Vísir - 06.12.1975, Page 15

Vísir - 06.12.1975, Page 15
VISIH/Laugardagur 6. desember 1975. 15 Leikarar á Norðurlöndum hræðast Bengt Jahnsson. Hann efast um leikhœfileika Liv Ullmann Hún er eini vinur Bron Charles Bronson, hæstlaunaðasti leikari heims, getur leyft sér að gera kröfur þegar hann leikur i kvik- mynd. Vissulega gerir hann það. Ef hann þarf að taka þátt i ástarat- riðum, vill hann sjálfur ákveða hver mótleikari hans er. Bronson vill ekki koma nálægt neinni konu nema eig- inkonu sinni. Hronson leikur ekki i ástaratriðum nema með konuna sina sem mótleikara. Eins og stendur leika þau saman i kvikmyndinni „Frá há- degi til kl. 2”. Bronson leikur þar forhertan bankaræningja en Jill Ireland, kona hans, leikur blásaklausa ekkju sem þvælist fyrir honum i þann mund sem hann tekur við fjárfúlgunni hjá gjaldkeranum. Bronson vill lifa i friði og ró og er meinilla við alla blaðamenn. Hann hefur einu sinni haft við þá viðtal. Þar útskýrði hann, hvers vegna hann væri dulur. „Þegar ég var 9 ára gamall seldi móðir min mig bónda frá Ungverjalandi. Ég þrælaði fyrir hann i fimm ár og talaði ekki við nokkurn mann. Ég gleymi þvi aldrei...” Jill Ireland og C. Bronson giftust fyrir tólf árum þegar hann vann sem i ihlaupaleikari i Hollywood. Nú hefur hann rif- andi tekjur. Þetta er fáránlegt starf en óneitanlega vel borgað segir Bronson. Kjarnorku- stöðvum fjölgar ört Arið 1985 munu kjarnorku- stöðvar geta annað helmingi orkuþarfar Vestur-Þýskalánds. Þetta er markmiðið með orku- áætlun Bonnstjórnarinnar sem gerð var i kjölfar oliukreppunn- ar áriö 1973. Til þess að mæta þessu verður að byggja fjörutiu kjarnorkuver á komandi ára- tug, til viðbótar þeim tiu, sem nú þegar starfa. Hvort sem mönnum likar bet- ur eða ver, þá er kjarnorka að vinna sér stöðugt meira fylgis út um allan heim. Samningur sá, sem vestur-þjóðverjargerðu viö brasiliumenn um byggingu kjarnorkuvera er næstum eins og dropi i hafið sé litiö á hann i alþjóðlegu samhengi. 1 lok fyrra árs voru 163 kjarnorkuver i notkun um allan heim, og 32 til viöbótar voru annað hvort i smiöum eöa nýpöntuð. Bandarikin eiga flestar kjarn- orkustöðvar og munu liklega halda því sæti i fyrirsjáanlegri framtið. Helmingur kjarnorku- vera i heiminum er i Bandarikj- unum, og það hlutfall er áætlað munu haldast. Vestur-Þýska- land er i fjórða sæti, en mun lenda i öðru sæti þegar þær sextán stöðvar sem áætlað er að byggja á næsta áratug, verða fullgerðar. Bráðum koma blessuð jólin... Aðventan er hafin og senn liður að jólum. t gamla daga var að- ventan i hávegum höfð, sem undirbúningur undir hina miklu jóla- hátið, en gamlar hefðir devja ört og fátt eftir sem minnir á mikil- vægi aðventunnar. Aðventukransinn er eitt af þvi fáa. hann er einvinsælasta jólaskreytingin i Norður-Evrópu og sést viða i kirkj- um, dagstofum. skrifstofum og búðum. Það er almennt talið að hefð þessi hafi myndast i skóla i Hamborg um 1860. — Englaspilið til hægri er allmiklu eldra. Skilningsríkur dómari Innbrotsþjófi nokkrum, sem er það sem kallað er „sibrota- maður”, var nýlega sleppt fyrir tilstilli dómara, svo hægtyrði að lækna hann af þessari áráttu með dáleiðslu. Dómurunum var skýrt frá þvi, að innbrotsþjófurinn, David Brown, 36 ára, hafi byrjað að brjótast inn i hús, vegna þess að söknuður hans hafi verið svo mikill, eftir að heimili hans brann. A sex árum framdi hann um 200 innbrot, og var fyrir það dæmdur i þriggja ára fangelsi. Brown hlaut þriggja ára skil- orösbundinn dóm, en hann fær nú meðferð sálfræðings, þar eð dómararnir álitu hann „þess mjög þurfandi”. Ég hef aldrei borgað neitt meö jafn mikitli ánægju sagði Ingimar Bergman þegar hann greiddi 140 þús. kr. I skaðabætur fyrir að hafa slegið leikhús- gagnrýnandann Bengt Jahnsson niður. Bergman lamdi hann duglega — og borgaði siðan „reikning- inn”. Bengt Jahnsson, sem hefur verið leikhúsgagnrýnandi Dag- ens Nyheters i 10 ár, lætur þétta ekkert á sig fá. Jahnsson er mikilsvirtur gagnrýnandi hjá stærsta blaði Skandinaviu og hann nefnir hlutina sinum réttum nöfnum þegar hann skrifar gagnrýni sina. Henning Moritzen sá um upp- setningu leikritsins „Pygmal- ion” þar sem Liv Ullmann leikur aðalhlutverkið. Bengt Jahnsson klipur ekki af þvi i skrifum sinum um leikritið. Hannsegir að framlag Moritzen sé glappaskot — algjört glappa- skot og hann efar að Liv Ull- mannhafi nokkra leikhæfileika. Erland Josephson, sem sjón- varpsáhorfendur þekkja úr „þættir úr hjónabandi” leikur i Pygmalion og hann fær lika sinn skammt. Hann er einskisnýtur gutlari, segir Johnsson. Norðurlandabúar kalla Jahnsson mannætuna. Hann er ósköp venjulegur maður i útliti og ekki truflar of mikill hár- vöxtur heilastarfsemina. Johns- son er múrarasonur frá Uppsöl- um, meðlimur jáfnaðarflokks- ins, lektor i sænsku og sögu og leikhúsgagnrýnandi siðan 1965. Hann er mest umtalaði mað- urí Sviþjóð fyrir utan Olav Palme auðvitað og að lokum hefur hann ótrúleg áhrif á allt leiklistarlif á Norðurlöndunum. Liv UHmann og Henning Moritzen fá lélega dóma fyrir þátttöku sina i „Pygmalion”.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.