Vísir - 20.11.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 20.11.1975, Blaðsíða 10
10 . ' - ' " V' ' * Um gangandi menn í umferð Ég hef fylgst með fréttum af hinni hrikalegu slysaöldu, sem gengur nú yfir okkur. Þar er reyndar ekkert einsdæmi að slysum fjölgi mikið, er haustar að og skammdegið lengist og verður gerast umhleypingasöm. Dagblöð og aörir fjölmiðlar hafa skýrt frá hverju dauða- slysinu á fætur öðru og rætt hef- ur verið við lögreglumenn, full- ur gengur eða hleypur fyrir bil). Mjög oft er, þegar slik slys verða, að sá sem ekið er á, hlýt- ur alvarleg meiðsli, einkum höfuðáverka og dauðsföll eru al- gengari i þessum umferðarslys- um en öðrum. Þegar athugaðar eru orsakir þessara slysa er nær undan- tekningalaust komist að þeirri niðurstöðu, að of hraður eða á reiða, sem deyða eða slasa alvarlega, kannski fyrirvinnu margra ungra barna, eða litla stúlku, sem átti allt lifið fram- undan. Oft á tiðum biður bil- stjórinn einnig varanlegt tjón á sálu sinni. Sjaldan veldur einn þá tveir deila, stendur éinhvers- staðar. Ætli það sé ekki lika þannig oft, þegar slys ber að höndum. Eftir Pál Stefánsson, flugmann Fimmtudagur 20. nóvember 1975. VISIR trúa i umferðarráði og ég var að enda við að lesa viðtal við full- trúa lögreglustjóra, og i sama blaði var heilsiða með myndum og frásögnum af ökuniðingum i Reykjavik og nágrenni. öll þessi viðtöl og ráðstafanir lög- reglu undanfarin ár, og einnig á þessu hausti, virðast mér bein- ast i svo til sömu átt. Allir þeir, sem spurðir eru um orsakir hinna tiðu slysa, álita of hraðan akstur og tillitsleysi ökumanna valda hér mestu um. Þegar bil er ekið á gangandi vegíaranda Hvað gera skuli eru menn lika sammála um: hægja umferð- ina. Þetta er efalaust nokkuð rétt, svolangt sem það nær. Mig langar að ræða hér sérstaklega um eina tegund umferðarslysa, sem mér finnst hvað óhugnan- legust og ótrúlega tið, en það er þegar bil er ekiö á gangandi vegfaranda. (eða gangand mað- einhvern hátt gáleysislegur akstur, valdi. Niðurstaðan er siðan sú, að það helsta, sem tii varnar er, sé að hægja umferð- ina, hækka hraðasektir um 100% eða meir og auka öku- leyfissviptingar. Þetta eru þvi miður aðgerðir, sem reyndar hafa verið áður, eða eitthvað svipaðar. Arangurinn höfum við séð undanfarna tvo mánuði. Eru ekki fleiri sekir en bilstjórinn? Ég held að timi sé kominn til, að reyna eitthvað annað lika. Ég er engan veginn á móti var- kárum akstri, en hann virðist ekki duga ætið. Væri ekki athug- andi hvort orsök þessara hrylli- legu slysa er ekki að leita hjá fleirum en þeim vesalings bil- stjórum, sem eru svo ólánssam- ir að sitja undir stýri þeirra bif- Hvort ætli sé auðveldara fyrir bilstjóra að forðast gangandi vegfaranda, eða vegfaranda að forðast bilinn. Ef við athugum þær aðstæður, sem flest þessara slysa verða við, eru þær eitt- hvað þessu likar: Myrkur eða önnur hindrun i skyggni, svo sem kyrrstæður bill, og ef til vill þar að auki rok og rigning. Auðveldara fyrir gangandi vegfaranda að forðast ökutæki Hinn gangandi er annað hvort á gangi við vegarbrún, eða ætl- ar yfir götuna. Bill kemur ak- andi með sinum margþekkta hávaða og einnig með