Vísir - 26.11.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 26.11.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 26. nóvember 1975. 3 Gómuðu búðarþjóf 15 ára gamall piltur gerði tilraun til þess að stela úr versiun rétt eftir hádegið i fyrradag. Hann var hándtek- inn á staðnum, en var með varningsem liann hefur senni- lega tekið annars slaðar. Pilturinn kom ásamt öðrum inn i skartgripaverslun við Laugaveg 8 um klukkan hálf eitt i gærdag. Afgreiðslufólk var að sjálfsögðu i versluninni, en hann lét það ekkert á sig fá. Hann notaði þó kunningjann til þess að ekki bæri eins mikið á honum sjálf- um. Hann tók siðan úr, en af- greiðslufólkið varð vart við þjófnaðinn og gerði lögregl- unni viðvart. Úrið var 20 þúsund króna virði. Á piltinum fundust siðan bækur sem hann hefur senni- lega tekið annars staðar. Pilt- ur þessi hefur oft áður komið við sögu hjá lögreglunni. -EA. Rukkuðu fyrir blað með fölsuðum reikning „Mér fannst framkoma stúlkn- anna eitthvað svo dularfull, að ég var viss um að ekki væri allt með felldu,” sagði kona nokkur sem býr iHeimunum.þegar hún hafði samband við blaðið. Barið var á dyr hjá henni á laugardagskvöldið, og voru tvær stúlkur, 9 og 12 ára, fyrir utan. Kváðust þær vera að rukka fyrir Morgunblaðið i október. Konan var erlendis þann mánuð og fékk þvi ekki blaðið. Stúlkurnar voru fljótar að átta sig og sögðu þetta misskilning, þær væru að rukka fyrir nóvember. Engan höfðu þær þó reikning- inn og fóru við svo búið. Klukku- stund siðar komu þær aftur og þá með reikning. En konan sá strax' að hann var falsaður, en sagði að sjóndapurt fólk hefði þó örugg- lega ekki greint það. Hún vissi lika vissi lika að ekki væri krafist borgunar fyrir nóvember fyrr en i desember- mánuði. Stúlkurnar fengu þvi heldur óbliðar móttökur. ,,Ég vildi bara vara fólk við, og þá helst sjóndapurt fólk á eftir árum,” sagði konan, sem sendi falsaða reikninginn til Morgun- blaðsins til viðvörunar. — EA Fó ekkí Félagsstofnun stúdenta hef- ur fengið neitun um fram- reiðslu iéttra vina i Stúdenta- kjallaranum sem rekinn er i tengsium við Matstofu stú- denta i Stúdentaheimilinu við Hringbraut. Umbeðið vinveitingaleyfi hefur verið til meðferðar i létt vín dómsmálaráðuneytinu, og hefur ráðuneytið m.a. íeitað umsagnar borgarstjórnar Reykjavikur og matsnefndar vinveitingahúsa. Að athuguðu máli hefur ráðuneytið nú til- kynnt Félagsstofnun stúdenta að eigi verði fallist á útgáfu umbeðins vinveitingaleyfis. -VS Kannski það sé til þess að bjarga við g ja ldey r is á sta ndi þjóðarinnar að menn hafa farið um og reynt að selja brasiliskan gjaldeyri. Menn þessir hafa varið viða og selt mönnum þennan gjald- miðil og jafnframt sagt að verð- mæti hans væri hið sama og svissneska frankans. Seðlabankanum fengust þær upplýsingar að brasiliski gjald- miðilinn héti „cruzeiros” og væri ekki skiptanlegur hér á landi. Við öll okkar viðskipti við brasiliumenn væru dollarar notaðir. Brasiliumenn þurfa nefnilega að striða við sama vandamál og islendingar, óðaverðbólguna. Og þvi er gjaldmiðli þeirra mjög vantreyst i viðskiptum. Það er þvi ástæða fyrir fólk að gæta vel að sér ef þvi er boðinn brasiliskur gjaldmiðill til ka'ups. E.K.G. r Alit Hafrannsóknar- stofnunarinnar: UFSINN ER FULLNYTTUR - KARFINN OFNÝTTUR i samningsdrögum þeim sem nú