Vísir - 03.11.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 03.11.1975, Blaðsíða 5
Visir. Mánudagur 3. nóvember 1975. LÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ morgun ÚTLÖND í morgun ÚTL Umsjón: Guðmundur Pétursson Fjaðrir Kissingers stýfðar og Schles- inger vikið frá Stórtiðinda er vænst frá stjórn Hvita hússins i dag þar sem tilkynnt verði mannaskipti i nokkrum áhrifamestu embættum bandarisku stjórnarinnar. Fjölmiðlar i Banda- rikjunum hafa klifað á þvi i gær og i nótt að James Schlesinger varnarmálaráðherra hafi verið vikið úr emb- ætti, dregið hafi verið úr áhrifum Henry Kiss- ingers utanrikisráð- herra og annar maður settur yfir leyniþjón- ustuna CIA i stað Willi- ams Colby. Þetta hefur ekki verið staðfest af hálfu stjórnarinnar ennþá, en útvarpsstöðvar i Bandarikjun- um bera fyrir fréttum sinum öldungadeildarþingmanninn, Henry Jackson sem sæti á i varnarmálanefnd öldungadeild- arinnar. Það hefur lengi verið opinbert leyndarmál að innan stjórnar- innar hafa þeir Kissinger og Schlesinger lengi glimt umvöld- in. Ágreiningur þeirra um mikilvæg stefnuatriði i utanrik- is-og öryggismálum hefur verið svo djúpur að það þykir furðu sæta að þeir skuli hafa svo lengi haft samleið án þess að til loka- uppgjörs kæmi. Schlesinger varnarmálaráð- herra hefur verið eindreginn talsmaður harðari afstöðu gagnvart sovétstjórninni i and- stöðu við tilslakanir Kissingers og hlákutilraunir. Dr. Kissinger hefur á meðan legið undir gagnrýni fyrir að njóta meiri áhrifa en Banda- rikjamönnum þykir vera hollt einum manni sem ekki situr i forsetastóli. — Hann fer með embætti utanrikisráðherra, er ráðgjafi forsetans i öryggismál- um, formaður öryggismálaráðs stjórnarinnar og stýrir þar að James Schlesinger, varnar- málaráðherra: Beið lægri lilut i valdataflinu við Kissinger. auk 40 manna nefndinni sem sett er yfir leyniþjónustuna CIA. — Enginn maður annar i Bandarikjunum á eins greiðan aðgang að forsetanum og dr. Kissinger. Hann og Schlesinger hafa Kissinger og Ford forseti: Eng- inn hel'ur haft jafngreiðan að- gang að forsetanum til þess að haía áhrif á ákvarðanir hans og dr. Kissinger. Valdatafli þess- ara óhrifamestu embœttismanna Ford-stjórnar- innar lokið með sigri Kissinger lengi keppt um traust forsetans og sýnist nú sem Schlesinger hafi orðið undir i þvi valdatefli. Þessar breytingar i stjórn- inni, ef Jackson þingmaður fer rétt með, eru raktar til andstöðu þingsins við Kissinger sem glöggt kom i ljós á föstudaginn þegar leyniþjónustunefnd full- trúadeildarinnar yfirheyrði ut- anrikisráðherrann um störf leyniþjónustunnar. Kissinger var þar sakaður um að hafa tekið lokaákvarðanir um flestarþær ámælisverðu að- gerðir leyniþjónustunnar sem orðið hafa tilefni til rannsóknar é. starfsháttum hennar. — I sjálfsvarnarskyni upplýsti ráð- herrann þá að í öllum slikum til- vikum hefði Bandarikjaforseti i gegnum árin lagt blessun sina á myrkraverkin. Þessi uppljóstrun kom eins og reiðarslag á bandarisku þjóðina, sem aldrei hefur mátt til þess hugsa, að forsetar hennar, arf- takar drengskaparmannsins Georg Washingtons, hefðu ekki óflekkaðar hendur. Þeir sem gegnt hafa forsetaembættum um árin hafa jafnan þvegið hendur sina af aðgerðum leyni- þjónustunnar með yfirlýsingum um, að þeir hafi ekkert um þau verk vitað. — Það hefur æ ofan i æ vitnast, að leyniþjónusta USA er ekki alltaf vönd að meðölum, fremur en aðrar sambærilegar stofnanir. Þessar óstaðfestu fréttir um mannaskiptin i stjórninni hafa að vonum þegar vakið spurn- ingar um hverjir muni taka við þessum mikilvægu embættum. Reuter-fréttastofan telur, að George Bush, ambassador USA i Peking, muni leysa William Colby yfirmann CIA af hólmi. Sömuleiðsis, að Brent Scowcroft