Vísir - 06.12.1975, Síða 4
4
Laugardagur 6. desember 1975.
BASAR. - Tokið eftir, basar
Verkakvennafélags Framsóknar er í dag kl. 2
í Alþýðuhúsinu. Gengið inn Ingólfsstrœtismeg-
•
Komið og gerið góð kaup.
— Basarnefnd.
Jólakaffi kvenfélagsins „Hringsins”
verður að Hótel Borg kl. 3 sunnudaginn 7.
desember 1975.
Skyndihappdrætti.
Jólaskreytingar — Jólakort — Plattar
Allur ágóðinn rennur til Barnaspitala
,,Hringsins”.
Nauðungaruppboð
annaö og siöasta á Seláslandi S-ll, þingl. eign Gunnars
Jenssonar, fer fram á eigninni sjálfri, miövikudag 10.
desember 1975 kl. 15.30.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 1., 3. og 5. tbl. Lögbirtingablaös 1974 á
hluta I Flókagötu 62, þingl. eign Ólafs Björnssonar, fer
fram eftir kröfu Jóns N. Sigurössonar hrl. á eigninni
sjálfri, miövikudag 10. desember 1975 kl. 16.30.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annaö og siöasta á hluta I Ferjubakka 14, talinni eign
Jóhanns Stefánssonar, fer fram á eigninni sjálfri,
miövikudag 10. desember 1975 kl. 13.30.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavik.
Nauðungaruppboð
er auglýst var I 48., 50. og 51. tbl. Lögbirtingablaös 1975 á
hluta fFerjubakka 4, talinni eign Sólveigar Stefánsdóttur,
fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl. á
eigninni sjálfri, miövikudag 10. desember 1975 kl. 15.00.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 118., 20. og 22. tbl. Lögbirtingablaös 1970 á
Vatnsstig 11, þingi. eign Svans h.f. fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri, miöviku-
dag 10. desember 1975 kl. 10.30.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 48., 50. og 51. tbl. Lögbirtingablaös 1975
á Sólvallagötu 25, þingl. eign Einars Péturssonar fer fram
eftir kröfu Ben. Blöndal hrl. o. fl. á eigninni sjálfri,
mánudag 8. desember 1975 kl. 14.30.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annaö og siöasta á Seláslandi S-4, þingl. eign Gunnars
Jenssonar, fer fram á eigninni sjálfri, miövikudag 10.
desember 1975 kl. 15.30.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annaö og siöasta á m/s Björgvin tS-301, þingl. eign Björg-
vin h.f. fer fram viö eöa á skipinu I Reykjavikurhöfn,
þriöjudag. 9. desember 1975 kl. 15.00.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavik.
Við íslenska námsfólkið i
Björgvin höfum fagnað mjög
þeim viðbrögðum, sem okkur
hafa borist að heiman að við nið-
stöng þeirri, er við reistum á
Herðlu til að vekja athygli á
versnandi hag okkar. Flest hafa
þessi viðbrögð verið jákvæð. En
þeir fáu, sem ráðist hafa gegn
okkur, hafa notað þau ein rök,
sem ætið verða eina haldreipi
þeirra er illan málstað verja:
upploginn misskilningur, ósann-
indabull og uppspuni, auk geð-
veikislegra svivirðinga.
OnnVERSKAR
FIRRUR t ALÞ.BLAÐI
Auðvitað er ekki hægt að rök-
ræða við fólk á grundvelli lyga-
kjaftæðis, en þeir sem lesið hafa
hin ýmsu skrif undanfarna daga
og vikur, eiga heimtingu á, að
þeim sé að minnsta kosti bent á ó-
sannindin. Litum fyrst á grein
Odds A. Sigurjónssonar i
Alþ.blaðinu þ. 11 nóv. sl.:
„Vandi þcirra (námsmanna,
innsk. höf.) á erlendri grund hef-
ur vcrið sá einn, að sinna á-
hyggjulitiö um framgang viö það,
sem þeir töldu vera áliugamál
sin.”Ætli nokkur trúi þeirri fjar-
ofan eru talin, en nokkur efnisat-
riði i grein hans þarfnast athuga-
semda, þvi að ekki er vist að allir
kunni þá formúlu, að snúa orðum
hans við til að fá út sannleikann.
ÞTh vill gera úr leiðangur til að
sækja oss og flytja heim. Oefað
þarf hann ekki að hafa áhyggjur
af þvi. Það er sjálfsagt, að við
komum heim til að „klóra og
bita” islenska ráðamenn, þegar
smánarhaustlán eru þorrin. Og
þess er ekki langt að biða.
