Vísir - 20.11.1975, Side 8

Vísir - 20.11.1975, Side 8
8 Fimmtudagur 20. nóvember 1975. VISIR VÍSIR Útgefandi: Keykjaprcnt hf. Framkvæmdastjóri: Uavið Guðmundsson y Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Afgreiðsla: Ilverfisgötu 44. Sími 86611 Ritstjórn: Slðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasöl u 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Harðnandi átök Flest bendir nú til þess að til harðnandi átaka dragi við breta á fiskimiðunum innan nýju 200 sjómilna lögsögunnar. Jafnaðarmannastjórnin i Bretlandi hefur i samningaviðræðunum sýnt einstæðan þvergirðingshátt. Siðasta ferð Hatters- leys aðstoðarutanrikisráðherra út hingað verður lengi i minnuð höfð. Hún bar vott um einstakt skilningsleysi og þekkingarskort. Samkvæmt samningunum sem vinstri stjórnin gerði við breta 1973 höfðu þeir heimild til þess að veiða hér við land 130 þúsund lestir á ári. í raun og veru hafa þeir þó aðeins veitt um 110 þúsund lestir. Nú koma fulltrúar bresku jafnaðarmannastjórnar- innar hingað og gera kröfur um það að fá að veiða hér áfram sama magn og þeir hafa gert að undan- förnu. Bretar hafa þvi i raun réttri engar tilslakanir gert i þeim samningaviðræðum, sem fram hafa farið. Þeir hafa gjörsamlega lokað augunum fyrir þróun hafréttarmála siðustu ár og þeim nýju upplýsing- um, sem birtar hafa verið um ástand fiskistofna hér við land og væntanlegar horfur i þeim efnum. Það er hrein ósvifni af breta hálfu að mæta til samningaviðræðna með þessu hugarfari. Hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefur ekki staðfest nýjan hafréttarsáttmála. En hitt er jafn ljóst, að mikill meirihluti rikja styður megin- regluna um 200 sjómilna auðlindalögsögu. Þáð er þvi engum vafa undirorpið að við getum helgað okkur 200 sjómilna fiskveiðilandhelgi enda skerðir hún enga aðra hafréttarhagsmuni. Meðan bretar neita að viðurkenna breyttar ^ðstæður i þessum efnum er engin von til þess að samningar takist við þá. Löndunarbann breskra togaraeigenda á islensk fiskiskip er af sama toga spunnið og þvergirðings- háttur stjórnarinnar i London. Islendingar hafa áð- ur mætt slikum aðgerðum og þær munu þvi ekki hafa nein áhrif á afstöðu okkar nú. Bretar telja sig hafa rétt til þess að nýta auðlindir hafsbotnsins innan 200 sjómilna marka. Það stenst ekki lengur að gera greinarmun á auðlindum hafs- botnsins og sjávarins fyrir ofan. í ljósi þessa er það nánast furðulegt, að bretar skuli þverskallast við að viðurkenna rétt islendinga til hinnar nýju fisk- veiðilögsögu. í Bretlandi hafa einnig komið fram kröfur um 200 sjómilna lögsögu. Engum vafa er þvi undirorpið, að breska jafnaðarmannastjórnin er dæmd til þess að hopa frá hrokafullri afstöðu sinni. Meiri upplýsingar Fyrir nokkru kunngerði Seðlabankinn niðurstöð- ur athugana á tékkamisferli. Niðurstöðutölur þess- arar könnunar vöktu mikla athygli. Þær heildar- tölur um innistæðulausar ávisanir, sem birtar voru, sýndu svo að ekki verður um villst, að hér er mjög alvarlegt mál á ferðinni. Ávisanaviðskipti hafa á undanförnum árum færst mjög i vöxt. Það hrikalega misferli, sem á sér stað i þessum efnum, gerir þennan greiðslumáta mjög óöruggan. Það er þvi full þörf á að spyrna alvar- lega við fæti til þess að stemma stigu við þessu mis- ferli. Svo virðist sem veruleg brögð séu að þvi að sett- um reglum og viðurkenndum starfsvenjum sé ekki fylgt við meðferð ávisana. Æskilegt væri að Seðla- bankinn upplýsti hvaða aðilar eiga hér stærstan hlut að máli og hvaða bankar fylgja slæglegast eftir settum reglum um meðferð ávisana. Slika'r upplýsingar myndu veita aukið aðhald og öryggi i þessum viðskiptum. Umsjón: GP COUSTEAU LEITAR AÐ MEGIN- LANDINU ATLANTIS Könnun á hafsbotninum i Eyjahafi kynni að varpa nýju ljósi á leyndardóminn um Atlantis. 