Vísir


Vísir - 19.11.1975, Qupperneq 5

Vísir - 19.11.1975, Qupperneq 5
VISIR Miðvikudagur 19. nóvember 1975. 5 Ummœli Krúsjoffs um Ashkenozy og Þór- unm i œviminnmgum Áriö 1971 komu út i London hjá Sphere Books Ltd. æviminningar Krúsjoffs, fyrrum forsætisráðherra Sovétríkj- anna, og aðalritara Kommúnistaf lokks- ins. Bókin var þýdd á ensku af Strobe Talbot. Þar fjallar Krúsjoff m.a. um afskipti sín af Ashkenazy. Hér f jallar um mál þeirra Ashkenazy hjónanna. Höfundurinn fer rangt með, er hann segir Þórunni enska, og stafar sá mis- skilningur vafalaust af þvi, að Þórunn var búsett í Englandi. — Það hlýtur að vekja athygli, að mál Ashkenazys skyldi komast alla leið inn á skrifborð hins valdamikla manns. — Hér birtist só kafli bókarinnar í íslenskri þýðingu Meðan ég stjórnaði landinu, giftist hinn ungi pianóleikari, Ashkenazy, enskri sttilku, er stundað hafði nám við einn tón- listarskóla okkar. Þau eignuð- ustbarn og fóru til Englands að heimsækja foreldra konunnar. Skömmu seinna frétti ég hjá Gromyko, að sendiherra okkar i Lundtinum hefði sent okkur eftirfarandi frásögn: Ashkenazy kom i sendiráðið og sagði að kona sin neitaði að sníia aftur til Sovétrikjanna. Honum þætti mjög vænt um hana og spurði sendiráðið ráða. Ég ætti raunar að geta þess, að ég hefði hlustað á leik Ashkenazys og óskað honum til hamingju persónulega, þegar hann vann fyrstu verðlaun i Tjaikovski-samkeppninni. Hann er frábær pianóleikari og ég heyri oft i honum i htvarpi. Ég sagði þvi við félaga mina: „Leyfum Ashkenazy að bha i Bretlandi eins lengi og hann vill. Þannig verður hann alltaf tilbh- inn að snúa heim til Sovétrikj- anna. Við eigum engra annarra kósta völ. Ef við förum þess á leit við hann, að hann yfirgefi konu sina og snúi heim fáum við aðeins blátt nei. Hann er ekki andsovéskur en ef við komum honum i þannig aðstöðu, að hann verði að velja á milli konu sinnar og ættlands sins, þá get- um við gert hann andsovéskan. Hann myndi strax lenda i klóm flóttamanna, sem reyndu að hamra allskyns andsovésk- um hugmyndum inn i höfuð hans. Við viljum ekki láta það gerast. Hváð er að þvi að hann btii i London, ef hann heldur enn sovéskum borgararéttindum? Hann getur snúið heim til Moskvu hvenær sem er, til að halda hljómleika. Þegar allt kemur til alls er hann tónlistar- maður og það er frjálst starf.” Allir voru mér sammála og tillagan var samþykkt. Ég hlusta oft á útvarpið þessa dagana. Þegar ég fer i göngu- ferðir, er titvarpstækið alltaf með i förinni. Það veitir mér bæði uppiys.ingar og skemmtun. Mér finnst gaman að þjóð- söngvnum og alþyðutónlist. Mér þykir einnig nokkuð varið i nhtimatónlist, en maður á min- um aldri er tengdari þvi,sem skemmti honum sem barni. Flest dagskráratriðin eru góð en það berst lika ýmislegt drasl á öldum öldum ljósvakans. Það vekur mér mikla ánægju að kveikja á íitvarpinu og heyra tilkynnt að Ashkenazy muni leika næst. Ég er þvi feginn að við björguðum nafni hans sem sovéskum pianbleikara og björguðum fjölskyldulifi hans um leið. Kannski rennur upp sá dagur, að Ashkenazy og kona hans vilji setjast að i Moskvu. Eða kannski vilja þau btia i London. Ég ætla ekki að íitiloka þann möguleika. En hvað um það. Leyfum þeim að btia þar sem þau vilja. Ég held áð mál sé til komið, áð hverjum sovéskum rikisborg- ara sé veittur sá réttur. Ef hann vill yfirgefa land okkar, og dveljast erlendis smátima, þá er allt i lagi með það. Mér finnst það furðulegt, að paradis sé enn geymd undir lás og slá, eftir fimmtiu ára ráðstjórn. Það er trh okkar kommúnista að kapitalisminn sé viti, þar sem verkamenn eru dæmdir til þrældóms. Við erum að byggja upp sósialismann. Okkur hefur þegar heppnast það á mörgum sviðum og okkur mun heppnast það á öðrum. Á ntiverandi stigi manntiðarstefnunnar, er lifs- form okkar það róttækasta i heiminum i dag. Svo notað sé bibliuorðalag, þá er lifsform okkar paradis fyrir mannkynið. Það er ekki paradis ofgnægtanna og letinnar. HUn er ekki enn komin til sögunnar. og óvist um hvort hún kemur nokk- urn tima. En það rikir jafnrétti á öllum sviðum. Borið saman við auðvaldsheiminn er lifsform okkar miklu fullkomnara. Við höfum fullkomnað margt, og -skapað skilyrði fyrir enn meiri sigrum. SNJÓFLÓÐA- GUÐJON PETERSEN: UM HÆTTU Á ESKIFIRÐI Ég undirritaður leyfi mér hr. ritstjóri að óska birtingar á eftir- farandi athugasemd minni við