Tíminn - 12.11.1966, Síða 16
ÁRSSKÝRSLA BÚNAÐARBANKANS 1965
Tekjurnar á árinu
108,9 milljönir kr,
BOLINN HLJÓP UM
GÖTUR BORGARNESS
KJ-Eorgarnesi, föstudag.
í morgun, þegar verið var að
reka nautgripi af bílpalli til
slátrunar í sláturíhúsinu hér í
Brákarey, tók eitt nautið á rás
út úr hópnum og hljóp upp í
bæinn. Var þetta 3ja—4ra ára
naut ofan úr héraðinu, sem átti
að reka í sláturhúsréttirnar á-
samt nokkrum kúm, en boli var
ekki beint vanur að láta reka
sig í hús og tók því á rás út
úr hópnum. Starfsmenn við
Sláturhúsið, og þeir sem komu
með nautgripina til slátrunar,
tóku þegar á rás á eftir bola
og barst leikurinn yfir brúna á
Brákarsundi, en við Verzlunar
félagið tókst mönnum að ná í
haiann á bolanum og handsama
hann. Þeir, sem fást mikið við
skepnur eins og þennan bola,
kunna það ráð að stýra þei.m
með halanum og vildi svo vel til
að einn slíkur var í hópnum
sem elti, og áttu menn þvr auð
velt með að hafa yfirhöndina,
eftir að hafa náð í halann á
skepnunni.
Atburður þessi vakti talsverða
afhygli hér í bænum, og var
ekki laust við að ónotakennd
færi um suma þegar bolinn
geystist framhjá þeim á fullri
ferð eftir einni aðalgötunni,
enda var hann hið mesta ferlíki
og mannýgur að því sem sum
ir segja.
Guðni Sigurðsson
Hið lága fiskverð virðist vera
aðkaliandi rannsóknarefni
SJ—Reykjavík, föstudag.
Eins og margoft hefur vcrið
rakið, eiga minni bátarnir, sem
gera út á bolfiskveiðar, í miklum
erfiðleikum. Með hverju ári, sem
líður, hækkar kostnaður við út-
gerðina og jafnhliða því reynist
sífellt erfiðara að fá sjómenn til
starfa ,þar sem aðrar atvinnugrein
ar geta boðið betri vinnuaðstöðu
og betri laun. í dag er svo komið
að aflahæstu bátarnir gera vart
meira cn standa undir bcinum
kostnaði við veiðarnar og nær
einsdæmi ,ef eitthvað er afgangs
í afskriftir. f dag er talið, að bát
Bréf til sonar míns
Æviminningar Jónasar Þorbergssonar, fyrrv. ritstjóra og
útvarpsstjóra
FB—Reykjavík, föstudag.
Bréf til sonar míns nefnast ævi-
minningar Jónasar Þorbergsson-
ar, fyrrum ritstjóra og útvarps-
stjóra, sem Skuggsjá gefur út
Æviminningarnar eru í formi
sendibréfa til sonar Jónasar Þor-
bergssonar, og segir liann þar frá
hinni viðburðaríku ævi sinni.
í formála segir höfundur, að
fyrir þrábeiðni barna sinna ráðist
hann í að rita hið helzta úr minn
ingum ævi sinnar. Hann segist sjá
Jónas Þorbergsson
í hendi sér, að þær rúmist ekki
fyrir í einni bók, svo að vel fari
og kjósi hann því að hafa bækurn
ar tvær. „Líf og auðna ræður,
hvort mér tekst að rita þær til
enda. Þessi fyrri bók verður auð-
veldari með því að ég sem aðrir
man Ijósast atburði bernsku minn
ar og æsku“, segir Jónas Þor-
bergsson.
Á bókarkápu segir: „Hann (þ.e. j
Jónas Þorbergsson) lýsir í þessum]
bréfum bernskuminningum sínum,
rekur smalaslóðir sínar í dölum
Þingeyjarsýslu, lýsir mörgum bæj-
um og bújörðum, húsbændum sín-
um og samtímafólki, aldarfari fyr
ir og um eftir aldamótin síðustu,!
skemmtilegri og ævintýralegrij
sumarvist á Svalbarðseyri, þriggja
vetra skólavist í Gagnfræðaskóla
Akureyrar, farkennslu, Ameríku-
för sinni og sex ára dvöl vestan
hafs við margháttuð störf og
kynni manna og loks heimförinni
árið 1916 með Goðafossi hinum
elzta, en sú för varð all ævintýra-
leg.
