Vísir - 22.10.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 22.10.1975, Blaðsíða 10
10 VISIR. lYIiðvikudagur 22. október í þeim umræðum um námsmenn og námslán sem verið hafa að undan- förnu, hefur komið fram sú skoðun, að námsmenn megi vel við þvi að eitt- hvað sé „stjanað” minna við þá. Þeir hafi þessi stórgóðu námslán, og lifi rnargir hverjir ágætu lifi. Námsmenn hafa undanfarið mótmælt liarðlega fyrirhuguðum niður- skurði á framlagi rikissjóðs til Lánasjóðs islenskra námsmanna. En hvernig gengur námsmönnum að lifa af launum sinum og lánum? Geta þeir það yfirleitt, eða þurfa þeir að leita hjálpar aðstandenda sinna að hjara? Lifa námsmenn við lúxus? Hvað leggja þeir hart að sér? Visir tók nokkra námsmenn tali i Háskólanum i gær, i miðju verkfalli sem efnt var til þar, til að mótmæla niðurskurðinum á rikisframlaginu. Við spurðum námsfólkið hvernig þvi gengi að lifa á sinum launum og lán- um. —ÓH HVERNIG TEKST ÞÉR AÐ HJARA Pjetur Þ. Maack, á 6. ári I gu&fræðideild: — Ég hef aldrei sótt um náms- lán á minum háskólaárum fyrr en i haust. Ég hef samt komist bærilega vel af, svo vel, að ég er búinn að festa mér ibúð. Ég kann engar sérstakar skýringar á þvi hvers vegna svona vel standi fyrir mér. Þær staðreyndir tala þó sinu máli, að ég hvorki reyki né drekk. Ég hugsa mig tvisvar um, þegar um peningaeyðslu er að ræða. Það eru margar gerviþarfir sem hægt er að neita sér um. Málið er bara að gera upp við sig, hvort nokkur þörf sé á hlutunum. Ótrúlega oft kemur i ljós við nánari ihugun, að svo er alls ekki. Frá haustinu ’74 hef ég komist af með að meðaltali 15 þúsund krónur á mánuði, allt innifalið, matur, húsnæði, hiti, rafmagn. Það er hægt að lifa fyrir þennan pening. —• Hvað borðaðu eiginlega? — Mest brauð, súrmjólk og þviumlikt. — Nýturðu aðstoðar frá for- eldrahúsum? — Nei. Um námslánin sagði Pjetur: — Mér finnst sjálfsagt að náms- lán séu með eðlil. vöxtum og visitölutryggð, þvi annars eru þau styrkur en ekki lán. Við námsmenn erum að biðja um aðstoð, en ekki ölmusu. Við þurfum hjálp til að fleyta okkur fyrir erfiða hjalla, meðan á námi stendur. Guðmundur Ingólfsson á 1. ári i sálfræ&i. — Ég var ekki i skóla siðast- liðinn vetur og vann nú fram á haust, þannig að fjárhagurinn er dcki svo bágborinn. Ég veit ekki enn hvað ég kem til með að þurfa, til að lifa. Ég sótti ekki um námslán nú. Ég hef ekki orðið var viö að námsmenn lifi við neinn lúxus, Pjetur Þ. Maack Gu&mundur Ingólfsson héldur þvert á móti virðast mér kjör þeirra nokkuð kröpp. — Viltu láta visitölubinda námslán? — Nei, alls ekki. Eysteinn Haraldsson á 2. ári I byggingaverkfræöi: — Ástandið hefur aldrei veriö eins slæmt og núna. Ég er með konu og ungabarn og konan get- ur dcki unnið úti eins og sakir standa. Viö erum i leiguibúð. Við verðum að gæta itrasta sparnaðar til að geta látið endana ná saman. Ég vann mikið í sumar og haföi upp úr þvi 290 þúsund krónur. Ég sótti um námslán og reikna með að fá svona 350 þusund krónur. Þessir peningar eiga að duga okkur i heilt ár. Við njótum ekki beins fjár- hagslegs stuðnings frá for- eldrum okkar, en fáum stuðning þeirra á ýmsan annan hátt. Að þvi leyti eru námsmenn sem læra hér heima heppnir, að flestirgeta sótt til aðstandenda, ef I nauðirnar rekur. Þeir sem stunda nám erlendis eru verr settir. Ef babb kemur i bátinn, geta þeir ekkert leitað. — Hvað reiknarðu með að það kosti þig og fjölskyldu þina að lifa á mánuði. — Með því að borða einfaldasta mat.'Og eins og ég sagi fyrr, gæta itrasta sparðanar, ættum við að komast af með 40 til 50 þúsund krónur. — Hvers vegna ertu i skóla, úr þvi þetta er svona erfitt. — Af hugsjón. Guðný