Vísir


Vísir - 27.10.1975, Qupperneq 4

Vísir - 27.10.1975, Qupperneq 4
4 VtSIR. Mánudagur 27. október 1975. Notaðir varahlutir í flestar gerðir eldri Ath. breyttann opnunartima. Höfum framvegis opið kl. 9 BILAPARTASALAN Höfðatúni 10, sirni 11397. öpið i'rá kl. 9 — 7 alia virka daga og 9—5 iaugardaga TEKKNESKA B/FRE/ÐAUMBOÐ/Ð Á ÍSLAND/ H/F AUÐBREKKU 44—46 KÓPAVOGI SÍMI 42606 Etyrstur meó fréttimar VÍSIR CAIASKÁfAA ÓDYRIR OG HENTUGIR I mörgum stærðum og gerðum. Sendum hvert á land sem er. Biðjið um myndalista. STÍL-HÚSGÖGN . . AUDHHÍ KKU 63 KÓPAVOGI SlMÍ 44600 VÍSIR flytur nýjar fréttir \ Vísiskrakkarnir bjóða fréttir sem skrifaðar voru 2 'A klukkustund fyrr. VÍSIR fer í prentun kl. hálf elíefu að morgni og er á götunni klukkan eitt. TILBOD VETRARHJÓLBARÐAR (NEGLDIR) RADIAL Kr. 145 SR 12 OR 7 5.950.- DIAGONAL 520 12/4 OS 14 4.720.- 550 12/4 OS 14 5.520.- ap nVb+^GUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Waldheim reynir að bera klœði á vopnin i Sahara Vatnsbirgðum hefur veriö safnað saman fyrir gönguna miklu inn I Sa- hara. Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, fór i gær l'rá Marrakesh, aö loknum viðræðum við Hassan konung Marokko, tii Mauritaníu til að ræða framtiö Vestur-Sahara við forseta Alsir og Mauritaniu. A meðan drifur að landamæra- bænum Tarfaya i Marokko liðs- safnaðurinn, sem Hassan kon- ungur hefur stefnt til að leggja fótgangandi út á eyðimörkina. — Um 100.000 manns eru þegar komin þangað, en ætlunin er aö senda 350.000 manns i gönguna. Hassan konungur hefur gert kröfu til þess, þegar Spánverjar sleppa hendi af nýlendu sinni i V- Sahara, að landsvæðið falli undir yf irráð Marokko, eins og i valdatið soldána Serkja. — En Mauritania gerir einnig kröfu til svæðisins, og Alsir, sem telur sig hafa hags- muna að gæta, fylgir Mauritaniu að málum, en krefst þess að Ibúar V-Sahara, hjarðmannaflokkar, fái sjálfir að ráða framtið lands- ins. Alsir á landamæri að V-Sahara, og hefur stutt sjálfstæöisbaráttu skæruliða þar. Hassan konungur hyggst leggja landið undir Marokko á táknræn- an hátt með „fótgönguliöinu”, en menn kviða þvi að skæruliðar V- Sahara, herir Mauritaniu eða Alsir reyni með valdi að stöðva gönguna. — Hefur Hassan kon- ungur hótað að beita her Marokko, ef göngufólkinu veröi mein gert. Þykir þvi liggja við borð, að strið brjótist þarna út, og fyrstu fórnarlömbin verði vopnlaust gangandi fólk, sem á i fyrsta áfanga leiðar sinnar yfir jarð- sprengjusvæði að sækja. Hcr á myndinni til hægri sjást Marokkobúar liinir „vfgreifustu” veifa vatnsflöskum sinum, reiöubúnir til að leggja land undir fót. — En fyrst verður fyrir þeim jarðsprengjusvæöi, sem Marokkohermenn (sjá myndina hérna fyrir neöan) hafa unnið við aö merkja að undanförnu. Auðjöfurínn Slater dregur sig í hlé Breski f jármálaheimurinn stendur á öndinni eftir siðustu stórtiðindin á þeim vettvangi, þar sem auðjöfurinn, James Slater, lét af stjórn hins um- svifamikia fém iðlunarfy rir- tækis sins. — Það var sá sami Slater, sem hækkaði verðlaunin i skákeinvigi þeirra Spassky og Fischer i Reykjavik, en það varð til þess að Fischer lét til leiðast að tcfla. Slater skaut upp á fjármála- himininn i Bretlandi 1964, þar sem hann hófst af litlum efnum upp i að verða einn umsvifa- mesti hlutabréfamiðlari Breta. 