Vísir - 23.10.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 23.10.1975, Blaðsíða 13
Umsjón: Kjartan L Pálsson og Björn Blöndal Það eru ár og dagar siðan FH hefur ekki skorað nema 4 mörk i heilum hálfleik i handbolta. Þaö gerðist þó I gærkvöldi i leiknum viðHauka, en þar fékk FH lika að glima við góða vörn. Hér verja þeir Hörður Sigmarsson (nr. 10) og Ólafur ólafsson, skot frá Geir Halisteinssyni — og var þaöekki i eina skiptið i leiknum. Ljósmynd Einar..... Hinn kunni handknattleiksmaður Einar Magnússon sem leikui meðvest- ur-þýska handknattleiksliðinu Ham- burger SV er nú staddur hér á landi, ásamt eiginkonu sinni Stefaníu Júlíus- dóttur. Varð Einar að koma heim og verða sér úti um atvinnuleyfi i Þýska- landi lií Tð geta leikið áfram með Hamlo r -a liðinu. „Það vav ekki hlaupið að þvi að fá þetta leyfi”, sagði Einar þegar við hittum hann og eiginkonu hans að máli I morgun,” en það hafðist i gegn. Við urðum að fara allskonar krókaleiðir, þvi að um þessar mundir er mikið um atvinnuleysi i Þýskalandi og er Þjóð- verjinn þvi mjög ófús að úthluta út- lendingum atvinnuleyfi. Var ég sagður ætla að starfa sem þjálfari hjá Ham- burger SV — og fékk atvinnuleyfið út á það.” Þau hjónin láta vel af dvölinni i Þýskalandi og segja að allir vilji allt fyrir þau gera. Einar er viðskipta- fræðingurogbjósthann við að fá vinnu fljótlega þar sem menntun hans kæmi að gagni. Nú eru þau hjónin að læra þýsku eru i skóla frá klukkan níu á morgnana til 2 á dagmn — og geng- ur vel i náminu. Þau búa stutt frá aðal- æfingasvæði Hamburgerliðsins. Þar eru margir iþróttavellir og æfingahöll án áhorfendasvæða. En liðið æfir samt ekki I æfingahöllinni, heldur i keppnis- höllinni sem er nokkuð lengra i burtu. Þar er æft þrisvar i viku — og tekur æfingin tvo tima. Ilvcr linnst þér munurinn á íslensk- um þjálfurum og þeim þýsku Einar? „Það sem ég verð mest var við er hversu vel þeir skipuleggja æfinga- timann. Þjálfararnir koma mjög vel undirbúnir á æfingarnar og það fer ekki minúta til spillis. Þjóðverjar eru mjög stundvisir, allir eru mættir á réttum tima — og þar þekkist ekki að menn séu að tinast inn alla æfinguna i gegn. Ilveríinnst þér munurinn á þýskum og islenskum handknattleiksmönn- um ? „Það sem ég verð mest var við er að i 1. deildinni virðast leikmenn vera almennt mjög likamlega sterkir, sannkallaðir járnkarlar sem hvergi gefa eftir. Það er lika leyft miklu meira i Þýskalandi en hérna, þar kom- ast menn upp með að hrinda með höndunum og eru menn almennt mjög grófir.” En liðið og liðsandinn hjá ykkur? „Við áttum i erfiðleikum i upphafi. Nokkrir leikmenn vildu koma fyrirlið- anum i burtu og aðrir þjálfaranum. Þetta skapaði spennu og leiðindi og i leikjum var ekki farið eftir þvi sem þjálfarinn uppálagði og fyrir siðasta leik okkarhótaði hann að hætta ef ekki yrði breyting á. Þá loksins tóku þessir leikmenn sönsum og árangurinn lét ekki á sér standa — og við unnum okk- ar fyrsta leik. Fyrstu þrjá leikina lékum við á úti- velli og töpuðum þeim öllum. Hér er munurinn á heima- og útivelli ótrúleg- ur. Þar spila