Vísir - 26.11.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 26.11.1975, Blaðsíða 12
 ivikudagi Vilmundi vegnar vel í Englandi — Hann hefur verið mjðg sigursœll á skólamótum og bœtir órangur sinn stöðugt I Vilimiiidur Vilhjálmsson hefur æl't sig mjög vel i Englandi i vctur |iar sem liann stundar nti nám og virftisl liklegur til stórafreka i suina r. liinn snjalli frjálsiþróttamaður Vilmundur Vilhjálmsson úr KK dvelur i Knglandi i vctur og stundar nám við COLLEGE OF EHUCATION i Loughborough. Lætur Vilmundur vel af dvölinni og segist stunda æfingar af kappi samhtiða náminu sein sé æði strembið. „Æfingarnar hafa gengið mjög vel,” sagði Vilmundur i viðtali við Visi. „Veðrið hér hefur verið mjög gott hiti og logn. En nú er veðráttan að breytast, hann fer kólnandi og rignir mikið. Ég bý hér i hálfskritnu húsi — það er hringlaga turn, sem er 21 hæð og heitir East Tower, þar sem við búum, en West Tower þar sem kvennavistin er. Maturinn er sæmilegur, en þó finnst mér heldur mikið lagt upp úr þvi að fylla mann af „Chips”. Ég fæ tvöfaldan matarskammt (v/iþróttanna) en það dugar ekki til og ég rnalla' mér oftast fjórðu máltiðina i eldhúsi sem við höfum hér á hæðinni.” Vilmundur sagði að hann hefði litið keppt, þvi að hann hefði meiri áhuga á að stunda æfingarnar. bó hefði hann keppt á þrem mótum i haust. „Fyrsta mótið var skólamót og setti ég nýtt skólamet (COLLEGE og UNIVERSITY) i 40 m hlaupi, hljóp best i fjórum hlaupum á 4.5 sekúndum. Þá keppti ég i kúluvarpi og varð annar — kastaði 15 m og i stökkunum, þristökki, fjórstökki og fimmstökki sam- fætis, varð ég fyrstur.” Næst tók Vilmundur þátt i móti i Cosford. bar er stærsta innan- húss-hlaupabraut i Bretlandi og keppti Vilmundur i 60 m hlaupi. „Ég var taugaóstyrkur og þjóf- startaði”, sagði Vilmundur. „Siðan komu þrjú þjófstört i viðbót,” en að lokum fórum við af stað, ég var seinn upp, en vann vel i lokin og kom fyrstur i mark á 7.0 sekúndum”. Um helgina keppti svo skóli Vilmundar við CAMBRIDGE UNIVERSITY og keppti hann i fjórum 40 metra hlaupum og voru gefin stig eftir röð 4-3-2-1. Vilmundur fékk 16 stig, sigraði i öllum hlaupunum og jafnaöi skólamet sitt i siðasta hlaupinu — hljop þá á 4.5 sekúnd- um. Næsta mót hjá Vilmundi verður •ekki fyrr en um miðjan desem- ber. Þá ætlar hann að hlaupa 400 metra á stóru brautinni i Cos- ford. -BB. Celtic topaði í Birmingham Jóhannes Eövaldsson og félag- ar hjá Celtic léku vináttuleik I gærkvöldi við 1. deildarlið Birmingham á St. Andrews leik- vellinum i Birmingham. Ekki tókst leikmönnum Celtic sem best upp og urðu að sætta sig við að tapa 1:0, þó svo að þeir ættu mun meira I leiknum. Mark Birmingham skoraöi Trevor Francis um miðjan siðari hálf- leik. Hvað geta danir nú lœrt af okkur í handbolta? Ilandknattleikssambaud Islands hélt í gær hlaöamanna- fund þar sem landsliö tslands I handknattleik sem leikur viö Luxcmborg i undankcppni Olympiuleikanna á sunnudag- inn var tilkynnt. Er þaö skipað eftirtöldum leikmönnum: landsleikjafjöldi fyrir aftan i sviga. Markveröir: ólafur Benediktsson Val (45), Guðjón Erlendsson Fram (6) og Gunnar Einarsson Haukum (24). Aðrir leikmenn eru: Páll Björgvinsson Vikingi (12), Viggó Sigurðsson Vikingi (5), Björgvin Björgvinsson Fram (71), Hörður Sigmarsson, Hauk- um (22), Ingimar Haraldsson, Haukum (3), Stefán Gunnars- son, Val (33), Árni Indriöason, Gróttu (9), ólafur H. Jónsson Dankersen (85), Axel Axelsson, Dankersen (48) og Jón Karlsson Val (21). Kemur Jón i stað Einars Magnússonar, Ham- burger SV, sem er illa meiddur á fingri (tvibrotinn) og mun hann ekki leika handknattleik næstu vikurnar. beir Ólafur 'II. Jónsson og Axel Axelsson munu halda strax utan aftur að leik loknum við Luxemborg og verða þeir ekki með i landsleikjunum gegn norðmönnum 2. og 3. desember. Gunnar Einarsson fær ekki leyfi frá félagi sinu Göppingen, en Ólafur Einarsson er vænlan- legur á sunnudaginn og mun hann verða með i leikjunum gegn norömönnum. Fyrr má nú rota en dauðrota Enn eru þeir HSt menn við sama heygarðshornið og hrósa sér upp I hástert fyrir góöan undirbúning landsliðsins og I íréttatilkynningu frá samband- inu segir m.a.i „Nokkuö hefur verið deilt á Handknattleikssambandíð fyrir undirbúning, sem landsiiðið hefur fengið og fær fyrir Olympiukeppnina, en við viljum halda fram, að hann sé eins og best verður á kosið. Eitt blað hérlendis kallar undirbúning okkar hlægilegan, en á sama tima skrifar Politiken, að is- lendingar hafi gefið dönum fyrirmynd hvernig undirbúa eigi þeirra lið”. Fyrr má nú rota en dauðrota. HSI fór þess á leit við danska handknattleikssambandið i haust að það útvegaði islenska liðinu æfingaaðstöðu og bað jafnframtum landsleik. Þessari beiöni uröu danir óðar við þeir komu á „turneringu” með þátt- töku tveggja sterkra 1. deildar- liöa auk landsliða tslands og Danmerkur. Ætli það sé ekki nær að halda að blaðið sé að skamma danska handknatt- leikssambandið fyrir að það skulu vera islendingar sem áttu upphafið, en ekki danir? Hvaö geta danir lært? Ef við litum á undirbúning is- lenska liðsins fyrir landsleikinn við Luxemborg á sunnudaginn, þá er hann þessi: Þrjár æfingar eöa æfingaleikir þar sem næstum allir leikmenn liösins veröa samankomnir. Fyrir landsleikinn gegn júgósiövum er undirbúningur- inn þessi: Tveir landsleikir við norðmenn 2. og 3. desember, en þvi miöur vantar okkur þá þrjá lykilleikmenn — Ólaf H. Jóns- son, Axel Axelsson og Gunnar Einarsson. Svo mun landsliðið halda til Danmerkur og dvelja þar i æfingabúðum i viku og leika sex erfiða leiki, sem er lokaundirbúningurinn. Ef við miðum undirbúning okkar við undirbúning júgóslava, þá er hann „hlægi- legur”, þvi aö júgóslavar hafa núveriðnæstumheilu ári fyrr tii aö gera landslið sitt sem best úr garði. llafa þéir engu til sparaö og færa heilu mótin til — ef þess þykir þörf. Er nema von að manni sé spurn: Hvað skyldu danir geta lært af undirb'úningi okkar? — BB. Aðeins sjö mœttu! Nú liafa farið fram tvær la ndsliðsæfingar fyrir væntanlegan landsleik við Luxeinborg i bandknattleik á sunnudaginn, en þær liafa báðar oröið að litlu gagni vegna þess bvc fáir lands- liðsincnn mættu. Á mánudaginn var fyrsta ælingin og inættu þá átta landsliðsmenn. i gær var svo aftur ælt, en þá inættu aðeins sjö, þar af tveir markverðir. Lék landsliðið þá æfingaleik við IK og varð aúnar mark- vöröurinn, Guðjón Erlends- soii að leika sem linumaður til að fylla upp i. Engin æfing verður i kvöld. en fyrirbugaö er að liala þrjár æfingar til viöbót- ar. á fiinintudag, föstudag og laugardag. V'eilir af? — BB. Viðskulum lála þetta ' nægja Tommy....eg hef ekki áhuga a ah hitta þig framar, t>ú verhur að afsaka þaðl/ s* Kemur mer