1 félagi við Peter Walker rak hann Slater Walker-fyrirtækiö, sem hafði milligöngu um fjár- festingarog rak banka og mörg dótturfyrirtæki. — Walker hætti hjá fyrirtækinu 1970, þegar hann varð ráðherra i stjórn Edwards Heath. Slater er aðeins 46 ára að aldri, þegar hann segir nú af sér formennsku i stjórn fyrirtækja- samsteypu sinnar. Astæðuna fyrir þessari örlagariku ákvörð- un segir hann vera bæði heilsu- farslegar og svo og leiðinlegt umtal um eitt fyrirtækja hans i Singapore Opinber rannsókn stendur yf- ir á viðskiptaháttum Haw Par, fyrirtækis sem hefur verið undir stjórn Slater-Walker siðan 1971. Fyrirtækiö er talið hafa braskað með fé skjólstæðinga sinna til gróða fyrir framkvæmdastjóra og eigendur fyrirtækisins, en litils ábata fyrir skjólstæðing- ana. Slater komst til auðs með þvi að verja öllu sparifé sinu 2000 sterlingspundum til kaupa á hlutabréfum i fyrirtæki, sem hann taldi vera að rétta úr kútn- um eftir fjárhagsörðugleika. Reyndist hann forsjáll þar, þvi að virðing fyrirtækisins átti eft- ir að aukast og bréfin að hækka mikið. Þennan hæfileika nýtti hann sér i fjármiðlun og gerðist um- svifamikill verðbréfamiðlari. Fór orð af honum fljótlega, þannig að hlutabréf i fyrirtæki hans sjálfs, hlutabréfamiðlun- inni, voru i háu verði. — Hélt hann áfram að skipta á þeim og bréfum i fyrirtækjum, sem ekki nutu sannmælis, en hækkuðu þegar frá leið. Þessi mylla malaði honum og félaga hans gull og nutu við- skiptavinir þeirra góðs af. Eftir að Walker hætti hjá fyrirtækinu vegna ráðherra- annrikis, hófst Slater handa við fjárfestingar i Austurlöndum, USA, Kanada, Astraliu og V- Þýskalandi. Abur en kreppan sótti að 1972 og verðbréfamarkaðurinn i Lonaon lagðist i dvala, var Slat- er enn nógu forsjáll til að selja obba þeirra hlutabréfa, sem hann hafði setið uppi með. Hafði hann þvi komið þeim i peninga, áður en bréf urðu almennt nær óseljanleg. En þar með drógust samt saman viðskipti fjármiðlunar hans. Slater fækkaði seglum, og i nóvember i fyrra seldi hann sina hluti i fyrirtækjum i Austurlöndum fjær. í júli i sum- ar sprakk svo sprengjan, þegar fyrirtæki hans i Hong Kong og Singapore vöktu á sér grun um misferli. Misstu þann Lögreglan leitaöi i gær i skrif- stofum eins lögmanna Parisar að ef tirsóttasta glæpamanni Frakklands, Jean-Charles Willoquet — Willoquet hafði sloppið frá launsátri lögregunnar á laugardag. Lögreglan hafði komið að hon- um og konu hans, Martine Willoquet, sem hjálpaði manni slnum til að flýja i júli i sumar. — stóra Martine varð fyrir skoti lög- reglunnar, en Willoquet, skýldi sér á bak við tvo vegfarendur, sem hann tók fyrir gisla, en lét siðan aftur lausa, þegar hann var sloppinn. í júli hafði Martine laumast inn i réttarsalinn, þar sem taka átti mál manns hennar fyrir. Hafði hún klæðst lögmannsskikkju. en brá skyndilega, þegar inn var komiö, handsprengju og skamm- byssu undan skikkjunni. Lét hún bónda sinn hafa byssuna, en ógnaði sjálf með sprengjunni. A flóttanum úr dómssalnum skaut Willoquet tvo lögreglumenn og tók tvo dómara með sér sem gisla. Þegar lögreglan handtók Martine i gær, fannst i klæðum hennar miði með nafni lögmanns eins, sem lögreglan leitaði hjá i gær.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.