Tíminn - 13.11.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.11.1966, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 13. nóvember 1966 TÍMIWM SEXTUGUR I DAG: formaður Framsóknarflokksíns Þeir eru áreiðanlega raarg ir, sem minnast Eysteins Ján sonar með þalcklátum huga á þessum tímamótum í lííi hans. Slík stórvirki hefur Eysteinn Jónsson unnið, að markað hafa djúp spor í ís- lenzku þjóðlífi, enda lengur verið ráðherra en nokkur annar íslendingur. Um svo þekktan mann hef ur þjóðin fyrir löngu gert sér alveg ákveðnar hugmynd ir, sem verður naumast rask að. Það veit t.d. svo að segja hvert mannsbam í landinu og þarf ekki að segja það neinum, að Eysteinn Jónsson er gæddur frábærum gáfum, er víðfróður og ræðumaður með ágætum. En þessir hæfileikar Ey- steins Jónssonar mundu hafa dugað honum skammt til að vinna þau afrek, sem hann hefur unnið, ef ekki hefði komið til sterk og fágæt skap gerð. Góðar gáfur og þekk- ing er sem beitt og blikandi sverð, en skapgerð mannsins er sú hönd, sem á sverðinu heldur. Við Eysteinn Jónsson höf- um unnið saman um það bii þriðjung aldar, og ætti ég því að þekkja hann nokkuð. Ey- steinn Jónsson er drengskap amiaður, hygginn, hófsamur og umfram allt hefur hann ósigrandi viljaþrek. Þetta er sú skapgerð, þ^tta er sú hönd, sem stýrt hefur glæsilegum vopnum Eysteins Jónssonar til sóknar og varn- ar í fjölmörgum stórmálum og umbótamálum. Það er þessi skapgerð, sem skipað hefur honum fastan sess með al fremstu manna þjóðaiinn- ar. Þá áratugi, sem við Ey- steinn Jónsson höfum unnið saman, hefur okkur sjaldan greint á, en þegar það hefur komið fyrir, hefur sá ágrein- ingur ætíð verið útkjjáður með drengilegum hætti af hálfu Eysteins Jónssonar. Það munu og vandfundin dæmi þess, að Eysteinn Jóns son hafi beitt andstæðing sinn ódrengilegum bardaga- aðferðum. Hitt mun frckar koma til álita, hvort hann hefur ekki stundum troyst orðum og eiðum andstæðing anna of vel. En slíkt hendir gjarnan drengskaparmenn. Hófstillingu Eysteins Jóns- sonar og hyggindi hef ég þrásinnis reynt í margháttuð um, erfiðum vandamálum og úrlausnarefnum. Eins og flestum ' er kunn- ugt, átti Eysteinn Jónsson við langvarandi heilsuleysi að stríða og varð í ofanálag fyrir mjög alvarlegum áföll- um, er hann slasaðist á skíð- um. ! Með óbilandi viljaþreki hef ur Eysteinn Jónsson sigrazt á öllu þessu og hefi ég það fyi- ir satt að hann hafi aldrei verið við betri heilsu en nú. En oft hefi ég séð Eystein Jónsson illa haldinn, er hann sárlasinn átti í hörðum deil- um eða sat langtímum sam an við samningaborð i erfið- um samningum — án þess hann nokkurn tímann kvart aði eða kvikaði. Þann tíma sem Eysteinn Jónsson var rúmfastur vegna veikinda, fylgdist hann með í hverju máli. Það var ekki fyrr búið að Ijúka uppskurðinum og gera við beinbrotið en Ey- steinn Jónsson heimtaði dag- lega skýrslu um gang mála og stjórnaði frá sjúkrabeði sínum. Því fjölyrði ég um þennan þátt í lífi Eysteins Jónssonar, að ég tel fátt hafa sýnt mér betur á lífsleiðinni, hverju eldlegur áhugi getur áorkað, ef hann er samfara sterkum vilja. Ég vil svo ljúka þessum fáu orðum með því að þakka Eysteini fyrir samstarfið og óska honum allra heilla Hermann Jónasson. ☆ Formaður Framsóknarflokksins Eysteinn Jónsson, er sextugur í dag. Fáir hafa komið