Vísir - 20.11.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 20.11.1975, Blaðsíða 24
VÍSIB Fimmtudagur 20. nóvember 1975. „Var vak-1 inn við að allt var alelda" Missti fjórhús og hlöðu í bruna í morgun... „Ég fór aö sofa um tvöleytiö i þeirri góðu trú að öllu væri óhætt, En klukkan fimm í morg- un var ég svo vakinn, og þá var hlaðan og fjárhúsið alelda, og ekkert hægt að gera.” Þetta sagði Sigurður Sigurðs- son bóndi á Stóra-Lambhaga i Skilmannahreppi i viðtali við Visi i morgun. Sigurður missti talsvert af heyi I brunanum i morgun. „Þetta var 300 hesta hlaða og 100 kinda hús”, sagði hann. „Hlaðan var ekki alveg full af heyi, en það var talsvert i henni.” 1 sunnudag var orðið vart við mikinn hita, og var þá blásari settur i gang til kælingar. 1 gær var svo farið að rjúka úr blásar- anum, og var heyið þá orðið mjög heitt á kafla. Var fenginn mannskapur og slökkvilið, og heyið borið út sem heitast var. Var unnið við það fram á kvöld, og siðan talið að öllu væri óhætt. Sigurður fór i gærkvöldi til þess að lita eftir þvi að allt væri i lagi, og varð þá ekki var við neitt. Einhvers staðar hefur þó leynst glóð, þvi allt var alelda klukkan fimm i morgun. Fjárhúsið og hlaðan voru sambyggð, en stóðu um 100 metra frá öðrum húsum. Sigurður kvaðst aðallega verða með hesta og kindur, en sagðist eiga nokkur hey, svo hann væri ekki i tiltakanlegum vandræð- um ennþá þrátt fyrir heymiss- ; inn. — EA I Kjaramálin helstu mál Verkamanna- sambandsþingsins Kjurumúlin og viðhorfin I þeim verðu uð sjálfsögðu mál- in á dagskrá 7. þings Verka- mannasambands islands sem hefst á morgun. Þingið stendur frá föstudegi til sunnudags. Rétt til þingsetu eiga 93 fulltrúar frá 42 verka- lýðsfélögum, sem i samband- inu eru, með samtals um 18 þúsund félagsrnenn. Núverandi formaður sam- bandsins er Eðvarð Sigurðs- son, en hann hefur lýst þvi yfir að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs. —EKG Handtekinn í bíl við bifreiða- eftirlitið Lögreglan handtók mann i nótt þar sem hann var að gera tilraun til þess að stela úr mannlausri bifreið. Bifreiðin stóð númerslaus við Bifreiðaeftirlitið. Hefur þjófurinn sennilega ætlað að reyna að taka útvarp eða há- talara úr bilnum, en varð ekki kápan úr þvi klæðinu. Hann var staðinn að verki um klukkan hálf þrjú i nótt. — EA BRETARNIR SKELFD- IR OG RÁÐVILLTIR Eitt bresku verndarskipanna á miðunum i gær. (MyndÓT.) — Þá er (óprenthæft) flugvélin búin að fljúga yfir okkur svo við megum búast við að (óprenthæft) varðskipin fari að koma, kallaði breskur togaraskiptstjóri i tal- stöðina þegar landhelgisgæslu- flugvélin TF-SÝR straukst yfir skip lians i fimmtiu feta hæð i gærdag. Iiann var skrækróma af æsingi. Hláturinn iskraði i flugliðum gæslunnar um borð i TF-SÝR, og Breti hefði áreiðanlega sagt að glott þeirra væru illgirnisleg. Það var sama sagan i hvért skipti sem þeir Páll Halldórsson flugstjóri og Tómas Karlsson, aðstoðar- flugmaður renndu vélinni yfir breskan togara. Það varð uppi fótur og fit og talstööin varð rauð- glóandi. Ráðvilltir Það var auðheyrt að bresku togaramönnunum stendur mikill beygur af vélinni, enda vita þeir að hún er i stöðugu sambandi við varðskipin og beinir þeim til þeirra. Það var lika auðheyrt að þeir voru mjög ráðvilltir. Þeir rifust stöðugt um hvað gera skyldi. Meðan á niu tima ’æsluflugi stóð hótuðu þeir til dæmis fyrst en drógu það siðan til baka, að sigla heim ef herskipin kæmu ekki innan þriggja daga. Hólf eða ekki dráttarbátnum Lloydsman og foringinn á einu þeirra, Star Aquarius, gaf togurunum skipun um að fara i sjötiu milna langt hólf frá Borgarfirði suður á móts við Hvalbak. Margir bresku skip- stjóranna neituðu að hlýða þess- um fyrirmælum. ur, höf ðu nóg að gera við að stað- setja skipin.' Alls var farið yfir 36 breta. Þar af voru 29 fyrir Austurlandi en 7 fyrir Vesturlandi. Flestir þeirra voru að veiðum. Þá var farið yfir verndarskipin þrjú og eftirlits- skipin Othello, auk tveggja fær- eyskra togara. Reyndu að sigla á Tý Loks fengu skipverjar á Tý’ póstinn sinn. Kvöldið áður