Vísir - 19.11.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 19.11.1975, Blaðsíða 6
Atvinnuhúsnœði til leigu Mjög skemmtilegt húsnæði á fallegum stað á Reykjavikursvæðinu. Húsnæðið er milli 300 og 400 ferm. Mjög hentugt fyrir skrifstofur, opinbera y stofnun, léttan iðnað, félagsstofnun o. fl. o. fl. Tilboð sendist i pósthólf 129. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 62., 64. og 66. tbl. Lögbirtingablaðs 1974 á liluta i Pórufelli 6, talinni eign Jóns Mariassonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri, l'östudag 21. nóvember 1975 kl. 11.30. Borgarfógctaeinbættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sein auglýst var i 87., 88. og 90. tbl. Lögbirtingablaðs 1973 á Súöarvogi 1, þingl. eign Faxavik h.f. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik, o. fl. á eigninni sjálfri, föstudag 21. nóvember 1975 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á Laugalæk 2-8, þingl. eign Ragnars Ólafssonar o. f 1., fer fram á eigninni sjálfri, föstudag 21. nóvember 1975 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sein auglýst var i 85., 87. og 88. tbl. Lögbirtingablaðs 1974 á hluta i Háaleitisbraut 51, þingl. eign Júliu og Arnþórs llreinsbarna, fer frain eftir kröfu lðnaðarbanka íslands h.f. o. II. á eigninni sjálfri, föstudag 21. nóvember 1975 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Auglýsing um aðalskoðun léttra bifhjóla í Reykjavík Mánudagur 24. nóv. R- 1 til R- 50. Þriöjudagur 25. nóv. R- 51 til R-100. Miðvikudagur 26. nóv. R-101 til R-150. Fimmtudagur 27. nóv. R-151 til R-200. Föstudagur 28. nóv. R-201 til R-250. Mánudagur 1. des. R-251 til R-300. Þriðjudagur 2. des. R-301 til R-350. Miðvikudagur 3. des. R-351 til R-400. Fiinm tudagur 4. des. R-401 til R-450. Föstudagur 5. des. R-451 til R-500. Mánudagur 8. des. R-501 til R-550. Þriðjudagur 9. des. R-551 til R-600. Skoðunin verður framkvæmd fyrrnefnda daga við bif- reiðaeftirlitið að Borgartúni 7 kl. 8,45 til 16,30. Bifreiða- eftirlitiö er lokað á laugardögum. Sýna ber við skoðun, að lögboðin vátrygging sé i gildi. Tryggingargjald ökumanns fyrir árið 1975 og skoðunar- gjald ber að greiða við skoðun. Skoðun hjóla, sem eru i notkun i borginni, en skrásett eru i öðrum umdæmum, fer fram> fyrrnefnda daga. Vanræki einhver að koma hjóli sinu til skoðunar umrædda daga, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um- ferðarlögum og hjólið tekið úr umferð, hvar sem til þess næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 17. nóvember 1975. Sigurjón Sigurðsson. Miövikudagur 19. nóvember 1975. VISIR REUTER AP/NTB+ UTLÖNDI MORGUN UTLÖND I MORGUN SKOÐUN LURIES VSTANDIÐ i ANGOLA SVlakarios veitist að Tyrkjum fyrir fals Makarios forseti Kýp- ur sakaði i gær Tyrkland um fals og hræsni við umræður allsherjar- þingsins um Kýpur. „Tyrkland segist núna reiðubú- ið til samninga, en það sem lagt er til er ekki málamiðlun. heldur uppfylling þeirra eigin skilyröa,” sagði erkibiskupinn. Benti hann á drög að ályktun sem eru i samningu á þinginu og vakti athygli á þvi að Tyrkir væru að blekkja þingheim með þvi að segja að Grikkir og Tyrkir á Kýp- ur hefðu náð samkomulagi um ..miðstjörn”. Sú miöstjórn á að hafa takmarkað vald eða hlut- deild i stjbrn samfélaganna beggja. Kvað Makarios þessa fulLyrð- ingu Tyrk ja ekki hafa við nein rök að styðjast þvi að Kýpur-Grikkir mundu aldrei geta fallist á þessa tilhögun. Norðmenn œtla að viðurkenna 200 mílur hiá Kanada.... Kanada og Noregur munu innan tiðar und- irrita samninga sem fela i sér viðurkenn- ingu Norðmanna á 200 milna fiskveiðilögsögu Kanada, sagði Romeo Leblanc fiskimálaráð- herra Kanada i gær. Á blaðamannafundi sem ráð- herrann hélt i gær upplýsti hann að undirritunin færi fram innan nokkurra vikna i Ottawa. — Sið- an mundi næsta skrefiö að hefja viðræður við Sovétrikin um svipaða samninga og væru þær ráðgerðar i febrúar. Þó kom fram hjá L. J. Le- gault, aðalfulltrúa Kanada á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, að i samningsdrögum sem Kanadamenn ætla að leggja fyrir Sovétmenn i febrú- ar sé varast að nefna 200 milna mörkin. Þá er einnig á döfinni hjá Kanadamönnum að taka upp viðræður við Bandarikin, Spán, Portúgal og Pólland og bætti Leblanc ráðherra þvi við að það væri allt til undirbúnings þeirri stundu þegar Kanada næði sjálft umráðum yfir fiskistofn- um'á þess eigin landgrunni. Kanadamenn lofa þeim, sem viður- kenna 200 mílur þeirra, veiðirétt- indum eftir kvótum Leblanc sagði að Kanada ætti nógu mikið undir sér til að geta lýst einhliða yfir útfærslu fisk- veiðilögsögunnar, en geymdi það sem lokatromp eftir að hafa séð hver yrði niðurstaða haf- réttarráðstefnunnar sem hefst aftur i New York 15. mars á næsta ári. Þar verður þráðurinn tekinn aftur upp eins og við hann var skilið í Genf i mai. Legault sagði fréttamönnum i gær að þeim löndum sem lofuðu að viðurkenna fiskveiðilögsögu Kanada, mundi umbunað með rétti til að veiða á fiskimiðum Kanada eftir að þörfum kanad- iskra fiskimanna hefði verið fullnægt. — Kvað hann Kanada mundu sjálft setja á reglur um fiskveiðikvóta (eftir fisktegund- um ) sem hin erlendu riki mundu verða að miða sinar veiðar við.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.