Vísir - 29.10.1975, Side 17

Vísir - 29.10.1975, Side 17
VtSIR. Miðvikudagur 29. október 1975. 17 í DAG | D □ J 0 > * □ □AG | D KVÖLD | □ DAG | Tveir nýir sakamáki- þœttir í sjónvarpið- Columbo og McCloud Tveir nýir sakamálaþættir eru nú væntanlegir i sjónvarpið i stað „Farþegans” sem lýkur göngu sinni i kvöld. Þættirnir tveir eru báðir ame- riskir og hafa notið mjög mikilla vinsælda á Norðurlöndunum. Annar heitir Columbo en hinn McCloud. Gert er ráð fyrir að 8 þættir af hvorum myndaflokknum verði sýndir hér i sjónvarpinu, en þættirnir eru allir sjálfstæðir. Columbo verður sýndur ann- an miðvikudaginn en McCloud hinn og þannig koll af kolli. Með aðalhlutverkið i McCloud fer leikari að nafni Denis Weav- er. Hann kannast kannski margir við úr þættinum „Gun- smoke” sem sýndur hefur verið i ameriska sjónvarpinu. Með aðalhlutverkið i Columbo fer Peter Falk, sem sjálfsagt margir kannast við. Þættirnir eru yfirleitt um 60 minútur að lengd. Nú fáum við aðsjá læknana „Ilit” og hvltu sloppana þeirra llka WíSx $ K ' v 7 ~T' - j IL. > „Nú fóum við oð sjó hvítu sloppana í lit!" Hvað verður sent út í lit í þessari viku? Þeir, sem hafa yfir litasjón- varpi að ráða, velta þvi liklega ekki lengur fyrir sex hvað sé i sjónvarpinu þetta og þetta kvöldið, heldur hvað sé i lit i sjónvarpinu. Kannski fer það lika svo að menn fara i heimsókn til ná- granna eða kunningja til þess einsaðsjá einhvern þáttinn i lit- um. Hér áður fyrr fóru menn i heimsóknir til þess að sjá sjón- varp. Þeir eru þó margir sem segj- ast ekki svo háðir sjónvarpinu að þeir þurfi að sjá þættina i lit. En fyrir þá sem hafa áhuga, þá ætlum við að benda á þá dag- skrárliði sem verða i lit það sem eftir er vikunnar. I kvöld er aðeins einn þáttur • sendur út i lit. Það er „Farþeg- inn”, og þetta er reyndar siðasti þátturinn sem sýndur er. Ekkert meira sjáum við i lit þetta kvöldið. Á morgun sjáum við ekki einu sinni þátt i svart/ hvitu en hvað um föstudaginn? Þá verður enginn þáttur send- ur út i lit. Að visu þorum við ekki alveg að fullyrða það um „Fortiðin á sér framtið”, mynd frá Sameinuðu þjóðunum. En eftir þvi sem við komumst næst, er hún svört/ hvit. Á laugardaginn horfir þó allt til hins betra. Þá geta menn séð tvo þætti i lit. Fyrst er það lækn- ir i vanda sem sendur verður út i lit. „Nú getum við fengið að sjá hvitu sloppana i lit!” varð ein- um að orði. Strax á eftir fer svo þáttur sem kallast: „Herlúðrar gjalla”. Hann verður að öllum likindum sendur út i lit. —EA Þýðir ekki að kvarta yfir laununum...: Nýr þúttur „Vinnumár' hefur göngu sína — fjallar um lög og rétt á vinnumarkaði Nýr þátturhefur göngu sina i útvarpinu i kvöld. „Vinnumál” kallast hann og umsjónarmenn eru' lögfræðingarnir Gunnar Eydal og Arnmundur Backman. Þátturinn verður á dagskrá hálfsmánaðarlega. „Við ætlum að fjalla um lög og rétt is- lenskra vinnumála, réttindi og skyldur launþega og atvinnu- rekenda,” sagði Arnmundur þegar við höfðum samband við hann. Hann sagði að félagasamtök- um, frá báðum hliðum, yrði gefinn kostur á að kynna starf- semi sina og skipulag. Viðtöl verða við aðila vinnumarkaðar- ins, en ekki verður rætt um kjaramálin i heild, heldur leik- reglur i þessum efnum. „Við ætlum einnig að reyna að gefa hlustendum kost á þvi að senda til þáttarins spurningar og ágreiningsefni