Vísir


Vísir - 22.10.1975, Qupperneq 14

Vísir - 22.10.1975, Qupperneq 14
14 VtSlR. Miðvikudagur 22. október Hinn mjói vegur dyggðarínnar er þyrnum stráður Xaviera er höfð að hóði og spotti og al- menningur búinn að fó nóg af bersögli í bili Xaviera Hollander var frábærlega ieikin i starfi sinu. Ein sú allra besta seni veriö hefur uppi. Þá var hún þekkt undir nafninu ,,The Happy Hooker”, sem á islensku gæti útlagst ,,glaða gleðikonan”. Svo ákvað hún skyndilega að Skyldi Kún snúa aftur til ,,elsta atvinnuvegarins”? þaö liefur livort eð er enginn trú á henni i nýja ,,hefðarkonu”-hlutverkinu. feta hinn mjóa veg dyggðarinn- ar og hafa á sér hefðarkonusnið en enginn trúir á hana i þvi híut- verki. Þá fór að halla undan fæti fyrir henni. Nú er hún kölluð „The Unhappy Hooker” eða „sorgmædda gleðikonan”. Xaviera hefur staðið að út- gáfu þriggja bóka sem hún er ekki talin hafa skrifað nema að nafninu til. Tvær af bókum hennar hafa verið kvikmyndað- ar. Úr myndinni „Starfið er ánægjan min". Hún þykir ekki vera mjög kiámfengin, en mikið er uin nektarsenur i sundlauginni. Xaviera, á meðan allt lék I lyndi. Þá vann hún sér inn miklar upphæðir á stuttum tima og kunni vel við starfið. Bækur hennar seljast ekki lengur, — almenningur er búinn að fá nóg af berorðum lýsingum hennar, i bili a.m.k. Kvikmynd- ir hennar voru tættar i sundur af gagnrýnendunum. Þær áttu þar að auki erfitt uppdráttar þvi þær voru sýndar á sama tima og tvær aðrar krassandi myndir „The Devil in Miss Jones” og „Deep Throat II”. 1 annari mynd Xavieru lék vel metin bresk leikkona, Lynn Redgrave, en henni tókst ekki að bjarga kvikmyndinni. I hinni mynd sinni lék Xaviera sjálf aðalhlutverkið, og nefnist sú mynd „Starfið er ánægjan min”. 1 sjálfu sér fékk hún ekki svo slæma dóma fyrir leik sinn, en myndin sjálf var fyrir neðan allar hellur. — Framleiðendurnir vissu ekki hvað þeir vildu fá, er haft eftir vini Xavieru. — Hún hafði sjálf ekkert vit á þessum málum og lét þá fá það sem hún hélt að þeir vildu. Nú er henni kennt um öll mistökin og hún tekur það mjög nærri sér. Undanfarið hefur Xaviera verið i fyrirlestrarferð um Kan- ada, hefur viðdvöl á nýjum stað á hverju kvöldi. Þetta hefur veriðhræðileg pislarganga fyrir hana. Hún horfir með söknuði til þeirra daga þegar ekki tók hana nema klukkustund að vinna sér inn 50-100 dali (-8-16 þús. isl. kr.) og samkvæmt þvi sem hún segir sjálf, hafði hún mikla ánægju af þvi starfi sinu. Nú er hún hædd og spottuð af öllum. Hvar sem hún sýnir sig á götu starir fólk á hana eins og hún væri með horn og klaufir og þegar hún kemur á mannamót verður jafnan uppi fótur og fit. Fyrirnokkru kom hún á bóka- markað i Montreal. Karlmenn, sem þar voru viðstaddir vildu ólmir komast i tæri við hana og fá eiginhandaráritun hennar. Einhver fékk þá hugmynd að láta hana skrifa með tússi á bert bakið á sér, og eftir það fór bókamarkaðurinn meira eða minna út um þúfur, þvi enginn endir varð á vitleysunni. Þótt merkilegt megi virðast er Xaviera gift, en hún þráir samt enn auðæfi og frægð. Ekki eru miklar likur á að henni hlotnist það, — nema ef vera skyldi að hún sneri aftur til sins fyrra lifernis. Hvort hún gerir það eða ekki getur timinn einn skorið úr um. Húsmóðir setur heims- met í loftbelg Þrjátiu-og-f imm ára gömul húsmóöir í Augs- burg, hefur sett eitt glæsilegasta met í heimi. Nýlega komst hún upp í 6.200 metra hæö en hærra hefur engin kona komist á undan henni í loftbelg. Renate Peter, sem er þriggja barna móðir, tók próf sem loftbelgsstjóri sautján ára gömul. Hún er alls ekki eina konan, sem flýgur loftbelg í Vestur-Þýskalandi, eins og þriöja kvennakeppnin í Augsburg sýndi. Inge- borg Stensche frá Augs- burg (t.h.) sem hérna sést meö aðstoðarkonu sinni, Ruth Czesny, vann meistaratitilinn. Hún flaug, ef svo mætti oröa þaö, hátt yfir keppinuata sína. Þær frú Czesny fengu púðurdósir úr gulli i verölaun.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.