1 samráöi viö griska feröamálaráðið og þjóöminja- vörö Grikklands, hyggst franski neöansjávarkönnuðurinn Jacques-Yves Cousteau gera tvær kvikmyndir i Eyjahafi. Cousteau vonar að ferð þessi afhjúpi leyndarmál 4.000 ára gamallar siðmenningar og kannski finna hið horfna megin- land Atlantis. Cousteau segir að megin- markmiðið með ferð sinni, sé að leita að leifum siömenningar, sem álitið er að hafi eyðst i eld- gosi, sem varð i Eyjahafi hjá eynni Santorini, 1.500 árum f.Kr. Cousteau ætlar að hefja leið- angur sinn núna I lok mánaðar- ins á könnunarfari sinu „caalypso” sem búiö er nýjustu tækjum, til rannsókna á hafs- botninum. Yfirumsjón með rannsóknunum hefur griskur fomleifafræðingur. Griska stjórnin styður nokkuð við bakið á leiðangrinum, ferða- málaráðið lagði til eina milljón dollara, Cousteaufélagið og griska kvikmyndaráðið lögðu einnig til stuðning viö gerð myndanna, sem munu nefnast „I leit að Atlantis” og „Gulleyj- ar” og verður dreift af helstu sjónvarpsstöðvum heims. Cousteau segist sjálfur engar skoðanir hafa myndað sér um hvarf Atlantismenningarinnar. „Við munum liklega hafa upp með okkur fjölda steingerðra fomleifa frá botni Eyjahafsins, en annars held ég varla að viö munum finna neitt merkilegt”, voru ummæli hans. Að áliti margra griskra og er- lendra fornleifafræðinga, úir allt og grúir á botni Eyjahafs af verðmætum fornminjum, sem hafa farist með skipum ýmissa fornra menningarríkja. Vísindamenn hafa nú þegar staðsett fyrir 140 skipsflök, sem mörg hver eru ævaforn. Atlantisgráðan hefur verið þrætumál visindamanna um margra ára skeið. Sumir hafa haldið þvi fram, að eyjan Thera (Santorini) sé I raun og veru hluti meginlands þess, sem Platón skýrir frá. Hann segir frá stóru meginlandi, sem hafði sokkið i sæ, vegna mikils jarð- sigs. Spyridion Marinatos yfirmað- ur griska fornminjasafnsins leit á þessar sögur sem ósennilegar. Hann áleit, að atlantisgoösögnin heföi myndast vegna þess að eyja hafði sokkið i sæ vegna eldsumbrota. Hann sagði að engin vissa væri fyrir hendi um tilveru Atlaritis, þvi þjóðsögurn- ar hefðu breyst með timanum. t nóvembérmánuði árið 1970 fann Marinatos mjög vel varð- veitt freskumálverk i tveggja hæða húsum, sem grafin höfðu verið úr jörðu. Freskur þessar voru mjög svipaðar þeim sem fundust i Knossos á Krit. Hann taldi, að menning hefði staðið með miklum blóma á eynni Thera, kringum 1,500 f. Kr. um sama leyti og minóiska menningin á Krit náði hvað hæst. Marinatos trúði þvi, að eyj- arnar Krit og Thera hefðu verið samfastar fyrir um 20.000 árum. Þá sökk meginlandið. og fjalls- topparnirmynduðu eyjaklasana i Eyjahafi. Thera er í Cyklandes eyjaklasanum. Samkvæmt kenningum hans, varö fyrsta eldgosið á Thera um 1.500 fyrir Krists burð. I gosi þvi eyddist meginhluti eyjarinnar og um 20-30.000 ibúanna fórust. 1 kjölfar gossins kom svo jarðskjálfti en ibúar eyjarinnar virtust hafa búið þar áfram. Kannski hefur þeim gefist timi til að biðja kritverja um hjálp. Það gæti þá verið ástæðan fyrir þvi, að áhrifa frá Minóisku menningunni gætir i fomleifafundum á Theru. Við uppgröft árið 1970, sem Marinatos stjórnaði, fundust mjög fögur leirker, sem talið er, að hafi verið flutt inn frá Krit, þar eð höfuðborg Theru lá á syðri hluta eyjarinnar og þvi næst Krit, sem hún var tengd sterkum verslunar- og menn- ingarböndum. Einnig var grafinn upp vegg- ur með málverkum á, er sýndu apa að leik i goðsagnaheimi Theru. A þeim tima virðast apar hafa lifað fyrir botni Miðjarðarhafs, þeir sömu oglifa núna á klettun- um við Gibraltar. Einnig fundust heillegar veggmyndir, sem spönnuðu 14 fermetra. — Þar sjást mikil fagnaðarhöld til heiðurs vorinu. Hinir rauðu, bláu, grænu og fjólubláu litir Theru fyrir gosið hafa varðveist mjög vel. En kannski kynni prófessor Marinatosi að hafa skjátlast. Honum gafst ekkert færi á að kanna hafsbotninn kringum eyna, nema þar sem alira grynnst var. Hafdýpi við eyna er um 400 metrar, það sem dýpst er. Könnunarfar Cousteau getur komist svo djúpt og gæti fundið eitthvað, sem frambærilegt væri gegn kenningum prófess- ors Marinatosar. Cou^teau-feðgarnir þykja meðal fremstu sérfræðinga hcims, hvað viðkemur djúpköfununi og köfunarkúlum eöa mini-kafbátum til ncðansjávarbjörgunar, eins og Pisces og Johnson-Sea-Link á mynd- unum hér eru byggðirá hugmynduin þeirra qg reynslu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.