hafði Týr komið að hópi breskra togara og sundr- að honum. Þeir hifðu þá allir inn og gerðu árás, með það fyrir aug- um að sigla á varðskipin. Ekki tókst þeim það og skiptu sér þá i tvo hópa. Guðmundur Kjærnested elti annan hópinn og sundraði honum aftur og gerði honum lifið leitt á allan hátt. —ÓT Sigurjón Hannesson skipherra, Óvopnuðu verndarskipin þrjú Bogi Agnarsson stýrimaður og hringsóluðu meðan þau biðu eftir Jón Steindórsson, loftskeytamað- Uppþvottavélakaup á Borgarspítala: ,Hefðum getað gert jafnhagstœtt tilboð' — segja umboðsmenn gömlu vélarinnar „Égvil gjarnan gera athuga- semdir við ummæli Hauks Benediktssonar varðandi upp- þvottavélakaup i Borgarspital- ann. Ilaukur segir i viðtali við Visi i gær að vél sú cr þeir hyggjast kaupa sé langmest notuð hérlendis. Ég vil draga þetta i efa. Okkar fyrirtæki hef- ur selt uppþvottavélar i 12-15 ár og nú munu vera hér i notkun á annað hundrað vélar af þessari gerð,” sagði Jón Jóhannesson i viötali við Visi, en hann er um- boðsmaður uppþvottavéla af sömu gerð og gamla Borgar- spítalavélin. „Við teljum okkur hafa getaö gert jafn hagstætt tilboð ef við heföum fengið útboðslýsingu um æskilegan útbúnað'og afköst. Við vorum beðnir um upplýs- ingar um verð á vélum til áætl- argerðar, i þvi verði sem við gáfum upp voru ýmsir valkostir sem hækkuðu verð vélarinn- ar,og var þar ekki um beint til boð að ræða. Við höfum frétt að i athugun þeirri sem gerð var á gömlu vél Borgarspitalans i gær af frum- kvæði Albers Guömundssonar hafi komið i ljós að dreifarar i - vélinni hafi ekki verið Vireinsaðir, og þannig ekki hugs- aö nógu vel um vélina. Skýrsla um athugunina mun liggja fyrir á borgarstjórnarfundi i dag,” sagði’ Jón Jóhannesson. —EB Sammngaviðrœður við V-þjóðverja: „SAMKOMU- LAG INNAN 10 DAGA?" Að loknum samningafundi með islensku sendinefndinni i Bonn i gær voru vestur-þýsk stjórnvöld bjartsýn á að sam- komulag næðist i fiskveiðideilu þjóðanna. Formaður vestur-þýsku samninganefndarinnar, Hans-Jurgen Wischnewski, sagði i gærkvöldi að eina atriðið sem eftir væri að semja um væru veiðisvæðin við ísland. „Takist samningar i dag (fimmtudag), væri unnt að undirrita nýtt samkomulag inn- an tiu daga,” sagði Wischnew- ski. Einar Agústsson, utanriks- ráðherra var hins vegar ekki alveg jáfn-bjartsýnn. Hann sagði að það væru ýmis ljón á - veginum. A dagskránni væru ellefu atriði sem ræða þyrfti og um nokkur þeirra væru mjög skiptar skoðanir. — 1 Bonn er hins vegar fullyrt að tekist hafi að semja um aflamagnið sem Vestur-Þjóðverjar fái að veia við Island, en ekki hafi verið greint frá þvi hve mikið það sé. Verðl gerð drö'g að samning- um i Bonn á fundinum i dag þarf j islenska rikisstjórnin og Alþingi að samþykkja drögin áður en hægt er að undirrita samninga. —AG Séra Guðmundur Óli Olafsson þungorður í Kirkjuriti: „Hyskni, virðingarleysi og sviksemi við Ritninguna" „Róttækar breytingar á messuformi og messusöng i kapphlaupi við tiðarandann hafa t.d. ekkert orðið nema skoplegir tilburðir, varla leitt til annars en þess að innræta mönnum þann vafasama vis- dóm, að öllu megi brcyta og ekkert sé hafið yfir móð og tisku.” Þannig komst séra Guðmundur óli Ólafsson að orði i siðasta hefti Kirkjuritsins, þegar hann fjallar um endur- skoðun á starfsháttum kirkj- unnar. Séra Guðmundur er all-hvass- yrtur i þessu riti. Hann spyr meðal annars: „Kynni ekki að vera, að sums staðar hefði orðið sú afturför, að þörf væri að hverfa aftur að fyrri háttum og skipan? ” Siðar i ritinu skrifar séra Guðmundur þátt, sem nefnist Orðabelgur. Þar gerir hann að umræðuefni skrif blaða um ein- angrun kirkjunnar og predikun- ina. Hann kemst að þeirri niður- stöðu að tal um einangrun kirk j- unnar og predikunarinnar sé hæpið og liklegra til að verða óvildarmönnum kirkjunnar að gangi en henni sjálfri. Siðan segir hann orðrétt: „Hitt stendur óhaggað, að akur- inn er ekki blómlegur. Og hið stærsta mein er hyskni við rannsókn Ritningarinnar, virð- ingarleysi og sviksemi við hana.” AG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.