Vísir - 23.10.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 23.10.1975, Blaðsíða 3
VtSIR. Fimmtudagur 23. október 1975. 3 Álykfun útifundar númsmanna: Skerðing námslóna hrekur frá námi t gær gekkst Kjarabaráttu- nefnd fyrir útifundi á Austur- velli þar sem mættu 4-5000 manns. Þar voru settar fram kröfur námsmanna undir kjör- orOinu „efnahagslegt jafnrétti til náms”. Fundurinn geröi ályktun sem afhent var forsætisráðherra. Þar sagði m.a. að fjárlaga- frumvarp rikisstjórnarinnar fæli i sér 50% skerðingu á raun- gildi námslána. „Og i raun al- gjör útilokun á réttlátum kröf- um annarra sambærilegra námshópa um námslán”. Enn- fremur segir i ályktuninni: „í trausti þess að námslán yrðu óskert, hóf fjöldi námsmanna nám núl i haust, en ljóst er að stór hópur þeirra verður frá að hverfa vegna þeirrar skerðing- ar er þú (Geir Hallgrimsson) og rikisstjórn þin hafa boðað”. Að lokum var stuðningi lýst við baráttu sjómanna fyrir bættum kjörum. — EKG Skerðing námslána kemur verst við fjölskyldumenn V WJ!»\UUi ; (' * | 1 ff m §*2L \.Wj&£í íWSti \ Milli fjögur og fimm þúsund nemendur mættu á Austurvelli I gær til stuðnings kröfum sínum Þjosm: I.oftur. Sólveig Ólafsdóttir skrifar — framhaldið Upphafið Það er nú ljóst, að þátttaka I kvennafriinu á morgun verður gifurleg. Svo virðist sem þær konur einar ætli að vinna, sem segja þegar talað er um friið: „Ég hef ekki yfir neinu að kvarta, það hefur aldrei verið misgert við mig”, eða: „Ég vinn störf, sem eru jafnt launuð hvort sem konur eða karlar gegna þeim og þarf þess vegna ekki að leggja áherslu á neitt.” Svo eru likar nokkrar konur, sem kvarta sáran undan þvi hve þetta kvennaár sé leiðinlegt og hvað þær séu búnar að fá sig fullsaddar af þvi. Við ykkur, sem þannig hugsið og talið, vilégiaðeinssegja þetta: „Eigum við aldrei að hugsa um náungann, sem ekki hefur það eins gott og við? Eigum við ekki að aðstoða þá, sem verða hart úti i lifsbaráttunni,, bara vegna þess að við sjálf höfum spjarað okkur?” Ef þið svarið þessum tveim spurningum með ,,jú”, þá skuluð þið taka ykkur fri lika, og sýna með þvi‘samstöðu ykkar. Kvennaár Sameinuðu þjóðanna er upphaf áratugs baráttu fyrir jafnrétti — fram- þróun —friði. Áratugs baráttu? Já, við skulum vona að hún verði ekki lengri, helst styttri. Við skulum hugsa okkur morgundaginn sem upphafið á okkar baráttu. Meö aðgerðum okkar á morgun ætlum við að sýna umheiminum hvað það er að vera án vinnuframlags kvenna, jafnt heima sem heiman. Við ætlum lika að sýna okkur sjálfum hve öflugar við getum verið ef við leggjumst allar á eitt um að leysa vandann. En við megum ekki láta við svo búið standa. A morgun ætlum við að plægja akurinn, en siðan verðum við að sá I hann og uppskera rikulega. En hverju ætlum við að sá og hvað ætlum við að uppskera? Við erum ákveðnar I að öðlast jafnstöðu á öllum sviðum þjóð- félagsins. Til þess að svo geti orðið þarf þrotlausa vinnu við að afla málefninu stuðnings, benda á það, sem miður fer, og koma breytingum i fram- kvæmd. Þetta starf krefst tlma og Sólveig ólafsdóttir. áhuga. Við skulum byrja á þvi aðopnaeigin augu og eyru, lita i kringum okkur oghlusta áhvað fólk segir og hvernig það segir hlutina. Við þurfum að húgsa um hlutina frá grunni, grafast fyrir um orsök hugsunarhátt- arins og koma alls staðar á framfæri athugasemdum viö það, sem okkur finnst vera til þess fallið að viðhalda rikjandi hugsunarhætti. Ef t.d. móöir segir: „Ef maður á tvö börn, strák, og stelpu, og er ekkert alltof