Vísir - 19.11.1975, Síða 8

Vísir - 19.11.1975, Síða 8
8 Miðvikudagur 19. nóvember 1975. VISIR VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Árni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Sími 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur Áskriftargjaid 800 kr. á mánuði innaniands. 1 lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Verðbólgan á undanhaldi Fyrr á þessu ári komu fram alvarlegar hugmynd- ir um að endurvekja haftakerfið. Ýmsir töldu það einu færu leiðina út úr þeim efnahagsvanda, sem þjóðin hefur glimt við. Við höfum eytt um efni fram og þá sýnist það i fljótu bragði vera einföld leið að takmarka innflutning með sérstökum haftareglum. Reynslan hefur þó sýnt, að slikar aðgerðir bera takmarkaðan árangur og leiða ávallt til mismunun- ar og spillingar i viðskiptaháttum. Við getum með almennum efnahagsráðstöfunum náð nauðsynleg- um markmiðum á heilbrigðum viðskiptagrundvelli. Þetta hefur verið gert með þeim árangri, að inn- flutningur hefur minnkað um 17%. Það eru ýmsir aðrir þættir i þjóðarbúskapnum, sem valda alvarlegri hættu. Seðlabankinn hefur greint frá þvi, að hún sé fyrst og fremst fólgin i hin- um gifurlega greiðsluhalla við útlönd og sivaxandi skuldabyrði, sem honum fylgir. Þannig er reiknað með að viðskiptahallinn verði um 6000 millj. krón- um meiri en búist var við i ársbyrjun. Við þessar aðstæður byggist gjaldeyrisvarasjóðurinn einvörð- ungu á erlendum lánum. Þetta gerist þrátt fyrir minnkun almenns inn- flutnings. Hér kemur m.a. til, að kaupmáttur út- flutningstekna hefur haldið áfram að rýrna og er nú um 32% minni en fyrri hluta árs 1974. Þá hefur stjórnvöldum mistekist að halda rikisútgjöldum, opinberum framkvæmdum og fjárfestingarlánum i skefjum eins og að var stefnt. Fyrir atfylgi hags- munahópanna hafa bönd aðhaldsstefnunnar ekki haldið á öllum sviðum. Á þessu ári hafa verið i gildi útlánatakmarkanir i viðskiptabönkunum. Þessar aðgerðir hafa borið árangur. Atvinnufyrirtækin hafa orðið að aðlaga sig þessum breyttu aðstæðum. Þessa aðhalds hefur hins vegar ekki orðið nægjanlega vart af opinberri hálfu. Fyrirsjáanlegur er verulegur halli á rikis- sjóði á þessu ári. Fjárfestingalánasjóðirnir hafa engan veginn fylgt aðhaldsstefnunni sem skyldi. Með fjárlagafrumvarpi þvi, sem nú liggur fyrir Alþingi, hefur hins vegar verið lagður nýr grund- völlur að aðhaldsstefnu i rikisfjármálum. Á miklu veltur að henni verði nú fylgt fram af fullri einurð. Seðlabankinn lýsti yfir þvi fyrr á þessu ári, að frek- ari yfirdráttarásælni rikissjóðs myndi þrengja mjög lánamöguleika til framleiðsluatvinnuveg- anna. Þetta var mjög alvarleg aðvörun og nú hefur bankastjórn Seðlabankans greint frá þvi, að svig- rúmið til þess að mæta nýjum áföllum með frekari lántökum sé á þrotum. Ef vinna á bug á erfiðleikun- um má þvi hvergi vikja frá þeirri aðhaldsstefnu, sem nú hefur verið mörkuð. Engum vafa er undirorpið að það verður þrautin þyngri fyrir fjármálaráðherra að fylgja aðhalds- stefnunni fram. Timinn til nauðsynlegra laga- breytinga er orðinn knappur og yfirboðin munu sjálfsagt freista þingmanna nú.sem fyrr. Þá er það ein meginforsenda árangurs á þessu sviði, að kjarasamningar fari ekki úr böndunum. Óraunhæfar launahækkanir nú geta aðeins leitt til enn alvarlegri kjaraskerðingar en þegar er orðin. Það þarf almennan skilning og stuðning við að- haldsaðgerðir. Verðbólgan er á undanhaldi. Við verðum að halda sókninni áfram. Umsjón: GP m mm Úr flóttamannabúðum Kýpur-tyrkja, sem nú eru flestar niðurlagðar, þvi tyrkirnir eru nær allir komnir norður yfir til sambandsrikisins. Tyrkneska hernáms- svæðið á norðurhluta Kýpur, sem tyrkir náðu á sitt vald i inn- rásinni i fyrra, hefur með timanum orðið nánast óháð hinum griska hluta eyjarinn- ar. Þegar Rauf Denk- tash, leiðtogi Kýp- ur-tyrkja, hótar að lýsa einhliða yfir sjálf- stæði þessa eyjahluta, þá væri það einungis opinber stimpill á raunsannan veruleika. Þessu