Vísir - 22.10.1975, Síða 6

Vísir - 22.10.1975, Síða 6
VÍSIR Ctgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson y Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúia 14. simi 86611. 7 iinur Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innaniands. i lausasögu 40 kr. eintakið. Blaöaprent hf. Kjarvalsstaðadeilan Deilan um Kjarvalsstaði hefur nú staðið i 10 mánuði. Ágreiningurinn milli borgaryfirvalda annars vegar og FÍM-Félags isl. myndlistarmanna — hinsvegar lýtur að þvi hve strangar kröfur eigi að gera til þeirra listamanna, sem falast eftir að- stöðu i húsinu. Talsmenn FIM segja að þeir vilji setja „eðlilegar lágmarkskröfur” en borgarstjóri hefur kallað þær kröfur strangar ritskoðunar- reglur, sem hann muni aldrei geta sætti sig við. Augljóst er.að allur almenningur er sama sinnis og borgarstjóri og flykkist fólk á sýningar að Kjarvals- stöðum og lætur sér fátt finnast um bann FÍM og Bandalags listamanna, BIL. Þau viðbrögð hafa talsmenn listamanna skýrt svo, að smekkur al- mennings sé vanþroskaður og hann þyrfti að aga og efla til skilnings á betri listum. Slikum skýringum má bæði játa og neita. Óumdeilt er, að Kjarvalsstaðir hafa sett ofan sem sýningarsalur vegna banns FÍM og BÍL. Eru það engin undur, þar sem tæpur helmingur starfandi myndlistamanna eru i FÍM og er hart brugðist við liðhlaupum. Staðreyndir þessa máls eru þvi þær, að núverandi ástand i málefnum þessa glæsilegasta sýningarhúss á íslandi er með öllu óþolandi og jafnframt virðast kröfur listamannanna óaðgengilegar fyrir borgina. Sjónarmið borgarstjóra og flestra borgar- fulltrúa liggja ljós fyrir. Borgarstjóri hefur sagt: „Borgaryfirvöld vilja, að andlegt frjálsræði riki innan dyra að Kjarvalsstöðum. Þar má sýna bæði úrvals list og miðlungi góða—um þá list sem þar er sýnd má deila—en almenningur og þó umfram allt timinn á úr þvi að skera, hvað sé vert til langlifis, af þvi, sem þar kemur fram. Um þetta stendur djúpstæður ágreningur. Á fundi með fulltrúum FÍM kom fram, að þeir vildu ekki láta af hinni ströngu ritskoðunarstefnu og væri áframhald hennar for- senda af þeirra hálfu til frekari samstarfs við borgina.” Þetta voru orð borgarstjóra, er hann gerði borgarstjórn grein fyrir deilunni á sinum tima. Og hann bætti við: „Borgaryfirvöld eru hér eftir sem hingað til reiðubúin til samstarfs við samtök lista- manna um rekstur Kjarvalsstaða með það mark- mið i huga, að húsið geti orðið lifandi menningar- miðstöð i borginni. Húsið, er hins vegar byggt fyrir fé almerinings i Reykjavik og þvi hlýtur borgar- stjórn að vilja hafa úrslitaráð um það, hvernig húsið er notað og umfram allt að koma i veg fyrir misnotkun þess.” Þegar framangreind atriði eru skoðuð, ér ljóst, að likur til samninga eru litlar. Landssamtök eins og FIM og BIL geta að sjálfsögðu ekki gert kröfu til yfirráða yfir einni af stofnunum borgarinnar. Hins vegar er gott samstarf við þessa aðila nauðsynlegt fyrir Kjarvalsstaði. Ekki er þá önnur lausn fyrir hendi fyrir Reykjavikurborg en að fá sér listrænan ráðunaut, sem hefði fé og aðstæður til að beita sér fyrir og eiga frumkvæði að listrænni starfssemi á vegum borgarinnar, að Kjarvalsstöðum og annars staðar i borginni. Slika lausn ættu allir fordóma- lausir aðilar að geta sætt sig við. VISIR. Miövikudagur 22. október Umsjón: GP Ahugi Fulbright fyrir utanrikismálum hefur teymt hann viða um lönd, þar sem hann hefur setiö á rökstólum meö þjóö- höfðingjum. A þessari