Vísir - 29.10.1975, Qupperneq 14
til upphit-
unar og
annarra
hagnýtra
nota...
BHunflnnB
VÍSIR. Miðvikudagur 2!). október 1975.
Lífskjör
norðmanna
of góð?
Meirihluti norömanna
virðist viðbúinn því að
efnisleg lífsgæði þeirra
séu skert/ til þess að
koma á meira jafnvægi f
dreifingu náttúruauðæfa
milli vanþróuðu landanna
og þróuðu rikjanna. Þessi
viðhorf virðast einkum
útbreidd meðal lítt fé-
lagslega þróaðra þjóðfé-
lagshópa.
Þetta kemur fram i könnun-
um, sem sýna að 76% þeirra er
spurðir voru finnst lifskjör
norðmanna of góð. Upp i 84%
þeirra, sem ekki hafa neina
undirstöðumenntun og 81%
þeirra, sem hafa laun undir
venjulegum iðnaðarmanna-
taxta eru á þessari skoðun. 74%
heildarinnar töldu sig auk þess
geta komist af með brýnustu
nauðsynjar (sem raunar voru
ekki skilgreindar) i stað auk-
inna tekna og fleiri lifsþæginda,
ef öflun þeirra hefði i för með
sér aukna streitu. Þeir, sem
litinn félagslegan þroska hafa
virðast vera á þessari skoðun.
Aðeins 20% þeirra er spurðir
voru töldu auknar tekjur hafa i
för með sér hamingjusamara lif
fyrir venjuleg hjón. 27% töldu
þær hafa fleiri vandamál i för
með sér, en meirihlutinn taldi,
að ástandið mundi hvorki batna
né versna. Meira en 80% væru
viðbúnir þvi, að fórna tekju-
aukningu og neyslu til þess að
aðstoða við lausn vandamála
vanþróuðu rikjanna. 78% töldu
að sambúð rikra og snauðra
landa ylti ekki fyrst og fremst á
tækniaðstoð, heldur á jafnari
skiptingu lifsgæða.
Norska Gallupstofnunin
framkvæmdi þessa könnun fyrir
hönd stofnunar þeirrar, sem sér
um könnun á neysluvenjum,
næringarfræðistofnunina og
baráttuherferðina „Framtiðin
liggur i höndum okkar”. Sú
siðastnefnda er samvinnuhópur
um efnahagsfræðilegan þrýst-
ing, og var stofnuð i fyrra. Hún
telur nú yfir 7000 félaga. Nafn
sitt dregur samvinnuhópurinn
af bók, er núverandi stjórnandi
hans.Erik Damman, gaf út árið
1973.
Hópur þessi telur sig vera
„almenna herferð fyrir nýjum
lifsstil og jafnari skiptingu
náttúruauðlinda”. Leggur hann
töluverða áherslu á vandamál
þróunarrikjanna og samband
þeirra og þeirrar hagvaxtar-
stefnu, er haldið er frám i iðn-
væddum rikjum.
t stjórn herferðarinnar má
nefna Thor Heyerdahl og
sænska hagfræðinginn, Gunnar
Myrdahl. Herferð þessi álitur
skoðanakönnunina mjög gagn-
lega fyrir stjórnmálamenn, sem
hyggjast koma á nýjum stefn-
um i skiptingu auðlinda.
DJUPUR OG
DRAUMLAUS
SVEFN EYKUR
LÍKURNAR Á
HJARTAÁFALLI
Þegar fólk sefur djúpuin og
draumlausum svefni aukast
likurnar á, að það fái lijarta-
áfall, ’ er liaft cftir þekktum
bandariskum hjartasérfræingi,
dr. Henry Mclntosh.
Eftir að hafa komist að þess-
ari óhugnanlegu staðreynd
hefur dr. Mclntosh hafið ná-
kvæmar rannsóknir á þvi hvort
svefnlyf auka hættuna á hjarta-
áföllum.
— Hingað til hefur jafnan
verið álitið, segir læknirinn enn-
fremur, — að sá timi sem okkur
dreymir hafi verið liklegastur
til þess að við fáum hjartaáfall,
vegna þess álags, bæði andlegs
og likamlegs sem draumar hafa
á okkur.
Eftir tilraunir sem gerðar
hafa verið á svínum hefur hið
gagnstæða hins vegar komið i
ljós. Djúpur, draumlaus svefn
er hættulegasta timabil sólar-
hringsins.
Við tilraunina var gerð skurð-
aðgerö sem stiflaði hjartaslag-
æð i heilbrigðum svinum. Við
þetta bæði jókst hjartsláttur
þeirra og varð óreglulegur. Hjá
mönnum eru þetta merki um að
hjartaáfall sé i aðsigi. — Þegar
svinin voru látin sofa léttum
svefni hægðist hins vegar á
hjartslættinum.
Hjartsláttur tilraunadýranna
jókst um 15%, sem eykur lik-
urnará hjartastöðvun til muna.
Ef óreglulegur hjartsláttur
verður þess valdandi að hjartað
stöðvast, getur dauðann borið
að höndum innan fjögurra
minútna, ef hjartanu er ekki
komið af stað aftur.