hershöfðingi verði formaður öryggismálaráðsins en hann þykir dyggur stuðningsmaður dr. Kissingers sem setti hann i starf Alexanders Haigs hershöfðingja þegar Haig tók við yfirmannsstöðu Nato-herj- anna. Juan Carlos, hinn nýi leiðtogi Spánar, sést hér kanna spænska varnar- liðið i E1 Aaiun i spænsku Sahara. Sortnar í lofti yfir V-Sahara Kurt Waldhcim, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur frestað fyrirhugaðri heimsókn sinni til Kúbu til þess að gefa sig allan að þvi að reyna að ná sam- kontulagi i deilunni sem sprottið hefur upp um spænsku Sahara. Þykir heldur betur hafa sortnað i lofti eftir að spænska stjórnin lýsti þvi yfir, að hún mundi gripa til örþrifaráða gegn hverju þvi erlendu riki sem réðist inn i ný- lenduna. — Þar með er ljóst að hinn nýi leiðtogi Spánar, Juan Carlos prins, vilar ekki fyrir sér að beita hernum gegn gönguliði Hassans Marokkókonungs sem hinn siðarnefndi hyggst senda inn i Sahara. Hassan hefur eftir þessu yfir- lýsingu Spánarstjórnar enn árétt- að, að hann hviki ekki frá þvi að send 350 þúsund manns fótgang- andi inn i þetta fyrrverandi yfir- ráðasvæði soldána Marokkó. öryggisráð S.þ. fjallaði um málið á þriggja stunda fundi i gær, en þá var fundinum frestað. Forseti ráðsins, Jacob Malik, ambassador Sovétrikjanna, bað meðlimi ráðsins að vera við þvi búna að þurfa að koma saman aftur i skyndi ef til tiöinda dragi i Vestur-Sahara. KSfu dómkirkjuna í KSIn og stálu ómet- anlegum verðmœtum Borgarbúar stóðu ólengdar aðgerð- arlausir og köll- uðust ó við þjófana Tvennt togar á í hugum manna í Köln eftir biræf- inn þjófnað sem framinn var í dómkirkjunni: að- dáun á dirfsku þjófanna og klifurfimi, og hins vegar gremja yfir af- skiptaleysi vegfarenda og sauðshætti. Eins og fjallgöngumenn með reipi og kaðalstiga klifu þjóf- arnir upp 44 metra hátt kirkju- skipið i kvöldskugganum til þess að komast inn um loftinn- tak uppi á þaki. — Loftinntakið lá inn i geymslu uppi á kirkju- loftinu, þar sem varðveittir voru mestu dýrgripir dómkirkj- unnar. Þar fylltu þeir sekki sina af kirkjugripum og völdu úr kjör- gripi úr gulli og silfri sem sumir voru perlum og demöntum skreyttir. Var það gifurlegur auður sem þeir höfðu með sér i i góðum málmum og eðalstein- um, en mest eftirsjá er þó að mörgum þessara gripa fyrir þær sakir að þetta voru listmun- ir, sumir frá 16. öld — ómetan- legir til fjár. lbúar i Köln sem voru á gangi um lágnættið sáu þjófana tvo Dómkirkjan i Köln með eigin aukum klifra niður þakið og kirkjuvegginn með pokana á bakinu. — Enginn hreyfði legg né lið til þess að stöðva þá eða kalla til lögreglu. ,,Það er naumast maður trúi þvi, en sumir þeirra sem spankuleruðu þarna um hróp- uðu hótfyndni til þjófanna eins og þetta væri eitthvert sýning- aratriði,” sagði einn lögreglu- maðurinn sárgramur við frétta- mann Reuters þegar lögreglan kom á staðinn alltof seint og greip i tómt. Þjófarnir gerðu sér slikar klyfjar úr gersemunum. að þeir urðu að skilja innbrotsáhöld sin eftir á staðnum. Sást hvar þeir h'öfðu plokkað eðalsteina úr dýr- lingamyndum. — Nú kviða menn þvi að þjófarnir séu þegar búnir að bræða þessa kostagripi til þess að geta selt gullið og silfrið án þess að það þekkist aftur. Lögreglan fékk siðust allra að vita um innbrotið. Það var ekki fyrr en 71 árs gamall nætur- vörður kirkjunnar kvaddi hana til. Hann taldi sig hafa hevrt eitthvert þrusk inni i kirkjunni. — En lögreglan varð að byrja á þvi að leita uppi kirkjuþjóninn til þess að fá kirkjulykilinn svo að hún kæmist inn. Umfangsmikil leit stendur nú yfir. Erkibiskupinn i Köln hefur boðið 50.000 marka laun fyrir upplýsingar sem leitt gætu til þess að þýfið finnist.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.