Vísir - 10.12.1975, Side 3
VISIR Miðvikudagur 10. desember 1975.
3
Guðni Þórðarson situr fyrir svörum á fundi með fréttamönnum á Borginni í gær. — Ljósm. BG
,Ég krefst saka-
dómsrannsóknar'
— segir Guðni
Þórðarson — Telur
Seðlabankasfjóra
handbendi
Flugleiða
— Ég mun snúa mér til sak-
sóknara rikisins og krefjast op-
inberrar rannsóknar, sem leiða
mun I Ijós að það eru banka-
stjórar Seðlabankans sem eru
höfundar og stjórnendur þess-
ara ofsókna. Þeir munu verða
dregnir til ábyrgðar gagnvart
réttvisinni fyrir öllu þvi mann-
orðs og fjártjóni sem þessar
gerræðisiegu aðgerðir þeirra
óumflýjanlega valda.
Þetta, meðal annars sagði
Guðni Þórðarson, forstjóri Air
Viking og Sunnu á fundi með
fréttamönnum í gær.
Samvinna Flugleiða
og Seðlabanka
Guðni hélt þvi fram að banka-
stjórar Seðlabankans, sérstak-
lega þeir Jóhannes Nordal og
Davlð Olafsson væru með þessu
að reka erindi Flugleiða, sem
vildu Air Viking feigt. Flug-
rekstur Air Viking hefði gengið
mjög vel og á þessu ári hefðu
farið með flugvélum félagsins
fjórði til fimmti hver íslending-
ur æm fór á milli landa. Auk
þess hafi þær flutt nokkur þús-
und erlenda ferðamenn. Þessa
samkeppni hefðu Flugleiðir
ekki þolað og þvi ákveðið að
bola Air Viking burt.
Fiögurra milljarða
blóðgjöf
Eftir að seðlabankastjórarnir
hefðu hlaupið um lönd og álfur á
siðasta ári til að Utvega Flug-
leiðum fjögurra milljarða blóð-
gjöf, hefði svo striðið hafist.
Flugleiðir hefðu lækkað verð á
sólarlandaferðum um tiu til
fjórtán þUsund krónur á hvern
farþega, i þeim tilgangi einum
að ýta Air Viking Ut af innan-
landsmarkaði.
Þessi óheiðarlega samkeppni
hafi valdið Air Viking tekju-
missisem svaraði tiu til fjórtán
þUsund krónum á hvern
farþega, en þeir voru allsum sjö
þUsund talsins.
Vilja sjötiu
prósent hækkun
Guðni sagöi að þegar þetta
hafi ekki borið tilætlaðan árang-
ur hafi góð ráð verið orðin dýr.
„Óskabörn seðlabankavaldsins
i flugmálum” hafi nU beðið um
sjötiu prósent hækkun flugfar-
gjalda milli Islands og Norð-
ur-Evrópu. Það sé ljóst að þetta
sé ekki mögulegt nema einasta
keppnisaðilanum sé rutt úr
vegi. Þvihafi sú herferð sem nú
standi yfir, verið hafin.
Kúgunaraðgerðir
Seðlabankans
í skjóli valds sins yfir banka-
kerfinu hafi Seðlabankinn lagst
á Alþýðubankann og stjórnend-
ur hans með kúgunaraðferðum
sem miðist að þvi að gera rekst-
ur fyrirtækja sinna tortryggi-
legan og stöðva eðlilega banka-
fyrirgreiðslu.
„Mér er einnig kunnugt um að
Seðlabankinn hefur gengið svo
langt að seilastinn i Samgöngu-
ráðuneytið f leit að aðstoð og
stuöningi við að koma ofstækis-
aðgerðum sinum fram,” sagði
Guðni Þórðarson.
Engar
óeðlilegar skuldir
Guðni sagðiað engar óeðlileg-
ar skuldir hvildu á fyrirtækjum
slnum. Hann vildi ekki nefna
neinar tölur i þvi sambandi en
sagði að þær kæmi fram við
rannsókn málsins. Hann fullyrti
hinsvegar að viðskipta og
rekstrarskuldir væru óveruleg-
ar. Hann sagði ennfremur að að
sinu áliti lægju fyrir fullnægj-
andi tryggingar.
Hann hefði lagt að veði fast-
eignir sem hann á I Reykjavlk
sem væru tæplega hundrað
milljón króna virði, samkvæmt
brunabótamati. Þar að auki
væri veð i flugvélunum.
Engin vanskil
Guðni sagði að hvergi lægju
fyrir eðlilegar greiðslukröfur
sem ekki hefði veriö mætt.
Fyrirtæki hans ættu engar van-
skilaskuldir útistandandi. (I
fréttatilkynningu Seðlabankans
er þvi ekki haldið fram að Air
Viking sé I vanskilum. Aðeins að
tryggingar fyrir skuldum séu
ekki nægilega góðar).
Mikið fjármágn til
Alþýðubankans
Hann fullyrti að hann hefði
engin óeðlileg viðskipti átt við
Alþýðubankann. Með viðskipt-
um sinum hafi hann beint þang-
að miklu fjármagn og fyrir-
greiösla bankans hafi að sinu
áliti verið fullkomlega eðlileg.
