Vísir - 06.12.1975, Side 3

Vísir - 06.12.1975, Side 3
VISIB Laugardagur 6, desember 1975. 3 Leikritasýning á messutíma Samkomuhald i borginni teygist yfir á hina óliklegustu tima vikunnar. Hingaö til hafa kirkjur einar haft sunnudags- morgna til samkomuhalds. Nú nýtir Þjóðieikhúsiö messutim- ann tii leikritasýninga. Barnaléikritið Milli himins og jarðar hefur undanfarið verið sýnt klukkan 11 á sunnudags- morgnum. Þykir sá timi hafa gefist velmeð þetta verkefni, en þessi sýningatími er nýjung hjá Þjóðleikhúsinu. Nú styttist í sýningum, þvi að- einsein ereftir. Sú er á morgun, sunnudag, og hefst um leið og útvarpsmessan. Þjóðleikhúsið boðar einnig til aukasýningar á Hákarlasól, leikriti Erlings E. Halldórsson- ar. Mikil aðsókn var á siðustu sýningu. Ekki þykir annað fært en að sýna leikritið fyrir þá sem þurftu frá að hverfa þá. Sýning- in verður á morgun kl. 15. — ÓH Verðið alltof lógt... Athugasemd. 1 Visi, 2/12, er haft eftir mér. að ég telji samning minn við Rikisútvarp — Sjónvarp um sölu á einum sýriingarrétti á kvikmyndinni „Bóndi” fyrir aðstöðu til klippingar og hljóð- setningar hafa verið nauðung- arsamning. Þarna hefur blaðamaðurinn einfaldað orðalag mitt á þann veg, að af þessu mætti draga þá ályktun, að Rikisútvarp — Sjónvarp hafi beitt mig ein- hverri nauðung i þessum samningum. Þess vegna vil ég skýra nánar frá þessu. Ef mér átti að takast að setja þessa kvikmynd saman, þá hafði ég ekki um aðra kosti að velja en gera samning við Rikisútvarp — Sjónvarp um fyrrgreind viðskipti. Það er þvi aðstaðan hér á landi fyrir frjálsa kvikmyndagerð, sem neyðir mann til þess að selja sjónvarpsrétt af kvikmyndum fyrir verð, sem mér og öðrum kvikmyndagerðarmönnum finnst allt of lágt. Þorsteinn Jónsson. Skemmtanir Styrktarfélags vangefinna: 750 leikfangavinníngar, jólasveinar og rœningjor Arleg skemmtun Styrktar- félags vangefinna fyrir börn verður á morgun, sunnudag klukkan 2.30 I Sigtúni. Þar verða skemmtiatriði, leikfangahapp- drætti með 750 vinningum, Lúðra- sveit Reykjavikur leikur, jóla- sveinar koma og syngja og ræningjarnir úr Kardimommu- bænum koma i heimsókn. Annað kvöld verður svo skemmtun á Hótel Sögu. Þar flyt- ur Ragnheiður Helgadóttir, alþingismaður, ávarp. Kristinn Bergþórsson syngur lög eftir Sigfús Halldórsson við undirleik höfundar. Þá verður ballettsýn- ing og Ómar Ragnarsson skemmtir. — Einnig verður mál- verkahappdrætti, dregið um tólf málverk, sem listamenn hafa gefið. Ekki má gleyma Ragnari Bjarnasyni og hljómsveit, sem leika fyrir dansi. Hamborgar- jólatréð afhent í tíunda sinn A morgun verður i tiunda sinn kveikt á jólatrénu sem Reykja- vfkurhöfn hefur árlega fengið sent frá Hamborg. Tréð er gjöf frá félagi fyrrverandi sjómanna, blaða-og verslunarmanna I Ham- borg og nágrenni. Á þessu ári eru einnig liðin 500 ár frá þvi að hamborgarar hófu siglingar hingað til lands. í tilefni þess koma til Islands, hafnar- stjórinn i Hamborg og kona hans, ræðismaður tslands i Ham- borg og menn úr Wikingerrunde, félaginu sem gefur jólatréð. Einnig eru i hópnum tveir frum- kvöðlar þess að farið var að senda Reykjavikurhöfn jólatréð að gjöf og þýskur þingmaður. Kveikt verður á jólatrénu kl. 16 og afhendir hafnarstjórinn i Hamborg, starfsbróður si'num i Reuykjavik, Gunnari B. Guð- mundssyni tréð. Lúðrasveit Reykjavikur mun leika við at- höfniná. — EKG Þetta er smá- sýnishorn af þvi fjöl- breytta vöruúrvali sem verður á boð- stólum á jólabasar Sjálfsbjargar, félags fatlaðra i Reykjavik, sem haldinn verður á morgun, sunnu- dag, i Lindarbæ, Lindargötu 9, og hefst kl. 14.00. Agóða af basarn- um verður varið til hinnar margvislegu starfsemi Sjálfs- bjargarfélagsins. Jólapappírssala fyrir góðgerðarstarfsemi Lionsklúbburinn Njöröur undirbýr nú hina árlegu jólapappírssölu sina.sem hefur verið ein aðaltekjulind klúbbsins. Njarðarmenn munu ganga i hús og selja jólapappirinn og auk þess mun hann verða seldur i anddyri Borgarspitalans á heimsóknartimum og við bila Flug- björgunarsveitarinnar næstu tvo laugardaga kl. 10-18.00 Agóða af sölunni er varið til kaupa á ýmis konar tækjum sem til heilla horfa. — EKG Magnús Jóhannsson og kona hans, Hólmfriður Gunnlaugsdóttir, i nýju Skeifunni i Kópavogi. Ljósm. Bragi. Ný Skeifa sett upp í Kópavogi Húsgagna verslunin og bólstrunin Skeifan hefur nú opn- að verslun á nýju tveggja hæða húsi við Smiðjuveg i Kópavogi. Neðri hæðin, sem verslunin er á, var steypt með venjulegum hætti, en efri hæðin er gerð úr traustri stálgrind, klæddri með góðri einangrun. Stálhýsi sá um smiði efri hæðarinnar og var verkið unnið á tæpum 1900 vinnustundum. A efri hæðinni veröur bólstvunarverkstæði er stofnað hefur verið sérstakt lyrirtæki um, með þátttöku starfsmanna þess. Gólfflötur hvorrar hæðar er um 950 fermetrar. Skeifan hefur nú að baki 18 ára reýnslu i bólstrun og sölu húsgagna, og með fullnýtingu hins nýja húsrýmis, er fyrirhug- að að megi framleiða húsgögn fyrir um 40-80 milljónir á 'einu ári. Eigandi Skeifunnar er Magnús Jóhannsson. KERAMIKLIST í RAMMAGERÐINNI Sýningá keramik þriggja lista- manna stendur nú y.fir i Kamina- gerðinni, Hafnarstræti 19, og er hún opin á venjulegum verslunar- tima frain til 13. des . Listamennirnir sem þarna sýna eru Hulda Mariasdóttir, Sigurður Hauksson og japaninn, Yoshitaka Esashi, en þau starfa öll hjá Glit h/f. Þar eru nú framleiddar margar nýjungar i keramiki svo sem skúlptúrverk. nýjar tegundir af ljóskerum og kertastjökum og v alls konar módelsmiði. Helming- ur framleiðslunnar er fluttur út. mest tið Norðurlandanna Tékkó- slóvakiu og Þýskalands. Þessi sýning er liður i þeirri starfsemi fyrirtækisins að starfa sem nánast með listamönnum i keramik. — EK. Allt frá smáréttum upp i stórsteikur Veitingabuö Suðurlandsbraut2

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.