Vísir - 27.10.1975, Page 10
10
VÍSIR. Mánudagur 27. október 1975.
tceKm í
Með snældum (kassettum) og kennslubókum getur
nemandinn af eigin rammleik náð góðu valdi á
tungumálum með 10 — 15 mínútna daglegu námi í
3 — 6 mánuði. Hann þarf ekki aðra leiðsögn en
þá sem er að finna í námsgögnunum.
Nú eru á boðstólum:
Enska án erfiðis: kennslubók, 3 snaeldur og íslensk þýðing.
Þýska án erfiðis: kennslubók, 3 snaeldur og íslensk þýðing.
Spænska án erfiðis: kennslubók, 3 snældur og íslensk
þýðing.
Sænska handa ykkur: kennslubók, æfingabók, 4 snældur
og íslensk þýðing.
French without toil: kennslubók á ensku og 3 snældur.
Italian without toil: kennslubók á ensku og 3 snældur.
Russian Wlthout toil: kennslubók á ensku og 3 snældur.
Ennfremur eru á boðstólum bréfanámskeið
í ensku, þýsku,.dönsku, spænsku, frönsku og
esperanto.
HEIMANÁM SEM HENTAR ÖLLUM
Suðurlandsbraut 32 Reykjavík simi 81255
SKARNI
er lifrænn, jarðvegsbætandi áburður og
hentar vel við ræktun hvers konar gróð-
urs.
SKAFtNI er afgreiddur alla daga frá stöð-
inni. — Simi 3-40-72.
Sorpeyðingarstöð
Reykjavíkurborgar
Ártúnshöfða
FÓLKSBÍLADEKK - VÖRUBÍLADEKK —
TRAKTORSDEKK
Fyrirliggjandi fiestar stærðir af japönskum TOYO
hjólbörðum.
Einnig mikið árval af hinum vinsælu HOLLENSKU
HEILSÓLUÐU HJÓLBÖRÐUM á hagstæðu verði.
Sendum i póstkröfu.
HJÓLBARÐASÁLAN
BORGARTUNI 24
Slmi 14925.
Björqvin fer
til Víkinqs!
Sú frétt gekk eins og eldur i sinu i Laugar-
dalshöliinni i gærkvöldi, að'handknattleiks-
maðurinn góðkunni, Björgvin Björgvinsson,
sem nú er starfandi lögregluþjónn á Egilsstöð-
um, muni koma aftur suður eftir áramót og þá
leika með Vikingi en ekki sinu gamla féiagi,
Fram.
,,Jú þetta er rétt,” sagði
Björgvin er við náðum tali af
honum i morgun. ,,Ég er búinn
aö tilkynna féiagaskipti yfir i
Viking, og má leika minn fyrsta
leik með félaginu eftir mánuð —
ef ég þá kemst i liðið.
Ég hcf lengi verið að velta þvi
fyrir mér hvað ég ætti að gera
þegar ég færi suður aftur eftir
áramót, eins og allfc útlit er
l'yrir, Ég hafði af persónulegum
ástæðum litinn áhuga fyrir að
fara að leika aftur með Fram,
en al'tur á móti mikinn áhuga á
Vikingi, og þá sérstaklega að
komast undir handleiðslu Karls
Bcncdiktssonar, þjáifara
vikingam a.”
Þessi akvörðun Björgvins
kemur mönnum ekki svo mjög á
óvart — a.m.k. ekki þeim sem
tilþekkja. Vitað var að hann var
ekki ákveðinn I að fara aftur til
Fram — hann hafði m.a. gefið
það i skyn I viðtaii við VtSI fyrir
nokkru — en að Vikingur skuii
liafa orðiö fyrir vaiinu kom flatt
upp á fiesta.
Fram fær i staðinn Magnús
Sigurðsson hinn skotharða leik-
inann úr Vikingi, en hann
tilkynnti félagaskipti i siðustu
viku. Þarna mun ekki vera um
að ræða skipti á leikmönnum,
eins og allt gæti bent til, þvi að
enn erum við Islendingar ekki
i „atvmnu-
— klp —
Björgvin Björgvinsson klæðist
Vikingsbúningnum i fyrsta sinn
eftir mánuð.
komnir svo langt
mennskunni”.
Celtic mistókst að
verja titil sinn
— tapaði fyrir Glasgow Rangers í úrslitaleiknum um
deildarbikarinn ó Hampden Park
Ekki tókst Celtic að verja titil
sinn — skoskur deildarbikar-
meistari — þegar liðið mætti
erkióvinunum Rangers á
Hampden Park i Glasgow á
laugardaginn. Leiknum lauk með
sigri Rangers 1:0, og er það i 8.
skipti sem Rangers vinnur
þennan titil, en Celtic hefur unnið
hann 10 sinnum.