áhorfendurnir mikið inn I. Þeirhafa geysileg áhrif á dómarana, sem ávallt dæma öll vafaatriði heima- liöinu i hag. Siðasta leik okkar sem við unnum lékum við á heimavelli, en af þvi að okkur hafði gengið illa, mættu aðeins 1000 áhorfendur. Nú stendur yfir aug- lýsingaherferð til að fá fleiri til að koma I höllina sem tekur 5000 manns og er okkurbeinlinis uppálagt að leika lika fyrir þá — þegar við leikum heima gera kúnstir eða annað þviumlikt sem þeir hafa gaman af.” Að lokuni Einar, hvaða lið telur þú sterkast I Þýskalandi i dag? „Gummersbach, það er ekkert vafa- mál. Það er eina liðið i norðurdeild- inni sem er með sama mannskapinn, á meðan hin liðin eru sifellt að fá nýja leikmenn sem eiga eftir að ná saman. Hansi Schmidt og Co hafa sýnt það i leikjunum i haust og þeir verða erfiðir viðureignar og ég spái þvi að þeir sigri i norðurdeildinni með yfirburðum.” Einar og Stefania halda utan aftur á mánudaginn. —BB Allir voru fegnir þegar leiknum lauk — Fram sigraði Gróttu í lélegasta leik Islandsmótsins Hafnarfirði í gœrkvöldi Ekki var hann merkilegur, leikur Gróttu og Fram i islands- mótinu i handknattleik i Hafnar- firði i gærkvöldi, og önduðu flestir áhorfendur léttar þegar dómar- arnir flautuöu til leiksloka. Framarar sem báru sigur úr být- um skoruðu 16 mörk gegn 12 mörkum Seltjarnarnesliðsins. Fram tók strax forystuna i leiknum, en liðunum gekk illa i fyrstu aö finna leiðina i markið og var staðan t.d. 3:2 fyrir Fram eftir 16 minútur, en i hálfleik 8:6. Sami munur hélst svo i siðari hálfleik og þegar 8 minútur voru til leiksloka og staðan 13:9, Fram i vil, fengu leikmenn Gróttu sitt tækifæri. Andrési Bridde var vik- ið af leikvelli i 5 minútur og allt virtist geta gerst. En Gróttu- menn létu tækifærið ganga úr greipum sér á klaufalegan hátt, þeir misnotuðu þá þrjú hraöaupp- hlaup og viti — og lokatölurnar urðu 16:12 fyrir Fram eins og áð- ur sagði. Athygli vakti, hversu gjörsam- lega áhugalausir leikmenn lið- anna voru og léku þeir með jarð- arfarasvip allan leikinn. Mikið var um mistök á báða bóga og gekk boltinn stundum mótherj- anna á milli! Hjá Gróttu voru þeir Arni Indriðason og Sigurður Ingi- mundarson i markinu skástir, auk Atla Þórs sem barðist vel. Hjá Fram voru það Guðjón Er- lendsson i markinu, Pálmi Sænsku meistararnir Malmö FF hlupu á brott með 1:0 sigur vfir þýsku meisturunum Bayern Pálmason og Arnar Guðlaugsson sem stóðu uppúr, en aðrir voru nokkuð frá meðalmennskunni. Mörk Gróttu: Björn Magnússon 3, Björn Pétursson 3 (1), Arni Indriðason 2, Atli Þór og Krist- mundur Asmundsson eitt mark hvor. Mörk Fram: Pálmi Pálmason 7, Arnar Guðlaugsson 5 (2), Andrés Bridde 2, Pétur Jóhanns- son og Gústaf Björnsson eitt mark hvor. Þrem leikmönnum var visað af leikvelli, Arna Indriðasyni Gróttu og Ragnari Hilmarssyni Fram I 2 min., og Andrési Bridde Fram i 2 min. og 5 min. Leikinn dæmdu þeir Óli Ólsen og Björn Kristjánsson og voru þeir alltof oft á sama plani og leikmennirnir. —BB Munchen I Evropukeppm meist- araliða í gærkvöldi. Þeir eru hér talið frá vinstri: Bosse Larsson, Krister Kristensen, Tomas