Tíminn - 13.11.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.11.1966, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 13. nóvember 196G TÍIVUNN t.d. árið 1933 synjað um skipun í kennarastarf það, er hann hafði verið settur til að gegna þremur árum áður, á þeim forsendum að eigi þætti rétt að festa embætli við stofnun, sem gera yrði ráð fyrir að lögð yrði niður á næst- unni. Um þessar mundir barst skólastjóra Eiðaskóla, tilboð að vísu munnlegt, að taka að sér ný- stofnaðan og velútbúinn héraðs- skóla á öðru landshorni og þess jafnframt getið að til mála kæmi að taka skólahúsin á Eiðum til afnota fyrir fávitahæli, sem taliö var að brýn þörf væri orðin fyrir. Það stóð tæpt með Eiðaskóla um þessar mundir, þessa einu al mennu menntastofnun á öliu Aust uriandi og eina þá elztu í land- inu. Austfirðingar hrukku að vísu upp, er þeir spurðu hver örlög kynnu að bíða þeirra og hóf sókn honum til varnar. Þáverandi skólastjóri sr. Jakob Kristinssr'n, beitti allri sinni miklu snilld, orðs og stíl, skóla sinum til sóknar og varnar, en svo kunnugur þykis! ég þessum málavöxtum öllum að hefði gætt sama tómlætis og áður um mál skólans, hefðu raddir þess ara ágætu manna og mannfunda enn á ný orðið að röddum hróp- andanna á eyðimöririnni og ill örlög skólans hefðu ekki orðið um flúin. En Eiðaskóla átti að verða lengra lífs auðið. Árið 1933 var Eysteinn Jóns- son kosinn á þing í Suður Múla son kosinn á þing í SuðurMúla- sýslu. Hann var þá yngstur þing- manna. Strax á því ári fór hann að kynna sér ástand Eiðaskóla, at hugar bréfaskipti skólastjórans við ríkisstjórnina og áskoranir og fundarsamþykktir varðandi fram tíð skólans, sem gerðar höfðu ver ið á undanförnum árum. Hann verður var við endurteknar áskor- anir að rfkið láti raflýsa á Eið- wn. Gekk hann í það við ríkis stjómina að hafin væri athugun á hngsanlegum virkjunarmöguleik mn, og þegar komið er á þing það ár bera allir þingmenn Múla- sýslna, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Austur-Skaftafellssýslu og Norður Þingeyjarsýslu fram ályktun í ameinuðu þingi þess efnis að byggð verði rafstöð á Eiðum, er nægi til Ijósa, suðu og hitunar, þar með talið hitunarvatns í sund laug og jafnframt yrði byggð sund laug og leikfimihús af hæfiiegri stærð. Tillagan var samþykkt og frarn kvæmd hennar olli straumhvörfum í sögu skólans. Höfundur nennar varð ári síðar fjármálaráðherra og átti þá hægara um vik að rélta skólanum örvandi hjálparhönd oa hvetja menn til samstöðu um hann. Sú saga skal eigi rakin lengra hér en það fullyrði ég, allkunnugur þessum málum, að engum einum manni, er til pólitízkra áhrifa hafa komizt á fslandi á Alþýðuskólan um á Eiðum, og þeir sem bám hag hans fyrir brjósti, meira að þakka en Eysteini Jónssyni. Hann kom þegar Eiðum lá allra mest á. Á merkis tímamótum í ævi hans skulu honum því færðar djúpar þakkir, ekki aðeins frá mér fyrir margháttuð samskipti út af mál efnum skólans, þau ár er ég veitti honum forstöðu heldur og allra þeirra er létu sig framtíð þessarar elztu menntastofnunar Austur- lands nokkru skipta. Ég tek mér það bessaleyfi að bera þessar þakkir einnig fram i nafni allra þeirra Austfirðinga og annarra er skólans hafa notið á einn eða annan hátt og þeir eru nú orðnir all margir, sem Elða skóli hefur