fjáður, þá er það ekkert spursmál að maður menntar auðvitað strákinn”, þá verðum við að taka þessa fullyrðingu til alvarlegrar meðferðar. Hvers vegna mennta strákinn? Hefur hann alltaf meiri hæfileika? Er fráleitt að skipta á milli þeirra þvi sem til er og leyfa þeim að reyna báðum? Að minum dómi má enginn tala eins og móðirin gerði I þessu dæmi, en þvi miður voru þessi orð sögð fyrir nokkrum vikum, þ.e. á árinu 1975. Og svo er það auglýsingin frá S öl u m a n n a d e i 1 d V.R. Sölumennirnir ætla að halda „konukvöld” á „konudaginn 24. október” og þar verður „frú” Erna Ragnarsdóttir innanhúss- arkitekt gestur kvöldsins. Sölumenn eru hvattir til að bjóða „eiginkonum, unnustum og vinkonum út þetta kvöld og sýna að sölumenn kunna að meta störf konunnar.” Mér .brá óneitanlega i brún, þegar ég las þessa auglýsingu. Það virðist vera gert ráð fyrir þvi að sölumenn séu eingöngu karlmenn, en þó eru 2 konur i félaginu. 24. október er ekki „konudagur”, heldur dagur Sameinuðu þjóðannasem konur ætla að nota til að vekja athygli á i baráttumálum sinum. Hvenær er auglýst að herra Jón Adamsson, innanhússarkitekt verði gestur einhvers staðar? Aldrei. Hvaða ástæða er þá til að kvenkyns innan- hússarkitekt sé titlaður „frú”? Heldur er ég hrædd um, að okkur verði litið ágengt i jafn- stööubaráttunni, ef karlmenn ætla aöeins að sýna að þeir meti störf kvenna með þvi aö bjóða þeim út að borða! ! Sumum kann ef til vill að finnast þetta smámunir hjá öll- um þeim stóru kýlum, sem stinga þarf á. En i þessári baráttu er ekkert svo smátt, að það þarfnist ekki umræðu og breytinga. Allt, sem við segjum hvert við annað I dagsins önn,á rætur að rekja til viötekins hugsunarháttar umhverfisins, og það er einmitt hann, sem við æltum að breyta. Saman við stöndum 24. október. FerJötunn norður? Borað verður að Laugalandi eftir heitu vatni fyrir Akureyrarbœ t sumar hefur verið unnið að hitamælingum á Norðurlandi á vegum Orkustofnunar. Að sögn Axels Björnssonar var leitað á öllum helstu jarð- hitasvæðum i Eyjafirði, Fnjóskadal og Ljósavatns- hreppi. Rannsökuð var drei'fing náttúrulegs jarðhita i yfirborð- inu, gerðar voru viðnáms- mælingar og jarðfræðiathugan- ir. Megintilgangur rannsókn- anna var leit að nægilega öflugu jarðhitasvæði til að hitavæða Akureyrarbæ. Austur I Reykjahverfi er talið nægilega mikið heitt vatn til þeirra framkvæmda, en lögn þaðan og til Akureyrar yrði mjög dýr vegna fjarlægðar. Nú hefur verið ákveðið, með tilliti til fyrrgreindra rann- sókna, að bora eftir heitu vatni að Laugalandi i Eyjafirði. Rætt hefur verið um að Jötunn, stærsti bor Orkustofnunarinnar, verði fluttur norður til þessa verks en hann er nú austur viö Þorlákshöfn. Að sögn Sveins Scheving hjá Jarðborunardeild Orkustofnun- ar hefur ekki enn verið gengið frá neinum samningum um þessi mál en óskað hefur verið eftir þvi að Jötunn komi norður. Axel Björnsson sagði að þarna yrði um að ræða rann- sóknarborun til að skera úr um það hvort jarðhitti þarna væri nægilegur. Ef af þvi verður að Jötunn fari norður verður hann að öllum likindum fluttur landleiðina. Verður hann þá tekinn i sundur og fluttur á dráttarbilum, en það getur orðið tafsamt verk og óvist er t.d. að hann komist yfir allar brýr á norðurleiðinni. Ver- ið er að kanna möguleikana á flutningnum. Að sögn Sveins Scheving þarf u.þ.b. 17 manns til að vinna við borinn úti á landi. —EB — HUFUR TRiFLAR HETTUKÁPUR RAGAPEYSUR RANSKAR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.