Uppvaxtarsögu Jónasar Þorbergs
sonar má telja með fádæmum örð-
uga og ævintýralega. Hann er
fæddur árið 1885, á miðjum veður
harðasta áratug 19. aldar, þegar
hvert ísa- og grasleysisárið rak
Framhaid á bls. 14
ur þurfi að minnsta kosti að afla
8 íonn í róðri til að endarnir nái
saman, og er þá reiknað með bein
um kostnaði við róðurjnn einan. j
Blaðamaður Tímans fór þess
á leit við tvo útgerðarmenn, sem
gera út báta, sem eru Iiðlega 50
tonn, að gera grein fyrir sjónarmið
um sínum varðandi útgerð þessara
báta, og fer hér á eftir grein eftir
Guðna Sigurðsson, sem gerir út
Brcka RE 134 ,scm er 52 tonn.
Síðar mun svo birtast grein eftir
Kristján Gunnarsson, sem gerir út
Þóri, sem er 54 tonna bátur. Guöni
ræðir einkum um fiskverðið í
sinni grein, en Kristján mun eink
um fjalla um þátt ríkis, bæjarfé-
laga og banka í sambandi við ú(>
gerð þessara báta.
Hér á eftir fer svo grein Guðna
Sigurðssonar:
„Á hverju hausti undanfarin
ár hafa borizt hingað fréttir um
fiskverð hjá nágrönnum okkar,
Norðmönnum og hvert haust hef-
ur maður staðið jafn undrandi yf-
Framhald á bls 15
EJ-Reykjavík, föstudag.
f ársskýrslu Búnaðarbankans fyr
ir árið 1965, 35. starfsár bankans,
segir, að tekjur á árinu hafi sam
tals verið 108.9 milljónir, en
86.3 millj. árið 1964. Rekstrarkostn
aður varð 28.0 millj. á móti 20.6
milljónum 1964. Tekjuafgangur
varð 9.1 milljón, en 4-4 milljónir
1964. Af afgangi síðasta árs voru
5.5 milljónir lagðar í varasjóð. en
2.1 milljón árið á undan. Er vara
sjóður nú 39.3 milljónir.
Innlán bankans voru samtals
í árslok 1965 1197.8 millj. og
höfðu aukizt um 285.6 milljónir
eða 31.3%. Spariinnlán voru [ árs
byrjun 776.2 miúj., en 1040.1 millj
ón j árslok, aukningin var 264
milljónir eða 34%.
Útlán sparisjóðsdeildarinnar
voru samtals í árslok 1965 988.1
milljón og höfðu hækkað um
247.9 millj. eða 33.4%. tnnifalið
í þessum tölum eru endurseldir
afurðavíxlar 1964, 66.5 milljónir,
og 99-5 milljónir árið 1965. Aukn
ing þeirra hefur því orðið 33 millj
ónir.
Úr veðdeild Búnaðarbankans var
lánað á árinu 6.4 milljónir til 85
bænda, eingöngu til kaupa á jörð
um.
Stofnlánadeildin veitti á árinu
1965 1493 lán, samtals að fjár
hæð 127.8 milljónir, þar af 209
lán til íbúðarhúsa að fjárhæð
17.1 milljón ýmist til nýbygg-
inga eða til að ljúka smíði eldri
húsa, og 1284 lán að upphæð 110.7
milljónir til útihúsa, vélakaupa,
ræktunar og annarra mannvirkja
í þágu landbúnaðarins.
Alls hafa verið veitt frá upp
hafi 16905 lán úr Ræktunarsjoði
og Stofnlánadeild A, að fjárhæð
720.8 milljónir, en úr Byggingar
sjóði og Stofnlánadeild B 4170
lán að fjánhæð 187.6 milljónir kr
Fjögur útibú bankans starfa
hér i Reykjavík. Innistæðufé
þeirra í árslok 1965 var sem hbr
segir:
Austurbæjarútibú 154.6 milljón
ii. Miðbæjarútibú 37.7 milljónir.
Vesturbæjarútibú 30.2 miUjónir
og Melaútibú 19.8 milljónir. Hið
Isíðastnefnda var stofnað árið
1965.