Mclntosh, sem er formaður
læknadeildarinnar við Baylor
læknaskólann i Houston. Texas,
segir að nú verði lögð höfuð-
áhersla á að rannsaka hvaða
áhrif svefnlyf hafa á þennan
djúpa svefn. „Ef þau hafa þau
áhrif að lengja þetta svefntima-
bil, gefur það auga leið að slik-
urnar á hjartáfalli aukast við
neyslu þeirra,” segir hann.
Annar læknir, dr. Richard
Verrier, sem vinnur að svip-
uðum rannsóknum við Harvard
háskólann segir, að greinilegt
samband sé á milli óreglulegs
hjartsláttar og dýpt svefnsins.
IWM—I
I.ikan af þvi sem koma skal. Þak hins nýja menntaskóla I Wiehl (50km. austur af Köln) mun fá ótelj-
andi sólgripa, sem tnunu bæði nægja til upphitunar leikfimisalarins og'utanhússsundiaugarinnar
(t.v. — sést ekki á myndinni) allt árið. Itannsóknarráðuneyti Bonnstjórnarinnar hefur lagt fram 10
milljónir marka til þessara framkvæmda.
Uppdrættir að húsum framtiðarinnar? Arkitektarnir Balir og Gansfort hafa á prjónunum hús hituð
upp með sólarorku. Myndirnar tala sinu máli.
mmmmam
Gervivatn, gert af manna-
höndum og áætlanir til hag-
kvæmrar nýtingar sólarorku
eru vel á veg komnar i Vestur-
Þýskalandi — og kann jafnvel
að slá út kol, oliu og kjarnorku
sem aðaleldsneyti.
I Bremen eru iðnverkfræðing-
ar i geimvisindum hjá ERNO
félaginu að vinna að þvi að
safna sólargeislum með aðstoð
risavaxinna spegla, breyta
þeim siðan i hitaorku og eima
þá orku siðan i tönkum gerðum
af mannahöndum. t Miinchen
hafa tæknimenn
Messerschmitt-Bölkow-Blohm
fyrirtækisins smiðað sólarorku-
kerfi, er notar spegla gerða úr
venjulegu rúðugleri til að safna
sólarorku er vinna má úr raf-
orku fyrir dælustöðvar og
áveitukerfi.
I Friederichshafen við
Constancevatn, eru visinda-
menn við Dornierverksmiðjurn-
ar að gera tilraunir með sólar-
orku i vinnslu ferskvatns úr sjó
með aðstoð svokallaðra hita-
leiðslna og breyta þannig sjó i
tært vatn.
1 Wiehl i Bergisch-héraði i
Mið-Þýskalandi, getur sundfólk
varla beðið eftir vetrinum, þar
eð sundlaugar þeirra hafa ver-
ið endurbættar, svo 24 gráður á
C hiti helst jafnt allan ársins
hring vegna sólarorku.
1 Aachen vigði Hans
Matthöfer, ráðherra, nýlega
einbýlishús Philipsverksmiðj-
anna, er hafa sólarorkusafnara
á þakinu, er framleitt geta
nægilega orku til aö hita upp
vatn er nægi til upphitunar og
annarrar notkunar allt árið.
Og hvað hefur allt þetta að
segja? Þetta boðar kaflaskipti i
rannsóknum á nýtingu sólar-
orku i vestur-þýska sambands-
lýðveldinu. Visindamenn voru
knúnir til að standa augliti til
auglitis við orkukreppuna
1973—74. Rannsóknarráðuneyti
Bonnstjórnarinnar hefur einnig
veitt allriflegan styrk til rann-
sókna á nýtingu sólarorku. 1 ár
hafa um 14 milljónir og 500.000
mörk farið til slikra rannsókna
og áætlanir um 110 milljónir
marka i viðbót á næstu fimm ár-
Dr Bernd Stoy, yfirmaður
deildar þeirrar, er fæst við
„hagnýta orkuvirkjun” við raf-
fræðistofnunina i Essen, trúir
þvi að sólarorka komi sterklega
til greina við val orkulinda á
niunda áratug þessarar aldar,
ásamt hefðbundnari orkulind-
um, eins og kojum, oliu og
kjarnorku. Þvi til stuðnings,
bendir hann á það að áætlaður
byggingakostanður fyrsta
kjarnorkuversins, sem ætlað er
til stöðugrar orkuframleiðslu,
og á að byggja nálægt Kalkar i
lægri Rinarhéruðum, séu nú um
tvö þúsundir milljónir marka.
Til samanburðar, kosta áætlan-
ir þær, sem stofnunin hyggst
gera um nýtingu sólarorku,
aðeins um 13 milljónir marka.
Hér um bil 50 til 60% af grunn-
orkuþörf sambandslýðveldisins
stafar af þörfinni á lágum hita
(minna en 100 stig á C.) Mestur
hlutinn fer til húsahitunar
(40%) eða til upphitunar vatns.
Sólarorka er tiivalin til slikra
þarfa.