Sjö- berg, Tommy Larsson og Conny Andersson. Mikið um óvœnt úrslit í Evrópuleikjunum í gœr — Skagamenn stóðu sig vel gegn rússneska landsliðinu og töpuðu aðeins 3:0 í Kiev Akurnesingar komu á óvart með góðri frammistööu I Evrópu- keppni meistaraliða I gærkvöldi, þegar þeir léku við Iiússlands- meistarana, Dynamo Kiev. Leik- ið var I Kiev að viðstöddum 50 þúsund áhorfendum og tókst leik- mönnum Dynamo sem jafnframt skipa rússneska landsliöiö — aðeins að skora þrjú mörk. Davið Kristjánsson markvöröur var hetja Akurnesinga í leiknum og bjargaði hvað eftir annað frábær- lega vel. Mörk rússanna skoruðu Leonid Buryak tvö og Oleg Blok- hin. Seinni leikur liðanna verður miðvikudaginn 5. nóvember á Melavellinum. Annars var töluvert um óvænt úrslit I Evrópuleikjunum i gær- kvöldi og má þar nefna tap stór- veldanna Bayern Munchen og Real Madrid. Evrópumeistar- arnir, Bayern Munchen, töpuðu óvænt fyrir sænska liðinu Malmö FF i Sviþjóð 1:0, en áður höfðu sviarnir slegið austur-þýsku meistarana Magdeburg út i fyrstu umferðinni. Mark svianna i gær skoraði Tommy Anderson. Fyrirliði Bayern, Franz Becken- bauer, hafði gefið út þá yfirlýs- ingu fyrir leikinn að lið hans hefði verið heppiö með mótherja, svi- arnir væru þeir næst-léttustu á eftir islenska liðinu. Real Madrid sem ekki hefur tapað leik i langan tima tapiaði 4:1 iDerby. Englendingarnir komust fljótlega i 2:0 með mörkum Charlie George, öðru úr vfti, eftir að Francis Lee hafði veriö brugð- ið innan vitateigs, en Pirri náði að minnka muninn fyrir spánverj- ana. En I siðari hálfleik voru Englandsmeistararnir óstöðv- andi og skoruðu þá tvivegis — David Nish og Charlie George sitt þriðja mark — úr vitaspyrnu. Mótherji Keflvikinga frá þvi I fyrra, Hadjuk Split, vann stórsig- ur, 4:0 á Belgiumeisturunum, RWD Molenbeek, I Split og eru júgóslavarnir nú taldir mjög sig- urstranglegir i keppninni. Mörk þeirra skoruðu: Zungul, Rozic, Surjak og Mijac. Hollensku meistararnir, PSV Eindhoven, unnu pólsku meistar- ana Ruch Chorzow mjög óvænt I Póllandi 3:1. Pólverjarnir skor- uðu mark strax i upphafi og þann- ig var staðan þar til 30 minútur voru til ieiksloka að Lubse, Ralf Edström og Rene van der Kerk- hof skoruðu þrivegis meö stuttu millibili fyrir PSV. Þá áttu vestur-þýsku meistar- arnir, Borussia Munchenglad- bach, ekki i erfiðleikum meö Ju- ventus, frá ítaliu og unnu 2:0. Mörk þjóöverjanna i leiknum sem leikinn var i Dusseldorf skoruðu Jupp Heinckes og daninn Allan Simonsen. Lið Jóhannesar Eðvaldssonar, Celtic gerði jafntefli viö Boavista frá Portúgal á útivelli i hörkuleik, þar sem markvörður skotanna varði vitaspyrnu sem dæmd var á Pat McKluskey. West Ham náði jafntefli I Rússlandi gegn bikar- meisturunum Ararat Yerevan 1:1. Alan Taylor náöi óvæntri for- ystu fyrir englendingana, en Samuel Petrosyan jafnaöi með umdeildu marki — spyrnti bolt- anum ú höndum Mervyn Day i marki West Ham. Þá tapaði Atle- tico Madrid óvænt fyrir Eintracht Frankifurt i Madrid 2:0 og skor- aði landsliðsmaðurinn Holzen- bein bæði mtjrk þjóðverjanna og i Belgiu sigraði Anderlecht Borac