Vísir - 29.10.1975, Side 9

Vísir - 29.10.1975, Side 9
VtSIR. Miðvikudagur 29. október 1975. 9 hæstaréttar, sem gæti komist að annarri niðurstöðu en undir- rétturinn. Hverjar eru heimildir skattyfirvalda? Mál það, sem hér hefur verið gert að umræðuefni, snýst um heimildir skattyfirvalda til að breyta álagningu opinberra gjalda eftirá, þ.e.a.s. eftir að skattur hefur verið á lagður i upphafi á grundvelli framtals gjaldanda og án þess að fyrir skattyfirvöldum liggi nýjar upplýsingar, sem bendi til þess að rangt hafi verið fram talið. Spurning er um, hvort skattyfir- völdum sé jafnan heimilt þegar þeim sýnist svo, að breyta mati sinu á efnisatriðum skattfram- tals, án þess að ný gögn liggi fyrir. Niðurstöður sinar i mál- inu, sem hér hefur verið rætt, orðar dómarinn þannig, að gerðarbeiðendur hafi ekki ,,rök- stutt” nægilega staðhæfingar sinar um að framtal gerðar- beiðanda væri ekki nægilega traust til að skattlagning yrði á þvi byggð. Hér er auðvitað um það að ræða, að skattyfirvöldin eru talin hafa sönnunarbyrðina fyrir þvi, að gjaldandi hafi talið rangt fram. Og það leiðir hug- ann ennfremur að spurningunni um, hvort skattyfirvöldunum sé nægilegt að færa fram gögn, sem þeim voru tiltæk, þegar skattur var á lagður i upphafi, jafnvel þó slik gögn teldust sanna að framtal hefði verið of lágt. Eða m.ö.o., hvort gjald- andi eigi að bera áhættuna af þvi, að skattstjóra verði á mis- tök við álagningu. Lagaákvæðin Þau lagaákvæði, sem hér skipta máli eru 37., 38. og 4. mgr. 42. gr. laganna um tekju- skatt og eignarskatt. í 37. gr. segir m.a.: „Þegar framtalsfrestur er liðinn, skal skattstjóri leggja tekjuskatt og/eða eignarskatt á gjaldanda samkvæmt framtali hans. Þó skal skattstjóri leið- rétta augljósar reiknings- skekkjur i framtali svo og ein- staka liði, ef þeir eru i ósam- ræmi við gildandi lög og' fyrir- mæli. Ennfremur er skattstjóra heimilt að leiðrétta einstaka liði, ef telja má, að óyggjandi upplýsingar séu fyrir hendi, en gera skal skattþegni strax við- vart um slikar breytingar. Nú er framtalsskýrsla eða einstak- ir liðir hennar ófullnægjandi, ó- glögg eða tortryggileg eða skattstjóri telur þurfa nánari skýringar á einhverju atriði, og skal hann þá skora á framtelj- anda áð láta i té skýringar eða gögn, er á skortir, innan ákveð- ins tima, og er framfeljanda skylt að verða við áskorun skattstjóra. Ef skattstjóri fær fullnægjandi svar, leggur hann skatt á samkvæmt framtali og framkomnum skýringum, sbr. þó 47. gr. Fáist eigi fullnægjandi svar, skal skattstjóri áætla tekj- ur og eign skattþegns eftir bestu vitund og ákveða skatta hans i samræmi við þá áætlun, sbr. þó einnig 47. gr.” I 47. gr., sem þarna er visað til, eru heimildir fyrir skatt- stjóra til að bæta tilteknum prósentum við tekjur eða eign, sem skattþegn kann að hafa undanfellt i framtali sinu. Skipta’ þær ekki máli hér. t 38. gr. segir m.a.: „Hver sá, sem skýrt hefur frá tekjum sinum eða eignum lægri en vera ber og þvi greitt minni skatt en honum ber skylda til, skal greiða eftir á skattupphæð þá, sem undan var dregin. Þó skal eigi reikna skatt gjaldanda að nýju lengra aftur i timann en 6 ár.” Loks segir i 4. mgr. 42. gr.: „Nú telur rikisskattstjóri á- stæðu til að breyta ályktun skattstjóra