Tíminn - 13.11.1966, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.11.1966, Blaðsíða 6
SUNNTJDAGUR 13. nóvember 1966 6______________________ Endurminningar stjómmálamanna Það má teljast fengur þegar út eru gefnar endurminningar ekki ómerkari manna en fyrr- verandi forsætisráðherra og for- ystumanna stjórnmálaflokka. A. m.k. munu þetta þykja með markverðari hluta þess endur- minningaflóðs, Péturs og Páls, sem hér flæðir yfir bókamark- aðinn árlega, þar sem slíkar end urminningabækur stjórnmála manna, hljóta að verða dýrmæt- ar heimildir, þegar sagnfræðin fer að gera' upp málefni viðkom andi tímabila í stjórnmálasögu íslands. Að vísu eru slíkar end- urminningar aðeins persónusög- ur og tilviljanakennt nokkuð, hve nákvæmt og hlutlægt er skýrt frá helztu atburðum, og því er hver slík bók út af fyrir sig hæpin sagnfræði, en all margar slíkar bækur stjórnmála manna um sama tímabil verða hins vegar í heild allgóð sagn- fræðináma séu þær lesnar hlut- lægum gagnrýnisaugum með hliðsjón af öðrum gögnum. Sé þetta háft í huga ber að fagna hverri nýrri endurminningabók hinna eldri stjórnmálamanna, því margt er enn þokunni hjúp- að um tjaldabak stjórnmálaat- burða fyrstu áratuga hins sjálf- stæða íslenzka ríkis. Bók Stefáns Jóhans Nýjasta bókin af þessu#tagi ct endurminningabók Stefáns Jóhanns Stefánssonar, fyrrum forsætisráðherra og formanns Alþýðuflokksins. Menn höfðu vænzt, að þar myndi margt fram koma nýtt, er varpað gæti Ijósi skilnings á ýmsa atburði og átök um málefni og manna milli, er urðu á þvi tímabili, er Stefán Jóhann fjallar um í bók sinni. Menn hafa orðið fyrir vonbrigð- um, því fátt er það nýtt, sem fram er dregið og Stefán um of háður sinni eigin persónu í lýsingu atburða. Ekkert er við það að athuga, að stjórnmála- menn séu berorðir í slíkum end- urminningabókum, en þegar þeir leyfa sér að skjóta inn í slíkar endurminningar ósmekkleg- um dylgjum, sem ekki er flugu- fótur fyrir, rýrir slíkt annað efni bókarinnar svo mikið, að álit manna á bókinni nálgast núllið. r Osmekklegar dvlgiur' í endurminningum sínum læt ur Stefán Jóhann að því liggja með hreinum dylgjum og .án nokkurs rökstuðnings, að Her- mann Jónasson, forsætisráð- herra í þjóðstjórninni svoköll uðu hafi verið tölúvert hlynnt ur Þjóðverjum og stjórn Hitlers í Þýzkalandi um það bil, sem dró til heimsstyrjaldarinnar á árinu 1939. Stefán fór með ut anríkismál í þjóðstjórn Her- manns Jónassonar. Hann getur þess, að dr. Ger- lach, sendiherra Þjóðverja á ís- landi hafi einkum viljað snúa sér til forsætisráðherrans, um ínálefni Þjóðverja. — Og í fram haldi af því segir hann, er hann ræðir um þjóðstjómina og afstöðuna til Þjóðverja á ár- inu 1939, að hann sjálfur, Ólaf ur Thórs og Eysteinn Jónsson hafi alltaf verið lýðsræðissinnar en lætur þar við sitja og minn ist ekkert á Hermann Jónasson og Jakob Möller, fjármálaráð herra, og gefur þannig í skyn, eða vill láta menn lesa það milli lína, að Hermann Jónas- son og Jakob Möller hafi haft aðra afstöðu til Þjóðverja og þeir þá væntanlega ekki eins, miklir lýðræðissinnar og þeir þrír, ráðherrar, sem hann nefn ir. Þarna er vægast sagt au- virðilegar dylgjur um að ræða, og fullkomlega staðlausir staf- ir, að Hermann Jónasson hafi haft nokkra samúð með yfir- gangsstefnu Hitlers í Evrópu. Þvert á móti mun það standa óhaggað í stjórnmálasögu þessa timabils, og áreiðanlega talið meðal merkustu stjómmálaat- burða á íslandi á árinu 1939, að Hermann Jónasson forsætis- ráðherra sýndi sérstaka festu, gegn Þjóðverjum þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður eins og allt var í pottinn búið í alþjóða málum þá og þá tízka, að láta undan yfirgangi Hitlers í Evr- ópu, samanber Múnchenarsamn inga Chamberlains. Þegar Hermann svnjaði Það er góður dómur um sagn fræði Stefáns Jóhanns í endur minningunum, að hann slepp- ir að minnast á þennan stærsta þátt íslendinga er hann ræðir heimsstyrjöldina og aðdraganda hennar. 