Leiknum var lýst i BBC á
laugardaginn og var þulurinn
heldur óhress yfir frammistöðu
Jóhannesar Eðvaldssonar i
fyrstu, en sagði að hann hefði sótt
sig mjög þegar á leikinn leið og
hefði hann ásamt Kenny Dalglish
veriö besti maður Celtic.
Mark Rangers kom á 68.
minútu, þá sendi Quentin Yong
lága sendingu fyrir mark Celtic
og Alex MacDonald kastaði sér
fram og skallaði i mark.
Eftir það var stöðug sókn á
mark Rangers og skall þar hurð
oft nærri hælum. A siðustu
sekúndum leiksins átti t.d.
Jóhannes hættulegan skalla i
markið, sem markveröi Rangers,
Kennedy, rétt tókst að slá yfir, en
áður en hægt var að taka horn-
spyrnuna var leikurinn flautaður
af.
Skosku blöðin hæla Jóhannesi
mjög fyrir frammistöðu hans i
leiknum, og er honum alls staðar
gefin næst hæsta einkunn og
Sunday Post segir að hann hafi
verið besti maður vallarins.
,,Ég meiddist á 18. min”, sagði
Jóhannes Eðvaldsson, þegar við
höfðum samband við hann i
morgun. ,,En mér til mikillar
furðu var ég ekki tekin útaf, held-
ur settur fram. Þetta var hálf-
gerður klaufaskapur hjá okkur,
þvi að við fengum okkar
tækifæri, en nýttum þau ekki. Ég
er illa bólginn á ökla, en vonast til
að vera orðinn góður um næstu
helgi, en þá eigum við að leika
aftur við Rangers — i deildar-
keppninni.”
Aðeins 70 þúsund áhorfendur
voru á Hampden Park eða rétt
helmingur af þeim áhorfenda-
fjölda, sem þar kemst fyrir. Var
það gert i öryggisskyni að hleypa
ekki fleirum inná völlinn af ótta
við ólæti.
ÍR FÉKK „FULLT
HÚS" Á AKUREYRI
ÍR-ingar náðu sér i „fullt hús”
með þvi að sigra i báðum lcikjun-
um við Akureyrarliðin KA og Þór
i 2. deild islandsmótsins i hand-
knattieik karla um heigina.
1 leiknum við KA höfðu heima-
menn yfir lengst af, en i lokin
náðu KR-ingar forustunni og sigr-
uðu 21:19. Jafnt var til að byrja
með i leiknum við Þór — 8:7 i
hálfleik — en i siðari hálfleiknum
tóku IR-ingarnir af skarið og
sigruðu i leiknum með 7 marka
mun — 22:15.
Þá var einn leikur leikinn i 2.
deild i Laugardalshöllinni i gær-
kvöldi. KR sigraði nýliðana i
deildinni, Leikni, með 29 mörkum
gegn 16.1 hálfleik var staðan 15:9
fyrir KR.
Nokkrir leikir voru leiknir i
efstu-deildinni á laugardaginn og
urðu úrslit þeirra þessi:
Dundee-Motherwell 3:6
Hibernian-Aberdeen 3:1
St. Johnstone-Hearts 0:1
Staðan er nú þessi:
Celtic 7 5 1 1 15:7 11
Motherwell 9 3 5 1 17:13 11
Rangers 8 4 2 2 9:7 10
Hibernian 8 4 2 2 12:8 10
Hearts 9 4 2 3 11:12 10
Dundee 9 3 2 4 16:22 8
Ayr 8 3 1 4 11:11 7
Dundee Utd. 8 3 1 4 10:19 7
Aberdeen 9 2 2 5 10:19 7
St. Johnstone 9 2 0 7 9:17 4
BB.
NÚ TAPAÐI CHARLEROI
Sigurganga Charleroi-liðsins
sem Guðgeir Leifsson leikur með
i Belgiu — var loks stöðvuð af
Andcriecht á laugardaginn.
Þá tapaði Charleroi á útiveili
2:1, eftir að Anderlecht hafði
komist i 2:0 i fyrri hálfleik, en I
siðari hálfleik átti Charleroi leik-
inn og í það minnsta skilið jafn-
tefli, miðað við tækifæri.
Asgeir Sigurvinsson og félagar
hans gerðu jafntefli á útivelli —
1:1 gegn Ostende, og stóð Asgeir
sig vel í þeim leik eins og Guðgeir
i leik Charleroi og Anderlecht.
Bæði liðin fá nú fri i nokkurn t-
ima vegna bikarkeppninnar, en
þar eru þau bæði úr leik. Stand-
ard tapaði fyrir 4. deildarliði á
heimavelli — 2:1 eftir framleng-
ingu — og Charleroi fyrir 3.
deildarliði. Þessir leikir fóru
fram fyrr i haust.
— klp —