Vísir - 06.12.1975, Side 1

Vísir - 06.12.1975, Side 1
VISIR G5. árg. — Laugardagur 6. desember 1975. — 277. íbl. t , ..>——— ....... s Að tjó sig ó myndamóli Hrafn Gunnlaugsson stingur upp á því i ,/Flug- unni", að myndmál verði notað í ríkara mæli fyrir fólk til að setja fram hugmyndir sínar. Notkun kvikmynda til að tjá sig nær oft betur tilgangi sín- um en notkun orða, segir Hrafn. Auglýsingar á strœtó „Þessar auglýsingar eru til reynslu til að byrja með. Það á eftir að fá mat hjá stjdrn SVR á þetta, áður en ákveðið verður hvort byrjað verður að selja aug- lýsingar á strætisvagna”, sagði Eirikur Asgeirsson, forstjóri Strætisvagna Reykjavikur, I Við- tali við Visi i gær. Vegfarendur og strætófarþegar ráku upp stór augu i gær, þegar þeir sáu stórar auglýsingar frá Landsbankanum á nokkrum strætisvögnum. Erlendis er mjög algengt að hafa auglýsingar á strætisvögnum, en hefur aldrei tiðkast hér fyrr. En nú á sem iagt að prófa þetta. Fyrir þessar aug- lýsingar má hafa dágóðar tekjur, og veitir vist ekki af fyrir SVR, sem sifellt þarf á miklu fé að halda til að sinna þjónustu sinni við borgarana. — ÓH/Ljósm. Visis: Jim BERJAST GEGN NIÐURRiFI KRISTJANÍU 1. april á næsta ári á að rifa niður Kristjaniu i Kaupmannahöfn. ibúar þar mótmæla nú hástöfum þessari ráðstöfun, og segjast ekki geta lifað utan fririkisins. — sjá' bls. 5. ÁGREININGURINN VIÐ ÞJÓÐVERJA ER EKKI LEYSTUR Nú er deilt um bílastœði! I I i i i i i B i I i íbúar Hólavallagötu i Reykjavik hafa nýlega sent borgarráði bréf. Kvarta þeir yfir þvi að vestur-þýska sendiráð- inu er ætlað bilastæði við vestanverða Hólavalla- götu á horninu við Tún- götu. Kemur þar tvennt til. Ibúarnir eru óánægðir með að bilastæðið sé á þessum stað. Einnig segja þeir að of mörgum bilum sé lagt i stæði þessi svo að örtröð myndist. Þær upplýsingar fengust frá Reykjavikurborg að umferðar- deildin hefði þetta mál til at- hugunar og meðferðar. KEA er þegar búið að sœkja um versl- unarióðina umdeildu Umsókn lögð fram um leið og óhóðum kaupmanni var synjað í annað skipti Kaupfélag eyfirðinga er þegar búið að sækja um verslunarlóðina um- deildu i Hliðarhverfi á Akureyri, þvert ofan i það sem Valur Amþórs- son, kaupfélagsstjóri, sagði Visi siðastliðinn miðvikudag. Beiðnin frá KEA lá fyrir þegar i sið- asta mánuði, en var þó ekki lögð fram fyrr en óháðum kaupmanni hafði tvivegis verið synjað um afgreiðslu. Samþykkt og fellt Upphaf málsins var að Þor- bérgur ólafsson, kaupmaður, sótti um lóð undir matvöru- verslun i nýju ibúðahverfi sem á að risa rétt utan við Glerárhverf- ið. Hann fékk vilyrði hjá bygg- inganefnd en umsókn hans lenti útaf dagskrá á bæjarstjórnar- fundi. Forseti bæjarstjórnar er Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri. Þetta var 12. nóvember og daginn eftir itrekaði Þorbergur umsókn sina til bygginganefndar, sem aftur gaf vilyrði. Aftur fellt Þann 19. nóvember kom málið aftur fyrir bæjarstjórn en þá fékk það ekki afgreiðslu vegna þess að borin var fram tillaga þess efnis að stefnt skyldi að þvi að verslunarlóðir yrðu hér eftir aug- lýstar lausar til umsóknar. Einn flutningsmanna var kaupfélags- stjóri KEA. Það hefur ekki verið venja til þessa að auglýsa ver.slunarlóðir sérstaklega á Akureyri. KEA sækir um Þar með var umsókn Þorbergs aftur „frestað”. Hins vegar sendi KEA þennan sama dag umsókn um lóðina umdeildu. Sú umsókn verður væntanlega tekin fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar hinn 16. þessa mánaðar. — ÓT. Slappað af eftir bálið — Þá er þessari viðureign lokið. En hvenær kemur að þeirri næstu? Það veit eng- inn, svo það er bara best að vera öllu viðbúinn. Þessir þrír slökkviliðsmenn slöppuðu af smástund eftir viðureign við eld sem kom upp í skúr í Kópavogi um hádegisbilið í gær. Glatt logaði í skúrnum, og fékk slökkviIiðið lítið við ráðið. Skúrinn brann að mestu leyti. Eldurinn kom upp i hádeg- inu, þegar enginn var við. — ÓH/Ljösm. Vísis: BG — EKG

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.