Vísir - 10.12.1975, Qupperneq 7
VISIR Miðvikudagu
r 10. desember 1975.
RGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í
Umsjón: Guðmundur Pétursson
Yelena Sakharov, sem aö undanförnu hefurveriöá Italiutil lækninga, er
farin til Osló. En þessi mynd var tekin af henni skömmu fyrir brottförina,
þegar borgarstjóri Rómar, Clelio Darida, gaf þessum virta gesti sínum bók
til minningar um Rómardvölina.
VERKFÖLLIN
HEFJAST Á
SPÁNI í DAG
Vinstrisinnaðir andófs-
menn á Spáni hafa
skorið upp herör gegn
stjórnarfari
Francotimans til að
þrýsta að yfirvöldum
og knýja þau fram til
frjálslyndara stjórnar-
fars.
1 dag hefjast verkföll verka-
lýðsfélaga i Madrid, en slik
samtök eru bönnuð með lögum á
Spáni og starfa þau þvi neðan-
jarðar. Þetta eiga að vera
tveggja daga verkföll og búist
við þvf að þau taki til 120.000
byggingaverkamanna fyrst og
fremst.
Vinstrisinnar hafa skorað á
alþýðu um Spán allan að fara i
samúðarverkfall til að mót-
mæla harkalegri framgöngu
lögreglunnar i Madrid sem um
helgina hleypti upp mann-
safnaði andófsmanna.
Þykir viðbúið að gripið verði
til mótmælaaðgerða i Barcelona
og Baskaheruðunum norðan-
lands.
Dansi,
dansi...
Ford Bandarikjaforseti
hafði viðkomu á Filipps-
eyjum á leið sinni heim f rá
Kína. Þessi mynd var tekin
við það tækifæri, þegar
efnt var til þjóðdansasýn-
ingar til heiðurs forsetan-
um. Greinilega hefur hann
hrifist af dansinum, eins
og myndin gefur til kynna.
Hœtt við oð
svelta írana
en þeir vilja
ekki matinn
Hverjir eru þrjóskari?
Það er spurningin i sam-
skiptum Lundúnalög-
reglunnar við þrjá
sprengjuvarga írska
lýðveldishersins, sem
hún hefur haldið
innikróuðum i ibúð i
Marylebone-hverfi.
írarnir halda hins-
vegar lögreglunni i
skefjum með eldri hjón-
um, eigendum ibúðar-
innar, sem þeir tóku
fyrir gisla.
Fyrst neitaði lög-
reglan að láta þeim i té
mat, en nú neita irarnir
að taka við mat
sem þeim hefur verið
boðinn. Þeir hafa meira
að segja rifið simann úr
sambandi og fleygt
tólinu út um gluggann.
— Áður hafði lögreglan
reglulegt samband við
þá i simanum.
Svo er að sjá. sem irsku hryðju-
verkamönnunum hafi runnið i
skap þegar lögreglan lét eftir sér
hafa að hún væri smám saman
að vinna trúnaðartraust bófanna
með hjálp simans. — Skömmu
siðar flaug nefnilega siminn út
um gluggann.
Það er grunur lögreglunnar að
mennirnir séu úr hópi þeirra sem
ábyrgir eru fyrir sprengjutilræði
undanfarinna mánaða i London,
Fingraför eins þeirra fundust i
sprengjuverksmiðju sem lög-
reglan fann i London, og' þau
fundust aftur á dyrakarminum
heima hjá Ross McWhirter sem
myrtur var á dögunum.
Lögreglunni snérist hugur um
að svelta sprengjuvargana út úr
ibúðinni, og lét siga i bandi
grænmetissúðu og heitt kaffi á
brúsum ofan úr næstu ibúð niður
að glugga til manna. En þeir
hunsuðu sendinguna algjörlega.
1 upphafi taldi lögreglan að
hryðjuverkamennirnir væru
fjórir i ibúðinni. Þar á meðal einn
sem þeir kalla ,,herra Z”, en hans
hefur lögreglan leitað dyrum og
dyngjum siðustu 18 mánuði. —
Nú er lögreglan ekki lengur viss
um, að ,,herra Z” sitji i grildr-
unni, þvi að sjónarvottur taldi sig
hafa séð mann á gangi i hægðum
sinum i húsasundi að baki
byggingarinnar.
Arafat
heior-
aður...
Landssamtök ensku-
kennara i Bandarikjunum
veita árlega verðlaun þeim,
sem þykir tala best 'veim
tungum. Meðal þeirra sem
þessa ..heiðurs” hafa orðið
aðnjótandi, er til dæmis Ron
Ziegler, fyrrum blaðafulltrúi
Nixons.
Þetta árið er það Yasser
Arafat. leiðtogi þjóðfrelsis-
hreyfingar Palestinu-araba
og æðstráðandi hryðjut erka-
samtaka þeirra sem ötuð
eru blóði saklauss fólks i öll-
um heinisálfum. — Tilefnið
voru þessi unuuæli Arafats:
,,Við viljum enguni manni
gera mein. Það er einmitt
vegna þess, að við boðum
friðsamlega sambúð
hjónanna, að við höfum út-
hellt svo miklu blóði.”
Kemur ekki til greina að
lóta undan rœningjunum
segir fulltrúi Indónesíustjórnar,
sem staddur er í Hollandi
Tveir hópar suður--
mólukkanskra hryðju-
verkama nna ha Ida
hollensku lögreglunni enn í
skefjum með meira en
fimmtíu gisla á valdi sínu
um borð i farþegalest
norður við Beilen og inni i
sendiráði Indónesíu í
Amsterdam.
Lögreglan i Amsterdam hefur
lagt sig i framkróka við að halda
sambandi við mannræningjana i
sendiráðinu meöan yfirvöld
norður i landi þégja þunnu hljóði
og halda uppi taugastriði á hend-
ur lestarræningjunum.
Lestarræningjarnir hafa nú
haldið 29 farþegum föngnum i
lestarvögnunum i átta daga.
Einu orðaskiptin við lögregluna.
sem setið hefur um vagnana allan
þennan tima, lúta að beiðnúm um
mat og tóbak, vatn og nauðsynjar
aðrar.
En ræningjarnir i sendiráðinu
hafa verið ófeimnir við að setja
fram kröfur. Þeirra meginkröfur
eru 3, allar pólitisks eðlis, en
það er ekki á valdi Hollands-
stjórnar að verða við neinni
þeirra.
Fyrst vilja þeir að Suharto for-
seti Indónesiu komi til Genfar til
viðræðna við sjálfskipaðan for-
seta útlagastjórnar Suður -
Molukkaeyja. Umræðuefnið skal
vera sjálfstæði til handa Suður-
Molukka. Ennfremur vilja þeir að
stjórn Indónesiu láti lausa alla
pólitiska fanga frá Suður-
Molukka. og að málfrelsi verði
leyft á Suður-Molúkka.
Þessar kröfur voru lesnar upp
fyrir sendifulltrúa Indónesiu-
s'tjórnar af miða sem
ræningjarnir létu milligöngu-
mann flytja honum. Hann hlýddi
á þegjandi. en sagði eftir á að
ekki kæmi til greina að verða við
pólitiskum kröfum ræningjanna
— Bauð hann sanit Hollands
stjórn liðveislu við að reyna að
bjarga gislunum úr sendiráðinu.