Vísir - 07.11.1975, Page 8

Vísir - 07.11.1975, Page 8
8 VÍSIR. Föstudagur 7. nóvcmber 1975. Stœrsta einka- verslun í eigin húsnœði og greiðir tekjuskatt Vörumarkaðurinn hf. i Reykjavik cr uú orðinn stærsta einkaverslun i eigin liúsnæði á islandi. Vcrslunin er nú að taka i notkun (»00 lermetra viðbót við inatvöruverslun á fyrstu hæð, seni nú er oröin 900 fermetrar. 1 þessu nýja húsnæði verður sérstök kjötdeild, þar sem fryst og nýtt kjör verður selt i sjálf- sölu. Þá er gert ráð fyrir mjólk- ursölu. Þess má geta, að kæli- og frystibúnaður vegna þessar- ar viðbótar kostaði 15 milljonir króna. Xorskur sérfræðingur innrétlaði Norskur sérfræði'ngur frá þarlendum kaupmannasamtök- um var fenginn til að hanna inn- réttingar og niðurröðun þeirra. Tveir kæliklefar og einn frysti- klefi eru til hliðar við verslun- ina. Þar eru geymdir ávextir og annar viðkvæmur varningur. Þessir klefar voru keyptir til- búnir og tók um 3 klukkustundir að ganga frá hverjum eirra. Steypiböð fyrir starfsfólk. Á jarðhæð verslunarinnar er nú verið að ganga frá 500 fer- metra verslun, þar sem verða húsgögn og heimilistæki. Þar verður einnig góð aðstaða fyrir starfsfólk, meðal annars steypi böð, sem er nýlunda i verslun hérá landi. Þá verður bilastæð- um fjölgað og hringakstur verð- ur um húsið. Mikil aukning hefur orðið i allri verslun fyrirtækisins. Hef- ur hún verið nærri tvöföld á hverju ári, og á þessu ári hefur orðið 92% söluaukning á mat- vöru. Stofnandi og eigandi verslun- arinnar er Ebeneser Asgeirs- son. Verslunin var opnuð 8. september 1967, og var þá 100 fermetra matvöruverslun á 1. hæð, Siðan var sú deild stækkuð i 300 fermetra, opnuð var 500 fermetra deild með heimilistæki á 2. hæð. Þar voru einnig seld húsgögn. Þvi næst var opnuð 300 fermetra deild á 3. hæð, þar sem seld hefur verið vefnaðar- og gjafavara. Kaupandi sparar vinnuafl og peninga Þegar Ebeneser opnaði Vöru- markaðinn lagði hann áherslu á, að hann myndi leggja minna Myndin er af Kbeneser Ásgeirssyni i nýja hluta matvöruverslunarinnar, sem nú hefur verið tekinn i notkun. á vöruna en aðrar verslanir. Ýmsir tóku þessu illa, jafnvel forystumenn i yerslunarstétt. Grundvöllurinn að hugmynd Ebenesar var sá, að kaupandi sparaði vinnuafl verslunarinnar með þvi að afgreiða sig sjálfur að verulegu leyti. Ebeneser seg- ir, að á þennan hátt hafi verið hægt að bjóða vöruverð, sem sé að jafnaði 10% lægra en leyfi- legthámarksverð. Veltuhraðinn i versluninni sé það mikill að laun starfsfólks séu 4% af heild- arveltu. 1 öðrum verslunum er þessi liður 10 til 12%. — Ebenes- er þakkar einnig starfsfólki sinu að verulegu leyti vöxt og við- gang fyrirtækisins. Hjá honum starfa um 30 manns, og flestir hafa unnið frá byrjun. Erfitt i byrjun Ebeneser segir, að nýjung hans i verslunarháttum hafi átt erfitt uppdráttar fyrstu árin, meðal annars vegna mikillar andstöðu keppinautanna. Al- menningur hafi litið hugsað um vöruverð i góðærinu. Nú hafi hins vegar orðið breyting á. Skilningur hafi vaxið og mót- mælaraddir hljóðnað. Greiðir tekjuskatt Ebeneser tekur fram, að Vörumarkaðurinn sé ekki á skrá yfir þau fyrirtæki, sem ekki greiði tekjuskatt. Blóma- búð I fjosi Blómabúðin Alaska opnar nýja verslun i Breiðholti. Nýja verslunin verður til húsa þar sem var fjós og hlaða gamla Breið- holtsbæjarins meðan þar var enn stundaður búskapur. Mikil vinna liggur að baki þeim breytingum sem gerðar hafa verið á húsinu. Verslunin er á tveimur hæðum. Skipt hefur verið um þak á húsinu og veggir allir klæddir að nýju. Alaska hóf starfsemi sina árið 1953. Siðan hefur rekstur- inn tekið miklum breytingum. 1 nýju versluninni i Breiðholti verða seldar gjafavörur og blóm. Alls munu vinna þar fimm manns. Verslunarstjóri er Aad Groeneweg. EKG Selja nœr ein- göngu norskan varning Ný verslun, sem ein- göngu, eða nær ein- göngu, verslar með norskar vörur, var opnuð um siðustu mán- aðamót að Laugavegi 48 i Reykjavik. Henni var gefið nafnið Norð- foss, og er eigandi samnefnt hlutafé- lag . Forstöðumenn verslunarinnar eru hjónin Kristján Guðmundsson og Elsa Baldursdóttir. 1 versluninni er seldur norskur kristall og gler- vörur frá þekktum norskum framleiðendum og norskir grip- ir úr messing og smiðajárni. Einnig er á boðstólum keramik og fleira. A myndinni eru þau Kristján og Elsa i nýju versluninni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.