ökuljós- um, sem lýsa fram á veginn og gefa bilstjóranum takmarkað skyggni. Göngumaður er oftast nær dökkklæddur og algjörlega ljóslaus, og i 95% tilvika eða meir hefur hann ekki einu sinni endurskinsmerki. Billinn hefur sina ákveðnu braut, sem hann fer eftir, en þvi er oft ekki þann- ig varið með hinn fótgangandi, þótt auðvitað séu á þvi undan- tekningar, eins og þegar um gangbraut er að ræða, en þær eru flestar mjög illa merktar og illa eða óupplýstar. Ég álit þvi, að i langflestum tilfellum sé auðveldara fyrir gangandi mann að forðast öku- tæki, en fyrir bilstjóra að koma auga á og forðast hinn gang- andi. Væri ekki reynandi að beina aukinni fræðslu og upp- lýsingaherferð til gangandi veg- farenda, ekki sist barna og eldra fólks. Ég er sannfærður um að fjöldi fólks gerir sér enga grein fyrir þvi hversu erfitt er að koma auga á það við svipað- ar aðstæður og að framan er um talað. Endurskinsmerki Brýna ætti fyrir fólki, að gæta þess, að ganga ávallt við vinstri vegarbrún, og freistast ekki til að ganga i hjólfari þvi, sem oft myndast nærri vegarbrúninni, þó oft sé sléttara þar en fyrir ut- an. Einnig ætti að hvetja fólk að lita til beggja hliða áður en farið er yfir götu, og umfram allt ætti að örva fólk til að bera ein- hverskonar endurskinsmerki á yfirhöfnum, helst á báðum upp- handleggjum og baki. Athuga mætti að framleiða endurskins- merki i mörgum litum, svo að fólk veigraði sér siður við þvi að bera þau. Vél fyndist mér koma til greina, að gera að skyldu að sauma hlitmerki i yfirhafnir barna. Án þess að ætla að afsaka of hraðan eða gáleysislegan akst- ur, held ég að umferðaryfirvöld hafi gert fullmikið af þvi að skella alltaf skuldinni á bil- s.tjóra og óvarkárni þeirra. Það er búið að telja fólki trú um það i áraraðir, að bilstjórum einum sé um að kenna. ögrandi fram- koma barna, unglinga og stund- um fullorðinna i garð bilstjóra kemur oft i Ijós. Með þvi að gengið er i veg fyrir bila, að þvi er virðist til þess eins að sýna fram á að hægt sé að stöðva bölvaðan bilinn. Oft útilokað að stöðva bil Það vantar itrekaðar ábendingar frá umferðaryfir- völdum um það að þó að ekið sé með fullri aðgæslu, þá er oft úti- lokað að stöðva bil, sem skyndi- lega er gengið i veg fyrir. Dómsmálaráðherra sagði i viðtali ifréttaauka útvarps fyrir stuttu, að fyrst og fremst þyrfti hugarfarsbreytingu, og er ég honum hjartanlega sammála. íslendingar eiga þvi miður eftir að brenna sig á þvi á fleiri svið- um, en nú i umferðinni, hvað þeir eiga erfitt með að hlýða settum reglum. En til þess að hægt sé að fara að lögum, verða þau að vera i einhverju sam- ræmi við raunveruleikann. Það er kominn timi til, að hætt sé fiflaskap, eins og þeim, að leyfilegur ökuhraði á tiltekinni götu sé 45 kilómetrar, en lög- reglan sjálf segi að enginn sé áminntur né tekinn, sem ekur á 60 kilómetra hraða eða hægar. Þetta er því miður ekkert eins- dæmi i lagasetningum okkar og framkvæmd þeirra. Að minu viti er þetta hrein og bein litils- virðing við lög og reglur. Við verðum að setja okkur skyn- samar og raunhæfar reglur og reyna siðan að fara eftir þeim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.