Vísir - 23.10.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 23.10.1975, Blaðsíða 10
10 VtSIR. Fimmtudagur 23. október 1975. UMSJÓN EDDA ANDRÉSDÓTTIR FLUGMÁL Þú ert kominn út á flugvöll, þvi þú ætlar að bregða þér i ferðalag. Kannski ætlar þú til Vest- mannaeyja eða Akureyrar, eða ef til vill út fyrir landsteinana. Fyrir mörgum er þessi stund og stundum þær næstu, erfiðasti hluti allrar ferðarinnar. Flug- hræðsla þjáir nefnilega marga. Þeir sem aldrei hafa fundlð fyrir henni, geta tæplega imyndað sér þá ógurlega vanliðan sem fylgir þvi að vera innilokaður i flugvél i mörg þúsund feta hæð, og vera hverja sekúndu logandi hræddur um liftór- una. Draga upp mynd af ..óska-flugstjóranum” Nokkrir eru þe1r sem aldrei stiga svo mikið sem litlu tá upp i flugvél án þess að hressa sig á einhverjum „sterkum” vökva áður. Þeim finnst það eina ráð- ið til þess aö öölast þann kjark sem fleytir þeim upp i gráa ferlikið og eitthvaö áleiðis. Það mundi kannski bæta úr skák ef þeir fengju að sjá menn- ina sem stýra „ferlikinu”. Sum- um finnst það ósköp þægilegt að sjá virðulegan mann i myndar- legu júniformi og með grá hár i vöngum. Farþegar draga nefnilega stundum upp mynd af óska- flugstjóranum og ótrúlega oft er myndin einhvern veginn svona. Strangur skóli áður en þeir komast i ..vinstra sætið” En það er sama hvernig þeir iita út. útlitiö er ekki mæli- kvarði á getuna. Þeir stiga nefnilega ekki upp i flugstjóra- sætið eða „vinstra sætið” nema þeir hafi áður gengið I gegnum strangan skóla og þjálfun. Og það gildir ekki bara um flug- stjórann einan.heldur áhöfnina alla. En hvers konar kröfur eru geröar til þessara manna? Hefurðu velt þvi fyrir þér hver lágmarks reynsla flugstjóra verður að vera? Þegar sótt er um skirteini flugstjóra eru ýmis skilyrði sem þarf aö uppfylla. í fyrsta lagi þarf umsækjandi að vera .am.k. 23ja ára. Hann þarf að fullnægja ströngum heilbrigðiskröfum og hann verður að hafa að minnsta kosti gagnfræðapróf. Umsækjandi verður þar að auki að standast ströng próf að undangenginni mikilli þjálfun. Þar inn I koma ýmsar próf- greinar og æfingar. Umsækjandi verður að hafa vissan fjölda flugtima að baki. Það er þó ekki þar með sagt aö það nægi. Flestir hafa orðið mörg þúsund flutima aö baki þegar þeir taka við þessari stöðu. Lágmarks flugtimi umsækjenda eru 1200 klukku- stundir. Leikni i flugi og viöbragöshæfni viö hættuskilyrði Innifalið i fyrrnefndum flug- tima skal vera: - Flugtimi sem aðalflugmaður, samtals 250 klst., þar af 100 klst, i langflugi og þannig að 25 klst. að minnsta kosti, hafði verið flognar að næturlagi. — Flugtimi i langflugi 200 klst. sem annar flugmaður i loftfari, þar sem annars flug- manns er krafist, eða sem aöal- flugmaður i 200 klst. I stað þeirra 100 klst. sem um gat áð- an. — Flugtimi að næturlagi a.m.k. 100 klst. sem aðalflug- maður eða annar flugmaður. — Blindflug, 75 klst. Af þeim tima má umsækjandi hafa flog- iði 25 klst. við tilbúin blindflugs- skilyrði. Þá verður umsækjandi að sýna leikni i flugi. Til að byrja með sýnir hann hæfni sina I þvi að stjórna flugvél örugglega i öllum venjulegum flugraunum. Þá verður hann m.a. að sýna viðbragðshæfni við ýmiss konar hættuskilyrði, svo sem að nauðlenda og fleira. Hann veröur að stjórna fjöl- hreyfla flugvél, fullhlaöinni, með einn hreyfil ganglausan, ef réttinda er æskt til að stjórna flugvél af þeirri gerð. Hann verður einnig að stjórna ein- göngu eftir mælitækjum (blind- flug) við sömu aöstæður. Flugraunir — eingöngu eftir mæiitækjum Þá verður umsækjandi að framkvæma allar venjulegar flugraunir, eingöngu eftir mæli- tækjum. Einnig verður hann að skilja radiómerki á hinu alþjóö- lega morsestafrófi, að leysa af