Vísir - 27.10.1975, Qupperneq 9
VtSIR. Mánudagur 27. október 1975.
9
Hanna
háspennulínu
i Guatemala.
Verkfræðifyrirtækið Virkir hf.
hefur gert samning við verk-
fræðifyrirtæki i Zurich um þátt-
töku i hönnun háspennulinu i
Guatemala. Þetta verður 220 kw
háspennulina, sem hanna á til út-
boðs.
Þór Benediktsson, verkfræð-
ingur, er nú á förum til Guate-
mala, þar sem hann verður um
það bil einn mánuð og vinnur að
fyrsta þætti verksins.
Nýskipaöur sendiherra:
Fyrir nokkru afhenti nýskipaður sendiherra Mexico á tslandi,
Eduaedo Jiménez González, forseta tslands trúnaðarbréf að viðstödd-
um ólafi Jóhannessyni, viðskiptaráðherra. Sendiherrann hefur aðsetur
i Osló.
Landsbókavaröar minnst
Nýlega hefur verið sett upp i
aðallestrarsal Landsbókasafns
málverk af Jóni Jakobssyni,
landsbókaverði. Jón lét af
embætti haustið 1924 eftir nær 30
ára giftudrjúgt starf i Lands-
bókasafni.
Auk þess að vera landsbóka-
vörður, sat Jón á Alþingi sem
fulltrúi Skagfirðinga 1893—1899,
en þingmaður húnvetninga var
hann 1903 til 1907. Á þingi hélt
hann vel fram málum safnsins og
stuðlaði meðal annars að smiði
Safnhússins, sem hófst 1906 fyrir
forgöngu Hannesar Hafstein ráð-
herra.
Jón Jakobsson lést 18. júni 1925,
og voru þvi i sumar liðin 50 ár frá
andláti hans. — Málverkið er eftir
Eirik Smith, listmálara.
Elliði færir
gjafir
1 byrjun þessa mánaðar komu
félagar úr Kiwanisklúbbnum
Elliða i Breiðholti i heimsókn i
Hólabrekkuskóla. Færðu þeir öll-
um 6 ára börnum endurskins-
merki að gjöf, en lögreglukona
ræddi við börnin um mikilvægi
merkjanna.
Þeir Kiwanisfélagar gefa öllum
6 ára börnum i Breiðholti endur-
skinsmerki, svo og börnum i
Heyrnleysingjaskólanum, Bjark-
arási og öskjuhliðarskóla. Alls
erða þetta um 600 börn.
Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri
Hólabrekkuskóla, hefur beðið
fyrir þakkir til Kiwanismanna,
sem jafnframt hafa veitt
nemendum verðlaun fyrir góðan
námsárangur i móðurmálinu.
Feröamálaráð
þingar
Ferðamálaráð hefur ákveðið,
að boða til hinnar árlegu ferða-
málaráðstefnu á Húsavik dagana
14. og 15. nóvember næstkom-
andi. — Fyrri daginn verða flutt
framsöguerindi en siðan starfa
nefndir og skila álitum. — Til-
kynna þarf þátttöku sem fyrst til
skrifstofu ráðsins.
Nýr áfangi á Kanarí
blómaeyjan
Tenerife
Reynsla okkar af óskum íslendinga undanfarin 5 ár
og sá frábæri árangur sem náöst hefur í Kanarí-
eyjaferöum okkar, er þaö sem nú hvetur okkur til
aö færa enn út kvíarnar.
Viö höfum nú skipulagt feröir til blómaeyjunnar
Tenerife, sem af mörgum er talin fegurst Kanarí-
eyja, en hún er granneyja Gran Canaría, þar sem
þúsundir íslendinga hafa notió hvíldar og hressing-
Fyrstir með skipulagðar sólarferðir i skammdeginu
í vetur veröa farnar 7 feröir til Tenerife. Hin fyrsta
14. desember en hin síöasta 4. apríl og er hún
jafnframt páskaferð.
Dvaliö veröur i íbúöum og á þriggja og fjögurra
stjörnu hótelum og veröiö í tvær vikur er frá
47.900 krónum, sem er þaö hagstæðasta sem
býöst.
Sért þú aö hugsa um sólarferð í skammdeginu,
þá snúöu þér til okkar.
FUJCFÉIAC LOFTLEIDIR
ISLAJVDS