samninga innan skamms. Franco á batavegi Francisco Franco, hershöfðingi, er sagður á góðum batavegi eftir vægt hjartaslag, sem hinn 82 ára einvaldur Spánar varð fyrir. Heil sveit lækna undir forystu mark- greifans af Villaverde, tengdasonar Francos, fylgist með honum þar sem hann liggur i E1 Pardo-höllinni i Madrid. Veikindi einvaldsins hafa vakið nýjar vangaveltur um, að Juan Carlos prins muni taka við stjórnartaumunum áður en langt um liði. — Franco valdi þennan 37 ára gamla sonarson siðasta konungs Spánar eftir- mann sinn fyrir sex árum. Hefur prinsinn einu sínni hlaup- ið i skarðið fyrir Franco i veik- indum þess siðarnefnda. En I Madrid heyrist þvi fleygt, að Carlos prins sé að þessu sinni tregur til að verða staðgengill Francos. Hann er sagður vilja fá völdin i eitt skipti fyrir öll, eða alls ekki að öðrum kosti. Veikindi Francos höfðu spurst út, áður en hið opinbera gaf út tilkynningu um þau. Fyrstu fréttir ABC-sjónvarpsstöðvar- innar I Bandarikjunum hermdu, að Franco væri látinn, sem stjórnin i Madrid var fljót að bera til baka. Var sagt að Franco væri þeg- ar tekinn til við stjórnarstörfin aftur, og hefði til að mynda átt 45 minútna langar viðræður við Carlos Arias Navarró, forsætis- ráððherra i gær. — Kom Navarro til þeirra viðræðna beint af fundi með þeim Juan Carlos prins og Alejandro Rodriguez de Valcarcel, en sá siðarnefndi er formaður rikis- ráðsins, sem sjálfkrafa mundi taka við völdum, ef Franco félli skyndilega frá.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.