Vísir - 23.10.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 23.10.1975, Blaðsíða 5
VtSIR. Fimmtudagur 23. október 1975. RFUTtR A P NTB dJTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND í MORGUN UTLÖND Umsjón: GP/ABj. Morðingja- leit í Austumki Þrír menn ruddust inn í sendirúð Tyrklands í Vín og skutu sendiherrann til bana, þar sem hann sat að störfum við skrifborð sitt Hafði lögreglan ekki heppnina með sér, þótt snör væri i sniln- ingum. Var hún komin á vett- vang örfáum minútum eftir i morðið og tók fasta þá, sem næstir voru sendiráðinu, þegar að var komið. En öllum var sleppt strax, þegar sjónarvottar báru, að enginn hinna hand- teknu væri morðinginn. Gætur eru nú hafðar á öllum járnbrautarstöðvum, al- menningsvögnum, flugvöllum og gistihúsum — og varsla hefur verið aukin við landamærin. Yfirvöld hafa skorað á almenn- ing, að leggja lögreglunni lið við að upplýsa málið. Enginn hefur minnsta grun um ástæðu þessa morðs. Þó kemur lögreglunni helst i hug, að þar Morðingja sendi- herra Tyrklands i Vin- arborg var leitað af lögreglu Austurrikis i gær og i nótt, en hann virðist hafa horfið sporlaust. Sendiherrann var myrtur, þar sem hann sat á skrifstofu sinni i sendiráðinu i gær. Frakkaklæddur maður með mjög dökk sólgleractgu skaut úr vélbýssu á sendiherrann af dauðafæri og hæfði hann þrem skotum i höfuðið. — I fylgd með morðingjanum voru tveir menn. Að loknu ódæðinu flýðu þre- menningarnir og létu eftir sig vopn sin. En sendiherrann, Danis Tunaligil, lést samstund- is. Morðingjar hans létu sig hverfa i umferðarstrauminn á götunni i þessu diplómatahverfi Vinar, og telur lögreglan að þeir hafi haldið hver i sina áttina. hafi verið að verki einhverjir andstæðingar stjórnarinnar i Ankara. — Lögreglan veit ekki þjóðerni morðingjanna. Þeir töluðu ensku, þegar þeir rudd- ust inn i sendiráðið. Rudolf Kirchschlæger, forseti Austurrikis, hefur sent Fahri Koroturk, Tyrklandsforséta, samúðarskeyti, þar sem hann fordæmir verknaðinn. Aðrir sendifulltrúar erlendra rikja i Vin bera hinum látna hið besta orð af samskiptum þeirra við hann. Selja báðum aðilum vopn Hið vinstrisinna skopblað Frakka „Le Canard Enchaine” heldur þvi til streitu í siðasta tölu- blaði sinu, að Sovétstjórnin hafi — hvað sem liði opinberum neitun- aryfirlýsingum Moskvu — lagt blessun sina á vopnasölu til her- foringjastjórnarinnar i Chile. Fréttir um vopnasölu austan- tjaldsrikja til Chilestjórnarinnar hafa vakið mikla athygli. Rekur vinstrimenn i rogastans yfir þvi, ef forysturiki heimskommún- isman hefur látið i té vopn þeim mönnum, sem kommúnistar hafa lagt hatur á fyrir að steypa stjórn dr. Allende forseta, sem dreymdi um það að leiða Chile til social- isma. Le Canard heldur þvi fram, að búlgarst fyrirtæki, sem gengur undir nafninu „Kantex” hafi ann- ast flutninga á T-54 skriðdrekum, skotfærum og varahlutum frá hafnarborginni Rijeka i Júgóslaviu — með samþykki sovétstjórnaririnar. Eitt aðalmálgagn kommúnista- flokksins i Sovétrikjunum, „Is- vestia”, sagði i siðustu viku um fyrri skrif Le Canards, varðandi skriðdrekasöluna, að það væri af þeim „rotnunarþefur”. Le Canard skrifar i gær: „Hersvegna öll þessi læti og uppgerðarhneykslun? Ef ein- hverjir eru furðu lostnir, skulum við rifja upp fyrir þeim, að tékk- neska fyrirtækið Omnipol seldi báðum aðilum Biafrastriðsins vopn. Rétt eins og þeir seldu Ca- etano einræðisherra Portúgals létt vopn I nýlendustriðum hans. Enn nýlegra dæmi er sala vopna frá Búlgariu til öfgasinnaðra lægri manna Falangista 1 Libanon. — í öllum þessum tilvik- um voru Sovétrikin höfð með I ráðum.” VENUS ER ALLT ÖÐRUVISI EN MENN HÉLDU Eru veikindi Franco alvarlegrí en af er látið? Það er talið liklegt, að ráðherrar Madrid- stjórnarinnar hvetji Franco hershöfðingja til að leggja niður völd, hvað sem liður opin- berum yfirlýsingum um að hann sé að ná sér eftir vægt hjartaslag, sem hann varð fyrir á dögun- um. Halda átti ráðherrafund i morgun, og vist, að heilsufar hins Rockefeiler ekki í framboðs- huqleiðinqum Stigandi færist nú óðum i undir- búning forsetakosninganna i Bandarikjunum, meðan menn velta vöngum yfir, hverjir verði i framboði. Nelson