hendi á flugi, i raunverulegum eða tilbúnum blindflugsskilyrö- um, verkefni i staöarákvörðun og aðflugi meö notkun radió- tækja. Ýmsar aörar flugraunir verður ennfremur að fram- kvæma, sem nauðsynlegar eru til að öðiast blindflugsréttindi. Margar aðrar flugraunir koma til greina, en hver eru svo starfsréttindi flugstjóra? Hann má leysa af hendi sömu störf og atvinnuflugmaður eða annar flugmaður i reglubundnu at- vinnuflugi. Verður að endurnýja skírteini á 6 mán. fresti Flugstjóri þarf að uppfylla strangar heilbrigðiskröfur, svo sem varðandi likamshreysti, sjón, litskyggni og heyrn. A 6 mánaða fresti verður flugstjóri að endurnýja skirteini sitt. Það geturhann ekki nema að undan- Hvaða kröfur eru gerðar til flugstjóra og hvað þarf til þess að hann geti átt á hœttu að missa réttindi sín? genginni læknisskoðun og próf- flugi. Hér eru nokkur atriði úr reglugerð um þessi efni: Umsækjandi verður að hfa óskert not handa og fóta. Hann verður að vera laus við sér- hverja virka eöa óvirka, bráða eöa langvinna, innvortis eða út- vortis veilu eða sjúkdóm, er gæti haft i för með sér nokkurn vott skerðingar á starfshæfni, er talið væri að gæti truflað örugga stjórn loftfars, i hvaða hæð sem væri, hversu langt og erfitt flug, sem um væri að ræða. Til rannsóknar á taugakerf- inu, skal teljast nákvæm eftir- grennslan um heilsufar náinna ættingja og hans sjálfs. Þær upplýsingar sem þannig fást, skal umsækjandi rita á skjal og undirskrifa. Þar má ekkert benda á neina sjúklega veiklun á geðsmunum eða taugum. A umsækjanda mega ekki finnast nein merki andlegs eða likam- legs vanþroska. Ekki heldur sjúklegur titring- ur né rökstuddur grunur um leynda flogveiki. Hreyfingar allar skulu vera eölilegar, svo og tilfinning og viöbrögð sina, hörunds og ljósops, enn fremur samærming hreyfinga og starf- semi litla heilans. Undantekn- ingu má gera.ef um staðbundna smábilun er að ræða, er stafar frá þvi, að taugaþráður hefur skorist sundur af slysi. Þegar umsækjandi er kona, sem aðgerð á kynfærum hefur verið framkvæmd á, eða aðrar handlæknisaðgerðir, fer um veitingu skirteinis eftir þvi, sem á stendur i hvert sinn. Sérhver grunur um þungun varðar synj- un skirteinis, að minnsta kosti þangað til meðgöngunni er lok- ið. Að lokinni sængurlegu eða fósturláti verður konu, sem er skirteinishafi, þvi aðeins leyft að taka upp flugstarf á ný, að hún hafi staðist nýja læknis- rannsókn. Mörg fleiri atriði eru um hreysti umsækjanda, en svipt- ing eða ógilding skirteinis getur auðveldlega oröiö. Mega ekki neyta áfeng- is siðustu 18 klukku- stundirnar áður en störf eru hafin — Flugmenn og flugliðar, sem teljast til áhafna loftfara, svo og flugumferðarstjórar, mega ekki neyta áfengis siðustu 18 klukkustundirnar áður en störf eru hafin, né heldur meðan þeir eru að starfi. Varðar það að jafnaði missi skirteinisins, um stundarsakir, þó eigi skemur en 3 mánuði eða fyrir fullt og allt, ef sakir eru miklar eða brot itrekað. Skylt er hverjum flugliða, sem telst til áhafnar loftfara, að tilkynna loftferðaeftirlitinu tafarlaust, ef nokkur vafi getur leikið á, að hann vegna veikinda slyss eða af öðrum ástæðum, fullnægi áfram tilskildum heilbrigðiskröfum. — Loftferðaeftirlitið getur hvenær sem er krafist nýs læknisvottorðs af flugliöa, ef grunur leikur á að hann fullnægi ekki lengur tilskyldum heilbrigðiskröfum. — Samgöngumálaráðuneytið getur fyrirvaralaust, að fengn- um tillögum flugráðs, afturkall- að skirteini fyrir fullt og allt eða um ákveðinn tima, ef handhafi hefur sýnt i starfi sinu ábyrgðarleysi, skort á dóm- greind og reynslu, vanrækslu, óreglu eða gerst brotlegur á annan hátt. — EA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.