Vísir - 27.10.1975, Qupperneq 24
4
Rússqolían að minnka
— Þurfa íslendingar að leita nýrra olíumarkaða?
VÍSIR
Mánudagur 27. október 1975.
Byggingameistara-
kœran bíður
í sakadómi
Kæra verðla gsstjóra á
hendur byggingarmeisturum
fyrir ætlaö verölagsbrot var
send frá saksóknara rikisins til
sakadóms fyrir heigina.
Svo sem kunnugt er hafa
komið fram fullyrðingar um að
álagning byggingameistara á
verk hafi verið ólöglega há.
Upplýsingar frá sakadómi i
morgun herma að engin ákvörð
un hafi verið tekin um, hvenær
málið fari i rannsókn, svo að
ætla má að enn verði nokkur bið
á aö máliö komist á hreint.
-EB.
Margt bendir til þess,
að islendingar þurfi
áður en lagt um liður,
að leita nýrra oliu-
markaða. Öryggi það,
sem oliukaupfrá Rúss-
landi, hefur veitt, kann
að minnka verulega.
Sovétmenn þurfa nú
sjálfir að flytja inn hrá-
olíu og oliuvinnsla
þeirra verður æ óhag-
kvæmari.
Á undanförnum árum hafa Is-
lendingar keypt alla sina oliu
frá Sovétrikjunum á vöru-
skiptagrundvelli. Segja má, að
islendingar hafi verið háðir
þessum kaupum, og þau verið
hagkvæm, ef litið er til þeirrar
ólgu, sem rikt hefur á oliu-
markaði.
Siðustu mánuði hefur æ meira
verið um þaö rætt að is-
lendingar beindu þessum
viðskiptum tilannarra þjóða,og
norðmenn þá einkum nefndir.
Þó er ljóst að nokkur timi getur
liðið áður en norömenn geta selt
islendingum alla þá olíu, sem
þeir þurfa.
í siðasta fréttablaði Skeljungs
kemur fram, að ýmissa
breytinga má vænta á næstu ár
um i sambandi við oliusölu
rússa. Þeir hafi til skamms
tima verið i þeirri öfundsverðu
aöstöðu, að hafa framleitt um-
frammagn af oliu og flutt út
verulegt magn.
Margt bendir nú til þess, að
dæmið muni snúast þeim mjög i
óhag á næstu fimm til tiu árum.
OHuútflutningur þeirra hefur
aukist úr 96 milljón tonnum 1970
i 125 milljón tonn i ár. Af þessu
magni fara um 50 milljónir
tonna til Vestur-Evrópu.
Stóraukin oliunotkun i Sovét-
rikjunum og aukinn til-
kostnaður við oliuborun á fjar-
lægum og erfiðum slóðum,
hefur valdið þvi, að sov.étmenn
hafa byrjað innflutning á hrá-
oliu frá Iraq, Libyu og viðar að.
Áætlað er, að árið 1980 þurfi
rússar að flytja inn 75 milljónir
tonna af hráoliu, eða þriðjungi
meira en nemur útflutningi
þeirra til Vestur-Evrópu i ár.
Þótt ýmsar breytingar kunni
að verða á olíuútflutningi rússa
á næstu árum er liklegt, að þeir
vilji i lengstu lög halda oliu-
viðskiptum sinum við Vestur--
Evrópu i skiptum fyrir ýmsan
iðnaðarvarning, sem þeir hafa
mikla þörf fyri'r. -ÁG
Fékk gám í
framsœtið
— Ég fæ' aldreisvona góðan bíl aftur, sagði Gestur Finnsson
og horföi hnugginn á Skodann sinn sem allt i einu haföi fcngið
gám i framsætiö — i gegnum þakið.
Þeir voru aðstafia gámum niðri viö höfn i morgun cn athuguðu
ekki aö þegar þeir voru aö koma einum nýjum fyrir, ýttu þeir
öörum útaf, hinum megin. Þaö var þó lán i óláni, að Gestur
skyIdi ekki vera sestur undir stýri. — ÓT/Mynd LA.
Rofmagnslaust
ó Vestfjörðum
— Mjólkórvirkjun þurr
,,Það kemur ekkert vatn nið-
ur, það er einhver krapi sem
sest á ristarnar uppi i lokahúsi,
og þaö eru allir Vestfirðirnir
rafmagnslausir nema þeir sem
hafa diselstöövar,” sögðu
starfsmenn Mjólkárvirkjunar i
morgun er Visir hafði samband
viö þá.