20. marz 1939 sendi Hitler hingað sendinefnd, sem átti að semja við íslenzku ríkisstjórn- ina um leyfi til að fljúga til íslands með farþega og póst. Þjóðverjar sóttu þetta mál afar fast og höfðu beinlínis í hót- unum við forsætisráðherra, en hann neitaði algerlega, þótt hér væri um að ræða í rauninni að- eins eðlileg samskipti þjóða á friðartímum. Var þessi synjun erfiðari stjórnmálalega séð vegna þess, að í gildi hafði ver- ið sams konar samningur fyrir Pan American flugfélagið banda ríska. Ríkisstjómin stóð einhuga að þessari synjun, en það var minnihlutastjórn Framsóknar- flokksins. í henni áttu sæti ásamt Hermanni Jónassyni þeir Eysteinn Jónsson og Skúli Guð mundsson. Af diplómatískum ástæðum, beitti ríkisstjórnin áhrifum sín um til þess, að sem minnst yrði skrifað um þetta mál, í íslenzk blöð til að ögra og móðga stór veldið Þýzkaland ekki meira en stjórnarfarslega var nauð- synlegt. Vakti heimsathvRli Þessi synjun vakti hins vegar heimsathygli. Þótti tíðindum sæta, að dveirgríkið ísland TIMHWW Hermann Jónasson skyldi hafa kjark til að bjóða þýzka stórveldinu svo byrg- inn. Mun líka sennilega aldrei hafa verið skrifað meira um ísland í stórblöð heimsins en einmitt þá vegna þessarar synj unar. Erlend blöð bentu meðai annars á, að íslendingar væru fyrsta þjóðin, sem þyrði að segja nei við Þjóðverja, en einmitt á þeim tíma var Hitler búinn að sölsa undir sig hluta Evrópu. Kemur það greinilega fram t.d. í endurminningum Sveins Björnssonar, hve fast Þjóðverj ar sóttu það að fá aðstöðu á ís- landi, og það sakar ekki að geta þess, hér, að það var Hermann Jónasson einn, sem ræddi við sendinefnd Þjóðverjanna, er þeir komu hingað erindisleysu til samninga um lendingarleyfi. í, viðtali, sem Tíminn átti við Hermann Jónasson fyrir skömmu vegna þeirra dylgja, sem fram koma f bók Stefáns Jóhanns, sagði hann m.a. um þessa synjun ríkisstjórnarinnar: „Það er aðeins hægt að gera sér í hugarlund, hve miklu var borgið með þvi að málin skyldu skipast svona. Churchill sagði við mig niður í þinghúsi, að hefðu Þjóðverjar verið komn ir hér á undan, þá hefðu Bret ar orðið að taka landið, hvað sem það kostaði. „Þið voruð heppnir, að leyfa ekki Þjóðverj um að fljúga hingað,“ sagði Churchill. „ —í þesssu sam- bandi má hafa í huga undirbún ing Þjóðverja að hernámi Dan- merkur. Varnarmálin Þing samb. ungra Framsókn- armanna gerði merka og at- hyglisverða ályktun um varnar mál. Raunar er ályktunin aðeins frekari útfærsla á stefnu Fram- sóknarflokksins í þessum mál- um, þ.e. að flokkurinn styðji eindregið aðild íslands að At- lantshafsbandalaginu að óbreytt um aðstæðum í heimsmálunum en haldi jafnframt fast við þann fyrirvara, er settur var af rík- isstjórn íslands, er ísland gerð- ist aðili að NATÓ að hérx sé ekki her á friðartímum. Álykt- un ungra Framsóknarmanna er athyglisverð fyrir það, að hún miðar að því að gera þennan fyrirvara virkan í raun með Stefán Jóhann Stefánsson skynsamlegum og ábyrgum hætti með því að semja um brott för bandaríska hersins af ís- landi stig af stigi samhliða því að íslendingar tækju við rekstri ratsjárstöðva bandalagsins og gæzlu nauðsynlegra mannvirkja þess hér á landi. Mönnum er að verða Ijóst, eftir reynslu undanfarinna ára að verði fyrirvari sá, er gerður var og studdur af Framsóknar flokknum, Sjálfstæðisflokkn- um og Alþýðuflokknum, er við gerðumst aðilar að NATÓ, ekki áréttaður með skynsamleg- um hætti, og gerður virkur þannig, að ákveðið sé stefnt að því að herinn hverfi úr landi án þess á nokkum hátt sé ras að um ráð fram eða bandalags þjóðum okkar sýnt tillitsleysi, sé hætta á