sérlega vel fröken! . nóvember 1975. VISIR VÍSIR Miðvikudagur 26. nóvember 1975 Umsjón: Kjartan L. Pálsson og Björn B mm Koland Collombin er al'tur kominn i lið Sviss eftir að liala verið Irá keppni allt siðasta keppnistimabil. Hann segist ætla að taka beimsmeistaratitilinn af Franz Klammer frá Austurriki i bruni, og það eru margir sem spá þvi að lionum takist það i vetur. Thoeni á eftir meti Jean Killy Heimsbikarkeppnin á skíðum hefst í Val d'lsere í nœstu viku og allir bestu eru mœttir í slaginn ítalski skiðakappinn Gustavo Thoeni, sem er álitinn besti skiðamaður i heiminum i dag, fær tækifæri til að sýna það og sanna, að hann tilheyri mestu skiðamönnum allra tima i hinni hörðu skiða- keppni sem hefst i næsta mánuði og nær hápunkti sinum með Vetrar- Ólympiuleikunum i Inns- bruck í febrúar n.k. Thoeni segist ætla að gera eins vel og frakkinn Jean-Claude Killy, og verða þannig annar maðurinn, sem hlýtur heimsbikarinn og þrjú gull- verðlaun á Olympiuleikum á sama árinu. Thoeni, sem er 24 ára gamall, stendur á hátindi frægðar sinnar — eins og Kelly var árið 1968 og austur- rikismaðurinn Toni Sailer árið 1956 — þegar þeir sigruðu i svigi, stór- svigi og bruni á OL. Thoeni hefur þegar unnið heims- bikarinn fjórum sinnum, og hann hefur einnig unnið tvenn gullverö- laun á Ólympiuleikunum. En hann vonast til að ná enn meiri frægð með þvi að sigra i heimsbikarkeppninni, sem hefsti Val d’Isere þann 3. des. n.k. og mun einnig spanna yfir Olympiuleikana — áður en þeim lýkur i Kanada 8. mars á næsta ári. Klammer tromp Austurrikis i bruni Hvort sem draumar Thoeni rætast eða ekki — og þvi búast sérfræðingar varla við — þá er eitt vist um þessa keppni: — austurrikismenn munu ekki einkenna hana i eins rikum mæli og áður. Svigkapparnir itölsku báru sigur úr býtum yfir austurrisku skiða- mönnunum fyrir tveim árum, og þegar Anne-Marie Moser-Proell — fimmfaldur sigurvegari i heims- bikarkeppninni — ákvað að draga sig i hlé, var stórt skarð höggvið i raðir austurriskra skiðakvenna. Með Proell hafa austurrikismenn ekki einungis misst mikinn skiöa- kappa,heldureinnigmikla uppörvun og stoð öðrum skiðamönnum Austur- rikis. Það er ekki vitað um neinn, sem boðlegur er í hennar sæti og með þeirri vitneskju hafa austurrikis- menn hafið æfingar miklu fyrr en vanalega, til þess að reyna að finna annan afburðamann. En þeir hafa eitt gott tromp á hendinni, F’rans Klammer, sem er snillingur i bruni, og er liklegur til að verða Thoeni mjög skæður keppi- nautur. ,,Sprengjan Collotnbin” aftur með i ár Afturför austurrikismanna getur liklega valdið þvi að nýir og efnilegir skiðamenn koma fram, og ætti þvi heimsbikarkeppnin i ár að geta orðið mjög spennandi. Lið Sviss ætti eflaust að vera sterkast, en þar eru margir skiða- menn á heimsmælikvarða, sem biða eftir sæti á olympiuliðinu. En sviss- neskir iþróttafrömuðir telja það ólik- legt, að þeir muni endurtaka sömu afrekin, og á vetrarólympiuleikun- um i Sapporo fyrir fjórum árum. Lið þeirra mun eflast mjög, þegar gamli heimsbikarhafinn i bruni, Roland Collombin bætist i hópinn, eftir að hafa verið ófær til keppni siöan i fyrra, eftir. meiðsli er hann hlaut i fyrstu keppninni. Collombin sem hlaut silfurverðlaun á OL i Sapporo ætlar sér fyrst og fremst að ná heimsmeistaratitlinum ibruni frá Frans Klammer. Nú þegar „sprengjan