Leyfissviptingin
ólögleg
Guðni sagði að enginn laga-
bókstafur væri fyrir þvi að
svipta ferðaskrifstofuna Sunnu
rekstrarleyfi, vegna þessa
máls. t tilkynningu samgöngu-
ráðuneytisins hefði aðeins verið
talað um skuldir hennar. t lög-
um væri hinsvegar leyfð leyfis-
svipting ef um VANSKIL væri
að ræða. Það væri ekki hjá
Sunnu. Tryggingaupphæðin sem
miðað er við er aðeins 1,5 mill-
jónir króna. SU upphæð var
ákveðin fyrir einum tiu árum og
á sér þvi ekki stoð lengur.
Sagði Guðni að allar ferða-
skrifstofurnar yrðu að loka ef
skuldir þeirra mættu ekki fara
uppfyrir þessa upphæð.
Krefst rannsóknar
Guðni sagði að hann vildi láta
rannsaka þetta mál niður i kjöl-
inn. Hann sagði orðrétt:
Ég mun sjálfur krefjast rann-
sóknar á öllum bankaviðskipt-
um minum og fyrirtækja þeirra
sem ég veiti forstöðu, til þess að
fá tækifæri til að sanna óheilindi
þau sem að baki þessara of-
sókna liggja.
Ósk min er að rannsakað
verði hvers vegna afskipti
Seðlabanka tslands beinist
fremur að viðskiptum minum
við Alþýðubankann h/f en ann-
arra stórra viðskiptaaðila bank-
ans. Rannsakað hvort afskipti
Seðlabankans af málefnum Air
Viking kunni að standa I sam-
bandi við hagsmuni hans
(Seðlabankans) við aðra aðila i
flugrekstri, þar sem stöðvun á
rekstri mundi skapa þeim ein-
okunaraðstöðu i Islenzku utan-
landsfluti. Rannsakað verði
hvort Seðlabanki tslands hafi
með þessum siðustu ofbeldisað-
gerðum sinum og kúgunum
misbeitt valdi sinu. Rannsakað
verði hvort Seðlabankinn hafi
beitt Alþýðubankann, banka-
ráði og stjórn A.S.l. þvingunum
til að fá fram aðgerðir gegn Air
Viking og þá á hvern hátt þeim
þvingunum hafi verið beitt.
Kaupin á
Hótel Esju
Guðni vildi einnig að:
— Rannsökuð verði ýmis at-
riði sem verði talin máli þessu
viðskiptalega tengd, svo sem af-
skipti og fyrirgreiðsla banka-
stjóra Seðlabankans við bygg-
ingu Hótel Esju og afhendingar
hótelsins siðar á silfurfati án Ut-
borgunar. Þar sem ofaná tert-
una var lagt þar að auki rekstr-
arlán, sem á núverandi gengi
nemur um þrjú hundruð mill-
jónum króna. Rannsakað verði
til að sanna misbeitingu valds,
fyrirgreiðsla Seðlabankastjór-
anna við ýmis fyrirtæki sem upp
verða talin. Svo sem Alafoss,
sem njóta mun lánafyrir-
greiðslu sem nema mun allri ár-
legri umsetningu fyrirtækisins.
Loks sagði Guðni Þóröarson:
Ég trúi þvi fastlega að hér
bafi verið gengið það langt út
fyrir allt velsæmi i glórulausum
ofsóknum og valdniðslu, að ekki
verði hjá þvi komist að þessir
herrar hafi nú reitt sina eigin
öxi sjálfum sér til fallst i nafni
réttlætis og laga. — fJr þvi mun
verða skorið á næstu vikum og
mánuðum.
—ÓT
Fréttaþjónusta
Flugleiða
furthermore 1 nave another guestlon and i kindty ask youto
ánswer by teLes obday:
Loftleidir igeLandic sais that air vikina and sunna traveL are '
near a bank ruotcy and that everybody in lceLandlc traveL
business is taLklng about thls matter during the Last few week.
what do you say? we are Looklng forward your fair answer.
thanks and best reqards.
e. diet'rich / generaL manaqer / lmhoLZ traveL zurich
20ft1 sunna is
57/*a? tmho ch
Þetta telex skeyti fékk Guðni á hádegi I gær frá stórri svissneskri
ferðaskrifstofu. Hann er búinn að gera samning við hana um að flytja
tólf hópa svissneskra ferðamanna til islands næsta sumar.
t skeytinu segir: „Loftieiðir Icelandic segja að Air Viking og Sunna
séu á barmi gjaldþrots og aðallir i islenskum ferðamáium hafi verið að
tala um þetta undanfarnar vikur. Hvað segir þú? Væntum hreinskilins
svars frá þér. Þakkirog bestu kveðjur, E. Dietrich, framkvæmdastjóri
Imholz Travel, Zúrich.”
Þykir Guðna sem fréttaþjónusta Flugleiöa við viðskiptavini sina sé
með eindæmum góð.
Guðni sýnir fréttamönnum skeytið, sem sagterfrá hér aðofan.
TÍSKUVERSLUN UNGU KONUNNAR
KIRKJUHVOLI SÍMI 12114