Banja Luka frá Júgóslaviu 3:0 meö mörkum Rensenbrink 2 og Coeck. I UEFA-keppninni urðu helst úrslit þau, að mótherjar Keflvik- inga úr fyrstu umferð, Dundee Utd, tapaöi 2:1 heima fyrir FC Porto Portúgal, Herta Berlin vann Ajax Amsterdam 1:0, og skoraði Kostedde mark Berlinar- liðsins. Hamburger SVO gerði jafntelfi við Red Star, Júgóslaviu á útivelli 1:1 og skoraði Bjöern- mose mark þjóðverjanna. Ensku liðin tvö unnu sina leiki, Liverpool Sebastian á Spáni 3:0 með mörkum Heighway, Caliag- han og Tompson og Ipswich vann FC Bruges frá Belgiu heima 3:0. —BB Aðeins Knapp! „Tony Knapp er eini þjálfar- inn sem viö höfum boöið lands- liðsþjálfara-stöðuna,” sagði Ellert B. Schram formaöur KSÍ i viðtali við Visi I morgun. En eins og kunnugt er þá hafa þeir Joe Gilroy og George Kirby sem þjálfuðu hér I sumar veriö að gefa út yfirlýsingar I erlend blöö um að þeim hafi veriö boðin landsliösþjálfarastaða á is- landi, og spuröum við Ellert hvað væri hæft i þessu. ,,En hvort Knapp tekur stöö- una vitum við ekki um, hann fékk mjög girnilegt tilboö frá Noregi og sýnist mér aö við get- um ckki boðið honum jafnvel. Það er algjör fjarstæða aö öðr- um þjálfuruin hafi verið boðin staöan af ábyrgum mönnum innan KSt, þetta var aöeins orö- að við Knapp — engan annan." —BB SIGURLEIÐIN Bak vi6 tjöldin hjá Milford FC sem er aö berj ast um sæti sitt i 1. deild, er ýmislegt aö gerast. Milford er 2:i. ýfir á móti Hamborough og nokkrar mlndtur eftir. Milford verö- ur aö sigra til aö halda sér uppi, og Fenwick Vale aö i sinum leik, sem fram fe sama tima... f Rólegur, , , ?ob! Linuvöröurinn er aö hlaupa V inn á! STAÐAN Staðan i 1. deild islandsmótsins i handknattleik eftir leikina i gær- kvöldi: Grótta—Fram 12:16 Haukar—FH 18:16 Valur 2 2 0 0 44: :26 4 Haukar 2 2 0 0 40: :30 4 Fram 2 1 1 0 28: :24 3 FH 2 1 0 1 41: : 36 2 Víkingur 2 1 0 1 39: : 36 2 Armann 2 0 1 1 26: : 37 1 Þróttur 1 0 0 1 10: :2Ö 0 Grótta 3 0 0 3 46: :65 0 Markhæstu menn: Hörður Sigmarsson, Haukum 17 Páll Björgvinsson Vikingi 11 Viðar Simonarson FH 10 Björn Pétursson Gróttu 10 Geir Hallsteinsson FH 9 Stefán Gunnarsson Val 9 Þórarinn Ilagnarss. FH 9 Næstu leikir verða............ Fram—Þróttur og Valur—Hauk- ar i Laugardalshöllinni á sunnu- dagskvöldið. BIKARMEISTARAR FH LÁGU FYRIR HAUKUM Hörður Sigmarsson í miklum ham og skoraði 11 af mörkum „litla bróður" þegar hann tók „stóra bróður" í gegn í gœrkvöldi „Haukarnir hafa alltaf verið FH-ingum erfiðir viöfangs, og þetta kom mér þvi ekki á óvart” sagði Viðar Simonarson er við spjölluðum við hann eftir leik FH og Hauka i 1. deildinni I hand- knattleik i Hafnarfirði I gær- kvöldi. Viðar ætti að þekkja Haukana manna best — hann lék sjálfur með þeim i mörg ár og var þjálfari þeirra i fyrra. „Þeir byrjuðu svona i fyrra — sigruðu i þrem fyrstu leikjunum, og voru með 10 stig að lokinni fyrri umferðinni, en fengu ekki nema 3 stig út úr þeirri siðari” bætti hann við. „Þeir eru friskari núna en þeir voru þá — sérstak- lega er vörnin og markvarslan góð hjá liðinu, en ég held að við hefðum haft þá, ef okkur hefði tekist að nýta