meir við sögu Framsóknarflokksins en hann- Fáum eða jafnivel engum á Framsóknarflokkurinn meira að þafcka en Eysteini Jónssyni. Þess vegna hylla flokksmenn nann í dag, senda honum kveðjur og árnaðaróskir. Eysteinn Jónsson hefur staðið óvenju lengi í fremstu víghnu ís- lenzkra þjóðmálabaráttu. Hann hefur verið í forustuliði Framsókn arflokksins í því nær *'álfan fjórða tug ára. Hann var xyrst kjörinn á þing vorið 1933 aðeins 26 ára að aldri og hefur hann setið á Alþingi óslitið síðan, og á nú að baki lengri þingsetu en nokxur annar núverandi alþingismanna, <situr nú sitt 41. þing. Árið, sem hann kom á þing, va hann kjör- inn i miðstjórn flokks ns og hefur átt þar sæti síðan. Flokksritari var hann kjörinn árið 1934 og gegndi því starfi þangið til hann tók við formennsku flokksms 1962. Má því segja, að hann hafi verið eins konar innanrikisráðherra flokksins í nær þrjá árarugi. For- maður þigflokksins og þar með í raun og veru verkstjori þingliðs Framsóknarmanna — varð hann 1943 og er það enn. í blaðstjórn Tímans hefur hann atr sæti í meir en þrjá áratugi og formaður henn ar hefur hann verið síðustu árin Blaðaútgáfa, ekki sízt dagblaða, er miklum erfiðleikum háð um þessar mundir. og býst ég við, að j fáir flokksmanna geri sér þess grein, hvílíkt feikna erfiði Ey- steinn Jónsson hefur á sig lagt í sambandi við útgáfu Tímans. Er Hermann Jónasson skoraðist und- an endurkjöri 1962, var Eysteinn Jónsson einróma kjörinn formað- ur flokksins og hefur verið óum- deildur leiðtogi hans síðan. Eysteinn Jónsson varð ráðheTa árið 1934, aðeins 27 ára gamall, og hefur aldrei, hvorki fyrr né síð ar, jafn ungur maður valizt í ráðherraembætti á ísiendi. Það segir sína sögu og hana ekki ó merka, að hann langyngsli þing- maðurinn skyldi kvaddur til að gegna hinu vandasama embætti fjármálaráðherra, og það einmitt við þær erfiðu aðstæður, er þá fóru í hönd.Hann hefur síðan hvað eftir annað, eins og kunnugt er, verið kjörinn til þess af floirkn- um að gegna ráðhemembætti, og hefur átt sæti í sénhverri ríkis- stjórn, sem Framsóknarflokkur- inn hefur staðið að á þessa tima bili. Telst mér svo til, að ham háfi gegnt ráðherraembættí í samtals 19 ár, eða að ég held lengur en nokkur maður hér á landi tii þessa. Lengst af þess tíma hefur hann verið fjármálaráðherra, eða að ég ætla í samtals 13 ár. Auk þess, sem hér er talið, hef- ur Eysteinn Jónsson gegnt fjöl- mörgum trúnaðarstörfum í þágu þjóðar og flokks, sem engin leið er hér upp að telja- Þess má þó geta, að hann hefur verið sam vinnuhreyfingunni góður liðsmað ur. Hann var einn af stofnendum Kaupfélags Reykjavíkur á sínum tíma og formaður þess um þriggja ára skeið. í stjórn Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga hefur hann átt sæti í meir en tuttugu ár og hefur lengi verið þar vara- formaður. Nefna má einnig, að hann var á yngri árum um skeið skattstjóri í Reyfcjavík, hefði á hendi framkvæmdastjóm Prent- smiðjunnar Eddu í fjögur ár og hefur auk þess gegnt ýmsum öðr- um störfum, sem ég hirði eigi að telja. Á bak við upptalninguna hér að framan er mikil saga, starfs- saga Eysteins Jónssonar. Sú starfs saga er svo samfléttuð sögu Fram sóknarflokksins á þessu tímabili, að þar verður vart á milli skilið. Starfssaga hans er einnig þáttur þjóðarsögunnar á þessum árum. Engin