liggja fyrir eftir viöræöur islendinga og vestur-þjóöverja er gert ráö fyrir 60 þúsund tonna hámarksafla vest ur-þjóðverjum til handa. Áf þeim af la verði um 55 þúsund tonn, ufsi og karfi. ,,Svartnættisskýrslan", skýrsia Haf rannsóknar- stofnunarinnar sem svo mjög var umtöluð gefur upplýsingar um ástand þessara fiskistofna. Rannsóknir á ufsastofninum benda til þess að hann sé fullnýttur, en hámarksaf- rakstur hans er talinn 100 þúsund tonn á ári. Samkvæmt niðurstöðum Alþjóðahafrann- sóknarráðsins er þó ekki talið ráðlegt að veiða nema 75 þúsund tonn árið 1976. Á árunum 1971- 1973 var hlutdeild islendinga i heildaraflanum 50%. ,,Á undanförnum árum hefur veriö gengið of nærri karfa- stofninum. og veiðin hefur i æ rikari mæli verið borin uppi af smákarfa.” „Brotthvarf erlendra fiski- skipa af miðunum skapar möguleika á auknum karfa- veiðum islenskra skipa án þess að um ofnýtingu stofnsins yrði að ræða.” Útlendingar hér við land veiddu um 52-65% karfaaflans á árun um 1971-1978. Heiidarafii á karfa á þessum árum var að meðaltali um 76 þúsund tonn á ári. Árin 1973 og 1974 var meðal- aflinn á ári tæp 70 þúsund tonn, „Með tilliti til þessa er mælt með að ekki verði tekin meira en 50 til 60 þúsund tonn af karfa á árinu 1976.” -EKG. YFIR 6100 NÖFN ERU ÞAR SKRÁÐ Saga Reykjavikur- skóla I er fyrsta bindi af tveggja til þriggja binda verki um sögu skóla þess, sem fyrst var nefndur Hinn lærði skóli i Reykjavik, síðar Hinn almenni mennta- skóli i Reykjavik og loks Menntaskólinn i Reykjavik. Þetta fyrsta bindi, sem hlotið hefur undirritilinn Nám og nemendur er ofið úr tveimur þáttum. Annar er ritgerð, sem Kristinn heitinn Armannsson, rektor, tók saman um reglu- gerðir skólans og nám i einstök- um greinum fram til 1946. Hinn þátturinn er safn mynda af nemendum skólans á ára- bilinu 1869-1975, sem Heimir Þorleifsson, cand. mag. hefur náð saman og nafnsett með að- stoð fjölmargra nemenda skól- ans, eldri og yngri. Þá hafa rektorarnir, Einar Magnússon og Guðni Guð- mundsson, samið kafla um reglugerðir skólans eftir 1946. 1 þessu bindi eru ennfremur skrár um kennara skólans i hverri grein frá upphafi, og þar eru margar myndir af kennur- um, kennslutækjum og kennslu- bókum. Þá eru nokkrar Faunu- myndir af „inspectorum”. Ritverkið um sögu Reykja- vikurskóla gefur Sögusjóður Menntaskólans i Reykjavik út. Þennan sjóð stofnuðu flestir af- mælisstúdentar 1974 og allir afmælisstúdentar 1975 styrktu hann mjög verulega. 1 stjórn sjóðsins eru .Guðni Guðmunds- son, rektor, Ólafur Hansson, prófessor, og Þorbjörg Bjarnar Friðriksdóttir M.A. -J- Bókaút- gáfa Menningarsjóðs hefur aðalumboð fyrir verkið, en rit- stjóri er Heimir Þorleifsson. Bókin er 296 blaðsiður i stóru broti og ihenni eru hátt á fjórða hundraðmyndirog teikningar. í nafnaskrá eru liðlega 6100 nöfn. —AG Stúdentar 1869 1. Björn Jónsson rá<)ltrrru 2. Björn M. Olsen rcklor o(i all>m. 3. Guttormur Vigíússon preslur 4. Valdimar Bricm sálmuskáld 5. Jón borstcinsson prcstur 6. Páll Sívcrtscn prestur 7. Július Hulldórsson lœknir 8. Kristján Eldjárn bórarinsson prestur 9. Bogi Pétursson lœknir 10. Páli Olafsson prestur oa itllun. 11. Einar Gudjolinscn Iteknir 12. ll. Igi Mcl.-tcö stutl. tlieol. A myndinui cr cklci: Jón Jónsson prestur oallun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.