Tíminn - 13.11.1966, Blaðsíða 1
260. tbl. — Sunnudagur 13. nóvember 1966 — 50. árg.
r ■'
Gerizt áskrifendur a5
Tímanum.
Hringið í síma 12323
24 SÍÐUR
Auglýsing f Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
Gilitrutt fram-
haldsleikrit í
barnatíma hjá
Sjónvarpinu
GÞE-Reykjavík, laugardag.
Svo sem frá var skýrt í blaðinu
í fyrradag, eru samningar milli
félags ísl. leikara og sjónvarpsins
nú á lokastigi. Fregnaði blaðifí í
dag, að þeir yrðu líldega undir
ritaðir n.k. mánudag og verður
þá vonandi bráðlega hafizt lianda
um upptöku leikrita og leikþátta
en efcki er enn vitað, hvaða leik
rit verða fyrir valinu til að byrja
með.
Hins vegar hafa þegar verið tek
in upp nokkur barnaleikrit fyrir
bamatíma sjónvarpsins, en leik
endur þar hafa verið skólabörn.
M.a. hefur verið tekið upp barna
leikritið Gilitrutt, og verður það
framhaldsleikrit.
Állinn, sem
lifnaði við
Maðurinn hér á myndinni fór
ásamt syni sínum inn í fiskbúð í
Varsjá Póllandi, á dögunum og
keypti sér þar ál þann, sem þeir
balda á hér á myndinni. Er þeir
voru að labba heim á leið með
áfbm, vaknaði hann skyndilega til
Msins og lét öllum illum látum,
og áttu feðgamir í fuilu fangi
með að halda honum eins og sjá
má.
TVÖ JAFN-
TEFLI VIÐ
SOVÉTRÍKIN
í sjöundu umferð á
Ólympíuskákmótinu tefldi
ísland við Sovétríkin og
lauk tveimur skákum með
jafntefli, en tvær fóru í
bið þanniq að staðan er 1:1
og 2 biðskákir. Friðrik og
Spassky gerðu jafntefli á
1. borði og einnig Guðmund
ur Pálmason og Stein á
þriðja borði. fslenzku skák
mennirnir höfðu hvitt í þess
um skákum. Biðskák varð
varð hjá Inga R. og Tal á
2. borði, og hjá Gunnari
Gunnarssyni og Poluga-
evsky á 4. borði.
Úrslit í öðrum leikjum
urðu, að Danmörk vann
Þýzkaland með 2 1/2-1 Vz
Bandarikin unnu Noreg
31 og Spánn og Rúmenía
gerðu jafntefli 2-2. Tékkar
hafa tvo vinninga gegn ein
um vinning Júgóslafa, ein
biðskák. Argentína hefur 2
1/2 vinning gegn hálfum
Búlgara tvær biðskákir, og
Ungverjaland hefur tvo
vinninga gegn Kúbu tvær
biðskákir.
C—,, , ...j
BÚRFELLSSAMNINGAR GANGA HÆGT:
Á MÁNUDAG OG ÞRIDJUDAG?
VERKFALL
EJ—Reykjavík, laugardag.
Sáttafundurirm í Búrfells
deilunni, sem hófst í gær-
kvöldi kl. 20.30 varð árang
urslaus. Var honum slitið á
fyrsta tímanum í nótt. Nýr
sáttafundur hófst í dag kl.
14 og var honum ólokið,
þegar blaðið fór í prentun.
Starfsmenn við Búrfell hafa
boðað verkfall á mánudag og
þriðjudag, og í dag voru allar
líkur á að það verkfall kæmi
til framkvæmda.
Eins og áður hefur komið
fram í blaðinu, er mikið los á
mannskapnum við Búrfell, og
hætt við, að margir hætti á
næstunni, ef viðunandi sam-
komulag næst e'klki fljótt.
Aðalvél Hamra-
fellsins bilaði
SJ-Reykjavík, laugardag. skipadeildar SÍS, sagði í viðtali
við blaðið í dag, að vonir stæðu
Olíufiutningaskipið Hamra- til að áhöfnin gaeti sjálf fram-
fell, sem er nú á heimleið með kvæmt bráðabirgðaviðgerð, og
fullfermi af gasolíu frá Rúmen mun skipið halda áfram ferð
íu, varð að stöðva ferð sína sinni til Reykjavíkur um leið
um 100 sjómílur suður af og viðgerð hefur farið fram.