tök eru á — og væri held- ur ekkert vit í — að segja þá sögu í stuttri blaðagrein. Störf Eysteins Jónssonar eru mörg og mikil. Hitt skiptir þó meira máli, að öll sín störf, hvort sem smærri eða stærri hafa verið, hefur hann leyst af héndi af þeirri kostgæfni, alúð, áhuga og dugn- aði sem honum er eiginleg: og einkennir hann einmitt sérstak- lega. Starfsferill Eysteins Jónssonar ber það með sér, að hann er óvenjulegur hæfileikamaðui Hjá honum fara saman ágætar gáfur, óvenjulegt starfsþrek, aid.egui áhugi, rökfastur málflutniagur og frábær skyldurækni og reglu semi i störfum, svo sem þeir þekkja bezt, sem mest hafa með honum unnið. Hann er traustur maður, sem engum trúnaði bregzt. Ég ætla annars eigi hér að fara að hlaða Eystein Jónsson hefð- bundnu afmælisgreinalofi. Á því þarf hann ekki að halda. Verk hans tala og bera honum vitni. bæði nú og um ókornin ár. Starf stjómmálaforingja hér á landi er enginn dans á rósum. Starfið er erilsamt og eigi alltaf þakkað sem skyldi. Um þá blæs oft kalt. Eysteinn Jónsson hefur öðmm betur staðið af sér stjórn- málagustinn. En Eysteinn Jónsson er líka svo lánsamur að hafa eign- azt hugðarefni og hei'subrunn fjarri dægurþrasi stjómmálanna. Um helgar fer hann á fjöll, þegar færi gefst, stundar þar skíðaíþrótt og gönguferðir. Þangað sækir hann nýjan þrótt Hann er nátt- úruskoðari og þekkir land sitt öðrum betur. Þess sjást merki í hans pólitík. Það var ekki meining mín að segja hér ævisögu Eysteins Jóns- sonar né heldur að semja nokkra mannlýsingu. Þetta átti aðetes að vera stutt afmæiia- kveðja tíl formanns flokks okkar. f nafni flokksbræðra víðsvegar um land ber ég fram þakkir til Eysteins Jónssonar fyrir það, sem hann hefur gert fyrir okfcar þjóð og fyrir okkar flokk. Ég flyt hon- um innilegar ámaðaróskir sam- herjanna. Við vonum öll, að hann eigi enn langan starfsdag framund an, og að honum megi auðnast að vinna margt til þarfa fyrir þjóð okkar og flokk. Um leið eru hans ágætu konu, Sólveigu Eyjólfsdótt ur, og fjölskyldu hans ailri send- ar kveðjur og hjartanlegar ham- ingjuóskir í tilefni dagsins. Ólafur Jóhannesson. ☆ Frá því að ég var unglingspilt ur, heima hjá foreldrum mínunl, á Halldórsstöðum í Kinn, er mér það minnisstætt, þegar ég hlust- aði í fyrsta sinn á pólitískar um- ræður í rikisútvarpinu en alþing- iskosningar áttu þá að fara fram næstu daga- Þaulvanir gáfaðir stjórnmála- garpar, leiddu þar saman hesta sína. Þá töluðu m.a. Magnús Guð- mundsson, Jón Þoriáksson, Jónas Jósson og Tryggvi Þórhallsson. Einnig er mér það ógleymanlegt, að þá kom fram ungur ræðumað- ur, sem ég hafði efcfcl áður heyrt nefndan, það var Eysieinn Jónsson. í þessum umræðum geystust þeir fram, foringjarnir, Jónas og Tryggvi, enda áttu þeir hugsjón- ir, sem vísuðu langt fram á veg- inn. Ungi maðurinn í hópnum lét þó sinn hlut ekki eftir liggja, og talaði af mikilli mælsku. Ég varð hrifinn af máli hans, rökum. hörku, og bjartsýni. Málflutning ur þessara fulltrúa Framsóknar- flokksins, verður mér ætíð mion- isstæður, honum fylgdi hressandi blær, rödd nýrra vona, nýrra fram kvæmda, rödd hins nýja fslands. Skömmu síðar, heyrði ég talað um það heima, að ungi ræðumað urinn, væri gáfaður, snjall í mal- flutningi hefði yndi af að íara i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.