stutt til nokkurs þroská. Þórarinn Þórarinsson. fyrrv. skólastjóii. Við óskum þér innilega til ham ingju Eysteinn Jónsson. Að vísu kemur okkur þessi aldur þinn nokkuð á óvart, því hvern hefði grunað, sem sá þig bruna á skið- um niður Fannborgarjökulinn í sumar, að þú værir að verða sex- tugur. Eitt er víst, að „Elli kerl- ing“ virðist hafa farið heldur halloka í viðskiptum sínum við þig. En þannig er það með menn, sem lifa heilbrigðu lífi og efla lífs- orku sína við hollar íþróttir og útivist. Þeir varðveita æsku sína og líkamsstyrk ótrúlega lengi, þótt árin færist yfir þá. Á þessum afmælisdegi þínum minnumst við skíðamenn með þakk læti ómetanleg? stuðnings þíns við skíðaíþróttina í ræðu og riti og við gerum okkur ve] Jjóst, hversu mikilvægur sá stuðningur er. En bezt kunnum við að meta kynnin við manninn Eystein Jónsson og ó- gleymalegar eru þær kvöldstundir, er við áttum með þér að aftokn um skíðadegi, þegar þú skemmtit okkur með upplestri þínum og gamansamri alvöru. Við minnumst alls þessa með mikilli ánægju um leið og við óskum þér langra og gæfusamra lífdaga. Lifðu heill. Skíðafélagar úr Kerlingarfjöllnm ☆ * Þótt við hér á Tímanum séum vanari því að sjá um birtingu á afmælisgreinum í stað þess < skrifa þær, þótti okkur ástæða til breyta um sið, nú þegaj Ey- steinn Jónsson er sextugur. f nær fimmtíu ár hefur Framsóknarflokk urinn verið útgefandi Tímans. Hann fer því með æðsta vald í málefnum blaðsins og kýs til þess sérstaka blaðstjórn. Og þar sem Eysteinn Jónsson er bæði formaður Framsóknarflokksins og formaður blaðstjórnar liggur f aug um uppi að meririsdagur í lífi hans er líka dagur handa okkur starfsfólki Tímans, að minnast. Gæti Eysteinn þó gegnt báðum fyrrgreindum embættum, án þess okkur á Timanum skipti miklu máli stórir dagar í lífi hans. En þessu er bara ekki þannig varið með Eystein Jónsson. Ég held að fáum mönnum sé jafn lítið og honum gefið um að gegna emb- ættum, sem hann sinnir ekki. Sem formaður blaðstjórnar Tímans hef ur hann alla tíð haft hin giftu- drýgstu afskipti af blaðinu. Það liggur í augum uppi, og þekkja þó engir eins vel tU þess og þeir sem við það vinna, að það er enginn barnaleikur að geía út dagblað hér á landi. Útgáfukosm aður fer hækkandi ár frá ári, svo að engar rekstraráætlanir stand- ast deginum lengur. Og af þe*m sökum meðal annars er alltaf á brattann að sækja, þótt út-breiðsla blaðs sé í sæmilegu lagi og reynr sé að stilla j hóf með kostnað. Við þannig aðstæður reynir mjög mikið á skilning og útsjónarsemi formanns blaðstjórnar, sem verð- ur að taka á sfnar eigin herðar, í fleiri en einurn skilningi, að halda i blaðinu í sómasamlegu horfi. í þessum efnum hefur Eysteinn Jónsson unnið alveg frábært starf, og megum við starfsmenn Tím ans þakka honum það, að engir erfiðleikar við útgáfuna hafa mætt á okkur eða komið ofekur í koll á neinn máta. Má vel segja, að við hefðum átt að geta svarað þessu með því að gera blaðið bet- ur úr garði, en þar verður við að sitja eins og hverjum líkar. Við sem alla jafna gerum tölu vert með blaðamennsku, erum stundum spurðir að því, hvarnig okkur falli sambýlið við útgefend- ur, sem í þessu tilfelli er Fram- sóknarflokkurinn. Þróunin nefur orðið sú á síðustu áratugum, að litið er á blöðin í stöðugt vax andi mæli