um skattákvörðun samkvæmt lögum þessum, enda séu uppfyllt skilyrði 38. gr„ ef um hækkun er að ræða, eða öðr- um lögum um skatta og gjöld, sem lögð eru á af skattstjórum, og getur hann þá gert gjald- þegni skatt að nýju. Heimilt er gjaldanda að kæra slika álagn- ingu til rikisskattanefndar eftir reglum 41. gr.” Skattstjóra ber að sanna að framtal sé rangt Af framangreindum lagaá- kvæðum virðist vera ljóst, að skattstjóra beri, áður en hann leggur skatt á i upphafi, að afla frekari gagna um tekjur eða eignir, ef hann tortryggir fram- tal gjaldanda (37. gr.). Eftir að skattur hefur verið á lagður, virðist skattstjóri ekki geta breytt skatti gjaldanda i óhag, nema skilyrðum 38. gr. sé full- nægt, þ.e. að gjaldandi hafi skýrt frá tekjum sinum eða eignum lægri en vera ber, og hefur þá skattstjóri sönnunar- byrðina fyrir þvi, að rangt hafi verið fram talið. Ekki er gott að fullyrða um, hvernig á yrði litið, ef skattstjóri færði þessa sönnun með gögnum, sem honum voru tiltæk viðupphaflega álagningu, þannig að mistökum hans væri um að kenna, að álagning reyndist of lág i upphafi. Skv. orðalagi 38. gr. gæti honum þó virst heimilt að hækka álagn- ingu, þegar svona stendur á. A hinn bóginn er ljóst, að skatt- stjóra er ekki skv. 38. gr. heim- ilt að leggja viðbótarskatt á gjaldanda, þegar svo er ástatt, að framtal hefur verið rétt, en mistökum skattstjóra um það að kenna, að álagning varð of lág. Um heimildir rikisskattstjóra til breytinga á skattákvörðun- um skattstjóra, er i 4. mgr. 42. gr. gert ráð fyrir, að skilyrðum 38. gr. þurfi að vera fullnægt til að rikisskattstjóra sé heimilt að gera slikar breytingar. Athuga- semdirnar hér að framan um þýðingu 38. gr. eiga þvi að sinu leyti einnig við um þetta. Niöurstöður Niðurstöður minar eru þvi þær, að skattyfirvöldum sé ekki heimilt að breyta upphaflegri á- lagningu gjaldanda i óhag, nema sannað sé, að rangt hafi verið talið fram i upphafi. Sönn- unarbyrðin um að svo hafi verið hvilir á skattyfirvöldum. Skatt- stjóri hefur á hinn bóginn miklu rýmri heimildir til að meta sannleiksgildi framtala, áður en skattúr er á lagður i upphafi. Hitt er svo annáð mál, að mat skattstjóra á sannleiksgildi framtals, getur að sjálfsögðu orðið tilefni til þess að gjald- andi, sem á sig teldi hallað, gæti kært slika skattákvörðun eftir venjulegum reglum. (Stuðst hefur verið að nokkru við ritgerð prófessors Jónatans Þórmundssonar „Viðurlög við skattlagabrotum og skattlagn- ing eftir á” i Timariti lögfræð- inga 2. hefti 1973). Jón Steinar Gunnlaugsson hdl. SVA.ÐAMÓT i SKÁK Y) OKV0MR - «. NíJV- VINNINOURt KrR«v* - OHEWíV M.'uí>VtM8K vttö «. Umfetð iS SEM HAÞPDRA.TT1SMIDI GILDIK HJDLBARDflSflLAH BORGARTÚNI 24 - SÍMI 14925 - PÓSTHÓLF 5169 Tafltótag Reykjavíkur Skéksamband lslands Nýir snjóhjólbarðar Hollenskir heilsólaðir snjóhjólbarðar Skákáhugamenn Frímerkjasafnarar Númeruð umslög með teikningum eftir Halldór Pétursson og stimpli svæðamóts- ins i skák til sölu i söludeild svæðamótsins. Sendum i póstkröfu um land allt. Ath. aðeins 1000 umslög útgefin af hverri tegund. Aögöngumiðinn að svæðamótinu gildir sem happdrættismiði. Vinningar: Flugfar til Kaupmannahafnar og heim með Flugleiðum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.