Vísir - 07.11.1975, Qupperneq 2
2
VtSIR. Föstudagur 7. nóvember 1975.
vtentspro
Fylgist þú með skák-
mótinu?
Droplaug Svavarsdóttir,
vegfarandi: Ekki neitt,
aldrei haft neinn áhuga
á skák.
Sigurður Simonarson,
nemi: Voðalega litið. Ég
tefli einstaka sinnum
sjálfur.
Geirlaugur Árnason,
organisti: Ég hef fylgst
með þvi i fréttunum. Ég
vona að Friðrik komist á
millisvæðamótið.
Jón G. Hilmarsson, tré-
smiður: Nei, ekkert
fylgst með þvi.
Sigríður Vilhjálmsdótt-
ir: Alls ekkert. Ég fylg-
ist litið með skák.
Þórður Óskarsson, sál-
fr.nemi: Nei, það hef ég
ekki gert. Ég vona bara
að Friðrik standi sig vel.
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
i s|onvarpi
Jón Jóhannesson skrifar:
Ég ætla að byrja á þvi að
þakka Visi fyrir góða og liflega
iþróttasiðu, sem örugglega hef-
ur hjálpað blaðinu mikið i hinni
hörðu samkeppni að undan-
fömu.
Efniðerfjölbreytt og ekki ein-
göngu um handbolta og fótbolta.
tþróttaunnendur eins og ég hafa
gaman af að lesa fréttir um aðr-
ar iþróttagreinar, eins og til
dæmis blak, karate, tennis,
skauta, skiði, og fleira i þeim
dúr.
En hugmyndin hjá mér var
ekki að skrifa um iþróttafréttir
Visis. Þær eru nógu góðar. Það
sem ég ætlaði að skrifa um eru
iþróttafréttirnar i sjónvarpinu.
Blaðrið i
Bjarna og ómari
Þær hafa verið ömurlega lé-
legar á undanförnum árum, en
eru nú víst eitthvað að skána, og
er það vegna þess, að sjónvarp-
ið er farið að fá efni frá danska
og sænska sjónvarpinu.
Þessar fréttir eru ágætar.
Stuttar myndir og vel teknar.
En það sem ég hef þó séð af
þeim og öðrum fréttamyndum i
iþróttaþáttum sjónvarpsins
hafa þó verið stórlega skemmd-
ar með kjaftagangi umsjónar-
manna þáttanna, þeim Bjarna •
Felixsyni og Ómari Ragnars-
syni. Þeir eru blaðrandi i tima
og ótima, og oftast um eitthvað
sem ekkert skiptir máli. Mynd-
irnar mundu njóta sin mun bet-
ur ef erlendu þulirnir fengju að
komast að fyrir þeim við og við.
Það er allt i lagi að segja nokkur
orð, svona til skýringar, en það
er óþarfi að kjafta allt i hel.
Þurfa að komast
i kaffi!
Annað sem mig langar til að
ræða um er enska knattspyrn-
an, sem hefur verið án efa vin-
sælasta efnið i sjónvarpinu á
undanförnum árum. Siðustu
þættirnir hafa þó verið eyði-
lagðir með þvi að klippa aftan af
þeim viðtölin og siðari leikinn,
sem alltaf hefur fylgt með. Ég
veitekki hvað það á að þýða, þvi
það hefur tekið litinn tima að
sýna þá. Það eina sem mér dett-
ur i hug er að sjónvarpsliðið
þurfi að komast i kaffi áður en
fréttirnar byrja klukkan átta á
laugardögum. En er ekki hægt
að sleppa þessum kaffitima og
lofa fólki að sjá alla filmuna?
Loks er það ein ábending til
sjónvarpsins. Er ekki nokkur
leið að fá að sjá glefsur úr leikj-
um liðanna, sem islendingarnir
leika með i Belgiu, Þýskalandi
og Skotlandi. Þar eru einir átta
af okkar bestu handknattleiks-
og knattspyrnumönnum, og ég
er viss úm að það yrði vinsælt
efni ef sjónvarpið sýndi myndir
af þeim.
Erlendar myndir af
islendingum
Ég sá fyrir nokkrum dögum
þegar ég var á ferðalagi um
Þýskaland og Skofland, iþrótta-
fréttir, þar sem meðal annars
voru sýndir leikir þar sem is-
lendingarnir voru að keppa, og
voru þær mjög góðar, og mik-
ilauglýsing fyrir ísland. Ég trúi
þvi ekki að það sé ekki hægt að
fá keyptar stuttar fréttamyndir
frá til dæmis skoska og þýska
sjónvarpinu, og einnig þvi belg-
iska.
Þessar myndir eru ekki
notaðar aftur eftir eina sýningu,
ekki frekar en islenskar frétta-
myndir, og þvi ætti að vera auð-
velt að fá þær fyrir litinn pening
þegar þær eru orðnar gamlar.
Þær geta verið jafngóðar fyrir
það handa okkur Islendingum.
Gaman væri að heyra svar
sjónvarpsmanna við þessu, og
að vita hversu hart þeir hafi lagt
að sér til að ná I þessar myndir.
Það getur ekki hafa verið mikil
harka eða áhugi fyrst þær eru
ekki komnar enn.