hefur þó Denktash heit- ið, ef yfirstandandi umræð ur Sameinuðu þjóðanna leiða til einhverrar einhliða ályktunar um patentlausn á vandamálinu, þar sem tyrkneski hlutinn yrði borinn ráðum. Þessi opinberi stimpill yrði þó rétt meira en punkturinn yfir i-ið. Það væri lokaskrefið til að skilja endanlega i sundur milli þjóðarbrotanna, og mundi al- gjörlega slita upp siðasta stráið, sem vonir um pólitiskar sættir milli Tyrklands, Grikklands og Kýpur-tyrkja og Kýpur-grikkja hanga i. En það mundi litlu eða engu breyta i dagfari fólks á Kýpur. Tyrkneski hlutinn hefur hvort eð er lotið eigin stjórn, siðan lýst var yfir stofnun sambandsrikis þar i febríiar, og hefur sina eigin löggjafasamkomu, sin eigin ráðuneyti, sinn eigin hæstarétt og eigin borgaralega þjónustu. Oll þessi embætti starfa án nokkurra tengsla eða samráða við stjórn Makariosar erki- biskups og forseta. Kýpur-tyrkir hafa meira að segja bhið svo um hnhtana með atkvæðagreiðslu 'a löggjafa- samkomu sinni i september i haust, að Denktash getur fyrir- varalaust lýst opinberlega yfir sjálfstæði eyjahlutans, þegar honum sjálfum sýnist. — Rétt eins og þegar undirritað er vixilblað með ákveðinni upp- hæð, en dagsetningarnar látnar vera óíitfylltar fyrir Denktash til ákvörðunar. Undir þvi sem gerist hjá Sameinuðu þjóðunum er það komið, hvort Denktash framsel- ur svo þennan vixil. Það minnir á peningamálin, en þannig er komið, að tyrk- neska liran hefur þegar leyst af hólmi Kýpur-pundið sem gjald- miðil á tyrkneska hlutanum. Kýpur-tyrkir hafa meira að segja þegar gefið út sin eigin frimerki. Þeir hafa lika sína eigin skráningu ökutækja. Sambandsrikið hefur þegar byrjað visi að einskonar utan- rikisþjónustu og opnað skrif- stofur i þrem tyrkneskum borg- um og nokkrum evrópskum höfuðborgum. Denktash hefur farið i nokkrar „opinberar heimsóknir” til míihammeðs- trbarlanda 'a undanförnum þrem mánuðum. Menn sjá af þvi, að Kýp- ur-tyrkjum er full alvara. Flestir Kýpur-tyrkir eru komnir til norðurhluta eyjar- innar, og fáir eftir orðnir annarsstaðar á eyjunni. Sumir fengu að fara með samþykki griska hlutans, en aðrir tóku áhættunni af þvi að þreifa sig áfram yfir jarðsprengjusvæðin, sem liggja með vopnahléslin- unni. Hinir sem efni höfðu á þvi mtituðu einfaldlega embættis- mönnum Kýpur-grikkja til þess að flytja sig i bilum og bát- um til norðurhlutans. I janúar s.l. voru 10.000 fluttir af bretum frá Paramali flóttamannabúðunum i Akro- tiri-herstöðinni og þeir Kýp- ur-tyrkir, sem eftir voru fyrir sunnan, fóru fyrir tiu vikum norðurá bóginn eftir samkomu- lag sem gert var milli deiluaðil- anna i ágúst. Vopnahléslinan er mest áber- andi votturinn um aðskilnað eyjahlutanna, norðurs frá suðri. Dagleg umferð þar yfir er mjög takmörkuð. Áður fengu blaða- menn, kaupsýsluhéðnar, sem erindi áttu að reka, eða fasteig- endur og fleiri, sem leyfi fengu, að ferðast þarna nokkuð frjáls- lega á milli. Nú fara naumast aðrir yfir, en starfsmenn Sam- einuðu þjóðanna, Rauða kross- ins (eöa hálfmánans) og dipló- matar. Kýpur-tyrkir segja sjálfir að þessi höft á ferðafrelsi eyja- skeggja séu viðbrögð þeirra við morðum á tveim tyrkneskum ambassadorum i Evrópu i sið- asta mánuði. Kæmi til fullkominnar sjálf- stæðisyfirlýsingar er viðbúið, að þessi litla umferð, sem nú er yf- ir vopnahléslinuna, leggðist alveg af. Diplómatar mundu ekki eiga greiðan aðgang að tyrkneska hlutanum, ef stjórn þeirra viðurkenndi ekki hið sjálfstæða nýja riki. Menn bera nokkurn kviðboga fyrir þeim 8,000 Kýpur-grikkj- um, 300 evrópumönnum og 900 kristnum aröbum, sem búa á norðurhlutanum, ef það örlaga- skref yrði stigið. Dagleg umferð yfir vopnahléslinuna er mjög tákmörkuð, og naum- ast aðrir en starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, eða Rauða krossins, sem fá yfir að fara. Hér sjást tyrkneskir hermenn leita i bifreið kaþólsks prests á leið norður á bóginn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.