„Þetta fór svona um tólfleytið
i nótt, en svo var allt komið i lag
kl. sjö i morgun, en nú er allt
stiflað aftur. Það aðeins seytlar
niður vatnið. Við erum að fara
upp eftir núna að athuga þetta
betur. Það sást svo illa i nótt”.
Að sögn starfsmannanna voru
likur á aö rennslið kæmist i lag
fljótlega, veður var hið besta
fyrir vestan, logn og fjallabjart,
en frost bæði i gær og i dag.
— EB
Bóndinn á Dagverðareyri i
Eyjafiröi fann á föstudag likiö
af Sigurbjörgu Hjörleifsdóttur
sem leitaö haföi verið síðan á
þriöjudag. Sigurbjörg var 77
ára gömul. Hún var vistkona
aö Skjaldarvik.
-ÓT.
Konan fannst látin
„Ckki unnt að veita
launahœkkanir'
— segir formaður
Vinnuveitenda-
sambandsins
,, A erf iðleikatimum
eins og nú, telur Vinnu-
veitendasambandið ekki
unnt að veita launa-
hækkanir, og auka kaup-
mátttekna," sagði Jón H.
Bergs, formaður Vinnu-
veitendasambands Is-
lands í viðtali við Vísi i
morgun.
I ályktun sem Vinnuveitenda-
sambandið sendi frá sér fyrir
nokkru, segir m.a. að ef ekki
takist skynsamlega til um skip-
an efnahags- og kjaramála á
næstu mánuðum, sé vá fyrir
dyrum.
Jón H. Bergs sagði, að i
stefnuræðu forsætisráðherra
hefði komið skýrt fram hversu
alvarlegt efnahagsástandið
væri. Samdráttur þjóðartekna
hefði aldrei verið jafn mikill og
núna. Þær myndu minnka um
niu prósent á þessu ári.
Viðskiptahalli við útlönd gæti
orðið um tiu prósent af þjóðar-
framleiðslu.
„Vitað er að mörg fyrirtæki
eiga við mikla rekstrarörðug-
leika að striða, og staða rikis-
sjóðs hefur aldrei verið verri,”
sagði Jón og bætti þvi við, að
ekki virtist rofa til.
Visir spurði Jón hvort honum
virtust aðilar beggja megin
vinnumarkaðarins gera sér jafn
skýra grein fyrir ástandinu, og
hvort þeir mundu taka tillit til
þess við fyrirhugaðar
samningaviðræður.
„Ýmsir virðast gera sér ljós-
ari grein fyrir erfiðleikunum nú
en oft áður. Kannski er það
vegna þess að erfiðleikarnir eru
svo gifurlegir núna. Ég held
lika, að menn hafi gerf sér
nokkra grein fyrir hvert stefnir
með sama áframhaldi. Ég vona
bara að menn láti nú skynsem-
ina ráða, og loki ekki augunum
fyrir þeim efnahagslegu staö-
reyndum sem fyrir liggja,”
sagði Jón.
„Hverjum er þetta ástand að
kenna?”
„Óhætt er að segja, að mikill
hluti islendinga lifir um efni
fram, og spilar á verðbólguna.
þjóðin heild eyðir meiru nú en
hún aílar, og þetta hefur sér-
staklega orðið eftir að við-
skiptakjörin við útlönd hafa
versnað svo mjög sem raun ber
vitni. 1 mörg ár hefur verið
gengið á gjaldeyrisforöa, og
svigrúm til að halda uppi óeðli-
legum kaupmætti i landinu meö
erlendri skuldasöfnun, er nú á
þrotum.”
„Hvaða tillögur hefur Vinnu-
veitendasambandið til úrlausn-
ar?”
„Fyrst og fremst að launa-
breytingum verði stillt i hóf, og
ráðist veröi gegn verðbólgunni.
Reynt verði að komast fyrir
sem flestar rætur verðbólgunn-
ar. Verðbólgan ógnar nú
rekstrargrundvelli ýmissa at-
vinnufyrirtækja og stöðvanir
gætu leitt til alvarlegs atvinnu-
leysis — eins og margar
nágrannaþjóðir okkar hafa orð-
ið að reyna,” sagði Jón H.
Bergs. — ÓH.