Collombin” — eins og hann er kallaður — er mættur til leiks að nýju — ásamt Bernard Russi, Walter Westi, Philipe Roux og Rene Berthod — eru svisslendingar taldir sigurstrangleg- ir i bruni, þótt itölsku meistararnir i sömu grein — Erwin Stricker og Herbert Plank — geti orðið þeim hættulegir. Stenmark og Haker geta sett strik í reikninginn Svisslendingar eru ekki jafn-öflug- ir i svigi karla, en italir virðast hins vegar hafa þar ótakmarkaðan fjölda skiöafólks i heimsklassa — Thoeni, Piero, Gros og Paolo di Chiesa ættu að geta tryggt yfirburði itala i þeirri grein, en sviinn Ingemar Stenmark og norðmaðurinn Erik Haker, geta þó komið i veg fyrir algjört „ein- veldi” þeirra. Svissnesku stúlkurnar Lise-Marie Morerod, Marie-Therese Nadig og Bernadette Zurbiggen, eru taldar öruggar með að halda nafni Sviss á lofti meðal kvenfólksins. Frakkar eru þvi eina þjóðin, sem getur komið fram með fólk sem jafn- fært er i öllum greinum, að austur- rikismönnum, itölum og sviss- lendingum frátöldum. Aðrar þjóðir geta aðeins státað af sérhæfðum einstaklingum — Cindy Nelson frá Bandarikjunum, Betsy Clifford frá Kanada, Stenmark Sviþjóð, Haker, Noregi, Christa Zachmeister frá V-Þýzkalandi og Jan Bachleda frá Póllandi. En lokakeppnin um gullverðlaun i Innsbruck og Kristalsheimsbikarinn mun standa á milli örfárra karl- manna og kannski tylft kvenna. -klp- Guxtavo Thoeni ætlar ekki að ráðast á garöinn, þar sem hann er lægstur i vetur. Ilann ætiar að leika sama lcikinn og Jean-Claud Killy — taka hcimsbikarinn og þrjú gull á olympiuleikunum i Innsbruck. RE YKJ AVÍKU RMÓTIÐ í BLAKI Á FLAKKI! Allt í handaskolum með mörg mót þar sem nýja íþróttahúsið við Hagaskólann hefur enn ekki verið afhent Drátturinn á afhend- ingu á hinu nýja íþrótta- húsi Hagaskólans, sem átti að vera tilbúið fyrir a.m.k. tveim mánuðum, Júgóslavar sigruðu Júgóslavneska liðið Mladost sigraði i Evrópukeppni hikarhafa isundknattleik, með þvf að sigra i 4ra liða úrshtum keppninnar, sem háð var í Júgóslaviu og lauk um helgina. t síðasta leiknum lék Mladost við hollenska liðið Neptun og sigraði 8:3, en hafði I leiknum þar á undan sigrað ungverska liðið DSC Budapest 6:3. Everton úr leik! Everton tapaði mjög óvænt 2:0 fyrir 2. deildarliði Notts County i deildarbikarkeppninni i gær- kvöldi. Leikið var á heimavelli Notts County, Meadow Lane i Nottingham. Leikmenn Notts County léku mjög vel i gærkvöldi og verðskulduðu fyllilega að sigra i leiknum. Notts County leikur gegn Newcastle á útivelli i undan- úrslitunum. Nokkrir leikir voru leiknir i Englandi i gærkvöldi og urðu úr- slit þeirra þessi: Deildarbikarinn Notts County—Everton Bikarkeppnin 2:0 Millwall—Yeovil Town 2:2 Rochdale—Workington 2:1 Swindon—N e wport C 3:0 Þá kemur frammistaða Yeovil Town i bikarkeppninni á óvart. Yeovil — sem leikur utan deilda — hefur oft staðið sig með mikl- um ágætum i bikarkeppninni og var liðið óheppið að ná aðeins jafntefli við Millwall i gærkvöldi. Eftir venjulegan leiktima var staðan jöfn 2:2 og þá framlengt i 2x15 minútur. t framlengingunni sótti Yeovil mun meira og voru leikmenn liðsins óheppnir að skora ekki. T.d. bjargaði varnar- maðurinn Barry Kitchener, eitt sinn á undraverðan hátt á mark- linu, þegar ekkert virtist geta komið i veg fyrir mark og mark- vörðurinn viðs fjarri. — BB. Perú hafði sigur í þriðju lotu Það