...framkoma þessara ungu
óuppdregnu pila hefur hneykslaö
þorra almennings.... Stúdentar
skammast sin margir fyrir þetta
og óvild alþýðustéttar i þeirra
garð hefur vaxið....” Þrugl frá
upphafi til enda. Námsfólk stend-
ur saman sem einn maður i
kröfugerð sinni á hendur rikis-
valdinu. Almenningsálitið stend-
ur einnig með námsfólki, eða hvi
skyldu ASI, BSRB, o fl. annars
hafa lýst yfir stuðningi sinum?
ÞTh vill kenna samtökum
námsfólks um, að sitthvað sé
óréttlátt i úthlutunarreglum lána-
sjóðs. Það sýnir best
vanþekkingu hans á þeim málum,
sem hann skrifar um. En hér er
stutt lexia fyrir hann: Stjórn
og svívirðingar
stæðu, að námsfólk gripi til mót-
mælaaðgerða, nema það a.m.k.
hafi áhyggjur um afkomu sina?
Undarlegar hljóta röksemda-
færslur þess fólks að vera, sem
gefur sér slikar „staðreyndir”!
„Jafnfráleitt er svo hitt, af
þeirra hálfu, aö fyUast heiftaræöi,
sem brýst út I rammásta niöi um
land og þjóö.” Tvöföld þvæla: 1)
Ekkert okkar er haldið þeirri
andlegu veilu aö láta reiði brjót-
ast út i heiftaræði, enda á þetta
orö betur við um grein Odds, en
þó einkum um grein Þorsteins
Thorarensens (sjá siðar). 2) Við
niddum hvergi Island né íslensku
þjóðina, aðeins rikisstjórnina.
Enn teljast fleiri til þjóðarinnar
en rikisstjórnin, þótt sumum seg-
ir svo hugur um, að hún vilji helst
svelta af sér aöra landsmenn.
Fleira mætti tina til úr sora-
skrifum þessa Odds. Allur andi
þeirra er dæmigerður fyrir ó-
þverraskrif, eða hvort skyldi
þessi maður einhvern tima hafa
komið nálægt sprovikublaða-
mennsku á Islandi? Álit sliks
manns á niðkveðskap okkar er að
sjálfsögðu ekki marktækur, en
varðandi gagnrýni hans á þvi, að
við skyldum prýða stöng okkar
meö þorski i staö hestshauss, má
benda honum á, að þaö var vegna
andstööu ofstækispostula á borð
við hann, sem okkur var meinað
að nota hestshaus. Þótti og ýms-
um þorskhausinn betur viö hæfi
þeirrar rikisstjórnar, er felur öll
óþokkabrögð sin á bak við
þorskastriðið viö breta.
„FLOKKSGERPIД
I TÍMANUM
Alfreð Þorsteinsson (eða er
hann Þórarinsson?) skrifar i
dálki slnum, á Viðavangi þ. 8.
nóv. sl. m.a. þetta: „A slðustu ár-
um hefur stuöningur viö náms-
menn veriö aukinn jafnt og þétt i
formi námslána.” Þetta er al-
rangt. Frá árinu 1970 hefur engin
umtalsverð aukning orðið á
námslánum, hvað raungildi
nemur. En það er ekki von, að AÞ
skilji það fremur en rikisvaldið.
Þeir einblina á tölur, sem hækka
árlega um stórar upphæðir, en
„gleyma” að taka verðbólgu og
gengisfellingar með i reikning-
inn.
Aftar I grein sinni segir AÞ:
„Þaö er hins vegar spurning,
hvort þeir (námsm. i Bj., innsk.
höf.) kæra sig yfirleitt nokkuð um
fjárframlög úr hendi þeirra
stjórnvalda, er þeir hafa reist
niöstöng. Ef um einhverja sjálfs-
virðingu væri aö ræöa, geröu þeir
það ekki.”Þvi miður, Alfreð, þótt
það hafi verið stefna framsóknar
i mörg ár, að fólk ætti að lifa á
lofti og öðrum ámóta næringar-
rikum efnum, þá er okkur eiki
unnt að lifa á „sjálfsvirðingu”
okkar.
I lokun hefur AÞ áhyggjur af
þvi, að norðmenn kunni að lita á
okkur sem „þverskurö yngri kyn-
slóöarinnar á Islandi”. Viö teld-
um ekki skaða, þótt svo væri, en
við reynum að berjast gegn þvi,
að litið sé á viðhorf Geirs og Óla
Jó sem „þverskurð” skoðana is-
lensks almennings. Og islenskri
blaðamennsku á borö við skrif AÞ
þegjum viö yfir á erlendri grund.