dauðafærin, sem við fengum i þessum leik.” FH-ingarnir voru seinir að taka við sér I þessum leik. Það var ekki fyrr en staðan var orðin 14:6 fyrir Hauka, og langt liðið á siðari hálfleikinn, að þeir hleyptu fjöri i leikinn með þvi að taka tvo leik- menn Hauka úr umferð og setja sjálfir á fulla ferð. Þá skoruðu þeir 10 mörk á móti 4, en þaö nægði samt ekki til að næla i stig — Haukarnir höfðu þau bæði með 18:16 sigri. Leikur Haukanna i gærkvöldi var stórskemmtilegur á köflum — varnarleikurinn efns og við sjáum hann bestan og markvarsla Gunnars Einarssonar i „topp-klassa”. FH-ingunum var i fyrri hálfleik nær ómögulegt að skora mark hjá þeim — það fyrsta kom eftir 7 minútur — en i hálfleik var staðan 9:4 fyrir Haukana. Eru áreiðanlega ár og dagar siöan FH-ingar hafa ekki skorað nema 4 mörk i heilum hálfleik og áreiðanlega enn lengri timi siðan þeir hafa ekki skorað nema 6 mörk á rúmum 40 minútum — en það gerðu þeir i þessum leik. Þá var það loks að þeir réttu úr kútnum — Guðmundur Sveinsson, sem nú lék sinn fyrsta leik i 1. deildinni með FH frá þvi að hann gekk úr Fram, reið á vaðið með tveim fallegum mörkum, og siðan fylgdu þau hvert af öðru. En of seint var af stað farið — raunur- inn var of mikill til að vinna hann upp. Þegar flauta dómaranna gall i leikslok, dönsuðu Haukarnir „striðsdans” á vellinum og stuðn- ingsmenn þeirra, sem voru i yfir- gnæfandi meirihluta, sungu há- stöfum... „Haukarnir eru bestir... Haukarnir eru bestir” Um það er ekki gott að dæma á þessu stigi — að visu hafa þeir nú lagt að velli bæði Islandsmeistar- ana og bikarmeistrana — en Laugardalshöllin hefur oft verið þeim erfið, og þar eiga þeir næsta leik — gegn Val um helgina. En þeir voru góðir i þessum leik. Gunnar Einarsson hreint frábær i markinu — enda með góða vörn fyrir framan sig. Þeir voru hreyfanlegir á linunni og opnuðu vel fyrir skotmennina. Hörður Sigmarsson var i miklum ham i þessum leik — skoraði 11 mörk, og mörg þeirra stórglæsi- lega. Ekki var „þjálfari” liðsins, Elias Jónasson, siðri — þótt hann skoraði ekki mikið, en i kringum hann var allt spilið og mikil hætta. Þá voru þeir mjög góðir, Sigurgeir Marteinsson og lands- liðsmaðurinn Ingimar Haralds- son. Hjá FH var enginn sérstakur nema þá helst Guðmundur Sveinsson þegar hann fór íoks að skjóta á réttan stað á markið — niðri við stöngina nær. Þeir Viðar, Þórarinn Ragnarsson og Geir Hallsteinsson voru mjög mistækir — sérstaklega þó Geir, sem maður hefur ekki séð gera eins mörg mistök i einum leik og þessum. Dómarar leiksins voru Karl Jó- hannsson og Hannes Þ. Sigurðs- son. Þeir dæmdu vel til að byrja með, en réðu ekki við leikinn, þegar allt var komið á fulla ferð i lok siðari hálfleiks. Mörkin i leiknum gerðu... Fyrir Hauka: Hörður Sigmarsson 11 (2 viti), Sigurgeir Marteinsson 3, Ingimar Haraldsson 2, Elias Jón- asson 1 og Jón Hauksson 1. Fyrir FH: Guðmundur Sveinsson 4, Geir Hallsteinsson 4 (1 viti), Þór- arinn Ragnarsson 3, Viðar Simonarson 2, Guðmundur Arni Stefánsson 2 og örn Sigurðsson 1 mark. —klp—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.