Visir hafði samband við ómar
Ragnarsson. Hann sagði að
klippingin aftan af ensku
knattspyrnunni stafaði einfald-
lega af þvi að tfminn væri þrot-
inn. Hins vegar hvað hann
styttri leikinn stundum settan
inn i fyrri þáttinn þ.e. milli 5 og
6.30. Varðandi kjaftavaðalinn
sagði Ómar að ef þeir töluðu
minna með myndunum fengju
þeir upphringingar og ægilegar
ákúrur frá áhorfendum þátt-
anna.
ómar sagði að vissulega hefði
verið reynt að fá efni t.d. frá
skotum og belgum en slikt væri
hreint ekki eins auðvelt og fólk
virtist halda. Of dýrt væri að
kaupa heila leiki og ekki hlaupið
að þvi að fá erlendar stöðvar til
að senda glefsur úr leikjum, auk
þess sem margt af þessu efni
væri sent út beint erlendis og
væri þvi ekki til á böndum.
Leiðin til úrbóta væri að fá
beina linu hingað, en þá þarf
jarðstöð sem kostar nokkur
hundruð milljóna. Þegar mikið
er að gera hjá stöðvun úti fá is-
lendingar þvert nei við ósk-,
um um að efni sé tekið upp og
sent.
Skortur á skólatanniœknum:
Vangefnu'
bömum er
vísað f rá
„Okkur vantar sjö til átta
tannlekna i viöbdt til aö geta
sinnt fyllilega hlutverki okkar.
Fimtn tannittknar hættu I fyrra,
og ekki hefur tekist aö fyila I
skarö þcirra."
Þetta sagöi Óli A. Bieltvedt
yfirskólatannleknir I Reykjavlk
I viötaii viö VIsi I morgun. '
Hann sagöi, aö vegna þessa
gstu skólatannlekningar
Revkiavikur llkleca ekki sinnt
aldrinum 6 til 15 ára.
„Eldri'börnin veröa I vetur aö
sekja til annarra' tannlækna I
borginni. En Sjúkrasamlagiö
greiöir aö sjólfsögöu tannviö
geröirnar," sagöi Óli.
Skortur á skólatannleknum
hefur m.a. valdiö því aö þurft
hefur aö vlsa vangefnum börn-
um frá. Styrktarfélag vangef
inna hefur bent foreidrum van-
Hœttulegir ökumenn
Meiri frœðslu í fjölmiðlanna
Villandi fyrirsögn...
Oli A. Bieltvedt hafði samband
við blaðið og sagði að fyrirsögn i
VIsi á þriðjudag gæti hafa virk-
að villandi á einhverja af les-
endum blaðsins. Með frétt um
skólatannlækningar stóð fyrir-
sögnin „Vangefnum börnum er
vísað frá”. Til að forðast allan
misskilning, skal tekið fram, að
það er að sjálfsögðu ekki af
mannvonsku sem vangefin börrj
fá ekki tannviðgerðir hjá skóla-
tannlæknum.
Astæðan er fyrst og fremst sú
að skólatannlækningar i
Reykjavik anna ekki einu sinni
þvi sem þeim ber skylda til, að
gera við tennur allra skóla-
barna á aldrinum 6 til 15 ára.
Þvi er ekki smuga á að taka inn
vangefin börn til tannviðgerða
hjá skólatannlækningum.
,,jón” skrifar:
Mikil alda umferðarslysa
dynur nú yfir og flettir fólk
varla blaði svo ekki sé sagt frá
banaslysi i. umferðinni. Októ-
bermánuðir hafa jafnan verið
mestu slysamánuðirnir og er
siðasti mánuður liklega með
þeim verstu i fjöldamörg ár.
Það kemur alltaf upp i huga
manns hverjar séu ástæðurnar
fyrir þessum slysum og hve
lengi slepp ég. Ég segi það alveg
satt að suma dagana þegar ég
er á leið heim úr vinnunni verð
ég að sæta lagi til að komast
heim og mikið lifandis ósköp
getur verið notalegt að sleppa
inn I innkeyrsluna.
Astæðurnar, það er nú það.
Auðvitað verða menn aldrei
sammála um þær en mig langar
að nefna hér nokkur dæmi sem
ég held að hljóti að verða þung á
vogarskálinni:
Ég held að á undanförnum ár-
um hafi enginn umferðar-
fræðsluþáttur verið i dagblöð-
unum — enda þótt flest ef ekki
öll blöðin hafi staðið opin fyrir
slikum þáttum.
Umferðarreglur ganga úr sér
eins og aðrar reglur og verður
að endurskoða þær með fárra
ára millibili — jafnvel árlega.
Þær reglur sem við þurfum að
fara eftir i dag eru margar
hverjar svo úreltar að útilokað
er að fara eftir þeim. Og illt er
þegar settar eru reglur til að
láta brjóta þær.
Hæfnispróf verður að taka
upp eins fljótt og unnt er, og
mæli ég með aðþeir sem að ekki
standistprófiðfáimiða sem þær
geti limt aftan og framan á blla
slna sem á stendur:
HÆTTULEGUR.
Okumenn — þökkum guði
fyrir þegar við erum komnir
heim án þess að hafa lent i
óhappi.
Að lokum þetta: I sjónvarpi
hefir verið þáttur um umferðar-
mál sem hefir náð til mjög
margra bilstjóra og t.d. er allt
annað og mikið betra að aka
Keflavikurveginn eftir að
kennsla i notkun akstursljósa
fór fram i þættinum.
Visir vill I þessu sambandi
benda á þátt um umferðarmál i
blaðinu I dag. Meiningin er að
gera eitthvað frekar i þessum
málum á næstunni I blaðinu.