ÓGEÐSLEG SKRIF
OFSTOPAMANNS
Menn höfða ógjarna meiöyrða-
mál á hendur Þorsteini Thoraren-
sen. Ofstopi hans og ógeðsleg
skrif eru nefnilega mjög þarfur
hluti þess sem skrifað er i dagblöð
á Islandi. Astæða? Jú, hann er of-
stækisfullur öfgamaður og
neikvæð afstaða hans til fram-
sækinna manna og málefna eru
þeim yfirleitt til framdráttar.
Sama gildir um skrif hans gegn
okkur i Daglblaðinu þ. 14. nóv. sl.
Til að gefa smá hugmynd um
örlæti hans á skammir og heift
ætla ég að birta hér nokkur um-
mæla hans um okkur og niðstöng-
ina: „villidýr , rumpulýður”,
„ógeösieg heimtufrekja stráks-
skapur og dónaháttur”,
„óuppdregnir piltar”, „einskis-
nýtir iðjuleysingjar og ræflar”,
„búa hvorki um né sópa gólfin i
sinu sóðabæli”, „slæpingjar sem
spila upp á styrk”, „væta við sig
námslánum til að lifa swingandi
ljúfu Hfi”, „of finar puntudúkkur
til að vinna”, „lifa eins og snikju-
dýr á hinum vinnandi manni”,
„Þeir klóra og bita”. Það skal
tekið fram, að sumt þessara
faguryrðai grein ÞTh er ekki að-
eins við um okkur i Björgvin,
heldur allt námsfólk. Auövitað er
engin ástæða til aö svara þessum
geðveikislegu skrifum, sem að
lánasjóðs úthlutar lánum og
styrkjum og semur úthlutunar-
reglur. Námsmenn hafa frá 1968
haft þá kröfu uppi, að meirihl.
stjórnar skyldi skipaður náms-
fólki i stað þess sem nú er, að
rikisvaldið hafi þar öll ráð. Rikis-
valdið ber þvi alla ábyrgð á út
hlutunarreglum. Fjölda tillagna
námsfólks um réttlátari út-
hlutunarreglur hefur veriö
hafnað m.a.s. tillögum, sem
hefðu getað spornað gegn mis-
notkun á námsaðstoð.
„Þeir (stúdentar, innsk. höf.)
þurfa hvorki að vinna né læra, lifa
bara eins og snikjudýr á hinum
vinnandi manni.” Úthlutunar-
reglur lánasjóðs eru mjög harðar
og menn verða að sýna prófskir-
teini og vottorö um námsárangur
mun oftar en t.d. lánþegar
norska lánasjóðsins. Auk þess
þykir okkur námsfólki þessum
hörðu reglum fylgt út i itrustu
öfgar af starfsfólki sjóðsins. Tor-
tryggni gagnvart öllum
upplýsingum okkar eru þeirra
fyrsta boðorð. Enginn getur þvi
„gert út á kerfið” i þessu atriði.
Eina svindliö, sem þvi er mögu-
legt gagnvart lánasjóði er það
svindl, sem pabbadrengir,
auðugra við nám á íslandi
(vegna gjaldeyrishamla getur
ekkert námsfólk erlendis „lifaö
swingandi ljúfu lifi”), geta
stundað með þvi aö lifa á eignum
og gróða eða skattsviknum tekj-
um foreldra sinna, og fá svo
námslán að auki. En þessi dæmi
eru mjög fá, og rök sem slik gegn
kröfum námsfólks eru þvi út i
loftið. Hitt er svo annað mál, að
sjálfsagt mun fátækt námsfólk
gjarnan vilja taka þátt i að
uppræta slikt svindl, sýndi rikis
valdið áhugá á þvi. En það er svo
sem ekki vist að ráðamenn hafi
hug á þvi. Þaö rikir þvi miður
enginn skerðingarvilji i hugum
þeirra, þegar þeirra eigin börn
eiga i hlut.
Að öðru leyti læt ég firrur og of-
stopa ÞTh kyrrar liggja. Svæsn-
ustu lygar hans og svivirðingar
lýsa best honum sjálfum.
Afgangurinn lýsir þvi vel, hver öfl
standa að baki þess, að slikt fyrir-
bæri skuli fá að skrifa i blöð á Is-
landi. Með þökk fyrir birtinguna.
Guðmundur Sæmundsson, náms.
i Björgvin.
Vinsælu
Barnaog
unglingaskriíboroin
Ódýr, hentug og falleg.
Gott litaúrval.
Sendum hvert á land sem er.
Biðjið um myndalista.
STlL-HÚSGÖGN
AUDBREKKU 63 KÓPAVOGI SiMI 44600