Vestmannaeyjum vegna biiun f morgun var veður heidnr
ar f aðalvél skipsins. Hjörtur slæmt á þeim slóðum þar sem
Hjartar framkvæmdarstjóri Framhald á 11. sfðu
Ágreiningur um
gul Ijós bifreiða
FB-Reykjavík, laugardag.
Nokkur ágreiningur er nú ris
inn upp vegna gulra Ijósa á bif
reiðum, en samkvæmt lögum um
ljósabúnað skulu há ljós lýsa ak-
brautina vel með hvítu eða dauf
gulu ljósi, að minnsta kosti 100
metra fram fyrir bifreiðina. Á
greiningurinn er um það, hvað
skær þessi gulu Ijós mega vera
og hefur nú verið boðað til fund-
ar með yfirmanni bifreiðaeftirlits
ins umferðarlögreglunnar, fuli
trúa Ljóstæknifélagsins og FÍB
sem fulltrúa bifreiðaeigenda.
Við hringdum í Magnús Valdi-
marsson hjá FÍB og spurðum hann
nánar út í þessi ljósamál. Sagði
hann, að komið hefði í ljós, að
gulu Ijósin eru mismunandi sterk,
og er þetta nú í athugun hjá
bifreiðaeftiriitinu og vegalögregl
unni. FÍB hefur mikinn áhuga á
að ræða þetta fyrir bönd bifreiða-
eigenda og hefur því óskað eftir
fundi með viðkomandi aðilum, og
verður sá fundur haldinn í næstu
viku.
Framhald á bls. 11.
HEITT VA TNIFJ0RÐU
B0RH0LU HÚSVlKINGA
GÞE—Reykjavík, laugardag.
Svo sem kunnugt er hafa
heitavatnsboranir staðið yfir
á Húsavík um alllangt skeið
með góðum árangri, en heitt
vatn hefur þegar fengizt úr
þremur borholum. Fyrir þrem
mánuðum var hafizt handa
um fjórðu borholuna, og nú
þegar komið er niður á 567
metra dýpi er farið að hyllaj
undir árangur samkvæmt upp
lýsingum, er blaðið fékk frá
Raforkumálaskrifstofunni í
dag.
Vatnsborðið í holunni var um
6 metrar á hæð í gærkvöldj og
var þá farið að dæla upp úr
henni. Hins vegar reyndist hita-
stigið fremur lágt og stafar það
líklega af því, að skolvatn frá
borunum hefur blandazt saman við
vatnið í holunni. Um helgina verð
ur haldið áram að dæla, og fari
hitastigið ekki hækkandi eftir því
sem lengra dregur, verður farið að
bora á ný, að því er Björn Frið-
steinsson, bæjarstjóri á Húsavík
tjáði Tímanum í dag, en dýpt
hinna borholanna þriggja er 500
—1500 metrar. Ef vel tekst til með
þesa fjórðu borholu eru líkur fyr-
ir því, að heita vatnið nægi til
varmaveitu fyrir allan Húsavíkur
kaupstað.
Greinaflokkur
um Víetnam
Um fátt er nú meira rætt
í heiminum en styrjöldina í
Vietnam. Þar s^m skoðanir
um hana eru nokkuð skipt-
ar, þykir Tímanum rétt að
birta yfirlitsgrein eftir merk
an fréttamann Neil Sheehan
sem dvaldi í Vietnam 1962—
64 og aftur 1965—66 sem
fréttaritari bandaríska stór.
blaðsins New Vork Times.
Sheehan kom heim frá Viet
nam i ágústmánuði síðastl.
og hefur nú það verkefni
að fylgjast með Pentagon,
hinni miklu miðstöð banda.
ríska hersins í Washington.
Grein Sheehans birtist í
„The New YorkTimes Maga
zine“ 9. okt. síðastl. og bar
fyrirsögnina „Not a Dove,
But No longar a Hawk.”
(Ekki dúfa en ekki lengur
haukur.) Þar sem greinin
er alllöng er hún aðeins
stytt í þýðingnnni. Þá verð
ur ekki komizt hjá því að
skipta henni í nokkur blöð.
Fyrsti kaflinn birtist á 5.
siðu blaðsins í dag.