mynd sést' hann á skrafi meö Hussein Jórdaniu- konungi. FULBRIGHT ÍKKI UR I HtLGAN STt — en samt hœttur þingmennsku Bandariski öldungardeildar- þingmaöurinn,Wiiliam Fulbright, hefur meö öilu sætt sig viö. aö vera ekki lengur á forsiðum heimsbiaöanna. Þó hefur hann alis ekki dregið sig meö öllu út úr skarkala heimsins. Fulbright, sem nú er almennur borgari, hefur feröast til Austur- landa nær og fjær, til Evrópu og til Washington. Aðaláhugamál hans eru enn á sviði utanrikis- mála og bætts skilnings á milli rlkja. Fulbright yfirgaf þingið á gamlársdag 1974 eftir að hafa set- ið 30 ár I öldungadeildinni og tvö ár I fulltrúadeildinni. Frá 1959 og til afsagnar sinnar var hann for- seti utanrikisnefndar öldunga- deildarinnar og einn af aðaltals- mönnum þingsins um utanrikis- mál. Hann neytti stöðu sinnar sem forseti nefndarinnar til að berjast gegn Vletnamstyrjöld- inni. Fulbright situr nú I litilli skrif- stofu I miöborg Washington ásamt einkaritara, er var honum til aðstoðar I öldungadeildinni. Fulbright kom á fót skipti- nemakerfi, og nú starfar hann við þjálfun tæknimanna, tölvufræð- inga, hjúkrunarmanna, viðgerð- armanna og annarra. ,,A þeim þurfa margar þjóðir að halda,” segir hann. Frá þvl að hann lét af embætti hefur hann ferðast til Noregs, Japan og nokkurra Arabarikja en við og við heimsækir hinn sjötugi Fulbright heimariki sitt, Arkans- as. Breski sendiherrann I Wash- ington sæmdi hann nýlega, fyrir hönd Elisabetar drottningar, nafnbótinni heiðursriddari breska heimsveldisins. 1 viðtali kvartaði Fulbright undan þvi, að skiptin frá öldunga- deildarþingmanni yfir I einkaað- ila hefðu ekki verið honum með öllu sársaukalaus: ,,Maður miss- ir allt starfslið sitt... verður að breyta öllum háttim inum — all- ir þessir smáhlutir, sem maður hefur átt að venjast I 30 ár. „Það er talsvert átak að breyta með öllu venjum slnum, finna skjölin min,allir þessir smáhlutir, sem fylgja þvi, að reka skrif- stofu.” Og um leið stóð hann á fætur til að stilla hitastillinn á veggnum, en settist brátt aftur, og muldraði að engu breytti, hversu hann sneri þessum stilli, hitinn væri aldrei hæfilegur. „Ég var með kort hérna ein- hvers staðar, en nú finn ég það hvergi. Ég er alltaf að reka mig á einhverja smáhluti.” Fulbright yfirgaf öldungadeild- ina, eftir að hafa tapað forkosn- ingum fyrir Dale Bumpers þáv. rlkisstjóra, sem svo sigraði i aðalkosningum fyrir 11 mánuð- um. Siðan hefur hann hvergi komið nálægt stjórnmálum og að- eins látið sér nægja að fylgjast með þeim i daglböðunum. „En ekkert mjög náiðr sagði hann. „Þegar ég var i öldunga- deildinni, þótti mér það alltaf leiðinlegt, hve öldungadeildar- þingmenn voru óánægðir með þaö, sem þeir voru. Þá langaði alla til að verða forseti. En ég hafði vanist þvi áður, að menn bæru virðingu fyrir þingmanns- starfinu, og skoðiði það ekki sem lltið þrep I metorða tiganum. En þeir eru margir sem finnst þeir eiga betra skilið, og vilja verða forseti”. í sjónvarpsviðtölum hefur hann mjög gagnrýnt þennan hugsunar- hátt. Hann álitur þetta hafa leitt til þess að forsetaembættið hefur orðið að miðpunktinum en lækkað fulltrúadeildina i augum öldunga- deildarþingmanna og annarra. Heimsókn Fulbrights til Mið- austurlanda var I boði sambands furstadæmanna. Einnig heimsótti hann nokkur önnur lönd i boði Arabasambandsins. Hann segist hafa áhyggjur af öryggi Miöausturlanda, þrátt fyr-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.