Út- og innlán aðalbankans og
útibúanna í Reykjavík voru í árs
lok 1965: Útlán 733.1 mil'.jón,
innlán 900.8 milljónir.
Framhald á bls. 15.
Búrfellsfundur
EJ-Reykjavík, föstudag.
Sáttafundur hófst í Búrfellsdeil
unni kl. 10 í morgun og stóð
til hádegis. Nýr fundur var boð
aður kl. 20.30 í kvöld, og var
honum ólokið þegar blaðið fór í
prentun.
Hve stór á
lýsisherzlu-
verksmiðj-
an að vera?
Blaðinu hefur borizt eft-
irfarandi athugasemd frá
Jóni Gunnarssyni, verkfræð
ing:
„Vegna umræðna á Al-
■ þingi og ummsela í dag-
blöðum vil ég taka fram, að
ég hef ekki lagt til, að byggð
verði lýsisherzÍUverksmiðja
með 50 tonna afköstum á
sólanhring.
f álitsgerð minni not
aði ég stærð verksmiðju, sem
unnið gæti úr 50 tonnum af
lýsi á sölarhring sem grund
völl til að reikna út hvort
tímabært væri að reisa lýs
isherzluverksmiðju á ís-
landi, en jafnframt tók ég
fram í álitsgerðinni að
rannsaka þyrfti, áður en lýs
isherzluvcrksmið j a væri
byggð, hve hagkvæmt væri
að hafa afköst hennar mik
il. — Jón Gunnarsson.“
Tímanum þykir rétt að
taka fram, að blaðið hefur
ekki átt þess kost, að sjá
álitsgerð Jóns Gunnarsson
ar. Frétt blaðsins var byggð
á þeim upplýsingum, sem
sjávarútvegsmálaráðherra
tilfærði úr skýrslunni í um
ræðum á Aiþingi.
9 verkalýðsfélög kaupa
húsið Skólavörðust. 16A
Níu verkalýðsfélög í Reykjavík
hafa fest kaup á húseigninni að
Skólavörðustíg 16A, og munu fé-
lögin hafa þar starfsemi sína. Auk
þess fær Sparisjóður alþýðu þar
húsnæði. Aðaleigendur hússins eru
félögin i Málm- og skipasmiðasain
bandinu, einkum þó járniðnaðin
um og Iðja, félag iðnverkafclks.
E'fsta hæð hússins fylgdi, ekki með
í kaupunum.
Húsið, sem er nú orðin sameign
þessara níu félaga, er stórt stein
hús, og mun félögunum skapast
þar mjög gott rúm og gað að
staða til skrifstofuhalds, funda og
annarra starfsemi. Atvinnuíeysis-
tryggingasjóður veitti lán til
kaupanna.
Iðja mun eiga 42% i húseign
inni, Félag járniðnaðarmanna 30%,
Félag bifvélavirkja 10%, Starfs
stúlknafélagið Sókn 5%, Verka-
kvennafélagið Framsókn ö% og
Félag blikksmiða, Sveinafélag
skipasmiða, Fólag Kjötiðnaðar-
manna og Samband málm og
skipasmiða 2% hvert.
SAMSÆTI AÐ SÖGU
Aögöngumiða aö afmælisfagnaöi þeim, sem haldinn verður vegna
sextugsafmælis Eysteins Jónssonar að Sögu á sunnudagskvöldið,
má vitja í skrifstofu Framsóknarfélaganna og á afgreiðslu Tímans
í Bankastræti í dag.
Akranes
Framsóknarfélag Akraness held
ur skemmtisamkomu í félaSsheim
ilinu, Sunnubraut 21, sunnudaginn
13. nóvember og hefst hún kl. 8.30
Skcmmtiatriði: Framsóknarvist og
kvikmyndasýning. Öllum heimill
aðgangur.
Aðalfundur FUF í
Keflavík.
verður haldinn í Tjarnarkaffi
þriðjudaginn 15. þ. m. og hefst
kl. 20.30. Dagskrá: 1. venjuleg
aðalfundarstörf. 2. ávarp flytur
Baldur Óskarsson, formaður SUF.
Félagar fjölmennið. Stjórnin
SKRIFSTOFA FRAM-
SÓKNARFÉLAGANNA
Tjarnargötu 26 verður opin til
kl. 5 í dag. Símar 1-60-66 og
1-55-64.