Vísir - 27.10.1975, Síða 7

Vísir - 27.10.1975, Síða 7
VÍSIR. Mánudagur 27. október 1975. 7 Árni Gunnarsson: tik. Lifsþægindakapphlaupið hefur þeytt ökkur hátt i loft upp, og þegar grundvellinum er kippt undan, svifum við i lausu lofti. Hver reynir að bjarga sinu skinni, sem ekki er óeðlilegt. Við kennum svo öllum öðrum um en sjálfum okkur. Þessari öfugþróun verður að sntía við. Glæsileg hús og bflar, meiri þjónusta, betri efnahagur. og meiri þægindi er það sem fjöldinn stefnir að. En væri ekki rétt að staldra við og spyrja hvort þetta hafi og geri okkur hamingjusamari, auki þroska barna okkar og komi i veg fyrir, aö við troðum á þeim, sem minna mega sin.— Fer ekki svo að lokum að við neitum að horfast i augu við staöreyndir, tölulegar staö- reyndir um versnandi efnahag þjóðarinnar allrar. Við viljum ekkert missa af þvi sem við höf- um fengið, ekkertláta af hendi. Þegar grundvöllurinn er brost- inn undan stöðugt aukinni vel- megun, neitum við að horfast i augu við timabundna erfiðleika og kröfurnar verða æ háværari. Sumir gera réttmætar kröfur, en þeir eru fleiri, sem hefðu betur haft lægra. Væri nú ekki rétt, konur, að við tækjum upp sameiginlega baráttu gegn þeim voða, sem aö okkur steðjar. 1 þeirri baráttu kynjanna gagnvart þeim vandamálum, sem nú blasa við islenskri þjóð. Hefði ekki ein- hver þurft að hvetja til sameig- inlegs átaks. Hvetja til meiri ráðdeildar og benda á að. allt verður ekki fengið fyrir ekkert? Hefði ekki einhver þurft að minna á smæð þjóðarinnar og þá lifsnauðsyn að samstaða sé fyrir hendi i þrengingum, sem jaöra við það að ógna efna- hagslegu sjálfstæði? Enginn Að liðnum kvennafrídegi Kvennafridagur er liðinn. Konur hafa vak- ið verulega athygli á sjálfum sér og hlut- verki sinu. Þær hafa beint augum manna að ýmsum þáttum þjóðfé- lagsins, sem þurfa lag- færingar við. Allt er þetta gott og blessað. En hvert var yfirbragð þeirra „hátiðahalda”, sem fram fóru. Einhvernveginn fannst mér gamanleikjablær yfir þessu öllu. Sú alvarlega þjóðfélags- ádeila og sá þungi, sem hvildi yfir undirbúningi og umræðum, fannst mér hverfa. En ég hef kannski tekið þetta of hátiðlega. Auk þess fannstmér svo ótrú- lega margt gleymast i öllum umræöunum og yfirlýsingun- um. Þær gleymdust alveg kon- urnar, sem ólu upp kynslóðina, er nú blæs i herlúðra. Fullorðn- ar konur i frystihúsi úti á landi sögðust ekki eiga samleið. Hvers vegna? Veigamikinn þátt varð ég ekki var við. Ég heyrði enga konu minnast á það hvernig við höf- um vanrækt börn okkar i lifs- gæðakapphlaupinu. Færri og færri lita á þau sem sjálfstæða einstaklinga. Þau eru flutt á milli stofnana og ættingja til þess að við, karlar og konur, getum unnið meira, aflað meiri fjár, eignast meira. Börnin verða aukaatriði. Hvers vegna? Ég saknaði þess mjög, að heyra ekki rætt um samstöðu hugsandi maður er i vafa um það, að framundan eru timar, sem þrengja munu hag okkar allra. Ég heyrði ekki um þetta talað. Hvers vegna? Nú kann einhver að hugsa, að þetta sé rödd úr fortfðinni. Ein- hver, sem vilji gera litið úr bar- áttu kvenna. Þvi fer fjarri. Jafnréttikynjanna á öllum svið- um er eins nauðsynlegt og eðli- legt og þyngdarlögmálið. Enn er þó langt i land að jafn- rétti náist. Nefndar hafa verið margar skýringar á þvi hve seint hefur gengið. Margir háfa freistast til að nefna konuna sjálfa sökudólginn. Kvennafri- dagurinn mun vafalaust styrkja meðvitundkonunnarum afl sitt, og getur fleytt henni lengra áleiðis i jafnréttisbaráttunni á nokkrum vikum og mánuðum en áður tók áratugi. En nú verð ég að gefa nánari skýringu á dæmunum þremur, sem ég nefndi i upphafi. Konur mega ekki slita jafnréttis- baráttu sina úr samhengi við þá baráttu, sem við öll verðum að heyja. Algjört jafnrétti dregur úr hættunni á þvi, að körlum og konum verði skipt i tvo ólika hóp>a. Hins vegar hefi ég orðið var við þann misskilning i hópi karla, að barátta kvennanna snúist gegn þeim. Slikt gerir ekki annað en að draga skarpari markalinu á milli kynjanna. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar, að jafnréttisbarátta kvennanna hefði mátt vera með meira ivafi þeirra almennu bar- áttumála, sem við okkur öllum blasa. Sú barátta.sem nú er háö á tslandi, einkennist meir og meir af hverskonar kröfupóli- geta allir átt samleið. Við gleymum þvi of oft, að við búum i harðbýlu landi og erum ein þjóð, sem stefnir að sama marki, betra mannlifi. Eða getur verið, að svo sé fyrir okkur komið, að við eigum' skilið hirtingu? Gamall maður sagði við mig um daginn eitt- hvað á þessa leið: „Það sem þessi þjóð þarf er ærlegur rass- skellur. Nútimafólk þarf að reyna atvinnuleysi og hungur til að skilja hvað það hefur það gott.” Konur! 1 framhaldi af kvennafrii væri álitlegt verkefni að huga nokkuð að þeim vegi, sem við göngum eftir. Grun hefi ég um að hann sé æöi holóttur, og þá ættum við öll að fara i vegavinnu. —AG—

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.