þurfti þrjá leiki til skera úr um, hvaða þjóð sigraði I Suður-Ameriku keppni landsliða i knattspyrnu, sem er með svipuðu sniði og Evrópukeppnin. Til úrslita léku Perú og Columbia og endaði fyrri leikur- inn, sem fram fór I Perú með sigri heimamanna 2:0, en sá siðari með 2:0 sigri Columbiu. Þriðja leikinn þurfti þvf til og fór hann fram i Caracas að við- stöddum 80.000 áhorfendum, sem fengu þar að sjá stjörnu Perú frá siðustu heimsmeistarakeppni — Hugo Sotil — skora eina mark leiksins. — klp hefur komið illa við iþróttastarfsemina hér i Reykjavik að undan- förnu. Við sögðum frá þvi á laugar- daginn, að handknattleiksmenn hefðu orðið að flýja með Reykja- vikurmótið i yngri flokkunum suður I Garðahrepp!! Nú er þvi allt komið i óefni i körfuboltan- um, þar sem margir leikir voru ákveðnir i hinu nýja húsi um þetta leyti. Blakmenn hafa einnig komist i vandræði með sina örfáu leiki i Reykjavikurmótinu, sem áttu að fara fram i Hagaskólanum — samkvæmt skránni átti úrslita- leikurinn að vera þar i gærkvöldi. Þeir hafa orðið að taka til þess ráðs að koma leikjunum fyrir i æfingatimum félaganna úti um bæ, og hafa náð að skipta við ýmsar aðrar deildir til að koma þeim fyrir. Fyrstu leikirnir i Reyk javikurmótinu verða i Réttarholtsskólanum i kvöld. Þar leika fyrst f S —Þróttur i kvennafiokki og strax á eftir lið frá sömu félögurn i karlaflokki Hefst fyrri leikurinn kl. 20,45. Þá hefur þeim tekist að fá tima i tþróttahúsi Kennaraháskólans annað kvöld og leika þar fyrst kvennalið Vikings og Þróttar og siðan karlaliðin. Hefst fyrri leik- urinn um kl. 21.30, þannig að karlaleikurinn verður þá að öll- um likindum hálfgerð miðnætur- skemmtun. Ekki hefur enn tekist að fá tima fyrir þriðja og siðasta leikkvöldið — leiki Vikings og 1S — enblakmenn gera sér vonir um að finna einhvers staðar lausa tima i næstu viku fyrir þá. —klp sjávarfréttir SJAVARFRETTIR sérrit sjávarútvegsins Sjávarfréttir eru nú orðnar þrefalt útbrciddari en nokkurt annað blað á sviði sjávarútvegs og fiskiönaöar, enda leitast blaðið viö að Ijalla uin málefni liðandi stundar og framtiðarinnar, til gagns fyrir aðila i þessum greinum. i 5. tbl. seni nýlega koni út, eru m.a. hringborðsumræður um stööu fiskveiðimála okkar i dag. Þar ræðast við Björgvin Gunnarsson, bátaskipstjóri, Már Elisson, fiskimálastjóri, Jó- liann K. Simonarson, togaraskipstjóri, Guðni Þorsteinsson, fiskifræöingur og ólafur Karval Pálsson, fiskifræðingur. i tilefni útfærslu landhelginnar er rætt við Helga Hallvarösson, skipherra, um mannlega hlið gæslustarfanna. Sagt er frá nýjum lausfrystitækjum hér, þeim einu á landinu. Fjallað er um mis- munandi gæði fisks eftir árstimum og veiðisvæðum. Grein er um lifsferil hringorms. Leiðbeiningaþáttur cr fyrir verðandi sjó- inejin. Sagt er frá sjávarútvegssýningunni I Leningrad i sumar. Greint frá starfseini Slysavarnafélags tslands. Erlendur frétta- og upplýsingaþáttur er i blaöinu. Sagt er frá nýrri islenskri sjávarisvél, nýjum öryggisútbúnaði. Sagt frá skipasmiðum Bátalóns o.fl. Sjávarfréttir koma út annan hvern mánuð. Sjávarfréttir bjóða yður velkomin i hóp fastra áskrifenda. Til Sjávarfrétta. Laugavegi 178, pósthóif 1193, Itvik. óska eftir áskrift. Nafn lleimilisfang Siini sjóvarfréttír L_ Laugavegi 178 Símar 82-300 og 82-302

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.