innan þessara marka. Það þýðir sem sagt ekki að kvarta við okkur yfir launun- um.” Og fyrsti þátturinn hefst i kvöld klukkan 19.35. __EA Maður er nú bókstaflega tilneyddur til aö taka ofan fyrir sumu fólki! | ÚTVARP ♦ 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og verðurfregn- ir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Á fullri ferð” eftir Oscar Clausen Þorsteinn Matthiasson les (12) 15.00 Miödegistónleikar Roberto Szidon leikur Pianósónötu nr. 1 i f-moll eftir Alexander Skrjabin. Filiharmoniusveitin i Los Angeles leikur „Dýrðar- nótt”, sinfóniskt tónaljóð op. 4 eftir Arnold Schön- berg, Zubin Metha stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Tveggja daga ævintýri” eftir Gunnar M. Magnúss. Höfundur les (2). 17.30 Franiburðarkennsla I dönsku og frönsku 17.50 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 1845 Veðurfregnir. Oagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir, Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35. Vinnumál Þáttur um lög og rétt á vinnumarkaði. Umsjónarmenn: Lögfræð- ingarnir Gunnar Eydal og Arnmundur Backman. 20.00 Kvöldvakaa. Einsöngur Guðmunda Eliasdóttir syngur islenzk lög. b. Elsti rithöfundur rangæinga. Helgi Hannesson flytur erindi: siðari hluti. c. „Krókárgeröur”, visnaflokkur eftir Ólinu Jónasdóttur, Indriði Þ. Þórðarson kveður. d. „Þjóösagan hefst”, Sveinn Bergsveinsson les kafla úr óprentaðri skáldsögu. e. Kórsöngur. Liljukórinn syngur lög við kvæði Einars Benediktssonar, Jón As- geirsson stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Fóstbræður” eftir Gunnar Gunnarsson Þorsteinn ö. Stephensen les (8) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Kjarval” eftir Thor Vilhjálmsson Höfundur les (7) 22.35 Skákfréttir 22.40 Djassþáttur Jón Múli Árnason kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÓNVARP • 18.00 Naglinn. Sovézk teikni- mynd. 18.10 Pýratemjarinn. Sovézk teiknimynd. 18.20 List og listsköpun. Bandariskur fræðslu- myndaflokkur fyrir ung- linga. 2. þáttur. Myndskip- un.Þýðandi Hallveig Thor- lacius. Þulur Ingi Karl Jó- hannesson. 18.45 Kaplaskjól. Brezkur myndaflokkur byggður á sögum eftir Monicu Dickens. Sólardagur. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Pagskrá og auglýsingar 20.40 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Aðalsteinn Ingólfsson. 21.25 Farþeginn. Brezkt saka- málaleikrit. Lokaþáttur. Aðalhlutverk Petur Bark- worth og Paul Grist. Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. 22.10 Gömlu dansarnir. Hljómsveit Guðjóns Matthiassonar leikur fyrir dansi i sjónvarpssal. Dans- stjóri og kynnir Kristján Þórsteinsson. Stjórn upp- töku Egill Eðvarðsson. Þessi þáttur var frumfluttur 2. ágúst 1975. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að afla þarf leyfis heilbrigðismála- ráðs, til að setja á stofn eða reka hárgreiðslustofu, rak- arastofu eöa hverskonar aðrar snyrtistofur. Skilyrði til þess, að slik fyrirtæki verði leyfðeru m.a., að húsakynni séu björt og rúmgóð, með nægjanlegri loftræstingu og upphitun, og megi ekki vera i sambandi við óskyldan atvinnurekstur eöa i ibúð, sbr. ákvæði Heilbrigðisreglugerðar frá 8. febrúar 1972. Reykjavik, 28. september 1975, Heilbrigðismálaráð Ileykjavikurborgar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.