Arnþórsdóttir, á 3. ári i hjúkrunarfræði: — Við búum tvö saman, bæði við nám. Við verðum að fá lán hjá aðstandendum okkar, þvi aö samanlögð sumarvinna og námslán nægja ekki. Annars erum við heppin með Gu&ri&ur Ragnarsdóttir Saurninaar laaðar fvrir nokkra náms- menn í Háskólanum Páll Baldvinsson námsmenn geta klofiö rándýra húsaleigu, ásamt öllum öðrum kostnaði. — Getið þið unnið með skólan- um. — Nei, við erum bæði i þannig námi, að það er ekki hægt. — Er það algengt að námsmenn geti fest kaup á ibúðum? — Nei, þeir eru ekki margir. Um námslánin sagði Guðný: — Mér finnst fáránlegt þegar fólk segir að námsmenn þurfi að verða fyrir sömu kjaraskerð- ingum og aörir, með þvi aö sætta sig við niðurskurð náms- lána. Þetta er sambærilegt viö að aðrar stéttir ættu að sam- þykkja launalækkun. Náms- menn hafa þegar orðið fyrir sömu kjaraskerðingu og allir aðrir i þjóðfélaginu við hækk- andi verðlag. Páll Baldvinsson, á 1. ári I sögu og almennri bókmennta- sögu: — Við erum tvö I heimili og mér sjálfum tekst að kljúfa mina lifnaðarhætti með þvi að vinna með náminu við ritstjórn Stúdentablaðsins. Ég fæ ekki séð, hvernig fólk getur lifað i þessu þjóðfélagi á sumarvinnu og námslánum eingöngu. Ég veit að margir námsenn vinna kdöld- og nætur- vinnu til að geta klofið útgjöldin. Égborga 20 þúsund krónur i húsaleigu á mánuði, og mér skilst að það sé algeng húsa- leiga. Hún getur lika verið hærri, og fólk hefur orðið að taka þvi, vegna húsnæðisskorts. í tengslum við háskólann er mötuneyti, sérstaklega 'ætlað stúdentum. Gallinn er bara sá, að maturinn þar er svo dýr, að enginn hefur efni á að borða þar. Mötuneytið kemur þvi litið að gagni til að hjálpa náms- mönnum. — Hverskonar lifnaðarhætti áttu við, þegar þú talar úm þina lifnaðarhætti: — Ég leyfi mér ekki neinn lúxus. Ég borða alþýðlegan mat. Það er þannig með náms- menn eins og aðra alþýðu, að þeir verða að lifa af þvi sem þeim er skammtað. — Sækirðu um námslán? — Ég sótti um námsláni fyrra, en notfærði mér ekki lánið, þegar til kom. Ég hef ekki sótt um lán nú. Guðriður Ragnarsdóttir (Adda) á 2. ári I sálfræði: — Mér tækist ekki að lifa á min- um launum, ef ég hefði ekki fyrirvinnu. Maðurinn minn er nýbúinn i skóla en áður vann ég fyrir heimilinu. Einn kostnaðarliður vill oft gleymast, þegar rætt er um, hvernig námsnenn verja fé sinu. Það eru bókakaupin. í fyrra fóru gifurlegir peningar til bókakaupa hjá mér. Einnig fór mikið i húsaleigu. Við borguð- um 30 þúsund á mánuði. Við borgum þó ekki eins mikið núna. Það að ég var að vinna áður en ég byrjaði að læra, olli tals- verðum erfiðleikum. Ég kenndi i nokkur ár, og hafði talsverðar tekjur, og þar með háa skatta. Að losna út úr þeim vitahring, er mjög erfitt. Háar húsaleigugreiðslur skapa lika erfiðleika, og sams- konar vitahring. Allir peningarnir fara til að borga húsaleiguna. Út úr þessum vita- hring er helst ekki hægt að komast nema að stór hópur taki sig saman um að búa i ibúð en þá vill enginn leigja slikum hóp. — Hversvegna þá að vera i námi, ef það er svona erfitt? — Ekki geta allir hætt i skóla og farið út á vinnumarkaðinn. Hann tæki ekki við þessum fjölda. En eins og ástandið er i dag, og ef það batnar ekki, þá fer fólk að detta út. Þeir fyrstu sem lenda i þvi, eru þeir efna- minnstu. Eftir verða þeir efna- meiri, þeir geta haldiö áfram. Eysteinn Haraldsson það, að með hjálp aðstandenda okkar erum viðaðkaupa ibúð á sérstaklega góðum kjöi-um. Með eingöngu námslánum og sumarvinnu yrðu kjörin svo kröpp, að mjög hæpið væri að okkur tækist að komast af með það. Ég skil ekki, hvernig sumir Guöný Arnþórsdóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.