sem fréttastofnanir og miðlara almenns efnis. Þetta hef- ur jafnframt leitt til þess að blaöa menn ráðast nú milli blaða í meiri mæli en áður. Með þessu aukna frjálslyndi kveður alveg við nýi- an tón í hinni stjórnmálalegu blaðaútgáfu. Hvað viðvíkur Tím- anum hefur Eysteinn Jónsson ver- ið sérstaklega glöggskyggn á be-ssa þróun mála, og mun þó enginn væna hann um, að hann sé ekki harðfenginn stjórnmálamaður, þegar því er að skipta. Siðan hann varð formaður blaðstjórnar hefur Tíminn orðið fjörlegra og fjölþættara blað, og til hans er alltaf að sækja hvatningu um meiri fjölbréytni 0g meiri sókn á hinn almenna vettvang. Samstarf hans við blaðið hefur alltaf verið sérstaklega ánægjulegt og um hyggja hans fyrir blaðinu alhl’.ða. Blaðið hefur einnig notið góðs af þeim eiginleika, sem oft hefur vakið verðskuldaða aðdáun á hon um sem stjórnmálamanni, hve fljótur hann er að átta sig á því sem að höndum ber. Ljós rök- semdarfærsla sem leiðir til rök- réttrar niðurstöðu virðist honum í blóð borin. Þótt ég hafi oft orð ið þessa var þegar blaðið hefur verið til umræðu, munu þeir kann ast enn gerr við þennan eigin leika, sem hafa staðið með hon- um á sjálfum orrustuvelli stjórn- málanna. Eysteinn Jónsson ber gott skyn bragð á það, hvað teljast verður góð blaðamehnska. Og ég efast um að aðrir séu meira inni í þeim málu-m en hann, og öllu því sem að blaðaútgáfu lýtur. Auðvitað er það hreinn hvalreki fyrir eitt blað, þegar til forsjónar þess velst maður, sem hefur lifandi áhuga á öllu þvi sem útgáfustarfsemina snertir Hvað Eysteini viðvíkur er kannski ekki rétt að tala um áhuga. Hann er mikið meira tengd ur Tímanum en svo og Tíminn honum os bað eru hin farsælustu tengsl. Nú á þessum merkisdegi vii ég leyfa mér að flytja afmæúsbam inu alúðarkveðjur starfsfólks Tím ans með þökkum fyrir samstarf og forsjá á liðnum árum. Allir vita, að Eysteinn Jónsson er mikill stjórnmálamaður Hitt munu færri vita, að Tírninn væri ekki það sem hann er í dag, ef hans nyti ekki við. Indrlði G. Þorsteinsson. PIANO - FLYGLAR Steinway gj Sons Grotrian-Steinweg, Ibach, Schimmel. F|ölbreytt úrval 5 ára ábyrgð. PÁLMAR ÍSÓLFSSON & PÁLSSON Pósthólf 136 símar 13214 og 30392. Yfirburðir DEUTZ-dráttarvélanna dyljast ekki •ic Loflkældir, gangþýSir DEUTZ-dieselhreyflar — landsfrægir fyrir endingargæði og sparneytni. Sama hreyfilgerS I öllum DEUTZ-dráttarvélum. ★ Öryggisgrlnd, sem gera má úr rúmgott hús, smíSum vér í eigin verkstæSum. ★ VellagaS, svampklætt ekilssæti á löngum fjaSurarml veltir heilsu ySar vernd gegn hristingi og hnjaski. ★ Fljótvirkt og sterkt DEUTZ-Transfermatic-vökvakerfi, óháS gírsklptingum, gerir notkun ámoksturstækja auSvelda og iipra. "A" Aurbretti viS framhjól og brelð affurbretti hlífa ökumanni og dráttarvél vlS aurkasti. ir Festikrókur aS framan og hæSarstillanlegur dráttarkrókur aS aftan stækka notkunar- sviS vélarinnar. ★ Höggdeyfar viS framhjól auka enn frekar á öryggl og þæglndl viS akstur á vegum og vegleysum. ★ Hliðarsæti fyrir farþega eru þægindl sem aSeins DEUTZ-eigandinn getur boðið fólki sinu upp á. DEUTZ-dráttarvélarnar hafa fullkomnasta búnaS fyrlr (slenzka sfaShætti. Hlutafélagið HASVIAR, véladeild Sími 22J23, pósthólf 1444, Tryggvagötu, Reykjavfk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.