grein i blaði yðar um snjóflóðahættu á Eskifirði, sem birtist mánudaginn 17. nóvember og er undirrituð Ó.H. Athugasemdir eru frá mér sem einstaklingi en ekki i umboði Almannavarna, og er tilgangur minn að verja heiður vinar mins prófessors M. de Quervain, sem er borinn fyrir skrifum og sem hann hefur hvergi að mér kunnugu látið frá sér fara. Þau kynni sem ég hafði af prófessor M. de Quervain voru þannig að ég er viss um, að þar urðum viö aðnjótandi aðstoðar grandvars heiðursmanns, sem ekki lætur frá sér fara annað en það sem hann getur staðið við, eins og skýrsla hans best sýnir, og væri betur að menn tækju hann sér til fyrirmyndar en rægðu hann ekki á bak með ósönnum skrifum um verk hanshér á landi. Gagnrýni og umræður um menn og málefni eru nauðsynleg- ar og eiga fyllsta rétt á sér, en verða umfram allt að vera byggðar upp á sannleika. Afleiðingar af skrifum C.H. geta raunverulega ekki orðið nema tvennskonar, annarsvegar að skapa ótta hjá væntanlegum ibhum svæðisins, eða hinsvegar að vekja andstöðu gegn hógvær- um ábendingum um aukið öryggi. Hvorum tilganginum blaða- maður nær leyfi ég mér að harma ef honum hefur tekist að sá fræ- komum ótta eða andstöðu og leika sér þannig að tilfinningum fólks, sem býr i nágrenni vágests sem aðeins fyrir tæpu ári síðan olli hörmungum i næsta byggðar- lagi. 1 fyrstu málsgrein greinar sinnar segir blaðamaður að lesendur Visis muni efalaust eftir þeirri yfirlýsingu svissneska snjöflóðasérfræðingsins M. de Quervain að vegna snjóflóða- hættu teldi hann ekki ráðlegt fyrir eskfirðinga að leggja út i fyrir- hugaða ibúðabyggð á staðnum. Hví skyldi blaðamaðurinn leggja prófessor M. de Quervain þessi orð i munn? Hér eru rakin ósannindi á ferðinni einungis gerð til að vekja ótta eða vantraust á manninum. 1 annari málsgrein greinar- innar segir svo blaðamaður orðrétt. „Taldi deQuervain að ef búast mætti við stbrum snjóflóðum á 30 ára fresti væri óráðlegt að leggja i þessar fram- kvæmdir.” (undirstrikun min). Hér koma hin einu og réttu um- mæli prófessorins fram. Ég endurtek að cf búast megi viðo. s.frv. Ég geri ráð fyrir að blaða maður Visis, hljbti að vera prófessor M. de Quervain hjartanlega sammála um þetta svo og lesendur. Það er ótrúlegt að nokkur maður mæli með byggð á svæði ef búast má við stórum snjóflóðum þar að meðaltali á 30 ára fresti (Undirstrikanir eru minar). Enn heldur blaðamaður áfram ogsegir „þarlá hann einmitt i þvi — telja eskfirðingar. Þeim finnst það mikil fjarstæða að gera ráð fyrir stórum snjóflóðum þar sem reynslan sýnir alls ekki að um slikt geti verið að ræða.” 1 þessari málsgrein keyrir um þverbak i greininni. Prófessor M. de Quervain ályktar hvergi eitt eða annað varðandi tíðni snjóflóða á Eskifirði. Hann gerir enga tilraun til að setja neitt fram i þá átt. Það eina sem hann gerir er að leiðbeina skipulagsaðilum um hvaða forsendur skuli nota við mat á öryggi byggðarinnar. Áframhald greinarinnar er meira að segja svo biræfið, að þar er farið að fjalla um, hvernig prófessorinn hafi farið að þvi að meta aðstæður, þótt ekkert mat sé sett fram i skýrslunni. Blaðamaður lýkur greininni með þvi að segja að það sé mikil fjarstæða að ætla að Eskifjörður sé i nokkurri hættu vegna snjó- flóða. Ég vona einlæglega að i þessum orðum greinarhöfundar felist mun meiri sannindi en i mörgum öðrum hlutum greinarinnar og að hann geti fullkomlega staðið við þessi ummæli um ókomin ár. Alla vega óska ég eskfirðingum einskis frekar en að þurfa aldrei að mæta þeim vágesti sem skriðuföll og snjóflóð eru. 10) Athuga verður varúðar- ráðstafauir i sambandi við híis- grunn á Eskifirði. Sé búist við snjóflóði þarna einu sinni á 30 ára fresti, er ekki ráðlegt að byggja ibúðarliús þarna. Fækki snjóflóðum niá taka til athugunar ýmsar nýjar byggingaraðfcrðir og bygginar- lag. (Sjá ábendingu nr. 0) Hér birtist kafli úr skýrslu M. de Quervain, þar sem ummæli hans eru um Eskifjörð. (i). A svæðuin sem hugsanleg eru til lóðaúthlutunar, bæri að gera kort af svæðum, sem eru i liættu af völdum snjóflóða, og útiloka þau svæði. sem eru i minni liættu, má svo gera ýmsar viðeigandi ráðstafanir, til að minnka hættuna. Hér kemur svo ábending nr. 6 sem hann visar á i fyrri kaflan- um. Önniir uinmæli um Eskifjörð en fram koma i þessum köfluin koma hvergi frain i skýrslu hans.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.