Rockefeller, varafor- seti, var spurður i sjónvarpsvið- tali i gærkvöldi, hvort hann yrði i framboði með Gerald Ford i kosningunum að ári, en hann neitaði með öllu að segja af eða á. Hann var spurður, hvað hæft væri I orðrómi um, að Ford vildi fá einhvern annan fyrir varafor- setaefni, einhvern sem hinn ihaldsamari armur repúblikana- flokksins felldi sig betur við. „Ég vil ekkert segja um það, hvort ég gef kost á mér eða ekki Ég er ekki að falast eftir þvi, og ég vil engu spá um það, hvort ég gef kost á mér að ári liðnu. Á meðan verður ekki litið á mig sem írambjóðanda,” .sagði Rockefeller. Hann var spurður. álits á þvi, hvorn hann teldi mundu verða hæfari forseti, Gerald Ford eða Ronald Reagen, fylkisstjóri Kaliforniu. — „Um það er ég ekki ineinum vafa. — Ford! Maðurinn er einstakur. Ég held, að Ford sé rétti maðurinn á þessum timum.” 82 ára einvalds yrði þar á dag- skrá. Sá grunur er farinn að læð- ast at mönnum i Madrid, að ekki hafi allt verið látið uppi um, hversu alvarleg veikindi Francos eru. Efnt var til fundarins i morgun degi fyrr en vikulegir ráðherra- fundir eru venjulega haldnir. Til greina þykir koma, að Juan Carlos prins, sem Franco valdi fyrir sex árum sem eftirmann sinn, taki sem fyrst við embætti. En vegna tregðu prinsins til_ að hlaupa um stundarsakir i skarðið fyrir Franco, eins og hann gerði i, sumar, kann að vera, að ráðherr-' arnir muni leggja að Franco að draga sig I hlé. Prinsinn er sagður vilja taka við völdum fyrir fullt og allt. Það var altalað i Madrid i gær, að Franco hershöfðingi hefði þá þegar undirritað skjal, þar sem hann hefði falið prinsinum völdin i hendur. Talsmaður prinsins sagðist þó, þegar hann var inntur eftir þessu, ekki vita um neitt slikt plagg. • • TVEIM AMERIKONUM RÆNT \ BEIRÚT Leitað var I Libanon i morgun tveggja bandariskra embættis- manna, sem rænt var úr bifreið þeirra i Beirút i gær. Charles Gallagher og William Dykes, báðir starfsmenn upplýs- ingaþjónustu Bandarikjanna, vor.u staddir i hverfi vinstri- manna i Beirút i gær, þegar þeir voru neyddir af vopnuðum mönn- um að stöðva bifreið sina og yfir- gefa hana með þeim. Ekki er ljóst, hverjir standa að þessu ráni, eða hvað fyrir ræn- ingjunum vakir. En mannrán hafa verið daglegir viðburðir i Líbanon siðustu rústuvikurnar. — Vitað er um 115 manns sem rænt hefur verið að undanförnu. Eitt fórnardýr þessara mann- ræningja, foringi i skæruliða- hreyfingu Palestinuaraba, fannst myrtur i gær. Skothvellir og sprengjudrunur kváðu enn við I Beirút I gær, og enn hrannast upp valkösturinn. Fyrsta ljósmyndin frá Venus, sem sýnir, að þar er flatlent og grýtt, hefur vakið undrun meðal sovéskra visinda- manna. „Þessi mynd kemur okkur til að endurskoða allar fyrri hug- myndir okkar um plánetuna,” sagði einn þeirra geimvisinda- manna, sem starfaði að þvi að senda geimfarið Venus 9 til þess- arar næstu nágrannaplánetu jarðar. Geimfarið lenti i gær eftir 136 daga geimflug 300 milljón kiló- . metra vegalengd. — Það er að segja, sjálft geimfarið fór á braut umhverfis Venus, en sérstök lendingarferja fór I gegnum þétt carbon manoxið-gufuhvolf Venusar og lenti. Það, sem vekur furðu visinda- manna, er sú staðreynd, að stein- arnir, sem þekja yfirborð Venus- ar, eru með hvössum brúnum, eftir ljósmyndinni að dæma. Al- mennt var haldið, að grjót mundi molna i 500 gráðu (ceTsius) heitum sandstormum, sem taldir eru lemja yfirborð Venusar. Auk þess virðist landslagið flatt, öfugt við fyrri trú manna á þvi, að andrúmsloftið, sem á að vera 60 sinnum þykkara en jarð- ar, ætti að verka eins og horft sé i gegnum fiskaugalinsu, og lyfta sjóndeildarhringnum. Mælitæki lendingarferjunnar sendu ennfremur þær upplýsing- ar til jarðar með myndinni, að vindhraðinn á yfirborði Venusar væri eins og hæg gola. Velvopnað- ar í gönguna Þúsundir kvenna verða i gönguliði Hassans Marokkokonungs, sem hann ætlar að senda inn í Saharaeyðimörkina. Eins og þessi mynd ber með sér af nokkrum göngu- kvennanna ætla þær ekki að skilja við sig dagleg starfsáhöld sín, potta og kyrnur, þótt þær bregði sér þessa bæjarleið. Enda viðbúið, 350.000 manns þurfa sitt í svanginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.