Vísir - 07.11.1975, Síða 10
10
VISIR. Föstudagur 7. nóvember 1975.
HVAR EIGA
Við höfum litið haft af snjó að segja enn sem
komið er. Hann hefur nú samt sem áður gert vart
við sig, og ef að likum lætur verður ekki langt i það
að allt verði hvitt.
Það er vafamál að allir fagni snjókomunni. Það
vill stundum bregða við að þeir fullorðnu bölvi og
ragni. En sömu sögu er ekki að segja um krakk-
ana. Þá loks gefst tækifæri til verulega skemmti-
legra leikja.
Þá er timi til þess kominn að draga fram skiði
og sleða, þá er hægt að fara i snjókast og fleira
mætti upp telja.
En ekki gefst alltaf tækifæri til þess að fara út
fyrir borgina með sleða eða skiði. Börnin reyna
þvi að finna sér hentugar brekkur og staði til þess
að renna sér á. Oft erú þessir staðir bara hreint
ekki öruggir.
Að komast langt og hratt.............
Sleðinn skiptir barnið þó ef til vill minna máli en
það að finna góðan stað, hæð eða bakka, þar sem
hægt er að renna sér.
Hafi börnin ekki sleða eða þotu til ráðstöfunar,
þá renna þau sér bara eins og þau koma fyrir
hverju sinni. Aðalatriðið er að komast langt og
hratt.
Ar hvert verða fleiri eða færri slys vegna sleða-
ferða barna. Til að forðast slikt, og jafnvel koma i
veg fyrir að dauði hljótist af sleðaferð, er einfald-
ast að hugsa sem svo: Við verðum að neita börn-
unum að renna sér á sleða.
En flestir eru liklega sammála þvi, að slik
ströng fyrirmæli eru neikvæð, og i sjálfu sér létt-
væg lausn á þessu vandamáli. Sleðaferð er bæði
heilbrigð og skemmtileg, það er að segja, þegar
hún á sér stað i öryggi fyrir umferðinni. Börnin
verða að fá að renna sér, en hvar?
Samvinna foreldra, kennara og yfir-
valda
Markmiðið hlýtur að vera að útvega börnunum
öruggan samastað til sleðaferða, nægilega trygg-
an fyrir umferðinni, og þarf að takast þar um góð
samvinna foreldra, kennara og yfirvalda.
Aðalatriðið er að útvega börnunum annan stað
en götuna til að renna sér á. Þvi næst að fá börnin
til þess að nota hina tilteknu staði. Sem málamiðl-
un mætti hugsa sér að banna umferð um vissar
götur og vegi.
Það er skylda samfélagsins að veita yngstu
borgurunum sem besta vernd. Þvihefur lika verið
beint til þeirra fullorðnu að láta samfélagið heyra
frá sér, ef þeir vilji fá fram breytingar.
Börn búa sér til dæmis til svell hvar sem þau
finna hentugan stað til þess, og hvort sem þau eiga
sleða eða ekki.
Abyrgðin hvilir á þeim fulloðrnu, og þeir þurfa
að vera vel á verði. Endar svellið úti á götu? Börn
spyrja aldrei hvar öruggast sé að renna sér. Þau
spyrja: Er fint svell hér? Ætli maður renni hratt?
Sumum finnst það kannski ekki timabært að
vera að fjalla um svell og snjó á meðan við finnum
ekki verulega fyrir honum. En er ekki of seint að
byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan i.?
— EA
mí&ms,
Þýskt
geim-
líkan
f tilefni 200 ára afmælis
Bandarikjanna þann 4. júli á
næsta ári, ætlar Þýska sam-
bandslýðveldið að gefa banda-
rikjamönnum þettá geimlikan,
sem er af gerðinni Zeiss Model
VI. Hún verður geymd i hinni
nýju álmu bandariska geim-
ferðasafnsins i Washington.
Sýningarsalurinn verður 21
metri i þvermál og rúmar 250
manns i sæti.
Á likaninu sjást um
8.900 stjörnur, sumar þeirra i
eðlilegum litum, Vetrarbrautin,
Stjörnuþokurnar i Magellan-
merkinu, sautján sólkerfi, Orion
og Andromeda, Sólin og tunglið,
Merkúr, Venus, Mars, Júpiter
og Satúrnus.
Þetta nýja geimlikan frá
Zeiss er svo nýlega tilkomið, að
það hefur enn ekki verið sett
upp I Evrópu.
Hjálparsveitir hermannanna
Strútarnir stóðust ekki frcistinguna, þegar hermennirnir voru á eftirlits-
ferð um þjóðgarðinn i Nairobi. Góðir liðsinenn geta þeir þó tæplega talist,
þvi þcir stinga hausnum i sandinn um leið og hættu ber að höndum.
Mannfórnir g
„Ég elska þig. Ég elska þig.”
„Ég elska þig lika. Og ég elska
barnið okkar.”
Þetta voru siðustu orðaskipti
rússnesks geimfara og eiginkonu
hans. Orðin hljómuðu milli geims
og jarðar i þeim mikla harmleik er
var að gerast.
Sovéski geimfarinn Vladimir
Komarof barðist örvæntingarfullri
baráttu við að ná aftur stjórn á
geimfari sinu, Soyuz fyrsta, sem
hrapaði stjórnlausttil jarðár. Hann
fann dauðann nálgast.
Eftir að kona geimfarans hafði
rætt við hann fékk forsætisráð-
herra Sovétrikjanna, Alexei
Kosygin orðið.
Og I Tyrklandi fylgdist einn sér-
fræðinga bandaríkjamanna þar,
Winslow Peck, með endalokum
Komarofs i hlustunartækjum sin-
um.
Peck, sem nú er 28 ára, minnist
enn þessa dags, 23. april 1967, er
hann fylgdist með slysinu.
„Við vorum að taka upp fyrir
öryggisþjónustuna, aðeins venju-
leg skyldustörf, og þá segir einn
strákanna: „Hér er nú eitthvað.
Þeir eiga i vandræðum með geim-
far.”
„Og það varð stoóugt ótrúlegra.
Við vorum sem bergnumdir.”
„1 fimm klukkustundir reyndu
sovéskir geimtæknifræðingar að
koma geimfarinu á rétta braut að
nýju — að reyna að afstýra voðan-
um”.
„Komarof reyndi að framkvæma
uppástungur þeirra, en kallaði aft-
ur og aftur i örvæntingu: „Ég er að
reyna, en það dugar ekkert.”
„Komarof spurði oft: „Hvað er
langt þangað til ég skell á jörð-
ina?” Þeir gáfu honum það upp I
klukkustundum og minútum. Það
var næstum hægt að finna, hve
hræddur hann var. Andrúmsloftið
var rafmagnað.”
Eftir þvi sem klukkustundirnar
liðu, versnaði martröðin — og
rússarnir náðu i konu Komarofs. 1
fyrstu virtisthún ekki vita, hve al-
varlegtástandið var, þótt geimfar-
inn gerði sér bersýnilega sjálfur
grein fyrir þvi, að hann var dauða-
dæmdur,” sagði Peck, sem yfirgaf
flugherinn árið 1969, og gekk i þjón-
ustu leyniþjónustunnar.
„Siðustu tvær klukkustundirnar
varð harmleikurinn hvað átakan-
legastur.
t::: :
: ■
llin syrgjandi ekkja geiinfarans kyssir mynd hans, eftir að aska hans
hefur verið múruð inn i veggi Kreml.