því að þjóðin verði stungin svefnþomi í þessu máli, hún gleymi því, að erlend her- seta hér sé óeðlileg og hætta á að varanleg erlend herseta Verði hér um aldur og ævi. Þeir sem af einlægni vilja vinna að því að herinn hverfi af landi héð- an og líta raunhæfum aug- tun á málin en hafa ekki ann arleg sjónarmið í huga eins og kommúnistar í „hernámsbar áttu“ sinni, hljóta að fagna þess ari ályktun og hefur þess þegar orðið vart, að henni er fagnað, meðal þjóðhollra afla. Má geta þess í þessu sambandi, að þing Sambands ungra jafnaðar- manna, sem haldið var fyrir nokkrum dögum, tók undir við ályktun ungra Framsóknar- manna með þessum orðum: „Þingið . . . telur óviðunandi, að erlendur hér sé til lang- frama í landinu í friðartímum.“ Spor í réíta átt Frjáls þjóð, málgagn Þjóð- varnarflokks íslands, sem nú er að vísu í herleiðingu hjá komm únistum í Alþýðubandalaginu, segir um þessa ályktun ungra Framsóknarmanna: „Að sjálfsögðu er þessi álykt un ekki orðuð á þann veg, sem þjóðvarnarmenn mundu hafa gert, hefðu þeir mátt ráða. Á hitt má líta, að ungir Framsóknar menn hafa nú í fyrsta sinn stigið verulegt spor í rétta Ennfremur segir Frjáls þjóð: „Þá hlýtur það og að verða fagnaðarefni þeím fylgismönn um stjómarflokkanna, sem á síðustu árum hafa litið hersetu vandamálið með sívaxandi ugg að hreyfing hefur nú komizt á þessi mál í Framsóknarflokkn- um, og efla þá til enn harðara andófs gegn flatneskjulegri auðmýkt og minnimáttarkennd Bjama Benediktssonar gagn vart erlendu valdi og erlendri ásókn hér á landi. Við skulum því ekki æpa, að þeim, sem nálgast okkur í skoð unum, þótt hægt miði, heldur fagna af einlægni hverju spori í rétta átt.“ Að vísu er Frjáls þjóð að dylgja um það þama, að Fram sóknarmenn hafi nú í fyrsta sinn ályktað um það, að herinn ætti að hverfa af landi brott og er það hrein firra, því að það hafa Framsóknarmenn gert á hverju flokksþingi og hverj- um miðstjómarfundi flokksins en Tíminn getur tekið undir það með Frjálsri þjóð, að það sé spor í rétta átt, að ungir Framsóknarmenn hafa nú bent á hvemig það megi framkvæma með raunhæfum og skynsöm- um hætti, þannig, að breið og öflug samstaða þjóðhollra lýðræðisafla geti um þá leið skapazt Hervernd kommúnista En Austri Þjóðviljans tekur ekki mikið tillit til aðvarana Þjóðvaraarflokksins að „ekki skuli æpa að þeim, sem stíga spor í rétta átt“ í vamarmáhm um. Það er heldur betur annað hljóð í þeim strokki. Þjóðvilj- inn segir um ályktun ungra Framsóknarmanna: „Með þessum tillögum er eng an veginn að þvi stefnt að af- létta hemáminu heldur festa, það í sessi. íslendingar ættu að- eins að taka aukinn þátt í því að. hemema sjálfa sig, taka að sér ýmis þau störf, sem bandarískir dátar gegn nú og lúta erlendri yfirstjóm. Sér staklega er tekið fram, að At- lantshafsbandalagið eigi að greiða kostnaðinn; hér er sem sé um að ræða nýja dollara- lind, og myndi trúlega ekki standa á ráðamönnum Fram- sóknarflokksins að koma á lagg- irnar nauðsynlegum hermangs fyrirtækjum til að annast þá fyr irgreiðslu." Þama koma kommúnistar illa upp um sjálfa sig. Þeir hafa látið svo sem þeir berðust heils hugar hinni góðu baráttu til að koma erlenda hernum brott úr landinu. En nú sést, að það var alls ekki aðalatriðið fyrir þá. Ef það skyldi geta gerzt án þess íslendingar gengju úr sam stöðu vestrænna þjóða, þá er það bara verra að herinn fari. Kommúnistar eru þannig orðn- ir dauðhræddir um að missa glæpinn, þetta óskabarn, sem þeir hafa falið undir skikkju baráttu sinnar gegn nernum. Engum er verr við það en þeim sjálfum, ef svo mætti skipa mál um, að við héldum samstöðu okkar með vestrænu þjóðum án þess að þurfa að hafa er- lendan her i landinu. Kommún- Framhald á bls. 11. átt . .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.