Vísir - 26.11.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 26.11.1975, Blaðsíða 6
6 HÚS TIL NIÐURRIFS DIGRANESVEGUR 4 Tílboö óskast í húseignina Digranesveg 4, Kópavogi, sem á af> hrjóta niður og fjarlægja fyrir 1. febrúar 1976. Húsið veröur til sýnis kl. 2-4 e.h. fimmtudag 27.og föstu- dag 28. nóvember n.k. og verða tilboðseyðublöð afhent á staðnum. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri, miðviku- daginn 3. desember n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 ± KJORBILLINN £ W3 BILASALA A.T.H. að nú opnum við ó daginn frá kl. 9-19. Hefur þú prófað aö láta skrá bilinn á einu bilasölunni i hjarta bæjarins Viltu skipta Viltu selja Sýnum og seljum i dag iVIazda 1300, ’74 Audi '73 Bílasalan Kjörbíllinn Simar 14411 og 14060 Á móti Þjóðleikhúsinu. Hverfisgötu 18 - Sími 14411 Blaðburðar- börn óskast FÁLKAGÖTU vism Hverfisgotu 44 Sími 86611 - Miðvikudagur 26. nóvember 1975. vism AP/UNTTEBr*GUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN 11-15-75 Svara nú tíl saka fyrir stríðsglœpi Niu menn og fimm konur koma fyrir rétt i Dusseldorf f dag, ákærð fyrir aðild að fjölda- moröum i gjöreyðingarbúöum nasista i heimsstyrjöldinni. Hér erum að ræða fangaverði, sjúkraliða og umsjónarmenn Maidanek-fangabúðanna i Pól- landi. — Niu þeirra eru Þjóðverj- ar, sá elsti 72 ára, en sá yngsti 54 ára. Það er talið að 250.000 manns hafi látið lifið i Maidanek, flestir þeirra gyðingar. Sovétmenn og Pólverjar ætla að það hafi verið nær 1 milljón manna sem nasistar tortimdu i þessari dauðagildru. 1 Maidanek voru 40.000 fangar enn lifs þegar Rauði herinn kom að i striðslok 1944. 1 Maidanek, Auschwitz, Treblinka og Sobidor var sex milljónum gyðinga grandað i seinni heimsstyrjöld- inni. Hinum ákærðu er gefið að sök að hafa aðstoðaðvið að myrða fanga Maidanek á timabilinu frá þvi i desember 1941 fram til vors 1944. Það er búist við þvi að réttar- höldin muni taka að minnsta kosti tvö ár. Fyrir réttinum liggja skýrslur og skjöl rannsóknar- innar, og er það ekki litill stabbi, 27 bindi eða 20.000 blaðsiður. Þyngstúm sökum er borinn Hermann Hackmann, 62 ára frá Osnabruck, en hann var yfir- maður búðanna i 14 mánuði (1941- ’42) Eins og hinir sak- borningarnir var hann dæmdur fyrir striðsglæpi af herdómstól bandamanna i striöslok. Meðal kvennanna fimm er Hermina Rayan, fædd i Austur- riki en nú ameriskur rikis- borgari. Dómur i New York framseldi hana 1973 til að svara til saka i Dusseldorf. — 1949 hafði hún verið dæmd i Vinarborg til þriggja ára hegningarvinnu fyrir striðsglæpi i Ravensbruck-- eyðingarbúðunum. Árið eftir var hún látin laus og flutti til Kanada 1958, þar sem hún giftist banda- riskum hermanni. Þegar dómstóllinn i N.Y. fram- seldi hana var lagður fram vitnis- burður, þar sem þvi var haldið fram aö hún hefði valið gyðinga- konur og gyðingabörn fyrir gas- klefana, hýtt og pyndað fanga og aðstoðað við að hengja tvituga pólska stúlku. CaHos mildar dóma og breytir dauðarefsingu í 30 ára fangelsi Juan Carlos konungur hefur ákveöiö aö milda alla dóma yfir pólitískum föngum, og venjulegum afbrotaföngum sömu- leiöis. Fangelsis- refsivistir verða styttar og dauðadómum breytt í fangelsisdóma. Fyrir dauðarefsinguna kemur þrjátiu ára fengelsi, sem er há- marks refsivist samkvæmt spænskum lögum. Mun þetta ná jafnvel til þeirra sem gerst hafa ?ekir um hryðjuverk. Þvi mun þessi nýja mildi Spánaryfirvalda ná einnig til morðingja Carrero Blanco for- sætisráðherra sem lét lifið i sprengingu af völdum þjóðernissinna Baska i Madrid 1973 — Tveir félagar ETA-sam- taka Baska hafa setið i varðhaldi, grunaðir um það verk, og beðið dóms. 1 spænskum fangelsum sitja þó nokkrir gæsluvistarfangar undir ákærum sem vörðuðu dauðarefsingu. 1 þessari náðunartilskipun konungs er gert ráð fyrir styttingu fangelsisvistar allra fanga um þrjú ár að minnsta kosti, nema þeirra sem sekir eru um hryðjuverk eða peninga- fals. — 1 heild sinni leiöir þessi mildun dóma til styttri refsi- dóma, en hlutfallslega styttast þeir minnst sem voru lengstir. Náðunin nær einungis til af- brota sem framin voru fyrir 22. nóvember, daginn sem konung- urinn sór embættiseiðinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.