Vísir - 23.10.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 23.10.1975, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 23. október 1975 — 241. tbl. Bretar vilja ekkertsegja um viðrœðumar „Bretar hafa ekki nefnt neitt opinberlega um nein tilboð”, sagöi Helgi Agústsson hjá is- lenska sendiráðinu i London I samtali við Visi i morgun. „Við erum að fara út úr dyrunum til viðræðnanna. Af breta hálfu hefur ekkert verið sagt fyrirfram”. Samtals eru niu menn I við- ræðunefndinni um fiskveiðilög- sögumál frá Islandi. Ráðherr- arnir Gunnar Thoroddsen’ og Einar Agústsson eru i forsæti nefndarinnar. Af hálfu breta taka m.a. Roy Hattersley, aðstoðarutanrikis- ráðherra, og Stephen Bishop, aðstoðarráðherra i landbúnaö- ar- og fiskimálaráðuneytinu, þátt f viðræðunum. —óH Fjárfúlgur í boði — Mamma sagði pabba, að hún yrði lítið heima á morgun. Hún ætlaði sko að taka sér frí. Pabbi var eitthvað aðþusa um það, að hann gæti ekki tekið mig með sér í vinnuna. Þeir þurfa að steypa einhverja sökkla á morgun. Mamma talaði viðömmu, og hún sagðist svosum geta haft mig. Hún er vist ekki í fríi. Hún er lika svo gömul. Það verða nokkrir litlir frændur minir og frænkur hjá ömmu. Það getur bara orðið gaman....... — en hvoða starfsstéttir geta boðið 11 milljónir króna í útborgun á húsi? Hver getur snarað út ellefu milljónum fyrir útborgun i húsi? Einn með budduna I þykkara lagi auglýsti I útvarpinu i gær, að hann gæti það. Við hringdum i fasteignasöl-. una sem auglýstifyrir manninn, og spurðum hvaða starf þyrfti að hafa með höndum til að vera fær um slikt. „Þessi maður fæst við verslunarstörf,” sagði sölumað- urinn sem varð fyrir svörum. „En i rauninni er ekkert óeðli- legt að hann geti gert þetta, þvi að hann á tvær eignir fyrir, sem hann selur til að geta keypt ein- býlishús. En þetta er ekki óal- gengt, að menn geti borgað 8 til 12 milljónir út við fasteigna- kaup. Þeir menn koma úr öllum stéttum. Yfirleitt eiga þeir eign- ir fyrir, sem þeir selja. Otborg- unin er svo greidd upp á svona einu ari.” Sölumaðurinn sagði að til dæmis mætti nefna, að um dag- inn hafi maður, sem er skrif- stofustjóri, keypt hús og borgað 12 milljónir út. „Við höfum lika haft kaup-' anda, sem vildi fá húseign upp á 25 til 40 milljónir. Hann gat borgað út. En slík tilfelli eru sjaldgæf og utan hins almenna markaðar,” sagði sölumaður- inn. —ÓH SEGIR ALÞÝÐUFLOKKINN ÞIGGJA ERLENT FÉ: „ALDREI FENGIÐ EYRI" — segir Gylfi Þ. Gíslason Alþýðuflokktirinn fær peninga erlendis frá Framkvœnulastjóri sœnskra krata segist sjálfur haj'a afhent peningana Stcn Andcrson, fram krata skýrir frá þvi I mánaöar, að Islenski Al- kvæmdastjóri flokks viötab viö sænska ,.Af- býöuflokkurinnsé meöal sænskra sóslaldemó tonbladet” þann 9. þessa þeirra flokka. scm Nám8mehn settusl upp i sentlirnðinu i Osló — Sjá opnu Þjóðviljinn segir i morgun á forsiöu, að islenski Alþýðuflokk- urinn hafi þegið fé frá sænskum sósialdemókrötum. Blaðiö hefur eftir ummæli Sten Andersons, fra mk væmda stjóra flokks sænskra sósialdemókrata, sem birtust i Aftonbladet 9. þessa mánaðar. Anderson segist sjálfur hafa af- hent i fyrra islenska Alþýöu- flokknum tiu þúsund krónur sænskar eða um 380 þúsund krón- ur islenskar. í ár hafi Sviar af- hent flokknum nokkra upphæð til stuðnings blaöaútgáfu. Visir náði sambandi við Bene- dikt Gröndal, formann Alþýðu- flokksins, rétt áður en blaðið fór i prentun. Benedikt sagði, að hann væri ekki búinn að sjá Þjóðvilj- ann. Hann sagðist þvi ekkert vilja segja um málið fyrr en hann væri búinn að lesa frétt Þjóðviljans. Gylfi Þ. Gislason, sem var formaöur Alþýöuflokksins i fyrra, þegar tiu þúsund krónurnar sænsku áttu aö hafa verið afhent- ar, sagði i viötali við Visi i morg- un, að hann gæti ekki annað sagt en að staðfesta það sem hann sagði i viðtali við Þjóðviljann. 1 Þjóðviljanum segir Gylfi, að- spurður um hvort Alþýðuflokkur- inn hafi fengið peninga erlendis frá: „Ekki eyri. Það get ég alveg fullvissað þig um....Við höfum aldrei beðið um það, og þeir hafa aldrei boðið það”. Þar eð fjármál Alþýðuflokks- ‘ins hafa komið hér við sögu er rétt að láta fylgja yfirlýsingu, sem blaðinu hefur borist frá Al- þýðuflokksfélagi Reykjavikur. Tilefni hennar eru skrif „Horn- klofa”-höfundar Visis. 1 yfirlýsingunni segir: „Ný- lega birtist klausa i blaði yöar um, aö reikningar Alþýðu- flokksfélags Reykjavikur hefðu ekki verið samþykktir á siðasta aöalfundi félagsins. Var gefið i skyn, að eitthvað hefði verið ó- hreint I sambandi við reikning- ana. I tilefni af þessum skrifum viljum viö undirritaðir taka fram eftirfarandi: Reikningar Alþýðuflokksfé- lags Reykjavikur voru sam- þykktir i einu hljóði á siöasta aöalfundi félagsins. Gjaldkeri félagsins var þá Jón ívars-. son. A siðasta aðalfundi Full- trúaráös Alþýðuflokksfélag- anna I Reykjavik voru einnig samþykktir með öllum greidd- um atkvæöum — gegn einu — reikningar siöustu borgar-- stjórnarkosninga og rekstur Fulltrúaráðsins. Gjaldkeri Full- trúaráðsins var þá Pétur Sig‘- urðsson, en i forföllum hans lagði Emanúel Morthens, þá- verandi varaformaður Full- trúaráðsins, reikningana fram.” Undir þetta rita nöfn sin Björgvin Guðmundsson og Sig- urður E. Guðmundsson. vísir kemur ekki út ó morgun Visir kemur ekki út á morgun. Astæðan? Kvennafriið! — Svo mjög byggja blöðin á starfskrafti kvenna, að ekki er unnt aö gefa þau út, án vinnu þeirra. Visir var raunar búinn aö gefa öllum sin- um starfsstúlkum fri á fullum launum til að stuðla aö betri árangri á fridegi kvenna. — En blaöið kemur hins vegar út á laugardag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.